Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 40
40 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Unglingageðdeild og með- ferð misnotenda vímuefna eftir Jóhaimes Bergsveinsson Ungir misnotendur vímuefna mynda ekki einlitan hóp og mætti tína til ýmislegt, sem greinir hann í sundur. Þeir geta verið á aldurs- skeiði, sem spannar a.m.k. 10—15 ár. Hjá sumum unglingum er notkun vímuefna tímabundð fíkt, sem geng- ur yfir og þarf ekki að tengjast neinum alvarlegum þroskatruflunum skapgerðar eða persónuleika. Hún þarf þá ekki heldur að vera það mik- il að hún valdi þeim heilsuijóni eða verulegri röskun á högum þeirra. Hjá öðrum unglingum grundvallast misnotkun vímueftia á slæmum að- stæðum í uppvexti, er leitt hafa til alvarlegrar stöðnunar í þroska skap- gerðar og persónuleika. Þar sem misnotkunin er á mjög alvarlegu stigi má þó segja að flestir ungir misnot- endur eigi það sameiginlegt að uppeldi þeirra, þekkingu og verk- menntun er í mörgu mjög áfátt og þroski skapgerðar og persónuleika mun minni en svarar til aldurs. Nauðsyn á ungl- ingageðdeild Engin sérstök unglingageðdéild er fyrir hendi í landinu. Af þeim sökum ríkir ringiureið varðandi innlagnir ungiinga, sem eiga við einhver geð- ræn vandamál að stríða. Aldursmörk milli þess hóps annars vegar, sem bamageðdeildin sinnir, og þess ald- urshóps hins vegar, sem ftillorðins- geðdeildimar sinna, eru sett við sextán ára aldur. Gagnvart göngu- deildaiþjónustu gætu þessi aldurs- takmörk staðist ef bamageðdeildin réði yfír heldur fieira starfsliði, en gagnvart innlögnum ræður hún eng- an veginn við að framfylgja þessum aldursmörkum með þeim húsakosti er hún hefur nú yfir að ráða. Hann er mjög takmarkaður og ófullnægj- andi til þess að hægt sé að sinna innlögnum bama, sem komin eru á kynþroskaaldur, hvað þá heldur eldri ungiinga. Bamageðdeildin getur til dæmis ekki tekið á móti nema tiltölu- lega ungum og óþroskuðum bömum til innlagningar. Hún ræður hins veg- ar yfir nokkurri göngudeildarað- stöðu, m.a. hefur hún aðstöðu inni á göngudeild áfengissjúklinga. Hana skortir þó mannafla til þess að nýta göngudeildaraðstöðuna til fullnustu. Meðferð ungra misnot- enda er flókin Skipulagning meðferðaiþjónustu fyrir unga vímueftianotendur verður að taka mið af því að mæta hinu bráða ástandi. Þar verða að vera skilyrði til þess að rannsaka þá, meta ástand þeirra og heilsu, bæði á hinu líkamlega, geðræna og félags- lega sviði. í samræmi við niðurstöður úr þeim rannsóknum eru svo teknar ákvarðanir um framhaldsaðgerðir og meðferð. Þessar aðgerðir mega ekki vera stærra inngrip en nauðsyn kref- ur og forðast verður að gera úlfalda úr mýflugu. Of miklar eða of harka- legar aðgerðir geta auðveldlega aukið þann vanda, sem fyrir er. Nauðsynlegt er að jafnhliða rann- sókn á einstaklingnum sjálfum fari fram könnun á félagslegum aðstæð- um hans og fjölskylduhögum. Reynslan hefur sýnt að margir ungl- ingar, sem lenda í misnotkun vímueftia, hafa átt í erfiðleikum í skóla, stundað illa nám og náð léleg- um árangri. Þeir þurfa að eiga kost á því að fá bættan upp þann skort á eðlilegri skólagöngu við þær að- stæður að þeir geti haft full not af náminu. Þeir sem lokið hafa eðlilegri skólagöngu, en hafa ekki lært að vinna, standa að vinnu eða sækja vinnu þurfa að fá tækifæri til þess að öðlast starfsfræðslu og starfs- þjálfun. Oft og e.t.v. oftast þarf neysla unglinga á vímueftium ekki að benda til þess að hjá þeim séu fyrir hendi neinar djúpstæðar geðrænar truflanir eða srjúkdómar. Vímuefnaneyslan er oft fikt og byggist sumpart á for- vitni og sumpart á þiýstingi frá unglingahópnum sem einstaklingur- inn er meðlimur af. Hún getur verið merki um eðlilegan mótþróa og upp- reisn gagnvart áliti og normum hinna fullorðnu. Stundum getur vímuefna- neysla unglings þó verið einkenni um geðræna kvilla í honum sjálfum eða geðrænar og/eða félagslegar truflan- ir í nánasta umhverfi hans. Það er líka að nokkru leyti undir vímuefnunum sjálfum komið hversu mikil hætta er á því að neytandinn verði þeim háður, líkamlea og/eða andlega. Þegar um er að ræða vímu- efni eins og heróín eða amfetamín í sprautum er þessi hætta að sjálf- sögðu margfalt meiri en við minni- háttar fikt með kannabis. Misnotandi, sem kominn er upp í nokkuð stóra skammta af róandi ly§um, ekki síst barbiturötum eða misnotar heróín eða morfin í einhveijum mæli, getur átt á hættu að fá verulega óþægileg eða jaftivel hættuleg fráhvarfsein- kenni reyni hann að hætta neyslu eftianna skyndilega. Þannig getur misnotkun sem upphaflega hófst sem fikt hjá tiltölulega eðlilegum unglingi á gelgjuskeiði á skömmum tíma orð- ið að alvarlegri fíkn sem hinum unga misnotanda verður erfitt að losna frá. Misnotkun vímuefna fylgja hættur á alls konar líkamlegum og félagsleg- um fylgikvillum er magna þann vanda sem í upphafí var við að eiga. Eitranir, sýkingar, afbrot, röskun á skólagöngu og verknámi geta orðið fylgifiskar vímueftianeyslu og gera öU viðbrögð við henni flóknari og erfiðari. Þegar svo er komið verður vistun og meðferð viðkomandi að miðast við ástand hans og aðstæður. Hann verður að eiga kost á bráðainn- lögn, fullkominni læknisfræðilegri rannsókn og meðferð sinna bráðu líkamlegu oggeðrænu meina. í fram- haldi af því getur hann þurft á að halda uppeldislegum aðgerðum, skól- um og vinnuþjálfun ásamt langvar- andi stuðningi eftir að hann yfirgefur stofnanimar. Þar þarf að koma til vel skipulagt samstarf margra sér- hæfðra deilda eða stofnana, bæði á sviði meðferðar, uppeldis og endur- hæfíngar. Geðdeildir, sem taka til meðferðar unga vimuefnamisnotendur, eru taíd- ar þurfa að bjóða upp á: í fyrsta lagi lækningasamfélagsumhverfi. í öðru lagi tækifæri til náms, vinnu, verkmenntunar eða vinnuþjálfunar. I þriðja lagi þurfa þær að bjóða hinu unga fólki upp á möguleika til þess að fá útrás umframorku í félagslífi og skemmtunum, langt fram yfir það sem yfirleitt er þörf á hjá fullorðnu fólki með geðræna kvilla. í íjórða lagi þurfa þessar geðdeildir að geta boðið upp á §ölskyldumeðferð, fram- haldsmeðferð og stuðning eftir að sjúklingur útskrifast af sjúkrahúsinu. Þar sem meðferð ungra vímuefna- misnotenda er mjög kreflandi og reynir ekki síður á þolrifin í með- ferðaraðilanum en sjúklingnum g'álfum, m.a. vegna þess hve þetta unga fólk er oft fullt mótþróa, óvæg- Jóhannes Bergsveinsson „K-dagririnn er næst- komandi laugardag’, 18. október. Þá munu Kiw- anismenn bjóða þér, lesandi góður, lykilinn að framtíð hóps ung- menna undir kjörorðinu „Gleymið ekki geðsjúk- um“.“ ið, gagnrýnið og fundvíst á veikleika hjá starfsliðinu eða í samskiptum þess innbyrðis, þarf stöðugt að vera í gangi á þessum deildum góð hand- leiðsla og fræðsla fyrir starfsfólkið varðandi þær sérstöku spumingar og þau vandamál er upp koma í meðferðinni og umgengninni við hina ungu vímuefnanotendur. Það er nánast ógerlegt að skipta ungum misnotendum upp í undirhópa svo að mörkin verði alveg skýr. Með tilliti til meðferðar mætti þó gróft til tekið helst skipta hópi þeirra í tvennt: Annars vegar í táninga, þ.e.a.s. þá, sem eru 15 ára og yngri, en hins vegar í unga misnotendur á aldrinum Hefur Island hlutverki að gegna í hjálparstarfí eftir Gunnlaug Stefánsson íslendingar eru sammála um að nauðsynlegt er að rétta þjáðu og fátæku fólki hjálparhönd. Þessi af- staða hefur áþreifanlega komið í ljós í landssöfnum er Hjálparstofnun kirkjunnar hefur staðið að á undan- fömum árum til hjálpar í þróunar- löndunum. Áhugi íslendinga á hjálparstarfínu hefur stöðugt farið vaxandi og það er ánægjulegt að finna að fólk vill vita hvemig hjálpar- starfið gengur fyrir sig á vettvangi og sjá árangur. íslendingar krefjast þess að fá upplýsingar um hvemig framlög þeirra eru nýtt í hjálparstarf- inu. Undir þessari ábyrgð stendur Hjálparstofnun kirkjunnar. Þessari upplýsingaskyldu hefur hjálparstofn- unin leitast við að fullnægja með því að vera sjálf framkvæmdaaðili að hjálparstarfínu og með því að hvetja fjölmiðla til að senda fréttafólk á vettvang og fylgjast með hvemig að verki er staðið. Hvernig er framlagi komið til skila? Það er vinnuregla hjá Hjálpar- stofnun kirlqunnar, að áður en staðið er að landssöfnun á meðal almenn- ings, þá liggi nákvæmar upplýsingar fyrir um aðstæður fólks á þeim stað er safnað er til og fyrir liggi hjálpar- beiðni frá kirkju viðkomandi staðar um það á hvem hátt hjálparfé verði nýtt. Dæmi um þetta má nefna neyð- arástandið í Eþíópíu haustið 1984. Þá sendi stoftiunin starfsmann sinn ásamt fréttamanni sjónvaips á vett- vang í Eþíópíu til að kanna ástandið og ræða við kirkjuna í Eþíópíu um það hvemig íslensk aðstoð gæti helst komið að gagni. Hjálparbeiðnin var skýr „Sendið okkur hjúkmnar- og björgunarfólk til starfa, mjólkurduft, föt, lyf og teppi. Þörfin er svo brýn, neyðarástandið þvílíkt að ef þetta á að koma að mestu gagni, þá sendið það flugleiðis.“ Þannig hljóðaði hjálparbeiðnin. Í landssöftiuninni er fylgdi í kjölfarið varð hjálparbeiðnin söftiunarkallið um leið og miðlað var upplýsingum „Æsifréttaskrif breyta ekki þeirri staðreynd að saklaust fólk líður í fá- tækt og mikilli neyð víða um heim. íslendingar hafa fram að þessu kom- ið árangursríku hjálpar- starfi til skila. Þessa hjálpverður enn að stór- efla. íslensk þjóð hefur þegar öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu í hjálparstarfinu. Hvort enn tekst að efla starfíð er undir almenningi komið og framlögum hans.“ frá vettvangi um raunvemlegt ástand í Elþíópíu. Islendingar tóku söftiunar- kallinu af miklum velvilja með virkri þátttöku. Innan tveggja mánaða frá því að tilkynning um söfnunina var birt flaug leiguflugvél hjálparstofti- unarinnar með 36 tonn af mjólkur- dufti, kex, lyf, teppi og önnur hjálpargögn auk ijögurra hjúkmnar- fræðinga innanborðs til Eþíópíu. A sama tíma héldu áleiðis til Eþíópíu tveir björgunarsveitarmenn. Mánuði síðar hélt til viðbótar enn einn hópur hjálparfólks til Eþíópíu á vegum hjálparstofnunarinnar, fyórir hjúkr- unarfræðingar, læknir og bjöigunar- sveitarmaður. I febrúar sama ár vom einnig send sjóleiðis 65 tonn af mjólk- urdufti til Eþíópíu. íslenskir fréttamenn tóku á móti hjálparflugvélinni og íslenska hjálp- arfólkinu í Eþíópíu. Þeir urðu vitni að því hvemig fyrstu sporin í hjálpar- starfinu vom stigin og upplýstu íslendinga um það í fréttamiðlun frá vettvangi. Hér er eitt dæmi af mörgum neftit til að upplýsa um starfshætti Hjálpar- stofnunar kirlqunnar. En það em fleiri leiðir færar hvemig að hjálpar- starfi ér staðið og ekki óþekktar, en að mati Hjálparstofnunar kirkjunnar ábyrgðarlitlar og ekki trúverðugar. T.d. að láta duga að lesa ijölmiðla um ástand í viðkomandi landi og byggja síðan alla upplýsingamiðlun á þeim heimiidum. I öðm lagi að saftia fé til hjálparstarfs og ræða það að lokinni söfiiun hvemig hjálparfé eigi að beita. Eða að safna fé í um- boði alþjóðastofnunar, sem þýðir að söfnunarfé er afhent viðkomandi stofnun til fijálsrar ráðstöfunar. Öll- um þessum leiðum hefur Hjálpar- stofnun kirkjunnar haftiað. Hjálparstofnunin á náið og gott sam- starf við alþjóðlegar kirlqustoftianir á víðtækum grundvelli og leggur einnig framlög til ákveðinna verkefna í þróunarlöndum á þeirra vegum. En eitt er ljóst, framlagið er nýtt á ákveðinn hátt samkvæmt mjög ná- kvæmum samningi. Hjálparstofnunin nýtur einnig góðs af samstarfi innan alþjóðastofnana með því að vera þátt- takandi í vit-ku upplýsingakerfi þeirra. En gmndvallarsteftian í hjálp- arstarfinu er sú, að hjálparstarf er þróunarsamvinna á milli gefenda og þiggjenda á gagnkvæmum grund- velli. ísland getur þar miklu miðlað af þekkingu, reynslu og næringarrík- um matvælum auk hörkuduglegs hjálparfólks. Ef hjálparstofnunin ætlar að vera hlutverki sínu trú verður hún bæði að bera fulla ábyrgð á þeim upplýs- ingum er hún miðlar og hafa svigrúm og aðstæður til að fylgjast með eða vera beinn framkvæmdaaðili að hjálparstarfinu á vettvangi. Þetta markar Hjálparstofnun kdrlqunnar starfsgmndvöll hvort sem um er að ræða neyðar- eða þróunaraðstoð, inn- anlands eða utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.