Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Grimmilegar að- gerðir í Afganistan Islamabad, AP. SOVÉZKAR og afganskar her- sveitir hafa haldið uppi hörðum árásum á þorp og bæi í Shomali- héraðinu í nágrenni Kabúl, höfuðborgar Afganistan, að und- anförnu og fellt mikinn fjölda óbreyttra borgara. Að sögn vestrænna stjómarer- indreka eru aðgerðir sovézka innrásarliðsins og afganska stjóm- arhersins í Shomali einhveijar þær hrottalegustu, sem þar hafa sézt. Mikill fjöldi hermanna hefur tekið þátt í aðgerðunum og hefur verið beitt stórri sveit þungavopna og stórskotaliðs auk árásarþyrlna og sprengjuflugvéla. Hersveitimar hafa skotið án af- láts á þorp og bæi í þeirri von að Belgía: Reynt að afstýra stjómar kreppu Brussel, AP WILFRIED Martens, forsæt- isráðherra, átti viðræður við helztu ráðherra belgisku stjórnarinnar í gær í þeim til- gangi að leysa tungumála- deilu, sem varð til þess að hann bauðst til að segja af sér. Baldvin Belgíukonungur átti einnig viðræður við stjómmála- leiðtoga og óskaði eftir umsögn þeirra um tilboð Martens. Ekki er búist við því að stjómarkrepp- unni ljúki fyrr en í fyrsta lagi um helgina. Tæki konungur afsögn Mart- ens til greina er áætlun sam- steypustjómarinnar um endurreisn atvinnu- og efna- hagslífs í stórhættu. Deila stjómarflokkana snýst um hvort bæjarstjóri smábæjarins Fouro- uns skuli tekinn í embætti. Hann neitar að tala flæmsku þótt bærinn sé á flæmskumælandi slóðum. Stjómarflokkamir skiptast báðir í fylkingar Vall- óna og Flæmingja og tóku Vallónar strax afstöðu með borgarstjóranum. valda frelsissveitunum sem mestu tjóni. Þessar vægðarlausu árásir hafa leitt til gífurlegs mannfalls í röðum óbreyttra borgara. Árásimar koma í beinu framhaldi af mikilli sókn sovézka innrásarliðsins í Paghman-héraðinu. Jafnframt herma stjómarerind- rekar að afgönsku og sovézku hersveitimar hafí eyðilagt upp- skem, skepnur og akra þorpa, þar sem talið er að frelsissveitimar hafi notið fyrirgreiðslu. Tilgangur- inn með aðgerðum af þessu tagi er að svelta skæmliða. Ennfremur er hermt að sovézku og afgönsku sveitimar hafí orðið fyrir miklu mannfalli í hinum hörðu bardögum við skæmliða frelsiss- veitanna undanfama tvo mánuði. Nam það að meðaltali 15 mönnum á dag. Auk þess grönduðu skæmlið- ar a.m.k. sex stómm þyrlum og a.m.k. einni MIG-sprengjuflkugvél. Þá hertóku skæraliðar fjölda her- manna og þrjá háttsetta afganska foringja. Myndarleg ávísun AP/Símamynd írski poppsöngvarinn Bob Geldof, sem átti fmmkvæðið að Live Aid tónleikunum í fyrra, tók í gær við ávísun, sem hljóðaði upp á eina milljón og tvöhundmð og fímmtíuþúsund sterlingspund, úr hendi Terry Waite, sérlegs sendimanns erkibiskupsins af Kantaraborg. Svo sem sjá má var stærð ávísunarinnar í fullu samræmi við upphæðina. Ávísunin var stíluð á Sport Aid samtökin og mun söfnunarféð renna til svelt- andi Afríkubúa. Jarðskjálftamir í E1 Salvador: Ennþá finnstfólká lífi í húsarústunum San Salvador, AP. í gær var enn einum manni bjargað lifandi úr húsarústum í San Salvador, höfuðborg E1 Salvadors. Það jók á vonir um, að enn kynnu einhveijir að vera á lífi, sem grafizt höfðu undir rústunum, þrátt fyrir það að liðn- ir voru þá nær sex dagar frá því að hinir mannskæðu jarðskjálft- ar urðu sl. föstudag. Maðurinn, sem fannst á lífí, var grafínn úr rústum Ruben Dario- byggingarinnar, fímm hæða húss, sem var nær jafnað við jörðu í jarð- skjálftunum. Hundmð annarra bygginga í borginni urðu fyrir stór- felldu tjóni í þessum háskalegu jarðskjálftum. Haft var eftir Jose Napoleon Duarte, forseta E1 Salvadors, að að minnsta kosti 982 manns hefðu týnt lífí í jarðskjálftanum, yfír 8000 manns hefðu slasazt þar að auki, sumir mjög alvarlega og yfír 2000 heimili hefðu verið jöfnuð við jörðu. Forsetinn sagði enn fremur, að þetta hijáða land i Mið-Ameríku hefði mátt líða meira á 6 sekúndum sl. föstudag en á 7 ámm borgara- styijaldar í landinu. Skoraði hann á þjóðir heims að taka höndum sam- an og veita E1 Salvador aðstoð. Þrátt fyrir þessar hörmungar virðist lítið lát á borgarstyijöldinni. Barizt hefur verið í landinu alla þessa viku og kenna hvor hinna stríðandi aðila hinum um upptökin. Tilkynnt hefur verið um 21 stjóm- arhermann og skæmliða, sem fallið hafa eða særzt undanfama fímm daga. Það hefur ekki dregið úr hör- mungunum vegna jarðskjálftanna, að undanfama daga hafa stórrign- ingar gengið yfír landið, sem leitt hafa til leðjuflóða og gert þúsundir manna heimilislausa. SJÁLFSTÆÐISMENN Um leið og ungt sjálfstæðisfólk hvetur alla sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu í Reykjavík nú um helgina minnir það á Heimdellingana á framboðslistanum. ff Rosknir menn og aldraðir hafa fastákveðnar skoðanir. Hugmynd- um þeirra, þótt rangar séu, verður þess vegna torveldlega haggað. Hitt er í senn auðveldara og mikilsverðara að innrœta æskulýðnum réttar skoðanir frá upphafi. Sjálfstæðisflokkurinn á þess vegna að mestu vöxt sinn og viðgang undir atorku Heimdellinga og annarra ungra sjálfstæðismanna. ff BJARNI BENEDIKTSSON - AFMÆLISRIT HEIMDALLAR 20 ÁRA. HriMDALI.UR F • U ■ S Sólveíg Pétursdóttir er 34 ára gömul. Stúdent frá MR 1972 og lögfræðingur frá H( 1977. Hún hefur unnið við ýmis lögfræöi- og málflutn- ingsstörf i Reykjavík. Hún hefur jafnframt kennt lög- fræði við Verslunarskólann. Sólveig hefur verið lögfræö- ingur Mæðrastyrksnefndar og er nú formaöur Barna- verndarnefndar Reykjavikur. Maki Kristinn Björnsson. Börn 4. Geir H. Haarde er 35 ára gamall. Stúdent frá MR 1971, BA í hagfræði frá Bran- deis-háskóla 1973, MA í alþjóöastjórnmálum frá al- þjóðamálastofnun Johns Hopkins-háskóla 1975, MA í hagfræöi frá Minnesota- háskóla 1977. Geir var formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna 1981 — 1985. Hann starfaöi sem hagfræöingur í alþjóðadeild Seölabanka fslands þar til hann tók við stööu aöstoöar- manns fjármálaráðherra árið 1983. Maki Ingá Jóna Þórð- ardóttir. Börn 4. Tökum þátt í prófkjörinu! Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík Viihjálmur Egilsson er 34 ára gamall. Stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972 og viöskiptafræöingur frá Háskóla Islands 1977, dokt- or í hagfræði frá háskólanum í Suöur-Kaliforníu í Los Angeles 1982. Vilhjálmur er nú formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna. Hann hefur starfað sem hag- fræðingur VSl frá 1982. Maki Ragnhildur Pála Ófeigsdótt- ir. Börn 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.