Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
Réttur
Margrét Þorvaldsdóttir
Sagt er, Tíminn er það sem við gim-
umst mest — en eyðum verst.
Matseld meðfylgjandi kjúkl-
ingaréttar sparar tíma. Hann er
góður og þar að auki ódýr á með-
an kjúklingar eru á útsölu.
Þetta er
kjúklingur
bakaður með
appelsínusósu
(fyrir6)
1 stór Iqúklingur,
2 msk. matarolía,
1 stór laukur, saxaður,
1 græn paprika, söxuð,
V2 tsk. salt,
2 appelsínur, safinn eða
1 bolli appelsínusafi,
rifinn börkur af einni appelsínu,
'/2 bolli vatn,
2—3 tsk. kjúklingakraftur,
1 msk. púðursykur,
1 tsk. salt,
malaður pipar,
2 msk. söxuð steinselja eða
1 msk. þurrkuð (parsley),
2 msk. hveiti.
1. Kjúklingurinn er hreinsaður;
fítuklumpar eru fjarlægðir og kjúkl-
ingurinn síðan skolaður og þerraður
vel.
2. Kjúklingurinn er settur á eld-
fastan disk og leggir losaðir að hálfu
frá búk með hníf, það styttir eldun-
artímann. Kjúklingurinn er síðan
brúnaður á pönnu eða undir grilli
við góðan yfirhita í u.þ.b. 10 mín.
3. Matarolían hituð og er saxaður
laukur og paprika látin krauma í
feitinni þar til laukurinn er orðinn
ljós og mjúkur. Þetta er síðan sett
yfir kjúklinginn. Ldfur, fóam og háls
sem fylgir með í plastpoka er lagt
með í pottinn til að bæta sósuna.
4. Blandað er saman appelsínusafa,
rifnum appelsínuberki, púðursykri,
vatni og kjúklingakrafti (sem kemur
í stað víns), steinselju, salti og pipar
og er þetta síðan hitað að suðu.
5. Appelsínublöndunni er síðan hellt
yfir kjúklinginn og er lok sett yfir
diskinn (eða álpappír) og kjúklingur-
inn bakaður í 1 klukkustund. Ausið
soðinu öðru hvoru yfir kjúklinginn á
bökunartíma.
6. Soðinu af kjúklingnum er hellt
pott í gegn um sigti. Kjúklingurinn
er settur inn í ofninn aftur og hann
látinn þoma á meðan sósan er jöfn-
uð.
7. Hveitið er hrært út með appelsínu-
safa og síðan hrært út í heitt soðið.
Hrærið í á meðan sósan er að
þykkna. Bætið við salti ef þarf.
8. Soðinn kjúklingurin er síðan hlut-
aður sundur í 8 stykki og er þeim
raðað á disk og sósunni hellt yfir.
Berið fram með soðnum núðlum
eða soðnum gijónum. Snöggsoðnar
kartöflur sneiddar niður og brúnaðar
í feiti eiga einnig mjög vel við kjúkl-
inga sem bomir eru fram í sósu.
Einnig grænt soðið grænmeti.
Verð á hráefni:
1 kjúklingtir
(1500 gr) kr. 360,00
1 laukur kr. 7,50
1 græn paprika kr. 28,00
2 appelsínur kr. 28,70
MX21
TÓNLEIKAR
ÍROXZY
föstudaginn 17. október og laugar-
daginn 18. október frá kl. 22.00
bæði kvöldin. HBH9HH
Miðaverð kr. 500r
’ úattáhMh
Mundi mótorá afmæli i
dag og verður til viðtals á
bar númer 2.
■ ,v '
Gestir kvöldsins: Rauðir fletir
ROXZY
DOKKABÖT
mi6neetursviö*nu'
Kvöldverður
framreiddur frá kl. 19
MatseAill:
Villigæsamús með rifsberjasósu.
Léttreykt lambalæri með kartöflum.
Dauphinoise og Nolly Prat sósu.
Grand Marnier frauð.
GILDIHF
Kr. 424,20
N J O T I
I
Föstudagur 17. október: Ball á Borginni frá kl. 10 til 3
Laugardagur 18. október: Ball á Borginni frá kl. 10 til 3
Sunnudagur 19. októben Fimmta kvöld danslagakeppninnar
Vháú'-'' ák
mJp 81m "<33$ 1%. Wm. wi íkm h&m
BOHGIiyiVil
Mánudagur 20. október: Vísnakvöld. Danska hljómsveit-
in Halricks ásamt Gullý Hönnu.
Þriðjudag 21. október mun danska jasshljómsveitin Ric-
ardos leika fyrir matargesti frá kl. 20 til 22.
Miðvikudagur 22. október: Danska jasshljómsveitin Ric-
ardos leikur fyrir matargesti frá kl. 20 til 22.
Fimmtudagur 23. október: Danska jasshljómsveitin Ric-
ardos leikur fyrir matargesti frá kl. 20 til 22.