Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Rjúpnaskyttu leitað í tæpan sólarhring: Fannst látinn við Vífilfell Um 800 manns, þyrlur og flugvél tóku þátt í leitinni RJÚPNASKYTTAN, sem saknað var í Bláfjöllum síðan á miðviku- dag, fannst látin laust fyrir klukkan 16.00 í gærdag, norð- vestan við Vífilfell. Leitarsveitir voru kallaðar út á miðvikudags- kvöld og tóku um 800 manns þátt i leitinni þegar mest var. Þá tóku þátt í leitinni 2 þyrlur Landhelgisgæslunnar og flugvél. fannst síðan á svæði, sem áður hafði verið leitað á, ekki langt frá bifreiðinni. Hann var þá örendur. Ekki var vitað um dánarorsök, en talið fullvíst að hann hafí ekki lát- ist af slysförum. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Reykjaneskj ördæmi; Skoðanakönnun í stað prófkjörs KJÖRDÆMARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi hefur samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða eða 95 gegn 6, að falla frá prófkjöri innan flokksins fyrir næstu al- þingiskosningar. Að sögn Braga Mikaelssonar varaformanns kjördæmaráðs, mun fara farm skoðanakönnun í stað prófkjörs. Rétt til þátttöku í henni hafa þeir sem sæti eiga í kjördæm- aráði og varamenn, stjómir sjálf- stæðisfélaganna í kjördæminu og varamenn, fulltrúaráðsmenn og varamenn, samtals um 400 manns. Byggungblokkir í Grandahverfi Morgunblaðið/Ól.K.M. Samþykkt að rannsaka víssa Maðurinn hafði farið til ijúpna í Vífílfellskrók á miðvikudagsmorg- un og var búist við honum til baka um hádegi. Þegar hann var ekki kominn fram um kvöldmatarleytið var farið að óttast um hann og voru hjálpar- og björgunarsveitir kallaðar út. Bifreið mannsins fannst skömmu síðar mannlaus í sand- gryfju ofan við Sandskeið. Leitarskylyrði voru erfíð um nótt- ina, myrkur og stórhn'ð, en veður skánaði er líða tók á fimmtudag. Maðurinn, sem var 55 ára gamall, Utanríkisþjónustan: Ný skrifstofa í Brussel Hinn 10. desember nk. verð- ur opnuð ný skrifstofa í Brussel fyrir sendiráðið í Belgíu og Luxembourg. Starf- semi skrifstofunnar verður einkum fólgin í því að fylgjast með málefnum Evrópubanda- Iagsins og gæta hagsmuna íslendinga gagnvart því. Þetta kom fram i ræðu Matthíasar Á Mathiesen, utanrikisráð- herra, í útvarpsumræðum frá Alþingi í gær. Ráðherra sagði að aukin áherzla væri lögð á aðstoð og fyrirgreiðslu við útflytjendur, bæði með stofnun Útflutningsráðs íslands og sér- stökum viðskiptafulltrúum í sendi- ráðum, þar sem nauðsyn krefur. Ráðherra sagði ennfremur að unnið væri að könnun utanríkis- og viðskiptaþjónustu íslendinga í Ásíu, m.a. hvort rétt sé að efna til sendiráðs eða viðskiptaskrif- stofu í þessum heimshluta. þætti í byggingarkostnaði -á íbúðum Byggung við Seilugranda og Eiðsgranda Á FUNDI, sem Byggung efndi til í gærkvöldi með félagsmönn- um, sem byggt hafa íbúðir í fjölbýlishúsum við Seilugranda og Rekagranda, var samþykkt að iáta fara fram athugun á ákveðnum þáttum í bygginga- kostnaði íbúðanna. Jafnframt var ákveðið að fresta uppgjöri á meðan athugunin fer fram. Óánægju hefur gætt meðal fé- lagsmanna Byggung vegna hækkana sem boðaðar hafa verið á byggingakostnaði íbúðanna. Að sögn Guðmundar Karlssonar, framkvæmdastjóra Byggung, var boðað til fundarins til að ræða upp- gjör íbúðanna, og var fundarboðið sent með bréfí þar sem greint var frá greiðslustöðu hvers og eins. Guðmundur sagði að um væri að Þrennt á slysa- deild eftir árekstur ÞRENNT var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar um klukk- an 20.00 í gærkvöldi. Meiðsli fólksins urðu minni en á horfðist, en að sögn lögreglu er líklegt að þama hefði orðið stórslys ef bílbelti hefðu ekki verið notuð. Báðir bílamir eru mikið skemmdir. Miklar annir voru hjá lögreglunni í Reykjavík í gær vegna árekstra, enda slæm akstursskilyrði og skyggni lítið. ræða hækkun á upphaflegu kostn- aðarverði, sem væri að meðaltali 6% þótt nokkuð væri misjafn hvem- ig hún kæmi niður. „Raunar þekki ég ekki byggingarsögu þessa tíma- bils, þar sem ég tók við þessu starfí í mars á þessu ári", sagði Guðmund- ur. „En þessi hækkun kemur ákaflega misjafnt niður á fólki og orsökin fyrir því er sú að menn vísi- tölubundu sína samninga mjög misjafnt. Það borguðu allir inn- ■ borgun í janúar 1982. Hluti af fólkinu borgaði síðan innborgun í júní og vísitölubundu eftirstöðvar með vísitölu í júlí. Aðrir borguðu hins vegar næstu innborgun sína í desember 1982 og vísitölubundu síðan eftirstöðvar í janúar 1983. Vegna hinnar gífurlegu verðbólgu, sem var á þessu tímabili kemur fram mikill mismunur á því hvað fólk er búið að borga, sem verður að mæta í lokauppgjöri. Við boðuð- um til þessa fundar til að ræða þessi mál og útskýra fyrir fólki ýmsa þætti þess. Það er hins vegar ekki nema sjálfsagt að fram fari endurskoðun og rannsókn á reikn- ingum félagsins, ef menn telja það nauðsynlegt", sagði Guðmundur Karlsson. Einn af viðmælendum Morgun- blaðsins úr hópi íbúðarkaupenda sagði að um væri að ræða hækkun sem næmi tugum prósenta á bygg- ingakostnaði í þeim tilfellum sem dæmi voru tekin af. „Þetta kemur okkur mjög á óvart og er þvert ofan í það sem búið var að lýsa yfír, því hér er um verulegar fjár- hæðir að ræða í mörgum tilfellum", sagði hann. Á fundinum var borin upp tillaga um að athugun yrði gerð á ákveðn- um þáttum varðandi byggingu þessara íbúða til að sannreyna byggingakostnaðinn. Var ákveðið að sú athugun færi fram á vegum annarrar endurskoðendaskrifstofu en þeirrar, sem hefur endurskoðað reikninga Byggung undanfarin ár. Tillagan var samþykkt samhljóða og voru jafnt stjómarmenn félags- ins og aðrir fundarmenn sammála þeirri málsmeðferð. Eins árs fangelsi fyrir manndráp Ref silækkandi ástæður miklar Þessi talstöð er sömu tegundar og þær tólf sem stolið var frá NBC News fréttastofunni. Talstöðvum stolið frá NBC News TÓLF Motorola handtalstöðv- um var stolið úr flugskýli nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli að- fararnótt miðvikudagsins 15. október. Talstöðvamar em í eigu NBC News fréttastofunnar, sem hafði aðsetur í flugskýlinu á meðan leið- togafundurinn fór fram. Þær em mjög dýrar og heitir NBC News góðum fundarlaunum til handa þeim sem getur gefíð upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýs- ist og fréttastofan endurheimti talstöðvamar. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn máls- ins og em menn beðnir að hafa samband við hana í síma 44000 ef þeir hafa einhveijar upplýsingar. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo unga menn til eins árs fangelsis- vistar fyrir að hafa orðið bróður annars að bana í desember 1983. Tveir dómarar, Guðmundur Skaftason og Magnús Thorodds- en, skiluðu sératkvæði þar sem þeir segjast telja að með tilliti til hins slysalega verknaðar, ungs aldurs ákærðu og sakferils fyrir og eftir að brotið var framið telji þeir rétt að refsing sé skilorðs- bundin í fimm ár. Aðfaramótt Þorláksmessu árið 1983 urðu átök milli mannanna og bróður annars þeirra í íbúð í Breið- holti. Hinir dæmdu yfírgáfu hinn látna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum átakanna. Hinn 16. janúar sl. vom mennimir dæmd- ir til þriggja ára fangelsisvistar í Sakadómi Reykjavíkur og þóttu Fóstrur segja upp frá 1. nóvember YFIRGNÆFANDI meirihluti fóstra, sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg, mun segja upp starfi frá og með 1. nóvember næstkomandi, að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur, formanns kjaranefndar Fóstrufélags íslands. Sagði hún að skoðanakönnun hefði verið gerð meðal fóstra fyrir fáum vikum og hefði niður- staðan verið sú að rösk 80% fóstra teldu fjöldauppsagnir einu færu leiðina til þess að knýja fram kjarabætur. „Við teljum að þáttakan verði eingöngu af kauptöxtunum," sagði mjog góð. Það er mikill þungi meðal fóstra vegna kjaranna og það þurfa umtalsverðar kjarabæt- ur að koma til, til þess að þær haldi áfram í starfí. Þetta er ein þeirra stétta sem ekki hefur notið launaskriðs og hefur tekjur sína Margrét. Hún sagði að byijunarlaun fóstra hjá ríkinu og Reykjavíkur- borg nú, eftir að þær hefðu lokið þriggja ára sémámi, væru 27.600 krónur. Þær kæmust hæst f 35.900 krónur eftir 18 ára starf, ef þær gegndu ekki forstöðumannsstarfí. Fóstrur víða annars staðar á landinu hefðu náð fram kjarabót- um í gegnum starfsmat og sér- kjarasamninga, en um ekkert slíkt væri að ræða hjá ríki og borg. Nú væri einmitt beðið eftir niðurstöðu slíks starfsmats í Kópavogi. Margrét sagði að á vegum borg- arinnar væru rekin 60 dagvistar- heimili og 15 hjá ríkinu, ef dagvistarheimili séreignastofti- anna væm tekin með. Starfandi fóstrur hjá borginni væru um 250 talsins og hjá ríkinu væru þær í kringum 70. Flestar fóstmr myndu ganga út 1. febrúar, nema stjóm- völd tekju ákvörðun um að fram- lengja uppsagnarfrestinum um þijá mánuði, en það yrði að til- kynna fyrir 1. desember eða innan mánaðar frá því að starfi hefði verið sagt lausu. „Það er ljóst að uppsagnir fóstra munu koma niður á flestum dag- vistarheimilum hjá ríki og borg, þar sem lögum samkvæmt er ekki heimilt að reka slík heimili án fóstmmenntaðra starfsmanna," sagði Margrét að lokum. refsilækkandi ástæður miklar þar sem ekki var talið að um ásetnings- brot væri að ræða. Dóminum var áfrýjað að ósk mannanna og jafn- framt af hálfu ákæmvalds til þyngingar. í dómi Hæstaréttar seg- ir að skv. 12. grein almennra hegningarlaga hafi mönnunum ve- rið vítalaust þótt þeir verðust árás af hendi hins látna ef þeir beittu eigi vömum sem vom augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf til- efni til. Ákærðu beittu hinn látna m.a. hálstaki sem leiddi hann til bana. Hjálpuðust þeir að við verkið og taldi Hæstiréttur að ekki yrði gerður greinarmunur á þætti hvors um sig í því. Taldi Hæstiréttur að með þessu hafi ákærðu farið mjög út fyrir takmörk leyfílegrar neyðar- vamar. Því beri að refsa þeim skv. 2. mgr. 218 greinar almennra hegn- ingarlaga, þar sem segir: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættu- legt vegna þeirrar aðferðar, þ.á. m. tækja, sem notuð em, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýt- ur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 ámm.“ Til refsilækkunar hafði Hæstiréttur hliðsjón af 1. tl. 74. greinar sömu lagfa þar sem segir að refsingu sem lögð er við broti megi færa niður þegar maður hefur farið út fyrir takmörk leyfílegrar neyðarvamar eða neyðarréttar. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjömsson og Magnús Thoroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.