Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 27 Afstaða Breta gæti veikt NATO -segir Bernard Rogers, hershöfðingi Washington.AP. BERNARD ROGERS, hershöfð- ingi, yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins, sagði á blaðamannafundi á miðvikudag, að ef Bretar höfnuðu kjarnorku- vopnum og drægju úr skuld- bindingum sínum við bandalagið gæti það orðið til þess, að Banda- ríkjamenn kölluðu heim herafla sinn frá Evrópu og sú álfa yrði fyrir miklum þrýstingi Sovét- manna. Breski verkamannaflokkurinn, sem hefur að undanförnu fengið meira fylgi í skoðanakönnunum en íhaldaflokkurinn er nú fer með stjómvölinn í Bretlandi, segist vera alfarið á móti kjamorkuvopnum. Rogers sagði aðspurður, að ef verkamannaflokkurinn kæmist í stjóm og héldi fast við þessa yfirlýs- ingu, þá myndi það óneitanlega skapa vandræði innan Atlantshafs- bandalagsins, en benti á að stjóm- málaflokkar breyttu oft afstöðu sinni er þeir kæmust til valda og ábyrgð lenti á þeirra herðum. Rogers sagði að bandaríska þing- ið og almenningsálitið í Banda- ríkjunum segði til um hvort bandarískur her ætti að vera í Evr- ópu. Svo gæti farið að þinginu findist hlutur Evrópubúa í kostnaði vegna hermála vera of lítill, eða að bandalagsríkin stæðu ekki nógu þétt við bakið á Bandaríkjamönnum eins og t.d. í aðgerðunum gegn Lybíu og ákvæði því að kalla herinn heim. Hann sagði að hann myndi beijast geng slíkri heimkvaðningu, því hún myndi aðeins styrkja hags- muni Sovétmanna. Ef eyða ætti kjamorku-sóknarvopnum eins og talað hefði verið um á leiðtogafund- inum í Reykjavík um síðustu helgi, þá yrði að hafa í huga þörf Atlants- hafsbandalagsins fyrir skammdræg kjamorkuvopn, til mótvægis við yfirburði Varsjárbandalagsríkjanna hvað snerti venjulegan vopnabúnað. AP/Símamynd Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, skellir upp úr undir hátí- ðarverði til heiðurs indversku forsætisráðherrahjónunum, Rajiv Gandhi og konu hans Soniu. Sonia situr við hlið Hawke og virðist ekki skemmt. Gandhi reitir Ástrali til reiði Auckland, AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, kom í gær til Nýja Sjá- lands frá Ástralíu, þar sem hann reitti landsmenn til reiði með ummælum sínum um frumbyggja landsins. Gandhi sat fyrir svömm í ástr- alska blaðamannaklúbbnum í Canberra í fyrrakvöld. Hann var spurður hvort hann teldi meðferð yfirvalda á áströlskum fmmbyggj- um jafngilda aðskilnaðarstefnu. Gandhi svaraði því til að í hveiju landi væm „siðmenningarlausir hópar" vandamál. „Svo er einnig í Indlandi, þar sem er að finna marga ættflokka, sem em lágstæðir og menningarsnauðir Og það er flókið viðfangsefni að koma þessum hóp- um inn í tuttugustu öldina án þess þó að það glati menningu sinni og ættareinkennum." Ummæli Gandhi reittu ýmsa til reiði og háttsettur embættismaður iét hafa eftir sér að Gandhi væri „heimskingi". Um- mæli hans þykja sérkennileg þar sem hann er formaður samtaka óháðra ríkja. Gífurleg öryggisvarzla var við- höfð er Gandhi og frú hans, Sonia, komu til flugvallarins í Auckland, þar sem David Lange tók á móti þeim. Síkhar, sem búsettir em á Nýja Sjálandi, kvörtuðu yfir því að lögregla skyldi hafa umgengist þá eins og afbrotamenn síðustu daga vegna komu Gandhi. Meðan Gandhi dvelst á Nýja Sjál- andi mun hann eiga viðræður við Lange og ýmsa embættismenn. Hann munjafnframtundirritaýmsa gagnkvæma samninga, sem ríkis- stjómir Indlands og Nýja Sjálands hafa gert með sér og fjalla um skattamál, viðskipti, menningar- tengsl og framsal afbrotamanna. NÝTT SÍMANÚMER 69-11 -00 Aðalfundur verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri dagana 25. og 26. október 1986. Fundurinn hefst kl. 13.00laugardaginn 25. október. Dagskrá: Laugardagur 25. október. Kl. 13.00 Fundarsetning. Kosning fundarstjóra. Kosning ritara. Kosning kjörnefndar. Skýrsla stjórnar. Umræður — nefndakjör. Kl. 14.00 Ræða: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi þings. — Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins. Kl. 15.30-17.00 Nefndastörf. Sunnudagur 26. október. Kl. 10.00—12.00 Afgreiðsla ályktana. Kl. 13.00 Ræða: Húsnæðis- og lífeyrismál. — Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræð- ingur. Fyrirspurnir — umræður. Kl. 14.30 Stjórnarkjör. Fundarslit. Þátttaka tilkynnist til framkvæmdastjóra verkalýðsráðs fyrir 18. október nk. Stjórnin LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODpYEAR [hIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 280B0 695500 >ppna| SELF SERVE | Minni bensíneyðsla. Meiri ending. Betra grip í bleytu Örugg rásfesta í snjó. og hálku. G00DYE ULTRA GRIP 2 □ Gott grip □ Góð ending □ Fastara grip □ Öruggari hemlun □ Hljóðlátari akstur □ Meiri ending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.