Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 9

Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 9 Á KANÍNUKJÖT 395 kr. kg. Algjört lostæti. KJÖTMIÐSTÖÐIN Sími 686511 SÉRTILBOÐ RF 570 Kæliskápur Verð aðeins kr. 13.990,- stgr Eiðistogi 11. Sími 622200 BREYTINGAR Á OPNUNARTÍMA AFGREIÐSLU LÁNASJÓDS ÍSL. NÁMSMANNA Afgreiðslutími Þar sem fyrsta áfanga haustúthlutunar námslána er nú lokið verða eftirfarandi breytingar á opnunartíma afgreiðslu Lánasjóðsins. Af- greiðslan verður lokuð á mánudögum og föstudögum en opnunar- tíminn lengdur á fimmtudögum. Opnunartími afgreiðslunnar veröur því sem hér segir: Mánudaga Lokað Þriðjudaga 9.15—16.00 Miðvikudaga 9.15—16.00 Fimmtudaga 8.00— 18.00 Föstudaga Lokað Námsmenn geta, jafnt þá daga sem afgreiöslan er lokuð og aðra daga, komiö í afgreiðsluna og náð í eyðublöð, skilað fylgiskjölum og skuldabréfum og fengið almennar upplýsingar á upplýsingatöflu Lánasjóðsins. Ekki verða breytingar á viðtalstímum og síma- þjónustu. Námsmenn og umboðsmenn geta farið í viðtöl alla virka daga frá 12.00-15.30. Námsmönnum er bent á hina ágætu símaþjónustu þar sem flestir geta fengið úrlausn. Daglegri'símaþjónustu Lánasjóðsins er háttað sem hér segir; Kl. 9.15—12.30 er hægt að ná sambandi við alla ráðgjafa LÍN sem svara sérhæfðum fyrirspurnum um útreikning, lánshæfni náms er- lendis, kröfur um námsframvindu o.fl. Kl. 12.30—16.00 er svarað almennum fyrirspurnum um afgreiöslu- tima lána, tekjumörk, lánshæfni skóla á íslandi o.fl. Lánasjóður ísl. námsmanna, Laugavegl 77, sími 25011, 101 Reykjavík. Tungunni ertamast... „Tungunni er tamast það sem hjartanu er kærast", segir gam- all íslenzkur málsháttur. Tungufoss Þjóðviljans flytur þessa dagana fátt annað en fréttir af Sjálfstæðisflokknum, einkum prófkjörsmálum flokksins í Reykjavík. í forystugrein blaðsins í gær er og fjallað um „framsóknarflóttann" úr strjálbýlinu. Blað- ið finnur hinsvegar hreint ekkert fréttnæmt í eigin herbúðum. Þar gerist ekki neitt, ef marka má Þjóðviljann. Þrengsla- vegnr Þjóðviljinn, „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar“, eins og hann kallar sjálf- an sig, hefur eht megin- hlutverk: að leggja þrengslaveg íslands til sósíalismans. Þjóðir, sem hafa farið slikan veg, hafa flestar ratað í raun- ir. Það eru að visu ekki „prófkjörsraunir", en á slíkuni raunum hefur Þjóðviljinn mestan áhuga um þessar mundir, held- ur mun alvarlegri lifsreynsla. Þrengslaveg- ur ríkja í A-Evrópu, Asíu og Afríku til sósíalismans hefur ekki reynzt góð auglýsing. Það hafa ekki margir verið á ferð, utan Al- þýðubandalagið, á þrengslavegi íslands til sósíalismans. Og þvi mið- ar hægt, enda fer orka þess öll í innbyrðis átök. Af þeim átökum segir fátt i Þjóðviljanum þessa dagana. Blaðið er i þagn- arbindindi, hvað Alþýðu- bandalagið varðar, sem er skiljanlegt. Flokknum þeim er máske siginn svefn á brár. Að telja dálk- sentimetra Athygli Þjóðviljans þessa dagana er bókstaf- lega limd utan á Sjálf- stæðisflokkinn, einkum prófkjör hans. Þar sem eitthvað er að gerast þar á athygli fjölmiðla að vera. Og Þjóðviljinn læt- ur ekki að sér hæða i fréttamennskunni, eins og kunnugt er. Prófkjör þjónuðu gildu hlutverki þá upp vóru tekin. Framvindan hefur hinsvegar leitt ýmsa annmarka i Ijós. Að þvi hlýtur að koma, fyr en siðar, að þetta fyrirkomulag verði end- urskoðað, jafvel stokkað upp - i ljósi reynslunnar. Áhugi Þjóðviljans á próf- kjörsfyrirkomulagi sjálf- stæðisfólks stafar þó máske fyrst og fremst af þvi að „málgagnið" telur allt annað betra og skemmtilegra umræðu- efni en heimavettvang- inn, þrengslaveginn. Það er kórrétt mat. Og nú hefur Þjóðvi^j- inn fundið sér verðugt verkefni til fréttadund- urs, sum sé, að telja dálksentimetrana í próf- kjörsauglýsingum sjálf- stæðismanna. Rannsókn- arblaðamennskan stendur fyrir sínu. Strjálbýlis- flóttínn I forystugrein Þjóð- viljans í gær segir ni.a.: „Flóttafólk af lands- byggðinni hefur nú eignast nýjan forustu- mann til að leiða flótt- ann. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrimur Hermanns- son forsætisráðherra, hefur staðið upp af föð- urleifð sinni, Vestfjarða- kjördæmi, og flutt sig nær kjötkötlum þéttbýlis- ins. Steingrímur hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í Reykjanes- kjördæmi í næstu kosn- ingum." Síðar í greininni segir: „Fólk sér að Fram- sóknarflokkurinn býður ekki upp á hugsjónir og stefnumið, sem gætu höfðað til kjósenda. Enda virðast flestar hugsjónir flokksins hafa týnst ein- hversstaðar i kapphlaup- inu um ráðherrastóla." Var einhver að tala um ráðherrasósíalisma? „Sér’ann ekki sina menn, svo’ann ber þá líka.“ Vestfirðir og Reykjanes Tíminn segir í forystu- grein í gær. „Framsóknarflokkur- inn er staðráðinn í þvi að margfalda fylgi sitt i Reykjaneskjördæmi og stefnir ótrauður að því markmiði að ná þar inn tveimur þingmönnum. Raunar er sömu sögu að segja um land allt.,.“ Hvað ætlar Framsókn- arflokkurinn að fá marga menn kjöma á Vestfjörðum? Færri á atvinnuleysisskrá ATVINNUÁSTANDIÐ í landinu var betra i september sl. en í nokkrum öðrum mánuði ársins til þessa segir í frétt frá Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Mestu munar um skráða atvinnuleysisdaga á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem fækkunin nam 1900 dögum eða 36% en var 43% í ágústmánuði. í septembermánuði voru skráðir 6700 atvinnuleysisdagar á öllu landinu, sem er 3400 dögum færri en í mánuðinum á undan og þriðj- ungi færri en í sama mánuði í fyrra. Þá kemur fram að skráðir atvinnu- leysisdagar í september jafngilda að 300 manns hafí verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn en það svarar til 0,3% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þessi þróun er í samræmi við niðurstöðu könnunar á atvinnuhorf- um, sem Þjóðhagsstofnun og Vinnumálaskrifstofan gengust fyrir sl. vor, en í henni kom fram að töluverðar eftirspumar eftir vinnu- afli mjmdi gæta á höfuðborgar- svæðinu. Þess skal að lokum getið að nú stendur yfír könnun sömu aðila á atvinnuhorfum í vetur og fyrri hluta næsta árs og eru þeir, sem ekki hafa þegar skilað útfylltu eyðublaði hvattir til að gera það nú þegar. Loðnu- skip bíða löndunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.