Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Raunvísindastofnun HÍ 20 ára: Traust í sessi á alþjóð- legum vettvangi vísinda UM þessar mundir er 75 ára afmælis Háskóla íslands minnst. Ein af stærstu stofnunum hans á einnig merkisaf- mæli, en það er Raunvísindastofnun Háskólans, er komið var á fót fyrir 20 árum. Stofnunin minnist tvítugsaf- mælisins með útgáfu kynningarrits og þátttöku í „opnu húsi“ HI nk. sunnudag, 19. október. í kynningarritinu er rakin saga stofnunarinnar. Þá er starfsemi og skipulag stofnunarinnar kynnt, en meginefni ritsins er lýsing á öllum helstu verkefnum, sem unn- ið er að á stofnuninni um þessar mundir. Kennir þar margra grasa enda fræðasviðin fjölbreytileg. Ritinu er ætlað að veita fróðleiks- fúsum almenningi innsýn í rannsóknarverkefnin. Ritið er ríkulega skreytt myndum úr sögu og starfi og af verkefnum á stofn- uninni. Aðalritstjóri er Leó Krist- jánssin, jarðeðlisfræðingur. í „opnu húsi“ verða verkefni kynnt með veggsjöldum og mynd- um. Þá verða sýnd rannsóknar- tæki og tölvubúnaður. Starfs- menn stofnunarinnar verða viðstaddir og munu útskýra og svara spumingum gesta. Kynning Raunvísindastofnunar verður á þremur stöðum á háskólalóðinni. Meginsýningin verður í aðalhúsa- kynnum stofnunarinnar við Dunhaga, næst Háskólabíói. Reikni fræði verður kynnt í að- setri hennar í gömlu íoftskeyta- stöðinni við Suðurgötu og jarðfræði í jarðfræðahúsi HÍ, sem áður hýsti Atvinnudeild HÍ. Húsin verða opin frá kl. 10.00 til 18.00. Myndasýning er nefnist „Spegil- brot af rannsóknum", verður í húsakynnunum við Dunhaga. Sex fyrirlestrar verða fluttir, Jarðskjálftamælar I húsi Raunvisindastofnunar stofnuninni. Þannig eru um 40 stöðugildi á fjárlögum hennar, en auk þess einn til tveir tugir manna, sem fá greidd laun af styrkjum og öðrum sértekjum. Hins vegar hafa nær allir kennar- ar Raunvísindadeildar á ofan- greindum sérsviðum, 30 að tölu, rannsóknaraðstöðu á stofnuninni, en um 40% af starfsskyldu há- skólakennara tekur til rannsókn- arstarfa. Magnús Magnússon, prófessor var forstjóri Raunvísindastofnun- ar fyrsta áratuginn. Stjómarfyrir- komulagi var breytt 1975 og síðan hefur stjómarformaður stofnun- arinnar verið í forystu fyrir hana. Þorkell Helgason, prófessor, gegnir nú því starfi en Elísabet Guðjohnsen er framkvæmdastjóri. í ritinu segir að husnæðisekla sé helst til stofnuninni fjötur um fót, en þrátt fyrir að ekki hafí verið veitt íjárveiting fyrir nýjum stöðum við stofnuna sl. áratug, hefur starfsliði þó fjölgað því unnt hefur verið að afla innlendra og erlendra styrkja til starfseminnar. Þessi vöxtur hefur valdið miklum húsnæðisþrengslum og þar við bættist að núverandi hús við Dun- hagann þarfnast mikilla viðgerða og endurbóta. fræði, ásamt tölvufræði og stærðfræði, ásamt stærðfræði- legri eðlisfræði. Hlutverk Raunvísindastofnun- ar er einkum að vera vettvangur gmndvallarrannsókna og er hún eina rannsóknastofnunin hérlend- is, sem sinnir slíkum rannsóknum á viðkomandi fræðasviðum. Auk þess em stundaðar nytjarann- sóknir í allríkum mæli, segir í kynningarritinu. Annars vegar em starfsmenn stofnunarinnar ráðnir beint hjá Hús Raunvísindastofnunar við Dunhaga allir í stofu 158 í húsi VRII við Hjarðarhaga: Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, flytur fyrirlestur kl. 11.00 er nefnist „Kjamorka, kjamorkuslys og geislamengun". Kl. 13 flytur Bjami Ásgeirsson, lífefnafræðingur, fyrirlestur um líftækni, kl. 14 flytur Reynir Ax- elsson, stærðfræðingur, fyrirlest- ur um fáguð hreyfikerfí, kl. 15 talar Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur, um Suðurlands- skjálfta, kl. 16 ræðir Einar H. Guðmundsson, stjameðlisfræð- ingur, um undraveröld vetrar- brautanna og að lokum kl. 17 talar Níels Oskarsson, jarðfræð- ingur, um eldgos og uppmna andrúmsloftsins. Efnafræðingar stofnunarinnar verða einnig með gjöminga í Háskólabíói kl. 15 á sunnudag. Upphaf Raunvísindastofnunar má rekja til 50 ára afmælis HÍ árið 1961, en þá gaf Bandaríkja- stjóm háskólanum peningagjöf er veija skyldi til byggingar yfir rannsóknir á sviði raunvísinda. Með viðbótarframlagi úr ríkissjóði og fé frá Happdrætti Háskólans var reist hús við Dunhaga í Reykjavík. Á miðju ári 1966 stað- festi þáverandi menntamálaráð- herra, Gylfí Þ. Gíslason, reglugerð um Raunvísindastofnun HÍ, og tók hún til starfa í umræddu húsi í október fyrir réttum 20 ámm. Raunvísindastofnun leysti af hólmi Eðlisfræðistofnun HÍ, sem starfað hafði frá 1958 undir for- ystu Þorbjöms Sigurgeirssonar, prófessors. Raunvísindastofnun er skipt í rannsóknastofur eftir fræðasviðum, sem em: eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði þar með talin landafræði, jarðeðlisfræði, m.a. á sviði háloftarannsókna, reikni- Raunvísindastofnun kaupir leysigeislatæki: Rannsóknir mínar gætu leitt til nýrra tegunda af leysum -segir Ágúst Kvaran, eðlisefnafræðingur við Raunvísindastofnun NÝLEGA festi Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands kaup á leysigeislatæki og er kostnað- ur þess áætlaður fimm milljónir króna. Fyrsti hiuti tækisins er komin til landsins og er kostn- aður hans um tvær milljónir króna. Vísindasjóður greiddi kostnaðarverð fyrsta hlutans að hálfu og mun verða sótt aftur í þann sjóð varðandi fjár- mögnun á næstu hinum tveimur hlutum tækisins sem væntan- legir eru á næstu tveimur ánun til landsins, að sögn Ágústs Kvaran, sérfræðings f eðlis- efnafræði við Raunvísinda- stofnun. Tækið verður m.a. til sýnis í „opnu húsi“ HÍ á sunnu- dag. Leysir er tæki, sem sendir frá sér mjóa og einlita ljósgeisla, ýmist sem samfellt ljós eða sem aflmikla púlsa. Leysigeisla má nota til margvíslegra ólíkra hluta, svo sem í geislaplötuspilara, til lækninga, við gerð þrívíddar- mynda og sem vopn sbr. stjömu- stríðsáætlun. Helsta notkun aflmikilla leysa er þó við grund- vallarrannsóknir á sviði efna- og eðlisfræði. Áhrif orkuríkrar leysi- Jón Pétursson, sérfræðingur f fjóseiginleikum fastra efna, og Ágúst Kvaran, sérfræðingur f eðlisefnafræði, standa hér við hið nýja leysigeislatæki, sem Raunvfsindastofnun hefur eignast - UtaÖt'SCRÉ! <*.SKSÓXH«* 1 «4»*T**m* geislunar á efni er nýtt til að afla skilnings á innri gerð og eiginleik- um efnisins. Tækið sendir frá sér allt að 10 Megavatta ljóspúlsa og ér fyrirhugað að nota leysinn m.a. til litrófsmælinga, sem byggja á ljósgleypingu efna. Hin mikla orka leysipúlsa gerir mögulegar gleypimælingar efna, sem ekki er unnt að framkævma með öðrum geislagjöfum. Ásamt því að geisl- inn er einlitur veldur þetta því að útgeislunin, sem fylgir í kjölfar gleypingarinnar, er sérstaklega auðgreinanleg. í leysum er ljós- geislinn samþjappaður þannig að á meðan venjulegar ljósaperur innihlada alla liti og dreifír ljósinu í allar áttir, þá er leysiljósið með einn ákveðin lit og sendir það í eina átt, að sögn Jóns Pétursson- ar, sérfræðings í ljóseiginleikum fastra efna við Raunvísindastofn- un. „Ég er nú að skoða efni sem hugsanlega eru nothæf sem leysi- gjafageislar sjálf og gætu þessar rannsóknir leitt til nýrra tegunda af leysum," sagði Ágúst um eigin rannsóknir. „Eg starfa í nánu sambandi við Nottingham háskól- ann í Englandi og jafnframt er ég í sambandi við Rutherford rann- sóknarstofuna í Oxford og fyrir- tækið Oxford Lasers, sem er einmitt að reyna að framleiða leysa með þessum efnum sem við höfum verið að rannsaka," sagði hann að lokum. Þeir Ágúst og Jón munu báðir koma til með að nota leysigeisla- tækið við rannsóknir sínar og voru þeir sammála um að brýn þörf hefði verið á því hér við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.