Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 33 Tekjuöflunarkerfið: Breyting- ar fyrir- hugaðar í GREINARGEMO með frum- arpi til fjárlaga fyrir komandi ár eru boðaðar breytíngar „á ýmsum veigamiklum þáttum tekjuöflunarkerfis ríkissjóðs". Þar segir m.a. að unnið sé að undirbúningi og upptöku virðis- aukaskatts. Auk frumvarps um virðisauka- skatt er boðað frumvarp til breyttra tollalaga og álagningar vörugjalds. Loks er unnið að athugun á stað- greiðslu skatta. Tveir varamenn TVÆR konur sitja nú sem vara- menn á þingi í forfölium þing- manna. Það eru þær Málfríður Sigurðar- dóttir (Kvl. Rvk.), sem tók sæti Guðrúnar Agnarsdóttur (Kvl.Rvk.), og Guðrún Tryggvadóttir (F.Au.) sem tók sæti Halldórs Ásgrímsson- ar, sjávarútvegráðherra. Þær hafa báðar setið á þinginu áður. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Ríkisútvarpið: Fjölgar í þingflokk Alþýðuflokksins Fjöigað hefur í þingflokki jafnaðarmanna, úr sex í níu, með inn- göngu þriggja fyrrverandi þingmanna Bandalags jafnaðarmanna. Ljósmyndari Mbi., Olafur K. Magnússon, tók meðfyigjandi mynd af þingflokki Alþýðuflokksins í þinghússgarðinum á fyrsta starfs- degi Alþingis, eftir þingsetningu. Myndin sýnir: Guðmund Einarsson, Karl Steinar Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Kolbrúnu Jonsdótt- ur, Eið Guðnason, Stefán Benediktsson, Kjartan Jóhannsson og Karvel Pálmason. Þau skipa þingflokkinn á 109. löggjafarþingi Is- lendinga, síðasta þingi líðandi kjörtimabils. 1987: Skerðing lögbundinna framlaga í frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir komandi ár eru ýmis skerðingarákvæði á ríkissjóðs- framlögum til ýmissa aðila, eins og verið hefur næstliðin ár. Samkvæmt ákvæðum frum- varpsins verða hámarksfram- lög komandi árs til greindra aðila sem hér segir: Kvikmyndasjóður 55 m.kr. Bjargráðasjóður 4,7 m.kr. Framkvæmdasjóður fatlaðra að meðtöldum tekjum af erfða- fjárskatti 100 m.kr. Hafnarbótasjóður 15 m.kr. Iðnlánasjóður 25 m.kr. Ferðamálasjóður og sérstök verkefni Ferðamálaráðs 15 m.kr. Félagsheimlasjóður 12 m.kr. Menningarsjóður 7,9 m.kr. Atvinnuleysistryggingasjóð- ur 428 m.kr Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 722,5 m.kr. Felld eru niður framlög til Fisk- veiðasjóðs, skv. 3. lið laga 44/1976 og til Veðdeildar Búnaðarbanka, skv. 1. lið og 2. lið 35. gr. laga 41/1983. Framlag til afleysinga- þjónustu bænda kemur nú af tekjum Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Þrátt fyrir ákvæði útvarpsslaga skulu tekur af að- flutningsgjöldum hljóðvarps- og sjónvarpstækja 1986 og 1987 renna í ríkissjóð. Greiði götu þess sagði menntamálaráðherra Ríkisútvarpið kom inn í um- ræðu um frumvarp að lánsfjár- lögum í gær vegna ákvæða í frumvarpinu, þessefnis, að tekj- ur af aðflutningsgjöldum af hljóðvarps- og sjónarpstækjum 1986 og 1987 skuli renna í ríkis- sjóð en ekki til ríkisúvarps. Eiður Guðnason (A.-Vl.) gagn- rýndi þetta „afturvirka ákvæði“, sem hann taldi veikja fjárhags- stöðu stofnunarinnar. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, sagðist hafa verið fylgjandi lögum um frjálst útvarp. Hinsvegar bæri að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins, m.a. vegna menningar- og öryggishlutverks þess. Hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að greiða götu RÚV og tryggja starfsstöðu þess og afkomu. Þorstehm Pálsson, ijármála- ráðherra, sagði gagnrýni Eiðs út í hött. Að vísu mætti varpa fram spumingum, eins og t.d. um hlut- verk rásar tvö, í ljósi þeirrar framvindu sem orðin væri í út- varpsrekstri. Hinsvegar hefði að gegna, sem það yrði að vera í ríkisútvarpið mikilvægu hlutverki stakk búið að sinna. Forsetar Alþingis: Kristín Halldórsdótt- ir kosin nýr vara- forseti neðri deildar í GÆR voru haldnir fyrstu fund- irnir i Sameinuðu þingi og báðum deildum þingsins. Kosnir voru forsetar og dregið um sætaröð þingmanna. Forseti Sameinaðs þings var endurkjörinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S.Ve.), fyrri varafor- seti Helgi Seljan (Abl.Au.) og annar varaforseti Ólafur Þ. Þórð- arson (F.Ve.). Skrifarar voru kosnir þeir Ámi Johnsen (S.Su.) og Þórarinn Sigurjónsson (F.Su.). Spurt í þaula: Hvenær verða kosningar? „Hvenær hyggst ríkisstjórn- in boða tíl alþingiskosninga? Hveijar eru tillögur ríkisstjórn- arinnar um tilhögun þinghalds í vetur?“ Þannig spyr Eiður Guðnason (A.-Vl.), en fyrir- spurnir þingmanna , einkum úr stjórnarandstöðu, streyma nú tíl einstakra ráðherra. Meðal fyrirspuma, sem fram hafa komið eru þessar: Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) spyr m.a. menntamála- ráðherra, hvað ríkið kosti miklu til vegna gæzlu í heimavistum og reksturs mötuneyta. Ennfremur, hveijar séu tillögur ráðherra um niðurskurð á þessum kostnaðar- liðum. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir , (Kvl.-Rvk.) spyr sama ráðherra, hvaða forsendur hafi verið lagðar til grundvallar þegar hann setti í stöðu rannsóknarlekt- ors í sagnfræði við heimispeki- deild Háskóla íslands? Hvers vegna var staðan ekki auglýst? Hjöleifur Guttormsson spyr og menntamálaráðherra, hversu margir réttindalausir starfsmenn séu nú ráðnir til kennslu í grunn- skóla- og framhaldsskólastigi? Hann spyr ennfremur hvort þurft hafi að fella niður lögboðna kennslu vegna skorts á starfs- mönnum í skólum. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir spyr utanríkisráðherra, hvort hann hafí látið kanna h'vaða áhrif stækkun kjamorkuversins í Dounreay í Skotlandi geti haft á N-Atlantshafíð og þá sérstaklega með hliðsjón af losun geislavirkna úrgangsefna í hafíð? Hefur ráð- herra gripið til einhverra aðgerða í þessu máli? /• Kristín Halldórsdóttir Salome Þorkelsdóttir (S.Rn.) var endurkjörin forseti efri deildar og Stefán Benediktsson (A.Rvk.) fyrri varaforseti og Davíð Áðalsteinsson (F.Ve.) annar varaforseti. Skrifar- ar í efri deild voru kosnir þeir Egill Jónsson (S.Au.) og Skúli Alexandersson (Abl.Ve.) í neðri deild Ingvar Gíslason (F.NE) kosinn forseti en Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn.) fyrri vara- forseti. Þetta er eina breytingin sem varð á embættismönnum þingsins en Karvel Pálmason (A.Ve.) gegndi þessari stöðu á síðasta þingi. Annar varaforseti neðri deildar var kosinn Birgir Isleifur Gunnarsson (S.Rvk.) og skrifarar þeir Halldór Blöndal (S.NE) og Ólafur Þ. Þórðarsson (F.Ve.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.