Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 56
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR W EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833-- STERKTKORT FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Utgerðarmenn og síldarsaltendur: Olíuviðræður við Sovét- menn fari ekki fram þar sem saltsíldarviðræðumar fóm út um þúfur Leitaðí Vífilfelli Um 800 manns tóku þátt í leit að ijúpnaskyttu á Bláfjallasvæðinu í gær. Þessi mynd var tekin af leitarmönnum í Vífilfelli. Sjá bls. 2, Fannst látinn við VífilfeU. Morgunblaðið/Þorkell. SALTSÍLDARVIÐRÆÐURNAR við Sovétmenn fóru út um þúfur í gær. Viðræðurnar strönduðu á þvi að Sildarútvegsnefnd treysti sér ekki til að ganga að endanlegu tUboði Sovétmanna, sem þýtt hefði nærri helmings verðlækkun frá síðasta ári á magni sem er fimmtung- ur af þvi sem íslendingar seldu Sovétmönnum með fyrirframsölu í fyrra. Útgerðarmenn og sUdarsaltendur gera mjög ákveðnar kröfur um að sUdarkaup Sovétmanna verði tengd oiíukaupum íslendinga i Sovétríkjunum og hætt verði við oliuviðræðumar sem hefjast eiga í Moskvu í byijun næstu viku. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna sagði i gær að það verð sem Sovétmenn buðu myndi ekki duga tunnum og vinnunni við að koma síldinni í þær — og því ekkert eftir fyrir síldina sjálfa. Veiðar fyrir þetta verð yrðu því ekki reknar nema með gríðarlegu tapi. Hann sagði að þetta kölluðu Sovétmenn heimsmarkaðsverð, en þoð byggðist á nkisstyrktum veiðum sem auk þess nytu 40—50% lægra olíuverðs en hér væri „en hér eru úrræði stjómvalda þau að leggja olíuskatt á þá olíu sem notuð hefði verið við ■v^þessar veiðar," sagði Kristján. „Þetta er dauðadómur yfir síldveiðunum," sagði Kristján. „Á sama tíma á að fara að ganga frá olíukaupum okkar í Sovétríkjunum án þess að þetta sé á nokkum hátt tengt saman. Ég treysti því að við- skiptaráðherra stöðvi viðræðumar og endurmeti stöðuna með tilliti til þessa, þvi síldin er þýðingarmesta útflutningsafurð okkar til Sovétríkj- anna. Við erum ekkert háðir þeim með útflutning á flökum og frystum fiski." Olíuviðræðunefndin fer til Sov- étríkjanna á laugardag, nema ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneyt- ►•'isins sem þegar er kominn til Moskvu, og munu viðræður um olíu- kaup fyrir næsta ár heijast á mánudag. Matthías Bjamason við- skiptaráðherra sagði í gær, þegar hann var spurður að því hvort hann hefði uppi áform um að bíða með olíuviðræðumar eftir endanlegri niðurstöðu saltsíldarmálanna: „Eg vil ekkert um það segja á þessu stigi málsins. Tel það ekki henta." Morgunblaðinu er kunnugt um að ríkisstjómin ákvað á fundi sínum í gær að taka mið af stöðu saltsíldar- viðræðnanna í viðræðunum um olíukaup í Sovétríkjunum. Einnig er mikill vilji fyrir því í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, að minnsta ~ -Tcosti, að endurskoða olíuviðskiptin ef ekkert verður af saltsfldarsölu þangað. Á síðasta ári samdi Sfldarútvegs- nefnd um fyrirframsölu á 200 þúsund tunnum af saltsfld til Sov- étríkjanna að verðmæti um 800 milljónir kr. og er það um 80% af útflutningsverðmæti sfldar héðan. Nú má búast við að sfldarbátamir veiði megnið af sfldinni til bræðslu og er útflutningsverð mjöls og lýsis úr því magni sem selt var til Sov- étríkjanna aðeins um 100 milljónir. Því má búast við um 700 milljóna króna tapi í útflutningsverðmæti ef ekki tekst að semja við Sovét- menn. Kristján Ragnarsson taldi að bátamir myndu veiða sfldina þó stór hluti af henni fari til bræðslu, ef heimilt yrði að færa kvóta á milli skipa til að gera veiðamar hagkvæmari. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands ís- lands sagðist þó í gær ekki sjá grandvöll fyrir sjómenn að fara að veiða sfld til bræðslu og fá ekki nema lágmarkskauptryggingu. Sjá nánar á bls. 22. ^ 4k» * ‘ * ii. :áí Hugmyndir fjármálaráðherra: Lægri skattahlutföll - lengra milli skattþrepa Persónuaf slætti og barnabótum breytt HUGMYNDIR um útfærslu á iækkun tekjuskatts voru í gær- morgun lagðar fyrir ríkisstjóm- ina. Hugmyndimar, sem em samkvæmt ákvæðum i framlögðu fjárlagaframvarpi vora lagðar fyrir af fjármálaráðherra, Þor- steini Pálssyni, og fái þær brautargengi má ætla að hjón með tvö böm, sem hafa allt að 60-70 þúsund mánaðartekjur að jafnaði á þessu ári, greiði hvorki tekjuskatt né útsvar 1987. Tilgangurinn er tvíþættur: aðlög- un að breyttum aðstæðum í launa- og verðlagsmálum í lækkandi verð- bólgu og lækkun skattbyrði af tekjuskatti um 300 milljónir króna. Megindrættir hugmyndanna era: I fyrsta lagi að lækka skattahlut- föll: úr 43,5% í 39% í efsta þrepi, úr 30,5% í 29% í miðþrepi og 19,5% í 19% í því neðsta. í annan stað að hækka mörkin milli þrepa umfram breytingar á launum. í athugun er að lægri mörkin verði um 400 þúsund krón- ur [í stað 350 þúsunda] en þau efri 800 þúsund krónur [í stað 710 þúsunda] ef launabreytingar einar réðu. í þriðja lagi að breyta per- sónufrádrætti og bamabótum með Borgarstjórn: Reglugerð um opnunartíma verslana verði endurskoðuð Borgarstjóm Reykjavikur sam- þykkti í gær að fela borgarráði að endurskoða reglugerð um opn- unartíma verzlana með það fyrir augum að rýmka reglugerðina eða hreinlega afnema hana. Á fundi borgarstjómar lá fyrir tillaga frá fulltrúum Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks _ um opnunartíma verzlana. í tillögunni sagði: „Borg- arstjóm samþykkir að fela borgar- ráði að taka til endurskoðunar reglur um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík með það fyrir augum að rýmka hann. Við endurskoðun- ina skal hafa samráð við samtök hagsmunaaðila." Eftir talsverðar umræður, þar sem m.a. Ámi Sigfússon lýsti þeirri skoðun að borgarráð ætti að af- nema reglugerðina, lagði borgar- stjóri til að málinu yrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt. hliðsjón af áætluðm breytingum launa milli áranna 1986 og 1987 og með tilliti til áformaðrar lækkun- ar tekjuskatts þannig að æskileg dreifing náist. Fjármálaráðherra sagði að auk þeirra áhrifa af framangreindum- breytingum, sem komi fram í veralegri lækkun á jaðarskatti, hækki skattleysismörk. Orðrétt sagði hann: „Þannig má ætla að hjón með tvö böm, sem hafa allt að 60-70 þúsund krónur á' mánuði að jafnaði á þessu ári, muni ekki greiða tekjuskatt eða útsvar á næsta ári“. Þá sagði ráðherra að á næstunni sé von á tillögum um virðisauka- skatt í stað söluskatts og nýrri tollalöggjöf með samræmdri toll- skrá. I undirbúningi sé heildarend- urskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins, enda fái það ekki staðist, óbreytt, öllu lengur. Fjármálaráðherra mælti harð- lega gegn tillögum um stórhækkun eignaskatta, sem myndu leggjast með miklum þunga á meginþorra heimila í landinu. Sjá stefnuræðu Steingríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, sem birt er í heild á bls. 20 í Morgunblaðinu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.