Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Andres Alexand- ersson - Minning Andrés Alexandersson hét hann eftir að hann varð íslenskur ríkis- borgari. Þótt hann hafi ávallt reynst íslandi dyggur og góður sonur með því nafni, fannst mér það aldrei hæfa persónu hans. Hann var Bandi — András Kesc- kés — fæddur í þeim hluta Júgó- slavíu, sem síðan 1918 tilheyrir Ungveijalandi. Nátengdur og gegnsýrður af lista- og menning- arlífí Mið-Evrópu. Þegar þau Nanna og Bandi komu hér fyrst á hiyssingslegu janúar- kvöldi 1949 var það eftir ævintýra- lega ferð um Júgóslavíu, Pólland, Svíþjóð og Danmörku. Þau skildu eftir fallegt heimili sitt í Búdapest, dýrmætan húsbúnað og listaverk, sem þau áttu þar, því heita átti að þau færu aðeins í mánaðarfrí hing- að. En gerðin var í raun flótti frá ástandi, sem orðið var óbærilegt jafnvel hættulegt honum. Þessi fáu orð búa yfír lífsferli, sem væri efni í bók, sem tæki fram flestum þeim ævisögum, sem þykja í frásögur færandi hér um slóðir. Líf þeirra allt, í ógnum stríðsáranna svo og árin fyrir og eftir heimsstyij- öldina, er saga, sem sennilega verður ekki skráð úr þessu, því miður. En litrík er hún og ótrúleg okkur, sem búum hér við ysta haf, blessunarlega einangruð frá skark- ala heims og stjnjöldum. Hingað kom Bandi eins og fram- andi, skrautlegur fugl, ólíkur öllum, sem við höfðum áður þekkt. And- blær óþekktra heima fylgdi honum. Skaphiti, músíkalitet, ríkt skopskyn og kurteisi einkenndu fas hans og framkomu. Hann vandist aldrei af því að kyssa á hönd konu, sem hann heilsaði, og við sem nutum, lyftum ósjálfrátt höfðinu og fannst augnablik við vera meira virði og tignari verur en endranær. En þeg- ar við spiluðum vitlaust út í bridge, loguðu augu hans og skammimar dundu yfir. Sögur af skoplegum til- svörum hans með tilheyrandi talandi* handahreyfíngum verða lengi í minnum hafðar. Umskiptin, sem urðu við flutning Bandi hingað, hljóta að hafa verið honum ijötrar. Alit var öðravísi en hann átti að venjast; umgengnis- hættir, mataræði, veðráttan og svo það að hingað komu þau hjónin slypp og snauð af jarðneskum gæð- um. En þar bætti Nanna úr eftir mætti með tillitssemi og skilningi á aðstæðum hans. Fljótlega tókst þeim hjónum með stökum dugnaði, sparsemi, vinnu- semi og útsjónarsemi að eignast eigið heimili. Hvort sem það var í einu leiguherbergi, rakri kjallara- íbúð eða loks í íbúð þeirra við Ljós- heima, var gestum alltaf fagnað. Þeim fáeinu Iistmunum sem þau gátu tekið með sér að heiman var komið fyrir þar sem þeir helst gátu glatt augað, allt hreint og fágað og Nanna og Bandi fagnandi gest- gjafar. Þegar þeim óx fískur um hrygg eignuðust þau góða vini og um ára- bil stóðu þau fyrir veisluhöldum sem seint gleymast þeim er nutu. Var alveg sérstakt andrúmsloft þar, sem helst verður lýst með orðinu „fest“. Létt stemmning, tónlistin, ^öragar umræður, gómsætur framandlegur matur, sem Nanna töfraði fram — allt hjálpaðist að til að gera hveija stund að dýrðlegum fagnaði. Þau hjónin unnu mikið og óeigin- gjamt starf til hjálpar flóttafólki sem hingað kom frá Mið-Evrópu. Þessu fólki stóð heimili þeirra alltaf opið og til þeirra var óspart leitað til lausnar margvíslegum vanda, sem upp kom, hvort sem var á nóttu eða degi. Einkadóttirin, Iðunn Angela, var skírð í höfuðið á Iðunni, tvíburasyst- ur Nönnu, og móður Bandi. Tengir hún þannig ímynd þeirra tveggja kvenna, sem foreldrar hennar meta mest. Bamabömin era þijú, Pétur, Nanna og Andrés. Sem starfsmaður var Bandi ná- kvæmur, traustur og samviskusam- ur. Hann vann hjá Pétri Snæland mági sínum fyrstu árin en bæjarbú- ar þekkja hann eflaust best þar sem hann vann í blaðasölunni hjá Ey- mundsson, þar vann hann í mörg ár. Að vissu leyti átti það vel við hann að vera þar, sem fólk kom og fór, svo félagslyndur sem hann var. Þá gat hann skipst á orðum við viðskiptavinina, látið brandar- ana fjúka um leið og hann afgreiddi blöðin og verið í tengslum við lífið í miðbænum. Mörg hin síðarí ár hafa þau Nanna og Bandi átt við mikil veik- indi að stríða. Undir lokin dvaldi hann á Borgarspítalanum en Nanna, blessuð, er nú á Vífilsstöð- um alfarið. Þar hittum við hjónin síðast. Iðunn hafði sótt pabba sinn til að kveðja Nönnu, sem ekki var hugað líf. Hann var í hjólastól og virtist líkamlega hramur en þegar við kvöddum hann með óskum um góða líðan, svaraði sá gamli með klassísku setningunni sinni og til- heyrandi handahreyfingu um leið og honum var ekið út: „Ég er ung- ur, fallegur og ríkur." Nanna gleðst nú í hjarta sínu yfír því að hafa náð að kveðja hann daginn áður en hann dó. Þá fór Iðunn með hana á Borgarspítalann þar sem Bandi var mikið veikur, en var með meðvitund þá stundina. Þá höfðu þau ekki sést síðan í febrú- ar. Þannig lýkur þessum kafla lífshlaups þeirra saman hér og nú. Æðralaust, virðulega, fallega, eins og samband þeirra líka var. Það er lærdómsríkt að sjá hvað mannleg samskipti geta verið fögur og sterk, þegar byggt er á kærleika þrosk- aðra einstaklinga með djúpa sameiginlega lífsreynslu, sem eflir gagnkvæmt traust og virðingu. Orlögin tengdu um árabil líf okk- ar hjóna nokkuð náið lífi Nönnu og Bandi og þu bönd slitna ekki þótt margt breytist og samverastundum fækki. Bandi leiftraði um stund eins og raketta um himin okkar hér í norðri og við sem nutum neista- flugsins og hrifumst með þá stund þökkum honum. Já, það vora flugeldar á lofti þessi ár. Nú, þegar Bandi hefur kastað ellibelgnum og hafíð sig til flugs á vit nýrrar reynslu, fylgja honum blessunaróskir. Megi nú hrína á honum það, sem hann sagði svo oft: „Ég er ungur, fallegur og ríkur.“ Ágústa P. Snæland Kveðja Ég var 13 ára snáði þegar þau komu til íslands hann Bandi og hún Nanna frænka mín. Þau fluttu í litlu íbúðina sína í Sveinsbakaríi og fyrsta árið var ég tíður gestur á heimili þeirra. Það var sérstök og ógleymanleg reynsla fyrir ungling- inn að kjmnast smátt og smátt þessum sérstæða manni. Auðvitað háði það okkur báðum í fyrstu að skilja ekki nægilega vel hvor annan en frænka var dugleg að túlka, og svo notuðum við þá enskuna — ég til að æfa mig og hann til að miðla mér af sinni kunnáttu. Það var oft glatt á hjalla þegar Nanna var að búa til litlu, skemmtilegu brúðumar sínar, í hinum margvíslegustu bún- ingum og ég að klambra saman rólum og vegasöltum í „mini“stærð fyrir þær. Hann ræddi oft um landið sitt, Ungveijaland, og um borgina sína, Budapest. Þá leiftraðu augu hans og lýsingamar vora á þann veg að manni fannst maður vera kominn á staðinn. Hann unni þessu landi og þessari borg og sú ást brást aldr- ei þó örlögin höguðu því á þann veg að hann yrði að yfirgefa þetta allt og flytja hingað til íslands, sem smátt og smátt eignaðist þó stóran hlut í huga hans og hjarta. Ég minnist þess enn í dag hve mér fannst þessi maður höfðingleg- ur. Fasið, framkoman og röddin — þetta var allt svolítið framandi og bar með sér andblæ hins óþekkta handa við höf og lönd. í augum unglings var þetta spennandi og skemmtilegt og ég fylgdist með frásögn hans af athygli. Ekki vora þó allar frásagnimar gleðilegar, þar mátti fínna sárindi og vonbrigði. Þrátt fyrir allt fann maður þó alltaf að hann trúði á hið góða í mannin- um og fyrirgaf mótlætið. Minning: Karl Guðmunds- * son frá Olafsvík Fæddur 7. október 1908 Dáinn 8. október 1986 Hinn 8. október sl. lést í sjúkra- húsi í Reykjavík Karl Guðmundsson frá Ólafsvík, eftir skamma legu, 78 ára að aldri og degi betur. Lauk þar ævintýralegu lífshlaupi manns sem á yngri áram fór um allar heimsins álfur og átti að baki sjó- ferðasögu sem mun eiga fáa sína líka. Engin tilraun mun hér gerð til að gera slíku skil, því hér fara aðeins fáein miningarorð. Jón Kristófer, gamall sjóferðafé- lagi Karls, nefnir hann Ólafsvíkur- Kalla í frásögu sinni „Sjmdin er lævís og lipur" sem Jónas Ámason skráði. Undir því gælunafni gekk Kalli síðan og má fullyrða, að enda þótt hvoragt hafí verið ágallalaust Ólafsvík eða Kalli töldu hvora tveggju sér sóma að. Kalli fæddist að Vegamótum í Ólafsvík 7. október 1908. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Kristjáns- dóttir og Guðmundur Bjömsson. Tíu ára gamall byijaði Kalli sjó- mennskuferil sinn og á fermingar- daginn sjálfan jrfirgaf hann foreldra og systkini til að fara um borð í skútu sem hann var þá ráðinn á. Slíkt þætti kuldalegt nú en var þá ekki ótítt. Má taka undir með skáld- inu með það að slík kjör hafí margan markað. Á unglingsáram stundaði hann því fiskimennsku. Útþráin ólgaði þó í blóði Kalla og í byijun seinna stríðs var teningnum kastað. Öil stríðsárin og hálfu betur var Kalli í siglingum um öll heimsins höf og gamla Ólafsvík hafði engar spumir af honum í ein 12 ár. Þessi ár hélt Kalli uppi merki Ólsara vítt um álf- ur sem fyrr segir. Mun löngum hafa verið látið vaða á súðum og lítt af setningi slegið. Jón Kristófer segir í frásögn sinni að Kalli hafí verið karlmenni hið mesta og ekki vílað hlutina fyrir sér. Ótrúlegar frásagnir Jóns Kristófers af sam- vistum þeirra félaga bera því líka vitni. Jafnframt að drengskapar- maður hafí þar farið, ætíð reiðubú- inn að axla vandræðin með félögunum og mátti raunar ekki aumt sjá þó jfirborðið væri af hijúf- ari gerðinni. Fyrir nokkram árum átti ég þess kost að bera þessar frásögur undir Kalla sjálfan, sagði hann mér þá frá orði til orðs sögu þeirra félaga þegar þeir leigðu sér heila svítu á Admiral Betty Hotel í St. John’s, raunar undir fölsku flaggi og fóra léttan í einn sólar- hring uns fangelsið tók við. Mér er í minni að augu hans ljómuðu þeg- ar hann rifjaði ævintýrið upp. Var hann hræddur? Nei, aldrei mundi hann til þess þó óvissan væri oft fyrir stafni og aðstæður hæpnar. Eftir að Kalli hætti siglingum kom hann heim til Ólafsvíkur og hugðist nú fosta ræt.ur við útrrerð frá heimabyggð. í siglingunum hafði Bakkus verið mikið með í för- um en nú var hann kvaddur um nokkurra ára bil. Útgerðin tók þó enda með döpram hætti. Alvarlegt slys varð um borð í báti þeirra fé- laga. Það var mikið áfall öllum sem í hlut áttu, þolanda slyssins og eig- endum bátsins. Er skemmst frá því að segja að þar hrandi sú borg. Önnur afleiðing þessa varð og sú aó nú stóð Kalli hallari fæti gagn- vart áfenginu en áður. Síðari hluta ævinnar skiptust á skin og skúrir hvað það snerti. Munu fáir hafa verið kunnugri af raun lífí þeirra sem láta þar nótt sem nemur og eiga ekki vísan næturstað. Karl átti þó alltaf skjól hjá Fanný systur sinni á Holtsgötu 41 og taldi sig þar til heimilis. Samband þeirra systkina var jafnan gott. Karl kvæntist ekki en tvær dætur á hann kvæntar í Reykjavík. Af eðlilegum ástæðum var samband hans við þær ekki mikið en gott sem var. Síðustu árin átti Kalli ekki í erfíðleikum. Dvaldi hann í Víðinesi og leið vel þar. Aðeins mánuði áður en Kalli dó kom hann í heimsókn til Ólafsvíkur og dvaldi nokkra daga hjá Guðlaugi bróður sínum og Ingibjörgu konu hans. Var hann hinn hressasti og ekki að sjá að skammt væri til hinstu stundar. Guðlaugur fór með hann um byggðina og nágrenni og var Kalli afar ánægður með þessa ferð. Hitti hann marga kunningja og gladdist jfir framföram hér. Vora þá ein 15 ár frá síðustu komu hans vestur. Ég hitti Kalla og hann Og nú er hann genginn þessi prúði maður. Ég vil þakka honum öll okkar samskipti, þó þau minnk- uðu með áranum. Hann skildi þó óneitanlega eftir spor í huga 13 ára unglings og þau spor vora öll góð. Ástvinum hans öllum sendi ég samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Hafsteinn Snæland Ég minnist Andrésar Alexand- erssonar þegar hann kom til íslands landflótta frá Ungveijalandi, fóm- arlamb hugsjóna sem snúist höfðu í andhverfu sína í framkvæmd, heimsmaður sem hafði þó aldrei séð hafíð fyrr. Árin liðu og hann festi hér rætur en hefðbundna íslensku lærði hann aldrei til fulls, þótt hann gæti engu að síður gert sig skiljan- legan á því máli sem og öðram sem hann beitti. Andrés var með skemmtilegustu og sérstæðustu mönnum ég hef þekkt og var góður íslendingur sem unni íslandi og öllu því sem ísland hefur gefíð honum. Árið 1953 fékk ég að fara með Andrési í stutta ferð til Júgóslavíu, þar sem öldrað móðir hans bjó í Mol, litlu sveitaþorpi á ungversku sléttunni, Þar hitti hann í hinsta sinn ættingja og gamla vini sem hann hafði ekki séð lengi. Margt af þessu fólk var menntað og hafði greinilega verið vel efnað fyrir stríð. Þannig máttu allir muna tímana tvenna og andrúmsloftið var oft tregablandið en samt létt. Á leið- inni heimsóttum við Hamborg, Belgrad, París og London. Þar var Andrés alls staðar eins og hagvan- ur, þótt hann hefði aldrei komið þar fyrr og mætti öllu sem að höndum bar með skarpri og sérstakri kímnigáfu. Mér era ógleymanlegar og ómetanlegar ánægjustundimar sem við ferðalangamir áttum á listasöfnum, leiksýningum, óperam, kvikmyndahúsum, krám, gistihús- um og á götum úti og allur sá hrærigrautur af tungumálum, kostulegum misskilningi og óvænt- um uppákomum sem við lentum í. Persóna Andrésar hóf þetta allt upp ' í æðra veldi og gaf mér nýja og betri tilfínningu fyrir mannlífínu. Eftir heimkomuna skildu leiðir að mestu, þótt við hittumst oft stutt- lega en þá þurfti aðeins nokkur orð og eitt augnaráð til þess að hranna upp skemmtilegum endurminning- um. Nú er Andrés vinur minn Alex- andersson allur. Guð blessi hann og ástvini hans. Pétur H. Snæland sagði mér frá högum sínum. Af sinni góðu greind virtist hann hafa gert upp við Guð og menn og jafn- vægi ríkja hjá honum á allan hátt. Kímnigáfan var líka enn á sínum stað. Má sjá á mjmdinni, sem þess- ari kveðju fylgir, að þar fer maður sáttur við lífíð, en myndin var tekin á bryggjunni í Ólafsvík á dögunum. Ólafsvíkur-Kalli kom ekki erindis- leysu vestur. Þeir bræður fóra m.a. saman í kirkjugarðinn hér og vitj- uðu leiða. Kirkjugarðurinn er í góðri hirðu og afar fallegur. Bað þá Kalli Guðlaug og frændur sína að sjá til þess að þar fengi hann leg þegar þar að kæmi. Einmitt þetta var hann ánægðastur með eftir ferðina. Nú er komið að efndunum á þessu loforði, fyrr en nokkum granaði. Þar verður Karl lagður til hinstu hvflu á morgun, laugardag, en út- förin í Reykjavík er í dag. Lokið er langri ferð. Megi hann hvfla í friði. Helgi Kristjánsson Þann 8. október sl. andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík fomvinur minn, Karl Guðmundsson frá Ól- afsvík. Meðal vina og kunningja var hann oftast nefndur Ólafsvíkur- Kalli. Hér mun ég aðeins leitast við að greina lauslega frá kynnum mínum af honum, og frá dagfari hans eins og ég þekkti það um áratugi. Þetta verður að sjálfsögðu aðeins stutt mál, það eð ég hef áður, á öðram stað, fjallað nánar um mann- inn. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.