Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 33 Tekjuöflunarkerfið: Breyting- ar fyrir- hugaðar í GREINARGEMO með frum- arpi til fjárlaga fyrir komandi ár eru boðaðar breytíngar „á ýmsum veigamiklum þáttum tekjuöflunarkerfis ríkissjóðs". Þar segir m.a. að unnið sé að undirbúningi og upptöku virðis- aukaskatts. Auk frumvarps um virðisauka- skatt er boðað frumvarp til breyttra tollalaga og álagningar vörugjalds. Loks er unnið að athugun á stað- greiðslu skatta. Tveir varamenn TVÆR konur sitja nú sem vara- menn á þingi í forfölium þing- manna. Það eru þær Málfríður Sigurðar- dóttir (Kvl. Rvk.), sem tók sæti Guðrúnar Agnarsdóttur (Kvl.Rvk.), og Guðrún Tryggvadóttir (F.Au.) sem tók sæti Halldórs Ásgrímsson- ar, sjávarútvegráðherra. Þær hafa báðar setið á þinginu áður. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Ríkisútvarpið: Fjölgar í þingflokk Alþýðuflokksins Fjöigað hefur í þingflokki jafnaðarmanna, úr sex í níu, með inn- göngu þriggja fyrrverandi þingmanna Bandalags jafnaðarmanna. Ljósmyndari Mbi., Olafur K. Magnússon, tók meðfyigjandi mynd af þingflokki Alþýðuflokksins í þinghússgarðinum á fyrsta starfs- degi Alþingis, eftir þingsetningu. Myndin sýnir: Guðmund Einarsson, Karl Steinar Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Kolbrúnu Jonsdótt- ur, Eið Guðnason, Stefán Benediktsson, Kjartan Jóhannsson og Karvel Pálmason. Þau skipa þingflokkinn á 109. löggjafarþingi Is- lendinga, síðasta þingi líðandi kjörtimabils. 1987: Skerðing lögbundinna framlaga í frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir komandi ár eru ýmis skerðingarákvæði á ríkissjóðs- framlögum til ýmissa aðila, eins og verið hefur næstliðin ár. Samkvæmt ákvæðum frum- varpsins verða hámarksfram- lög komandi árs til greindra aðila sem hér segir: Kvikmyndasjóður 55 m.kr. Bjargráðasjóður 4,7 m.kr. Framkvæmdasjóður fatlaðra að meðtöldum tekjum af erfða- fjárskatti 100 m.kr. Hafnarbótasjóður 15 m.kr. Iðnlánasjóður 25 m.kr. Ferðamálasjóður og sérstök verkefni Ferðamálaráðs 15 m.kr. Félagsheimlasjóður 12 m.kr. Menningarsjóður 7,9 m.kr. Atvinnuleysistryggingasjóð- ur 428 m.kr Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 722,5 m.kr. Felld eru niður framlög til Fisk- veiðasjóðs, skv. 3. lið laga 44/1976 og til Veðdeildar Búnaðarbanka, skv. 1. lið og 2. lið 35. gr. laga 41/1983. Framlag til afleysinga- þjónustu bænda kemur nú af tekjum Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Þrátt fyrir ákvæði útvarpsslaga skulu tekur af að- flutningsgjöldum hljóðvarps- og sjónvarpstækja 1986 og 1987 renna í ríkissjóð. Greiði götu þess sagði menntamálaráðherra Ríkisútvarpið kom inn í um- ræðu um frumvarp að lánsfjár- lögum í gær vegna ákvæða í frumvarpinu, þessefnis, að tekj- ur af aðflutningsgjöldum af hljóðvarps- og sjónarpstækjum 1986 og 1987 skuli renna í ríkis- sjóð en ekki til ríkisúvarps. Eiður Guðnason (A.-Vl.) gagn- rýndi þetta „afturvirka ákvæði“, sem hann taldi veikja fjárhags- stöðu stofnunarinnar. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, sagðist hafa verið fylgjandi lögum um frjálst útvarp. Hinsvegar bæri að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins, m.a. vegna menningar- og öryggishlutverks þess. Hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að greiða götu RÚV og tryggja starfsstöðu þess og afkomu. Þorstehm Pálsson, ijármála- ráðherra, sagði gagnrýni Eiðs út í hött. Að vísu mætti varpa fram spumingum, eins og t.d. um hlut- verk rásar tvö, í ljósi þeirrar framvindu sem orðin væri í út- varpsrekstri. Hinsvegar hefði að gegna, sem það yrði að vera í ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki stakk búið að sinna. Forsetar Alþingis: Kristín Halldórsdótt- ir kosin nýr vara- forseti neðri deildar í GÆR voru haldnir fyrstu fund- irnir i Sameinuðu þingi og báðum deildum þingsins. Kosnir voru forsetar og dregið um sætaröð þingmanna. Forseti Sameinaðs þings var endurkjörinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S.Ve.), fyrri varafor- seti Helgi Seljan (Abl.Au.) og annar varaforseti Ólafur Þ. Þórð- arson (F.Ve.). Skrifarar voru kosnir þeir Ámi Johnsen (S.Su.) og Þórarinn Sigurjónsson (F.Su.). Spurt í þaula: Hvenær verða kosningar? „Hvenær hyggst ríkisstjórn- in boða tíl alþingiskosninga? Hveijar eru tillögur ríkisstjórn- arinnar um tilhögun þinghalds í vetur?“ Þannig spyr Eiður Guðnason (A.-Vl.), en fyrir- spurnir þingmanna , einkum úr stjórnarandstöðu, streyma nú tíl einstakra ráðherra. Meðal fyrirspuma, sem fram hafa komið eru þessar: Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) spyr m.a. menntamála- ráðherra, hvað ríkið kosti miklu til vegna gæzlu í heimavistum og reksturs mötuneyta. Ennfremur, hveijar séu tillögur ráðherra um niðurskurð á þessum kostnaðar- liðum. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir , (Kvl.-Rvk.) spyr sama ráðherra, hvaða forsendur hafi verið lagðar til grundvallar þegar hann setti í stöðu rannsóknarlekt- ors í sagnfræði við heimispeki- deild Háskóla íslands? Hvers vegna var staðan ekki auglýst? Hjöleifur Guttormsson spyr og menntamálaráðherra, hversu margir réttindalausir starfsmenn séu nú ráðnir til kennslu í grunn- skóla- og framhaldsskólastigi? Hann spyr ennfremur hvort þurft hafi að fella niður lögboðna kennslu vegna skorts á starfs- mönnum í skólum. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir spyr utanríkisráðherra, hvort hann hafí látið kanna h'vaða áhrif stækkun kjamorkuversins í Dounreay í Skotlandi geti haft á N-Atlantshafíð og þá sérstaklega með hliðsjón af losun geislavirkna úrgangsefna í hafíð? Hefur ráð- herra gripið til einhverra aðgerða í þessu máli? /• Kristín Halldórsdóttir Salome Þorkelsdóttir (S.Rn.) var endurkjörin forseti efri deildar og Stefán Benediktsson (A.Rvk.) fyrri varaforseti og Davíð Áðalsteinsson (F.Ve.) annar varaforseti. Skrifar- ar í efri deild voru kosnir þeir Egill Jónsson (S.Au.) og Skúli Alexandersson (Abl.Ve.) í neðri deild Ingvar Gíslason (F.NE) kosinn forseti en Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn.) fyrri vara- forseti. Þetta er eina breytingin sem varð á embættismönnum þingsins en Karvel Pálmason (A.Ve.) gegndi þessari stöðu á síðasta þingi. Annar varaforseti neðri deildar var kosinn Birgir Isleifur Gunnarsson (S.Rvk.) og skrifarar þeir Halldór Blöndal (S.NE) og Ólafur Þ. Þórðarsson (F.Ve.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.