Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
Stefnuræða forsætisráðherra
Frá vinstrí: Oddur Bjamason geðlæknir, Páll Ásgeirsson yfirlæknir Barnageðdeildar Landspítalans,
Anton J. Kaiser kjörforseti alheimshreyfingar Kiwanismanna, Amór Pálsson umdæmisstjórí Kiwanis-
hreyfingarinnar, Þorsteinn Sigurðsson formaður K-dagsnefndar og Tómas Helgason prófessor
K-dagur í dag og á morgun:
Kiwanismenn selja
K-lykilinn til hjálpar
geðsjúkum unglingum
KIWANISMENN og fjöl-
skyldur þeirra munu selja
K-lykilinn um land allt í dag
og á morgun, föstudag og
laugardag, og rennur ágóði
allur til uppbyggingar ungl-
ingageðdeildar við Dalbraut
í Reykjavík. Yfirskrift lykil-
sölunnar er: „Gleymið ekki
geðsjúkum".
Þetta er í fimmta skipti sem
Kiwanismenn á íslandi selja K-
lykilinn. Árin 1974 og 1977 fór
afrakstur af sölu lyklanna til upp-
byggingar á vemduðum vinnustað
við Kleppsstítalann, Bergiðjunni.
1980 og 1983 var safnað fé til
byggingar endurhæfíngarstöðvar
fyrir geðsjúka. Stöðin var reist í
samvinnu við Geðvemdarfélag ís-
lands og stendur við Álfaland í
Reylgavík.
Fram kom á blaðamannafundi
er haldinn í gær að þörfín fyrir
unglingageðdeild væri mjög brýn
og er talið að ef hún hefði verið
starfandi undanfarin ár, hefði
mátt bjarga mannslífum. Fíkni-
efnanotkun hefði enn frekar
SLIT SILDARVIÐRÆÐNA VIÐ SOVETMENN:
Viðræðurnar strönduðu á
verðlækkunarkröfu Rússa
- segir í fréttatilkynningn Síldarútveg'snefndar
VIÐRÆÐUM íslendinga og Sov-
étmanna um sölu á saltaðrí síld
til Sovétríkjanna er lokið án sam-
komulags. Sildarútvegsnefnd
sendi í gær frá sér fréttatilkynn-
ingu af þessu tilefni og fer hún
hér á eftir:
„Viðræður við Sovétmenn um
sölu á saltaðri sfld hófust á ný í
Reykjavík sl. mánudag eftir fjög-
urra daga hlé, sem sovézku samn-
ingamennimir kváðust hafa notað
til að ræða við viðkomandi aðila í
Sovétríkjunum.
Viðræðum þessum er nú lokið
án samkomulags.
Sovézku fulltrúamir endurtóku á
fundi í gær að það væri endanleg
ákvörðun hlutaðeigandi aðila í Sov-
étríkjunum að fallast ekki á hærra
verð fyrir íslenzku saltsfldina en
þeir hefðu nýlega samið um við
Kanadamenn. Það verð er um 46%
lægra í bandarískum dollurum en
meðalsöluverð íslenzku sfldarinnar
var á sl. ári til Sovétríkjanna, af
tilsvarandi stærðarflokkum.
Verðlækkunarkrafa þessi er í
rauninni langtum meiri en hér kem-
ur fram, sé tekið tillit til hins
„Gapandi tóm hús
og bátarnir bundnir“
- segir Eðvarð Júlíusson í Grindavík
á veginum. Ýmsir virðast jafnvel
þeirrar skoðunar, að ekki sé rétt
að fækka ríkisbönkum. Erfíðleikar
Útvegsbankans krefjast þess þó.
Málið getur ekki dregist lengur.
Viðskiptaráðherra hefur lýst þeim
leiðum, sem til greina koma. Þær
eru nú í ýtarlegri skoðun, og mun
niðurstaðan lögð fyrir Alþingi á
þessu haustþingi.
í tíð þessarar ríkisstjómar hefur
mikil breyting orðið á húsnæðis-
lánakerfínu. Lánin hafa verið lengd
og hækkuð til muna. Á næstu mán-
uðum verður áhersla lögð á að þeir
sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn
hafí forgang. í því sambandi verður
að hafa í huga, að of mikil þensla
í byggingariðnaði getur reynst
efnahagslífínu skaðleg og stofnað
í hættu því jafnvægi, sem nú er í
sjónmáli.
Svipað má segja um málefni
þroskaheftra. Fjármagn til þess
málaflokks hefur verið stórlega
aukið og heimilum og aðstöðu verið
komið upp víða um land. Þetta er
mikið gæfuspor. Uppbyggingu á
þessu sviði verður haldið áfram á
meðan þessi ríkisstjóm situr.
Byggðanefnd þingflokkanna hef-
ur skilað athyglisverðri skýrslu.
Ýmsar tillögur, sem þar em gerð-
ar, hljóta þingflokkamir og ríkis-
stjóm að ræða. Undanfarin ár hefur
orðið mikil byggðaröskun. Því verð-
ur að breyta. Það er þjóðinni allri
fyrir bestu.
Að sjálfsögðu er það einnig verk-
efni Byggðastofnunar að gera
tillögur og áætlanir til úrbóta. Með
tilvísun til umræddrar skýrslu hef
ég óskað eftir að gerðar verði áætl-
anir um aðgerðir, sem stuðlað geti
að jafnvægi í byggð landsins, undir-
búnar.
í samkomulagi stjómarflokk-
anna frá 25. maí 1983 segir.
„Sett verði lög um umgengni á
landinu, vemdun náttúru og auð-
linda."
Að framkvæmd þessa samkomu-
lags hefur verið unnið, en því miður
ekki náðst samstaða enn. Á grund-
velli tillagna, sem ég hef lagt fram
í ríkisstjóm, geri ég mér nú vonir
um, að frumvörp þessa efíiis verði
lögð fyrir þingið fljótlega.
Þetta er afar mikilvægt mál. Við
Islendingar búum í landi, þar sem
gróður og dýralíf er mjög við-
kvæmt. Þetta þurfum við þó hvort
tveggja að nýta okkur til fram-
færis. Það verðum við að gera af
fullri skynsemi. Við eigum að kapp-
kosta að skila betra landi til
afkomenda okkar en við tókum við.
Því miður hefur ekki verið svo um
aldimar. Tijágróðri var nær gjör-
samiega eytt, og víða er landið
uppblásið. Þótt myndarlegt átak sé
gert til þess að græða landið á ný,
fer því víðs fjarri að þeirrar varúðar
sé gætt; sem landið krefst.
Við Islendingar erum svo lán-
samir að búa í tiltölulega hreinu
og ómenguðu landi. Við verðum lítið
vör við súrt regn, sem nú eyðir
skógum og vötnum á stórum svæð-
um í Evrópu. Eyðingar kjamork-
unnar hefur heldur ekki gætt hér.
Við megum þó ekki vera svo blind
að ætla, að þannig muni það verða
um alla eilífð.
Á meðan mengunin vex hröðum
skrefum, færist hún stöðugt nær.
Þessi mál getum við því ekki látið
lengur afskiptalaus á erlendum
vettvangi. Við hljótum að styðja þá
kröfu, að stórlega verði dregið úr
hættu á mengun frá kjamorkuver-
um og iðnaði og slíkt sett undir
alþjóðlegt eftirlit. Til þess að á okk-
ur verði hlustað, þurfum við að
koma okkar eigin málum í gott lag.
Sama stefnan í
utanríkismálum
Að morgni 29. september sl.
gengu sendiherrar Sovétrílqanna
og Bandaríkjanna á minn fund og
báru fram þá ósk frá æðstu mönn-
um risaveldanna, að þeim yrði
heimilað að halda fund sinn hér
dagana 11. og 12. október. Það
samþykkti ég án tafar, enda islandi
með þessu sýnt einstætt traust og
virðing.
Við fundi valdamestu manna
heims bindur htjáður heimur helst
vonir við það, að horfíð verði af
braut hins vitfírrta kjamorkukapp-
hlaups og þjóðimar taki þess í stað
höndum saman í sókn til betri sam-
búðar og betra mannlífs.
Að sjálfsögðu var ljóst, að fundi
þessum mundi fylgja mikið um-
stang og fyrirhöfn, sem og varð,
en með honum lögðu íslendingar
fram mikilvægan skerf til friðarum-
leitana þjóðanna.
í utanríkismálum mun ríkis-
stjómin fylgja sömu stefnu og gert
hefur verið. Hún telur mikilvægt
að vamarsamtök vestrænna þjóða
séu sterk, svo að þau megni að við-
halda því jafnvægi, sem verið hefur
í Evrópu í meira en 40 ár. Þetta
er ekki síst mikilvægt nú, þegar
vonir eru bundnar við árangur í
viðræðum stórveldanna, sem leiði
til gagnkvæmrar afvopnunar.
Hið sama gildir um veru vamar-
liðsins hér á landi. Þótt við viljum
landið sem fyrst án erlends hers,
er vera hans hér liður í þessu jafn-
vægi, sem ríkisstjómin telur ekki
rétt að raska eins og nú er ástatt.
í samskiptum íslendinga og
Bandaríkjamanna hafa hins vegar
orðið nokkrir erfíðleikar. Lausn
virðist þó í augsýn á deilu um flutn-
inga fyrir yamarliðið. Því ber að
fagna. Við íslendingar viljum góð
samskipti við Bandaríkjamenn eins
og aðrar þjóðir en munum standa
fast á okkar rétti og engan yfírgang
þola.
Langtíma farsæld
Góðir íslendingar, með þeirri
þjóðhagsáætlun, sem dreift hefur
verið á Alþingi, er kafli um horfur
1988-1991. Eins og gert var í
síðustu þjóðhagsáætlun, er þama
leitast við að líta fram á veg. Nauð-
syn á því kemur m.a. glöggt fram
í dæmum, sem sett em fram í þess-
um kafla. Þar sést, að mjög lítið
má út af bera til þess að sú bjarta
mynd, sem nú blasir við í efnahags-
málum, verði dökk. Aflabrestur eða
óhagstæð viðskiptakjör geta gjör-
breytt þeirri þróun, sem verið hefur
að undanfömu. Jafnvel þótt tækist
við slíkar aðstæður að halda verð-
bólgu í skefjum, sem er vafasamt,
er hætt við að erlendar skuldir ykj-
ust á ný hröðum skrefum.
Vonandi verða næstu árin hag-
stæð. íslendingar vita hins vegar
af gamalli reynslu, að aflabrestur
verður aftur og viðskiptakjörin
versna. Því er afar mikilvægt, að
þjóðin noti nú vel þann bata, sem
orðinn er, til þess að styrkja gmnd-
völlinn og lækka erlendar skuldir.
Á mínum vegum er nú að ljúka
framtíðarkönnun, sem nær allt
fram til ársins 2010. Að þessu verki
hefur undanfarin tvö ár unnið fjöldi
áhugasamra manna, sem verð-
skulda þakkir. Niðurstöður þessarar
merku könnunar verða á næstunni
kynntar almenningi. Það er von
mín að um þær verði mikið rætt
og fjallað, því mikilvægt er að horfa
lengra fram á veg en áður hefur
verið gert.
Að sjálfsögðu em framtíðarspár
til langs tíma miklum erfiðleikum
háðar og munu reynast rangar í
ýmsum atriðum. Engu að síður er
slík vinna ákaflega mikilvæg.
Sumt er all traust, eins og t.d.
spár um mannfjölda og aldursdreif-
ingu. Af slíkum staðreyndum má
draga mikinn lærdóm um áhrif á
þjóðfélagið í heild, sem nauðsynlegt
er að hafa í huga ef menn vilja
komast hjá því að fljóta sofandi að
feigðarósi.
Aðrar hugmyndir um framtíðina
em meira byggðar á mati kunnáttu-
manna. Þær þarf þó einnig að
skoða. Það gerir okkur kleift að búa
okkur undir hið líklega en vera þó
viðbúin hinu óvænta. Þannig getum
við best búið í haginn fyrir framtíð-
ina.
Ég hef fylgst með þessu verki
og er sannfærðari um það nú en
nokkm sinni fyrr, að framtíð lands
og þjóðar getur orðið góð og björt,
ef við föllum ekki I þá gryfju að
fóma langtíma farsæld fyrir
skammtíma ágóða.
„ÞETTA er auðvitað slæm staða.
Við stöndum ráðþrota með gap-
andi tóm hús og bátana bundna
við bryggju," sagði Eðvarð Júlí-
usson forstjóri Hópsness hf. í
Grindavík, sem gerir út síldar-
báta og rekur söltunarstöð.
Eðvarð sagðist ekki sjá að neitt
vit væri í að veiða sfldina til
bræðslu, enda ekkert verð komið á
hana ennþá. Hann taldi sjálfsagt
að tengja síldarsamningana saman
við samningana við Sovétmenn um
olíuviðskipti. Ef þeir neituðu enn
yrðum við að kaupa olíu annars
staðar. „Lífíð í sjávarplássunum
hefur snúist í kring um sfldina á
haustin og hefur verið mikil vinna
og velta vegna hennar, þó saltendur
hafí ekki alltaf haft mikið upp úr
henni. Þetta verður því mikið tjón
fyrir alla aðila á stöðum eins og
Grindavík," sagði Eðvarð.
gífurlega gengisfalls sem orðið hef-
ir á Bandaríkjadollar frá því að
samið var við Sovétmenn í fyrra.
Engar framhaldsviðræður hafa
verið ákveðnar enda tók sovézka
samninganefndin sérstaklega fram,
að þótt íslendingar kynnu að óska
eftir að viðræður yrðu teknar upp
á ný í Moskvu, kæmi undir engum
kringumstæðum til greina að greiða
hærra verð en Sovétmenn hefðu
samið um við kanadíska útflytjend-
ur.
Sovétmenn kváðust hafa skjal-
fest og fast verðtilboð frá Norð-
mönnum, sem er tæplega 30%
lægra en það verð sem Sfldarút-
vegsnefnd samdi um við þá á sl.
ári. Svipuð tilboð kváðust þeir hafa
í höndunum frá Hollandi og Bret-
landseyjum.
Að því er samningsmagnið varð-
ar endurtóku Sovétmenn að ekki
hefði ennþá verið gefin út heimild
til kaupa á nema 40.000 tunnum
af saltsíld frá íslandi en í fyrra
samdi Sfldarútvegsnefnd um fyrir-
framsölu á 200.000 tunnum til
Sovétríkjanna.
Fréttatilkynning þessi er send í
samráði við félög sfldarsaltenda,
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna og Sjómannasamband
íslands, en allir þessir aðilar eiga
fulltrúa í Sfldarútvegsnefnd."