Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 S3 SJALFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK! RÚIMAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26e.h. s. 28843. * Hugleiðing um Helgarpóstinn — svar frá ritstjórum blaðsins Blaðamenn eru ekki óvanir því að sitja undir skömmum af ýmsu tagi. Stundum eru þær rökstudd- ar, stundum ekki. Flestir venjast þessu, sumir aldrei. Við á Helgar- póstinum fáum eigi ógjaman skammir af ýmsu tilefni og senni- lega verðum við oftar fyrir barðinu á öfgafullum athuga- semdum en aðrir blaðamenn vegna þess, að Helgarpósturinn gárar oftar en aðrir fjölmiðlar spegilslétta áferð þess samfélags, sem við búum í. Við köllum með öðrum orðum á gagnrýni og at- hugasemdir og við verðum að vera fólk til að taka því. En það eru takmörk fyrir öllu. Einhveijum ónafngreindum einstaklingum tókst að plata inn í Velvakanda Morgunblaðsins þann 14. október ótútlegu bréfí, þar sem^ saman eru komnar þvílíkar svívirðingar um Helgar- póstinn og starfsmenn blaðsins, að furðu vekur. Jafnframt vekur það furðu, að Morgunblaðið skuli hafa birt þennan subbuskap ein- staklinga, sem þora ekki að segja til nafns og gera um leið ritstjóra Morgunblaðsins ábyrga fyrir bréf- inu. Ritstjórar Morgunblaðsins ákveða að sjálfsögðu sjálfír hvort þeir telja það sér og sínu blaði til sóma að birta þvílíkt óþverrabréf. Bréfíð bar fyrirsögnina „Hug- leiðing um Helgarpóstinn" og bar undirskriftina „Nokkur sem gæta nafnleyndar af skynsamlegum ástæðum". Fyrir þá, sem ekki hafa lesið þetta bréf, Qallaði það í sem styztu máli um það, að flokka ætti HP með klámblöðum, blaðið Ijúgi vísvitandi, fullyrðingar ( greinum séu ekki rökstuddar, blaðamenn HP séu kærulausir til vinnslu efnis, í fyrirsögnum sé vísvitandi reynt að stofna til mis- skilnings, heilu blaðsíðumar í HP séu helgaðar skítkasti í einstakl- inga, svör einstaklinga út í bæ eða athugasemdir séu slitnar úr samhengi, fyrirsagnir á aðsendar athugasemdir séu gjaman and- stæða efnisins, HP búi til ósann- indi, stundi mannorðsmorð, blaðamennimir á HP séu atvinnu- menn í skítkasti, þeir aflífí fólk félagslega í hverri viku, sverti fólk, séu afbrigðilegir og rækti eigin afbrigðileik, séu vanhæfír, skorti dómgreind, fómarlömb blaðsins liggi lúskruð út um allan bæ hjálparlaust og óvemduð o.s. frv. Þessi upptalning ætti að nægja til að sýna hvílíkum sökum við á Helgarpóstinum eru borin. Er svona svaravert? í rauninni ekki. Hins vegar slysaðist þetta bréf inn í Morgunblaðið, sem fer nánast inn á hvert heimili í landinu og því er okkur nauðugur einn kostur að svara þessu fólki, sem ekki þorir að bera okkur sökum nema í ömggu skjóli nafnleysisins. 1. Hvert einasta orð, sem sagt er um Helgarpóstinn og starfs- menn hans er ósatt. 2. A Helgarpóstinum eru sam- an komnir margir af beztu blaðamönnum landsins og sleggjudómur nafnleysingjanna verður að skoðast sem árás á íslenzka blaðamannastétt. 3. í störfum okkar höfum við fyrst og síðast að leiðarljósi leit að sannleikanum, hversu svo sem hann kann að vera óbærilegur. Og þegar sannleikurinn er óbæri- legur einstaklingum reynum við að hlífa þeim og fjalla um á sama nærfæma háttinn og tíðkast hjá íslenzkum fjölmiðlum. Þetta á bæði við um nafnbirtingar og myndbirtingar. 4. Helgarpósturinn er eina blaðið á íslandi, sem ekki er rekið á vegum eða í tengslum við stjóm- málaflokk né heldur er blaðið hallt undir einn stjómmálaflokk fremur en annan. Af þessu leiðir m.a., að Helgarpósturinn er ekki liður í hinu opinbera valdakerfi á fslandi. Á hinn bóginn hefur rit- stjómarstefna Helgarpóstsins verið frá upphafí að fjalla um þjóðfélagsmein, stinga á kýlum, og reyna með þeim hætti að bæta þjóðfélagið. Ríkur þáttur í þeirri blaðamennsku, sem HP rekur, er rannsóknarblaðamennska. Það er blaðamennska, sem einkennist af því, að kafað er undir hið slétta og áferðarfallega yfírborð. Það er ekki í þágu Helgarpóstsins né alls þorra almennings að spilling sé látin afskiptalaus. Að þessu leyti er HP öðruvísi en hin blöðin og að þessu leyti tekur HP hlut- verk sitt alvarlegar en aðrir íjölmiðlar. 5. Samkvæmt þessari stuttu lýsingu í lið 4 liggur í augum uppi, að Helgarpósturinn safnar ekki bara vinum heldur einnig óvinum. Nafnleysingjamir í Vel- vakandabréfínu em auðsjáanlega í óvinahópnum. í þessu sambandi er þó rétt að taka fram, að gagn- rýnar greinar í Helgarpóstinum fjalla fyrst og síðast um málefni, fyrirbæri, stofnanir, fyrirtæki, fé- lagasamtök, stjómmálaflokka o.s.frv., en ekki einstaklinga.- Hitt kemur þó fyrir enda erfítt að skilja á milli manna og málefna. 6. Það em ár og dagar síðan við undirritaðir höfum lesið annan eins ritsóðaskap í dagblaði á ís- landi. Okkur sýnist, að um sé að ræða einhvers konar hefndarráð- stöfun gegn Helgarpóstinum og reynt að gera hann tortryggilegan með aðstoð Morgunblaðsins. Ekki skortir meiðyrðin og raunar skort- ir heldur ekkert á atvinnuróginn. Við ætlum að láta þessa hugleið- ingu nægja sem greinargerð frá okkur. Þó viljum við benda höfundum bréfsins á ofurlitla en mikilvæga staðreynd. Allt meginlesmál Helg- arpóstsins er merkt höfundum sínum. Þá hefur HP fylgt þeirri ófrávíkjanlegu reglu frá upphafí að birta aldrei í blaðinu bréf frá einstaklingum án þess að þeir undirriti þau. Við stöndum við skrif okkar og við ætlumst til þess, að aðrir geri það líka. í þessu samhengi er við hæfí að vitna í Staksteina Morgunblaðsins frá 27. nóvember 1982: „Blaðamenn búa við þann ein- stæða kost í störfum sínum, að þeir leggja verk sín daglega undir dóm lesenda. í þessu felst í senn aðhald og styrkur. Enginn blaða- maður sem vill láta taka mark á sér fer vísvitandi með rangt mál. Þeir, sem halda því fram, að blaðamenn misfari með stað- reyndir, geta gert það með því að vísa til þess sem birst hefur, en þeir verða jafnframt að færa rök fyrir máli sínu.“ Þetta er kjami málsins. Því miður er ekki að fínna nein rök í Velvakandabréfínu né eitt einasta dæmi um þær syndir, sem HP á að hafa drýgt. Hví skyldi það vera? Halldór Halldórsson og Ing- ólfur Margeirsson ritetjórar HP Yfirlýsing Gorbachevs um mannréttindamál Til Velvakanda. Á fréttamannafundinum í Há- skólabíói 12. þ.m. sagði Gorbachev (í þýðingu Hallveigar): „Talandi um mannréttindi vil ég segja að frum- réttur mannsins er að fá að lifa". Rétt er það, svo langt sem það nær. Þama vantar herslumuninn. Ef hann hefði bætt við orðinu fijáls(þ.e.: „að fá að lifa ftjáls“), þá hefði fundur leiðtoga risaveld- anna hér í Reylqavík orðið heims- sögulegur og markað tímamót. Svo miklu máli skiftir þetta litla orð. Líf í ófrelsi er ekkert líf a.m.k. ekki fyrir þá sem þekkja annað. Þetta skildi fólkið í lýðræðisríkjun- um í Evrópu árið 1939, þegar það stóð frami fyrir afarkostum Hitlers. Það fómaði friði fyrir hið dýrmæta frelsi. Tilboð um líf er ekki nóg. Það verður að vera líf í frelsi þar sem menn ná að anda, bæði líkam- lega og andlega. Mestu tíðindi allra tíma er þessi kjamaboðskapur Biblíunnar: „Yður er frelsarifæddur . . .Jesús Krist- ur“. Hann er einnig nefndur friðar- höfðingi. En frelsari er hann öllum þeim, sem við honum taka. „Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok“. (Gal.5:l). HVÞ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Til leigu—sölu Þar sem fyrirtæki okkar flytur alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni 28 snemma á næsta ári, munum við leigja eða selja húseignina Bergstaðastræti 10A. Eignin getur selst í hlutum eða heilu lagi. Eignin skiptist í: Jarðhæð, verslunarpláss ca. 80—90 fm, kjallara, lagerpláss ca. 80—90 fm, 2. hæð skrifstofuhæð, sjálfstæð 90 fm, 3. hæð skrifstofuhæð, sjálfstæð 90 fm. Byggingaréttur ofan á 3. hæð. Tilb. teikningar. Upplýs- ingar um eignina eru veittar í símum 27370, 21565. Einar Farestveit & Co. hf.f Bergstaðastræti 10A. TTM UmDVA Meðal efnls Valtýr Pétursson listmál- ari og formsæisstefnan. Grein eftir Halldór B. Runólfsson í tilefni yfirlitssýn- ingar á verkum Valtýs í Listasafni (slands. Bifreið framtíAarinnar eftir Jón Baldur Þorbjörnsson Listamenn fá aðstöðu á Kirkjubæjarklaustri Spjallað viö Valgeir Inga Ólafsson sem átti frum- kvæðið Jacques Chirac — annar valda- mesti maður Frakklands. Um hann og feril hans í valdastólinn. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLÝSINGASTGFA KRISTÍNAR HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.