Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
Minning:
Arnór Magnús
Magnússon
Fæddur 17. október 1897
Dáinn 12. febrúar 1986
Síðastliðinn vetur andaðist
frændi minn, Amór Magnússon
fyrrv. skipstjóri á ísafírði, 88 ára
gamall. Ég frétti fyrst um lát hans
eftir að jarðarforin hafði farið fram
og gat því ekki minnst hans þá. í
dag er fæðingardagur hans og hug-
ur minn dvelur við minningar um
hann og konu hans, Kristjönu
Gísladóttur.
Amór Magnús Magnússon, en
Íiað hét hann fullu nafni, fæddist á
safirði 17. okt. 1897. Foreldrar
hans vom Júlíana Bjamadóttir (veit
ekki um ætt hennar) og Magnús
Amórsson bátsformaður á ísafírði,
f. 17. desember 1840, d. 12. sept-
ember 1933. Magnús var sonur
Amórs prófasts í Vatnsfírði N-ís.
(f. 27. des. 1772, d. 5. nóv. 1853)
Jónssonar prests á Mosfelli Hannes-
sonar og seinni konu hans, Guð-
rúnar Magnúsdóttur (f. 25. apríl
1818, d. 1899) Jónssonar bónda og
hreppstjóra í Tröð, Álftafirði.
> Frá því að séra Amór fæddist
(27. 12. 1772) og þar til Amór
sonarsonur hans deyr (12. 2. 1986)
eru liðin rúm 213 ár og mun það
vera einsdæmi um aðeins þrjá ætt-
liði.
Ég kom sem bam með móður
minni, Elínu Hannibalsdóttur, á
æskuheimili Amórs á ísafírði, því
faðir hans var móðurbróðir mömmu
og henni mjög kær. Magnús og
kona hans, Guðný Þorláksdóttir
prests á Móum á Kjalamesi, höfðu
íverið í húsmennsku hjá Sigríði Am-
órsdóttur og Hannibal, foreldrum
mömmu, á Neðri-Bakka í Langadal
N-ís. Magnús stundaði sjóinn en
Guðný var saumakona sveitarinnar.
Einkadóttir þeirra, Margrét (síðar
ljósmóðir), fæddist þar og ólst upp
til 10 ára aldurs eins og ein af systk-
inum mömmu og þannig litu þær á
sig meðan báðar lifðu. Konu sína,
Guðnýju, missti Magnús 1888 og
nokkmm ámm síðar varð Júlíana
ráðskona hans og bjuggu þau sam-
an í um 40 ár. Þau áttu saman tvo
syni, Áma og Arnór, sem báðir
vom skipstjórar á ísafírði, Ámi til
dánardægurs, en Amór vann
síðustu áratugina við höfnina við
fermingu og affermingu skipa.
Magnús var blindur síðustu 10 árin
og rúmfastur þau síðustu, en heyrði
vel, elskaði útvarpið og að ræða við
fólk, andlega heilsan var í lagi.
Júlíana hjúkraði honum til hinstu
stundar.
Árið 1923 gekk Amór að eiga
sína ágætu konu, Kristjönu Sigríði
Gísladóttur (f. 4. júlí 1900, d. 13.
október 1970) Þorbergssonar sjó-
manns á ísafirði og konu hans,
Gestínu Þorláksdóttur, sem fylgdi
honum í blíðu og stríðu meðan lífíð
entist.
Böm þeirra vom 8 og bamabörn-
in 32. Talin eftir aldri:
Þorlákur Halldór, Gerðum í
Garði, á 4 böm, kvæntur Jóhönnu
Guðmundsdóttur. Hann ólst upp hjá
móðurforeldrum sínum, Gísla og
Gestínu.
Jóhanna Ketilríður, Kópavogi, á
5 böm, gift Kristni Hjartarsyni frá
Vestmannaeyjum.
Hilmar Ægir, Hafnarfírði, á 4
böm, kvæntur Hafdísi Guðmunds-
dóttur.
Magnús, ísafirði, á 6 böm,
kvæntur Friðgerði Hallgrímsdóttur.
Jónatan, Isafírði, á 5 böm,
kvæntur Þóm Benediktsdóttur.
Bjarni (dó ungur).
Júlíus, Reykjavík, á 4 böm,
kvæntur Herdísi Gissurardóttur.
Guðbjörg, Kópavogi, á 4 böm,
gift Þórami Jakobssyni.
Auk þess ólu þau upp sonarson
sinn, Amór Magnússon, ísafirði,
sem á 2 böm og er kvæntur
Dagnýju Jónasdóttur.
Árið 1928 var Amór frændi hús-
næðislaus, með konu og tvö böm.
Þá kom hann til mömmu og spurði
hana, hvort hún gæti nú ekki Ieigt
sér einhveija kompu. Hún hafði
aðeins tvö Iítii súðarherbergi og
eldhús sér til leigu. Þetta gerðu þau
sér að góðu og bjuggu hjá okkur á
þriðja ár. Eitt bam eignuðust þau
í viðbót meðan þau dvöldu í litla
húsinu okkar á Hrannargötu 3, þó
var aldrei talað um þrengsli og ég
minnist þessara ára með gleði. Ar-
nóri frænda og Kristjönu var ekki
tamt að beija sér og kvarta, en ef
þau gátu gert okkur mömmu eitt-
hvað til þægðar gerðu þau það.
Bömin vom líka hvert öðm þægara
og indælla.
Þegar Amór og Kristjana fóru
frá okkur keyptu þau litla íbúð sem
var heimili þeirra upp frá því.
Árið 1936 fluttum við mamma
til Reykjavíkur, svo við hittumst
ekki eins oft eftir það, en ef þau
komu suður, heimsóttu þau okkur
og við komum aldrei til ísafjarðar
án þess að hitta þau. Sérstaklega
minnist ég þeirra, þegar við systkin-
in fylgdum mömmu vestur í hinstu
förina. Það var aðfaranótt 4. janúar
1954, sem við komum til ísa§arð-
ar. Þá stóðu þau í kuldanum á
bryggjunni. Þegar ég spurði hvort
þau væra að bíða þama eftir okk-
ur, svaraði Kristjana: „Já, Sigga
mín, ég væri þá mikið veik, ef ég
ekki hefði komið að taka á móti
henni blessaðri." Ég gat aðeins sagt
þakka ykkur fyrir, svo hrærð varð
ég-
Kristjana dó 13. október 1970.
Amór bjó áfram í litlu íbúðinni
þeirra, ásamt nafna sínum og fóst-
ursyni. Hann var ávalit jafn
brosmildur og hress þegar ég hitti
hann. Böm, bamaböm og tengda-
böm vom honum svo góð, sagði
hann. Hann ljómaði þegar hann
talaði um þau.
Síðast þegar ég sá hann haustið
1983, hafði hann selt sína gömlu
íbúð og var fluttur í nýja íbúð á
nýja elliheimilinu. Hann ljómaði að
vanda af hrifningu yfír hvað allt
væri gott, og hvað sér liði vel.
Nú em þau bæði horfín. Ég
gleðst yfír því að hafa átt þau að
vinum. Ykkur, bömum, bamaböm-
um og öðmm ástvinum, sendi ég
síðbúnar samúðarkveðjur.
Sigríður Valdemarsdóttir
Minninff:
Jóhanna Methú-
salemsdóttir
Fædd 20. nóvember 1917
Dáin 8. október 1986
Að leiðarlokum er hægt að sætt-
ast við almættið. Það er beiskja í
þessum orðum, en það sem lagt var
á líkama þessarar fíngerðu, kjark-
miklu konu, móður okkar, síðustu
æviár hennar auk alls annars var
með ólíkindum.
Hún fæddist 20. nóv. 1917 á
Skeggjastöðum í Jökuldal á Fjöll-
um. Hún var næstelst fjögurra
bama hjónanna Regínu Guðmunds-
dóttur frá Hauksstöðum á Jökuldal
og Methúsalems Sigfússonar frá
Snjóholti í Eiðaþinghá. Þau hjónin
bjuggu á Skeggjastöðum allt til
ársins 1930 að þau fluttu til Seyðis-
ijarðar er ljóst varð að Regína var
berklaveik.
Móðir okkar var því vart af
bamsaldri er hún tók við heimilinu
og umönnun yngri systkina sinna.
Árið 1935, þá á átjánda ári og enn
í föðurhúsum, ól hún sitt fyrsta
bam, Regínu, sem skírð var við
dánarbeð ömmu sinnar. Móðir okk-
ar hafði þá kynnst ungum manni
frá Reykjavík; Stefni Runólfssyni
múrara, f. 1913, sem varð lífsföm-
nautur hennar.
Næstu ár hafa verið erfíð svo
komungu fólki því þeim fæddust 3
böm á næstu þremur ámm. Dreng-
ur fæddur 1936, lést skömmu eftir
fæðingu. Þóra, nú búsett í Banda-
ríkjunum, fæddist 1937 og Hrönn,
einnig búsett í Bandaríkjunum,
fæddist 1938.
Árið 1946 fluttust foreldrar okk-
ar í Kópavog, sem á þeim ámm var
stijálbýll. Þar bjuggu þau á tveimur
stöðum næstu 13 ár og þeim bætt-
ust 6 böm á þeim tíma. Ánna Nína,
fædd ’46, býr í Borgamesi, Sigríður
Fanní, fædd ’48, býr í Reykjavík,
Hugrún, fædd '52, er búsett í Ól-
afsvík, Auður Berglind, fædd '54,
býr í Stykkishólmi, Runólfur
Stefnir, fæddur ’56, býr í Banda-
ríkjunum og Valur Jóhann, fæddist
’59 og býr í Reykjavík. Haustið
1959 fluttist fjölskyldan til Ól-
afsvíkur, en elstu dætumar vom
þá farnar að heiman.
í Ólafsvík bjuggu foreldrar okkar
samfellt í 25 ár, eða til hausts ’84.
Þá hafði heilsu móður okkar hrakað
svo mjög að hún gat aðeins verið
heima um tíma af og til og varð
því að vera í nálægð sjúkrahúss.
Þegar litið er til baka um langan
veg er margs að minnast. Það er
Ijóst að lífi sínu varði móðir okkar
fyrst og fremst í baráttu fyrir vel-
ferð síns stóra bamahóps. Þar var
á brattann að sækja. Henni féll aldr-
ei verk úr hendi og hún leysti öll
sín störf af ýtmstu vandvirkni og
nákvæmni, þannig að til var tekið.
Hún vann ekki mikið utan heimil-
is í Kópavoginum, af skiljanlegum
ástæðum. En eftir að fjölskyldan
fluttist til Ólafsvíkur breyttust að-
stæður. Þar tóku við ár fiskvinnslu,
afgreiðslustarfa, mötuneytisrekstr-
ar og síðustu árin sem hún vann
úti vann hún í verslun Kaupfélags
Borgfírðinga í Ólafsvík. Henni varð
vel til vina meðal vinnufélaga sinna
og mat þá mikils. Það varð henni
ekki sársaukalaust að yfirgefa Ól-
afsvík, þar sem hæfileikar hennar
nutu sín hvað best og þar sem lang-
þráð nýbyggt heimili hennar stóð.
Við höfðum svo sannarlega von-
að að í ellinni gæti hún átt hvíld
og góð ár. Ár, sem hún hefði ef til
vill notað til að heimsækja bömin
sem búsett em í Bandaríkjunum,
þar sem henni leið svo vel.
En hún var svo þreytt. Líkaminn
hafði mátt þola svo mörg áföll.
Hjúkmnarfólkið á hjúkmnardeild
og Iungnadeild Vífílsstaðaspítala.
reyndist henni svo einstaklega vel
og em því færðar sérstakar þakkir.
Að lokum þakka ég, sem þessar
línur set á blað, móður minni upp-
eldi sonar míns, Stefnis Þórs, sem
varð fyrir henni ellefta bamið.
Guð geymi mömmu okkar litlu.
Anna Nína Stefnisdóttir
Elisabet Erhngsdóttir og
Selma Guðmundsdóttir halda
tónleika í Alþýðuhúsinu
ELÍSABET Erlingsdóttir, söng-
kona, og Selma Guðmundsdóttir,
píanóleikarí, halda tónleika í Al-
þýðuhúsinu á ísafirði á morgun,
laugardag, kl. 16.00. Efnisskrá
tónleikanna er fjölbreytt. Þar er
að finna sönglög eftir Árna
Thorsteinsson, Pál ísólfsson,
Karl O. Runólfsson, Sibelius,
1 Ravel og einnig verða á hinir
þekktu sígaunasöngvar eftir
Dvorak.
Elísabet Erlingsdóttir er ein af
þekktustu söngkonum okkar. Hún
hefur haldið fjölda tónleika og er
ísfirðingum að góðu kunn. Hjá
henni er nú í námi Bjamey I. Gunn-
laugsdóttir, sem lauk einsöngsnámi
frá Menntaskólanum á ísafirði sl.
vor, en söngkennari hennar þar var
Margrét Bóasdóttir, en Elísabet
Erlingsdóttir var einmitt fyrsti
söngkennari Margrétar.
Selma Guðmundsdóttir hlaut sína
fyrstu tónlistarmenntun í Tónlistar-
skóla ísafjarðar, en að loknu tónlist-
amámi í Reykjavík stundaði hún
framhaldsnám í píanóleik í Aust-
urríki og Þýskalandi. Selma hefur
haldið einleikstónleika hér heima
og í Svíþjóð og hefur auk þess starf-
að mikið sem undirleikari.
Þetta em aðrir áskriftartónleikar
Tónlistarfélags ísafjarðar á starfs-
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
„Ég vil gjaman fá að koma á
framfæri eftirfarandi athugasemd
vegna viðtals sem birtist í Morgun-
blaðinu í dag, 16. október 1986 við
blaðafulltrúar ríkisstjómarinnar,
Magnús Torfa Ólafsson: Það er á
misskilningi byggt að undirrituð
hafi haft með höndum starfsmanna-
stjóm á Alþjóða fréttamiðstöðinni
í Hagaskóla 4.-13. október sl. Mitt
nafn skyldi því engu fremur nefnt
en nöfn alls þess fjölda frábæra
fólks sem þama lagði dag við nótt
til að þjóna erlendum fjolmiðlum.
Heiðurinn er okkar allra.
Með þökk fyrir birtinguna."
Jóhanna Birgisdóttir.
Tónleikar í Vík í Mýrdal
Selfossi.
Afmæli
SJÖTUGUR verður á morgun, 18.
október, Garðar Siguijónsson skip-
stjóri og útgerðarmaður á Höfn í
Homafirði, en þar hefur hann verið
hafnarvörður samfleytt síðustu 16
ár.
Tónleikar í
Kálfholtskirkju
SÍMON H. ívarsson gítarleikari
og Orthulf Prunner orgelleikari
halda tónleika í Kálfholtskirkju
í Rarigárvallasýslu i kvöld kl. 21.
í fréttatilkynningu sem birtist í
Morgunblaðinu í gær var sagt að
tónleikamir yrðu í Kálfastaða-
kirkju, en rétt nafn kirkjunnar er
Kálfholtskirkja.
Næstkomandi sunnudag 19. okt-
óber heldur kór Fjölbrautaskóla
Suðurlands tónleika í Leikskál-
um i Vík í Mýrdal. Allur ágóði
af tónleikunum rennur til dvalar-
heimilis aldraðra í Vík.
Tónleikamir hefjast klukkan 14,00
og er aðgangseyrir kr 200 fyrir
fullorðna. A tónleikunum mun kór-
inn syngja lög frá ýmsum löndum
og tímum.
Kórinn hefur þegar haldið nokkra
tónleika á þessum vetri og hvar-
vetna fengið góða dóma fyrir söng
sinn og léttleika. Stjómandi kórsins
er Jón Ingi Sigurmundsson.
Sig Jóns.
íslendingar á Torremolinos:
„Svo til eingöngu
rignt á nóttunni
ZU
UM 130 íslenskir ferðamenn
eru nú staddir á Costa del Sol,
en eins og kom fram í frétt í
blaðinu í gær hefur rignt mikið
þar undanfarna daga og flóð
komið í kjölfar rigninganna.
íslendingana hefur þó ekki sak-
að, en þeir eru væntanlegir
heim n.k. fimmtudag.
Að sögn Þórhildar Þorsteins-
dóttur, sem er fararstjóri á vegum
ferðaskrifstofunnar Útsýnar,
hefjast rigningar venjulega ekki
fyrr en um og eftir miðjan nóv-
ember og em því óvenjusnemma
á ferðinni að þessu sinni. „Hér í
Torremolinos hefur svo til ein-
göngu rignt á nóttunni og við
höfum því lítið orðið vör við rign-
ingamar. Rafmagnið hefur farið
af, en eingöngu stutta stund í
einu. Við höfum farið í allar skoð-
unarferðimar hér í mjög góðu
veðri og það hafa það allir mjög
gott.“