Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986
29
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Kvikmyndasj óður
efldur
Umsvif Qölmiðla kringum leið-
togafundinn um helgina
hafa sannað með ótvíræðum
hætti, að á ótrúlega skömmum
tíma er unnt að tengja ísland
umheiminum fyrir tilstilli kvik-
mynda- og sjónvarpstækninnar.
Hér á Austurvelli stóð Peter Jenn-
ings, fréttastjóri ABC-sjónvarps-
stöðvarinnar, með þrjá skerma
fyrir framan sig, þar sem birtust
myndir af mönnum, er sátu í
Kalifomíu og annars staðar í
Bandaríkjunum, og síðan ræddu
þeir saman eins og þeir væru all-
ir í sömu stofunni. Vegna
myndavélanna, sem beint var að
lokuðum dyrum Höfða tímunum
saman síðdegis á sunnudag, skap-
aðist það andrúmsloft hér á
íslandi og meðal erlendu frétta-
mannanna, sem hingað komu, að
líklega væru samningar að ta-
kast.
Kvikmynda- og sjónvarpsvélin
er það tæki, sem gerir stærstum
hópi manna kleift að njóta frétta,
menningar og lista nú á tímum.
Myndmálið og fjarskiptatæknin
til að flytja það til hundruð eða
þúsund milljóna manna samtímis
er þungamiðja byltingarinnar,
sem fært hefiir mannkyn inn í
upplýsingaöidina svonefndu.
Hafí einhverjir efast um, að við
gætum orðið þátttakendur í þess-
ari byltingu vegna hinna gamal-
kunnu röksemda, að annað eigi
við um okkur búsetta úti í miðju
Norður-Atlantshafí en hina, er
byggja meginlöndin, hljóta þeir
hinir sömu að hafa áttað sig á því
í tengslum við leiðtogafundinn,
að fjarlægðimar skipta ekki máli.
Þá hefur einnig sannast, að hér
á landi eru starfandi tæknimenn
á sviði kvikmynda- og sjónvarps-
tækni, sem standast öðrum
snúning. A ótrúlega skömmum
tíma hefur íslenskum kvikmynda-
gerðarmönnum vaxið ásmegin og
sumir hveijir vakið verðskuldaða
alþjóðlega athygli fyrir verk sín.
Kvikmyndalist fær ekki þrifíst
fremur en aðrar listgreinar nema
hún njóti opinbers skjóls á þann
veg, að listamenn á þessu sviði
geti leitað í sameiginlegan sjóð
landsmanna eftir fjárstuðningi.
Af þessum sökum hafa verið sett
lög um Kvikmyndasjóð. Vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu ríkisins
hefur ekki verið unnt að leggja
þá peninga í sjóðinn, sem mælt
er fyrir um í lögum. í frumvarpi
til fjárlaga fyrir næsta ár er gerð
bragarbót í þessu efni. Þeir Þor-
steinn Pálsson, fjármálaráðherra,
og Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, hafa beitt
sér fyrir því, að 55 milljónir króna
renni í Kvikmyndasjóð á næsta
ári.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, studdi þessa
ákvörðun meðal annars með þess-
um orðum í Morgunblaðsviðtali:
„Ég tel að kvikmyndin sé sá mið-
ill sem muni laða unga fólkið aftur
að landinu og bókmenntum okkar
Islendinga. Því er gífurlega mikil-
vægt að efla innlenda kvikmynda-
gerð.“ Hrafn Gunnlaugsson,
kvikmyndaleikstjóri og formaður
Sambands kvikmyndagerðar-
manna, sagði, að í þessu fælist
áskorun á kvikmyndagerðarmenn
og bætti við: „Það sem mér sýn-
ist vera að gerast er að nú eru
komnir til áhrifa í stjómmálunum
menn sem skilja nútímann. Kvik-
myndin er í raun afsprengi
tækniundursins sem við höfum
upplifað á undanfömum ámm.
Frelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn
leiddi til sigurs í fjölmiðlun kallar
á mikla ábyrgð . . .“
Stórefling Kvikmyndasjóðs er
gleðilegt dæmi um það, að stjóm-
málamenn skilja kall tímans. Við
eigum að leggja höfuðkapp á að
verða þátttakendur í þeirri bylt-
ingu, sem myndtæknin hefur
valdið. Fjarskiptatæknin auðveld-
ar okkur ekki aðeins að taka á
móti myndefni hún gerir okkur
einnig kleift að koma því héðan
með einföldum hætti.
Framtíð
rásar 2
Hlutverk rásar 2 hjá Ríkisút-
varpinu er ekki þannig
vaxið, að ástæða sé til þess, að
ríkið stundi atvinnustarfsemi af
því tagi. Það var eðlilegt á sínum
tíma, á meðan ríkiseinokun var á
öldum ljósvakans, að Ríkísútvarp-
ið svaraði kröfum tímans og tæki
að sér að leika þær hljómplötur,
sem njóta mestra vinsælda hveiju
sinni og auðvelt er að nálgast í
öllum plötubúðum.
Eftir að einkaaðilar tóku þessa
starfsemi að sér hefur komið í
ljós, að mun fleiri hlusta á stöð
þeirra en rás 2. Því hefur verið
hreyft, hvort yfírstjóm útvarpsins
vildi ekki kúvenda í rekstri rásar
2 með því að breyta henni í stöð
fyrir sígilda tónlist. Það hefur
hiotið dræmar undirtektir. Þá
hefur verið vakið máls á því, hvort
ekki væri skynsamlegt að selja
rás 2. Þar með gætu einkaaðilar
tekist á við það verkefni að flytja
öllum landsmönnum útvarpsefni,
því að dreifíkerfíð hlyti að fylgja
með í kaupunum.
Mætti ekki hugsa sér, að í
fyrstu atrennu yrði kannað, hvort
hið þjálfaða og hæfa starfsfólk
rásar 2 vildi kaupa hana fyrir
verð, sem tæki mið af því fóm-
fúsa starfí, sem þetta fólk hefur
unnið?
Sjónvarpsræða Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna:
Reykj aví kurfundur-
inn var stórviðburður
Símamynd/AP.
Mikhail Gorbachev flytur sjónvarpsræðu sina á þriðjudagskvöld.
Hér á eftir fer ávarp Mik-
hails Gorbachev, aðalritara
miðstjórnar Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, er
hann flutti í sovéska sjón-
varpið 14. október:
Gott kvöld kæru félagar!
Þið vitið að í fyrradag, sunnu-
dag, lauk fundi mínum og forseta
Bandaríkjanna, Ronalds Reagan, á
íslandi. A eftir var haldinn blaða-
mannafundur sem var sjónvarpað
beint. Ávarp mitt og svör við spum-
ingum blaðamanna hafa verið birt.
Þegar ég sný aftur heim til foður-
landsins tel ég það skyldu mína að
segja frá hvemig hlutimir gengu
fyrir sig og hvaða augum við lítum
á það sem gerðist í Reykjavík.
Það er nýbúið að ræða niðurstöð-
ur fundarins á fundi í framkvæmda-
nefnd miðstjómar. Á morgun
verður birt yfírlýsing um hvað for-
ystu flokks okkar fínnst um þennan
merka stjómmálaviðburð og við
erum sannfærðir um að afleiðingar
hans eiga eftir að hafa áhrif á al-
þjóðasamskipti.
Áður en Reykjavíkurfundurinn
var haldinn, var mikið skrifað og
skrafað um fundinn. Eins og venjan
er í slíkum tilvikum, var mikið um
tillögur og hugleiðingar. Það er
eðlilegt. Og í þessu tilfelli var einn-
ig mikið um alls kyns heilabrot.
Nú þegar fundinum er lokið eru
niðurstöðumar í brennidepli hjá
mannkyninu. Allir vilja vita hvað
gerðist. Hvað gaf þessi fundur af
sér? Hvemig verður heimurinn á
eftir?
Við leituðumst við að vinna að
því að á fundinum í Reykjavík yrðu
tekin fyrir þau málefni sem eru
sett á oddinn — að binda endi á
vígbúnaðarkapphlaupið og kjam-
orkuafvopnun. Og þannig var það
líka.
Hvaða ástæður liggja fyrir því
að við höldum okkur svo fast við
þetta mál? Það má oft heyra erlend-
is frá að ástæðan fyrir því séu
erfiðleikar okkar innanlands. í
vestri er til kenning þess efnis að
Sovétríkin muni að lokum ekki
halda vígbúnaðarkapphlaupið út í
efnahagslegu tilliti, muni brotna og
beygja sig fyrir vestrinu. Það þurfí
aðeins að þrýsta á þau, herða á
valdbeitingu. Þetta heyrðist í ávarpi
forsetans þegar eftir fund okkar.
Ég hef oftar en einu sinni sagt
að svona áætlanir em ekki aðeins
byggðar á sandi, en einnig hættu-
legar, þar sem þær geta leitt til
óheillavæniegra ákvarðana. Við vit-
um betur en aðrir hver eru þau
vandamál, sem við eigum við að
etja. Við eigum við vandamál að
stríða og ræðum þau opinskátt og
leysum. Við höfum komið okkur upp
áætlunum í þeim efnum og höfum
okkar aðferðir og þar kemur til al-
mennur vilji flokksins og þjóðarinn-
ar. Ég verð að segja að Sovétríkin
eru sterk vegna samheldni sinnar,
pólitískrar virkni þjóðarinnar og
eldmóðs hennar. Ég tel að þessir
straumar, svo og þá styrkur þjóð-
félags okkar, eigi eftir að vaxa.
Við getum alltaf staðið vörð um
okkur sjálf. Sovétríkin geta svarað
öllum ögrunum, ef þess þarf. Þetta
veit sovéska þjóðin, þetta á fóik um
allan heim að vita. En við ætlum
ekki að fara í styrkleikaleik. Það
er hættulegur leikur á öld eldflauga
og kjamorku.
En við erttm þess fullvissir að
það kæruleysi, sem hefur átt sér
stað í alþjóðasamskiptum felur í sér
hættu á skyndilegri og hættulegri
kreppu. Það er þörf á raunhæfum
skrefum í átt frá kjamorkuhörm-
ungunum, það er þörf á sameigin-
legum aðgerðum Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna til þess að alþjóða-
samskipti batni verulega.
í nafni þessara markmiða unnum
við í sovésku forystunni mikið und-
irbúningsstarf fyrir fundinn og
meira að segja áður en Reagan var
búinn að fallast á fundinn. I því
starfí tóku þátt, auk framkvæmda-
nefndar og ritara miðstjómar,
utanríkisráðuneytið og vamarmála-
ráðuneytið, önnur ráðuneyti, full-
trúar vísinda, hemaðarsérfræðing-
ar og sérfræðingar á ýmsum
iðnaðarsviðum. Sú afstaða sem við
mótuðum fyrir fundinn í Reykjavík
var árangur af viðtækum og mörg-
um viðræðum við vini okkar, við
forystumenn í hinu sósialíska sam-
félagi. Við reyndum að gæða fund
okkar innihaldi grundvallaratriða
og tillögum sem gengu langt.
Og nú um fundinn sjálfan —
hvemig atburðarásin þar var. Það
þarf að segja frá því ekki aðeins
til þess að staðfesta sannleikann,
sem mótaðilar okkar í viðræðunum
í Reykjavík eru þegar famir að
rangfæra, en einnigtil þess að segja
ykkur frá því sem við ætlum að
gera í framhaldi af þessu.
Fyrsti fundurinn með R. Reagan
forseta hófst laugardag klukkan
10.30. Eftir að við höfðum heilsast
og rætt aðeins við fréttaritara vor-
um við einir ásamt túlkum okkar.
Við skiptumst á skoðunum um
ástandið almennt, um viðræðumar
milli landa okkar og tókum fyrir
þau málefni, sem við áttum að
ræða.
Ég lagði til við forsetann að hann
hlustaði á tillögur okkar um aðal-
vandamálin, sem við vorum komnir
til að ræða á þessum fundi. Ég hef
þegar rætt um þau í smáatriðum á
blaðamannafundinum. En ég ætla
samt að ræða þau í stuttu máli.
Á samningaborðið var lagður
heill pakki af mikilvægum tillögum,
sem hefðu, ef þær hefðu hlotið sam-
þykkt, orðið upphaf að nýju tímabili
í lífi mannkynsins — kjamorku-
vopnalausu tímabili. í því er eðli
umfangsmikilla breytinga í heims-
málunum fólgið, sem voru í augsýn
og mögulegar. Málið snerist ekki
aðeins um takmörkun vígbúnaðar-
kapphlaupsins, eins og var gert í
SALT-1, SALT-2 og fleiri samning-
um en um útrýmingu kjamorku-
vopna á tiltölulega skömmum tíma.
Fyrsta tillagan varðaði strategísk
árásarvopn. Ég lýsti yfír að ég
væri tilbúinn til að fækka þeim um
50% á fyrstu fímm ámnum. Síðan
yrðu strategísk vopn á landi, láði
og legi skorin niður um helming.
Til þess að greiða fyrir samkomu-
lagi, gáfum við mikið eftir, hættum
við fyrri kröfur um að taka banda-
rískar meðaldrægar eldflaugar, sem
ná til landsvæðis okkar, með í strat-
egískan jöfnuð, svo og bandarísk
framvarðarvopn. Við vorum reiðu-
búnir til að taka tillit til kvíða
Bandaríkjanna út af þungaeldflaug-
um okkar. Við skoðuðum tillöguna
um strategísk vopn í tengslum við
algera útrýmingu þeirra eins og við
lögðum til þann 15. janúar sl.
Önnur tillaga okkar varðaði með-
aldrægar eldflaugar. Ég lagði til
við forsetann að eyðileggja alger-
lega sovéskar og bandarískar
eldflaugar af þessari tegund í Evr-
ópu. Hér gáfum við einnig verulega
eftir og lýstum yfír, öfugt við fyrri
afstöðu okkar, að eldflaugar Bret-
lands og Frakklands yrðu ekki
teknar með í reikninginn. Við geng-
um út frá þeirri nauðsyn að ryðja
yrði friðarbrautina í Evrópu, losa
Evrópuþjóðimar við óttann frammi
fyrir kjamorkuhættunni, síðan að
halda áfram — til útrýmingar allra
kjamorkuvopna. Þið hljótið að vera
mér sammála um að þetta er einnig
djarft skref af okkar hálfu.
Við vissum fyrirfram hvaða mót-
bárur gætu vaknað og lýstum yfír
að eldflaugar, sem draga minna en
1000 km, yrðu frystar og síðan
gengið til samninga um frekari ör-
lög þeirra. Hvað aftur á móti snýr
að meðaldrægum eldflaugum í
Asíuhluta lands okkar — það er
mál, sem stöðugt var á sveimi f
„heimsafbrigði" Reagans — þá
lögðum við til að þama yrði þegar
í stað gengið til samninga. Eins og
við sjáum, vom hér á ferð mikilvæg-
ar tillögur frá okkur og alvarlegs
eðlis, sem gáfu möguleika á því að
leysa þetta vandamál.
Þriðja málið, sem ég lagði fyrir
forsetann í fyrstu viðræðu okkar,
sem var einnig í tillögupakka okkar
— var samningurinn um eldflauga-
vamir og bann við kjamorkuvopna-
tilraunum. Afstaða okkar var þessi:
Þar sem við erum að skapa nýtt
ástand, þar sem verið er að hefja
veruiegan niðurskurð kjamorku-
vopna og útrýmingu þeirra á mjög
skömmum tíma, þá er nauðsynlegt
að Iosa sig við öll óvænt fyrirbæri.
Hér er um að ræða vopn, sem enn
era kjaminn í vömum lands okkar.
Þess vegna verður að útiloka allt,
sem gæti orðið til þess að raska
jafnvæginu í þróun afvopnunar,
útiloka alla möguleika á því að búa
til ný vopn, sem tryggja hemaðar-
yfírburði. Við teljum slíka afstöðu
lögmæta og réttmæta.
Og þar sem hlutunum er þannig
varið, lýsum við yfír að nauðsynlegt
sé að fara stranglega eftir samning-
um um eldflaugavamir frá 1972,
sem á sér engin tímamörk. Auk
þess lögðum við til við forsetann, í
því skyni að styrkja þennan sanm-
ing, að Sovétríkin og Bandaríkin
tækju á sig gagnkvæma skuld-
bindingu um að nota sér ekki
réttinn til að fara út fyrir samning-
inn a.m.k. næstu 10 ár og losa
okkur við strategísku vopnin á þess-
um tíma.
Með tilliti til einstakra erfíðleika,
sem ráðamenn komu sér í varðandi
þetta mál, þegar forsetinn tók geim-
vopn upp á arma sína, svokallaða
geimvamaáætlun, kröfðumst við
þess ekki að hætt yrði störfum á
þessu sviði. En skilningurinn er sá
að eigi að fara í einu og öllu að
öllum ákvæðum samningsins um
eldflaugavamir, megi rannsóknir
og tilraunir ekki fara út fyrir rann-
sóknastofumar. Þetta á jafnt við
um Sovétríkin og Bandaríkin.
Forsetinn hlustaði á okkur, gerði
athugasemdir, bað um að eitt eða
annað yrði útskýrt betur. í viðræð-
um okkar settum við málefni eftir-
lits skýrt og greinilega fram og
tengdum þau stöðunni í kjamorku-
málum, en það ástand krefst sér-
legrar ábyrgðar. Ég sagði
forsetanum að færi svo að bæði
löndin færa út á braut kjamorkuaf-
vopnunar, mundu Sovétríkin herða
á afstöðu sinni gagnvart eftirliti.
Það yrði að vera raunhæft, traust
og ná yfír allt. Það yrði að skapa
fulla trú á að hægt væri að fylgj-
ast með samkomulagi um að
viðhafa eftirlit á staðnum.
Það verður að segjast félagar,
að fyrstu viðbrögð af hálfu forset-
ans vora ekki neikvæð. Hann sagði
meira að segja: „Það, sem þér haf-
ið nú lagt til, gefur okkur vonir."
En það fór ekki fram hjá okkur að
viðræðuaðilar okkar voru nokkuð
órólegir, (en þegar hingað var kom-
ið vora félagi Shevardnadze og G.
Shultz komnir inn í viðræðumar
með okkur.) Auk óskipulegra at-
hugasemda kom strax fram efi og
mótbárar. Forsetinn og utanríkis-
ráðherrann fóra þegar að tala um
ágreining og ósamkomulag. í þess-
um orðum þeirra heyrðum við
greinilega gömlu kunnuglegu hljóð-
in, sem við höfðum svo lengi heyrt
á viðræðunum í Genf: Við voram
minntir á alls kyns undirstig í strat-
egiskum kjamorkubúnaði, á
„bráðabirgðalausnina" hvað varðar
eldflaugar í Evrópu, á það að við
ættum að taka þátt í geimvamaá-
ætluninni, við — Sovétríkin, og það
væri best að setja eitthvað nýtt í
staðinn fyrir samninginn um eld-
flaugavamir og margt fleira í
þessum dúr.
Ég varð undrandi. Hvemig
stendur á þessu? Við leggjum til
að bandaríska „núll-Iausnin“ sé
samþykkt í Evrópu og að sest sé
við samningaborðið og rætt um
meðaldrægar eldflaugar í Asíu og
þér heira forseti, hafnið fyrri af-
stöðu yðar. Þetta er óskiljanlegt.
í sambandi við samninginn um
eldflaugavamir leggjum við til að
þetta mikilvæga grandvallarsam-
komulag sé eflt og styrkt, en þér
viljið hafna því og leggið til að í
stað þess komi nýr samningur og
þar með á að eyðileggja þennan
fyrri samning eins og SALT-1 og
SALT-2, en hann hefur varðveitt
strategískan stöðugleika. Þetta er
óskiljanlegt.
Ég sagði að við hefðum yfírfarið
áætlanir varðandi geimvamimar.
Ef Bandaríkin mundu koma upp
þreföldu geimvamakerfi, mundum
við svara því. En við höfum áhyggj-
ur af öðra: Framkvæmd geimvama-
áætlunarinnar mundi þýða að
vopnin flyttust yfír á nýtt svið, sem
mundi verða til þess að raska hinu
strategfska ástandi, gera það enn
verra en það er í dag. Ef markmið
Bandaríkjanna er svona, þá verður
að segja það hreint út. En ef þið
viljið koma á traustu öryggi fyrir
þjóð yðar, fyrir allan heiminn, þá
er afstaða Bandaríkjanna núna
óskiljanleg.
Ég sagði við forsetann: Við kom-
um með nýjar og mikilvægar tillög-
ur og heyram nú frá yður að allir
séu orðnir leiðir á þessu og þetta
þafi engan tilgang. Ég bið yður
herra forseti, að skoða enn einu
sinni vandlega tillögur okkar og
svara þeim lið fyrir lið. Síðan rétti
ég honum drög að mögulegum til-
skipunum í enskri þýðingu, sem
gerð var í Moskvu, sem við hefðum
getað látið utanríkisráðherra okkar
og önnur ráðuneyti hafa til að und-
irbúa þrenn drög að samkomulagi.
Síðan hefði verið hægt að undirrita
þetta þegar ég kæmi til Banda-
ríkjanna.
Síðari hluta dagsins hittumst við
aftur. Forsetinn skýrði frá þeirri
afstöðu sem skapast hafði meðan
hlé stóð yfír. Eftir fyrstu orð hans
varð ljóst að aftur var verið að
færa okkur, eins og ég tók til orða
á blaðamannafundinum, mölkúlu-
ruslið sem Genfarviðræðumar anga
af: alls kjms bráðabirgðalausnir,
tölur, stig, undirstig og fl. Ekki
neitt nýtt, engin ný afstaða, engin
hugmynd, sem felur í sér tilhneig-
ingu til einhverrar þróunar fram á
við.
Það varð ljóst að Bandaríkja-
menn komu til Reykjavíkur og
höfðu ekkert í huga. Það leit út
fyrir að þeir hefðu komið til að
safna ávöxtum í eigin körfu tóm-
hentir.
Ástandið varð örlagaþrangið.
Forseti Bandaríkjanna var ekki
tilbúinn til þess að leysa grandvall-
armálefni með glæsibrag, koma til
móts við okkur, svo að í raun væri
hægt að herða á viðræðunum og
fjfa þeim hvata árangurs og vona.
g hvatti forsetann einmitt til þessa
í bréfi mínu — herða á viðræðunum
um kjamorku- og geimvopn.
Við voram sannfærðir um að til-
lögur okkar væra þungar á
metunum og tækju tillit til hags-
muna félaga okkar og ákváðum að
láta ekki undan hvað varðaði að
koma á gagngerri breytingu á fundi
okkar. Eftir ótal spumingar leit út
fyrir að eitthvað færi að ganga með
strategískan vígbúnað. Þegar við
fundum það, tókum við enn eitt
skref til að finna málamiðlunar-
lausn. Ég sagði við forsetann: Það
er viðurkennt að bæði þið og við
eigum þrenns konar strategísk
vopn. Það era eldflaugar á landi,
það era kjamorkukafbátar og strat-
egískar sprengjuflugvélar. Við
skulum skera niður um 50% á
hveiju sviði. Og þá verður ekki leng-
ur nauðsynlegt að tala um alls kyns
stig og undirstig, vera með alls
konar sparðaútreikning.
Eftir langar umræður tókst okk-
ur að komast að samkomulagi um
þetta.
Síðan fóram við að ræða meðal-
drægar eldflaugar. Bandaríkja-
menn stóðu fast á bráðabirgða-
lausninni, sem gerði ráð fyrir að
hluti eldflauga þeirra yrði áfram í
Evrópu, þar á meðal Pershing-2 og
þá yrði auðvitað samsvarandi magn
SS-2 eldflauga okkar áfram í Evr-
ópu. Við voram á móti. Ég hef þegar
útskýrt hvers vegna. Evrópa verð-.
skuldar að losna við kjamorkuvopn-
in, að hætta að vera kjamorkugísl.
Hins vegar átti forsetinn erfítt með
að hafna eigin „núlllausn", sem
hann hafði auglýst svo mikið og
lengi. Og samt fundum við að
Bandaríkjamenn höfðu í hyggju að
hætta við samkomulagið og undir
því yfírskini að þeir hefðu áhyggjur
af bandamönnum sínum í Asíu.
Bandarísku aðilamir sögðu
margt, sem ekki átti við rök að
styðjast. Það er ekki auðvelt að
segja frá því öllu. Og málið fór fyrst
að leysast þegar við tókum enn eitt
skref til móts við þá — samþykkt-
um: Engar eldflaugar í Evrópu og
100 kjamaoddar á meðaldrægum
eldflaugum hjá okkur í austri og
þess vegna einnig hjá Bandaríkja-
mönnum á landsvæði þeirra.
Aðalatriðið var að það tókst að
semja um að losa Evrópu við kjam-
orkueldflaugar.
Þannig náðist samkomulag um
málefni er varða meðaldrægar eld-
flaugar. Tekið var stórt stökk fram
á við og í átt til kjamorkuafvopnun-
ar. Bandarískum ráðamönnum
tókst ekki að koma sér undan þeirri
löngun okkar til að ná jákvæðum
árangri.
En nú vora eftir þau mál er lúta
að samningnum um eldflaugavamir
og bann við kjamorkusprengingum.
Áður en við hittumst næsta dag,
sunnudag, í þriðja skipti, sem átti
að vera síðasti fundur okkar, vora
að störfum alla nóttina tveir hópar
sérfræðinga af okkar hálfu og hálfu
Bandaríkjanna. Þar var farið vand-
lega yfír allt, sem sagt var á tveim
fyrri fundum með forsetanum og
niðurstöðumar af næturviðræðun-
um vora lagðar fyrir mig og forset-
ann.
Niðurstaðan varð þessi: Hvað
varðar strategísk árásarvopn og
meðaldrægar eldflaugar hefur
skapast möguleiki á því að móta
samkomulag.
Samningur um eldflaugavamir
varð lykilatriði við þessar aðstæður.
Hlutverk hans varð enn meira og
mikilvægara. Ég spurði hvort væri
hægt að koma í veg fyrir það sem
hingað til hefði haldið vígbúnaðar-
kapphlaupinu í skefjum. Ef við
fækkum nú meðaldrægum og strat-
egískum vopnum, verða báðir aðilar
að vera þess fullvissir að enginn
búi til á þessum tíma ný vopn, sem
rifta jöfnuði og stöðugleika. Þess
vegna finnst mér alveg rökrétt að
tiltaka visst tímabil — Bandaríkja-
menn töluðu um sjö ár, við lögðum
til tíu ár — og á þeim tíu áram
ætti að útiýma kjamorkuvopnum
og hvoragur aðilinn mundi notfæra
sér réttinn til að hætta við samning-
inn um eldflaugavamir, en rann-
sóknir og tilraunir færa eingöngu
fram innan veggja rannsóknastofa.
Ég hugsa að þið hafið áttað ykkur
á því hvers vegna ég talaði um ein-
mitt 10 ár. Það er engin tilviljun.
Hér er rökfræðin einföld og heiðar-
leg. Á fyrstu fímm áranum er
strategískum vígbúnaði fækkað um
50%, á næstu fímm um það sem
eftir er. 10 ár — gerið svo vel.
í þessu sambandi lagði ég til að
fulltrúum okkar yrði falið að hefja
umfangsmikiar viðræður um niður-
skurð kjamorkuvopna um aldur og
eilífð og meðan á undirbúningi slíks
samkomulags stæði væri hægt að
leysa einstök atriði er varða kjam-
orkusprengingar.
Þegar þessu var svarað fengum
við aftur að heyra hugleiðingar
Reagans sem við þekkjum svo vel
síðan í Genf, þess efnis að geim-
vamaáætlunin væri vamarkerfi,
hvemig við færam að veijast ein-
hveijum bijálasðingi, ef við losuðum
okkur við kjamorkuvopn, að hann
væri tilbúinn til þess að láta okkur
í té niðurstöðumar af geimvamar-
annsóknum. Við þessa síðustu
athugasemd sagði ég: „Ég tek
þessa hugmynd yðar ekki alvarlega,
herra forseti. Þér vilduð ekki láta
okkur í té upplýsingar um olíubúnað
ykkar, ekki um búnað fyrir mjólk-
urbú og svo dettur yður í hug að
við trúum loforðum um að við fáum
aðgang að geimvamaáætluninni.
Það væri auðvitað „bandarísk bylt-
ing númer tvö“ en byltingar era
sjaldgæfar. Við skulum vera raun-
sæir. Það er betra. Það er hér um
of alvarlegt mál að ræða.“
í gær, þegar forsetinn rejmdi að
réttlæta afstöðu sína til geimvama-
áætlunarinnar, lýsti hann jrfír að
þessi áætlun væri nauðsjmleg til
þess að Bandaríkin og bandamenn
þeirra væra öragg fyrir eldflauga-
árás frá Sovétríkjunum. Eins og þið
sjáið er hér ekki verið að ræða um
bijálæðinga. Aftur er „Sovétgrýl-
an“ dregin fram í dagsljósið.
Hér vora brögð í tafli. Við lögðum
til að útrýma ekki aðeins strategísk-
um vopnum, en einnig öllum
kjamorkuvopnum sem Bandaríkin
og Sovétríkin hafa jrfir að ráða og
það undir ströngu eftirliti.
Hvers vegna þarf að tryggja
„frelsi Bandaríkjanna" og vina
þeirra fyrir kjamorkueldflaugum
Sovétríkjanna — þær verða ekki
lengur til.
Ef ekki era fyrir hendi kjamorku-
vopn, hvers vegna þarf þá að veijast
gegn þeim? Allt tal um „sljömu-
stríð“ er hemaðarlegs eðlis og
beinist að því að ná hemaðaryfír-
burðum umfram Sovétríkin.
Við skulum snúa okkur aftur að
viðræðunum. Þó að hafi náðst sam-
komulag um strategískan vígbúnað
og meðaldrægar eldflaugar, var of
snemmt að reikna með því að þegar
væri kominn árangur af fyrstu
tveim fundunum. Enn var til stefnu
heill dagur, næstum átta klukku-
stunda viðræður þindarlaust, þar
sem aftur og aftur var komið að
þessum málum, sem virtist vera
búið að ná samkomulagi um.
í þessum umræðum rejmdi for-
setinn að taka fyrir hin hugmjmda-
fræðilegu vandamál og sýndi, svo
vægt sé til orða tekið, fáfræði og
skilningsleysi á því, hvað hinn
sósíalíski heimur er og hvað fer þar
fram. Ég hafnaði tilraunum í þá
átt að tengja hugmjmdafræðilegan
ágreining málefnum er varða enda-
lok vígbúnaðarkapphlaupsins. Við
vorum harðir á því að forsetinn og
utanríkisráðherrann héldu sig við
þau málefni, sem átti að ræða í
Reykjavík. Það varð aftur og aftur
að minna viðræðuaðila okkar á
þriðja atriðið í tillögupakka okkar,
en án þess var ekki hægt að ná
samkomulagi í heild. Ég á við að
farið jrði í einu og öllu eftir samn-
ingnum um eldflaugavamir, að
þetta mikilvæga plagg jmði treyst
í sessi og að kjamorkutilraunir yrðu
bannaðar.
Það varð enn einu sinni að beina
athygli þeirra að því sem maður
telur að séu augljósir hlutir: Þar
sem við höfðum samþykkt að hefja
stórfelldan niðurskurð lqam-
orkuvígbúnaðar, urðum við að setja
inn ákvæði, þar sem ekki væri
hægt að fara í kringum samkomu-
lagið, jafnvel ekki í huganum. Þess
vegna verðum við að vera vissir um
að samningurinn um eldflaugavam-
ir sé áfram í gildi. Þér, herra forseti,
sagði ég, verðið að samþykkja að
þar sem við göngum til fækkunar
kjamorkuvopna, hlýtur að vera
hægt að kreflast þess að við séum
þess fullviss að Bandaríkin geri
ekkert til að fara á bak við Sovétrík-
in, sem jrrði til þess að ógna öryggi
okkar, eitthvað sem jrði til þess
að gera þennan samning gildis-
lausan, sem skapaði erfiðleika.
Þetta er lykilverkefnið — að
sfyrkja eldflaugavamasamninginn.
Það má ekki fara með úrvinnslu
þessarar áætlunar út í geiminn, hún
verður að vera áfram innan ramma
rannsóknastofanna. Til þess að
skapa fullvissu á því að verið sé
að leysa þann vanda er lýtur að
fækkun vígbúnaðar, verðum við að
hafa tíu ára tímabil, þar sem ekki
má fara út fyrir ramma samnings-
ins og með því tryggjum við öiyggi
beggja aðila. Já, öryggi í heiminum
öllum.
En Bandaríkjamenn ætluðu sér
annað. Við sáum að Bandaríkin
vildu í raun veikja samninginn um
eldflaugavamir, endurskoða hann
með það í huga að búa til um-
fangsmikið geimvamarkerfi í eigin
hagsmunaskjmi. Það hefði verið
ábyrgðarlaust af okkar hálfu að
samþykkja slíkt.
Hvað kjamorkuvopnatilraunir
varðar, þá var hér augljóst hvers
vegna bandarískir aðilar vilja ekki
ræða um þetta mál. Þeir vilja held-
ur gera umræður um þetta enda-
lausar, teíja fyrir lausn þess máls
er varðar lq'amorkutilraunir um
áratuga skeið. Hversu oft höfum
við ekki þurft að standa gegn til-
raunum í þá átt að samningavið-
ræður séu notaðar til þess að fela
fsrðir á sviði kjamorkusprenginga.
g sagði hreinskilnislega: Ég er í
vafa um heiðarleika Bandaríkjanna
í þessu sambandi — er þama ekki
eitthvað sem getur skaðað Sovétrfk-
in? Hvemig er hægt að semja um
útrýmingu kjamorkuvopna, ef
Bandaríkin halda áfram að full-
komna þau? Og okkur fannst að
hér væri geimvamaáætlunin aðal-
fyrirstaðan. Þegar væri búið að
koma henni til hliðar, væri hægt
að semja um bann við kjamorku-
sprengingum.
Á þessu stigi viðræðnanna, þegar
varð alveg ljóst, að áframhald við-
ræðna var tímasóun, sagði ég: Við
lögðum fram tillögupakka og ég
bið um að hann sé skoðaður sem
slíkur. Ef við mótuðum með ykkur
almenna afstöðu um möguleika á
veralegum niðurskurði kjamorku-
vopna og næðum ekki samkomulagi
um málefni eldflaugavamarsamn-
ingsins og um kjamorkuvopnatil-
raunir, væri allt sem við höfum
rejmt að gera hér unnið fyrir gýg.
Forsetinn og utanríkisráðherr-
ann kveinkuðu sér undan festu
okkar. En ég gat ekki sett málið
öðra vísi fram. Hér var um að ræða
öryggi landsins, öryggi alls heims-
ins, allra þjóða og landa.
Við komum með umfangsmiklar
málamiðlunartillögur. Við létum
undan. En við sáum ekki að banda-
rísku aðilamir hefðu löngun til að
svara okkur í sömu mjmt. Allt var
komið í klemmu. Við fóram að
rejma að finna út, hvemig ætti að
ljúka fundinum. Og við héldum
áfram tilraunum til að fá mótaðila
okkar til raunhæfra viðræðna.
Sá fundur, sem átti að vera loka-
fyndurinn, var kominn í tímahrak.
í stað þess að fara heim — til
Moskvu og til Washington, var
ákveðið að gera hlé. Það væri best
að hver um sig hugleiddi málin enn
einu sinni. Þegar við komum aftur
í hús borgarstjómar, þar sem við-
ræður okkar stóðu jfír, gerði
sovéska sendinefndin enn eina til-
raun til þess að ljúka fundinum
með einhveijum árangri. Við lögð-
um til að eftirfarandi texti yrði
birtur sem grundvöllur jákvæðrar
niðurstöðu:
Hér er hann:
Sovétríkin og Bandaríkin hafa
skuldbundið sig til á næstu tíu áram
að notfæra sér ekki réttinn til þess
að hætta þátttöku í eldflaugavam-
arsamningnum og fara á þessum
tíma að einu og öllu eftir ákvæðum
hans. Bannaðar era tilraunir með
alla geimhluta í eldflaugavamar-
kerfí í geimnum, utan rannsókna
og tilrauna, sem færa fram í rann-
sóknastofum.
Á fyrstu fimm áranum á þessum
áratug (fram til 1991) verður strat-
egískum árásarvopnum beggja
aðila fækkað um 50%.
Þannig verða strategísk árásar-
vopn Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna horfin að fullu og öllu árið
1996.
Þegar ég var að skoða þennan
texta, bætti ég við mikilvægu atriði
og vitnaði í plagg, sem forsetanum
var afhent í lok fyrsta fundar okk-
ar. Þar segir að þegar þessi tíu ár
séu liðin, þegar kjamorkuvopn verði
ekki lengur fyrir hendi, gerum við
ráð fyrir að á sérlegum umræðum
verði teknar ákvarðanir um hvað
verður síðan gert.
En í þetta skipti gáfu þessar til-
raunir ekki neinn árangur. í flórar
klukkustundir voram við að sann-
færa viðræðuaðila okkar um að
afstaða okkar byggðist á traustum
grandvelli, sem ógnaði engum og
skaðaði ekki hagsmuni Banda-
ríkjanna. En því lengra sem við
héldum, því greinilegra varð að
Bandaríkjamenn samþykkja ekki