Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Vestmannaeyjar: Síldin hressir uppá bæjarbraginn Voslmannapvinm Vestmannaeyjum. FYRSTA sildin á yfirstandandi vertíð barst á land í Vestmanna- eyjum á fimmtudaginn. Eins og jafnan áður þegar silfrandi síldin kemur í plássið lifnar verulega yfir bæjarbragnum og hendur eru látnar standa fram úr ermum við vinnsluna. Fjórir Eyjabátar eru byijaðir síldveiðar og tveir þeirra lönduðu heima á fimmtudaginn. Suðurey 200 tonnum og Valdimar Sveinsson 120 tonnum. Síldina fengu bátamir á Norðfjarðarflóa og heimsiglingin af miðunum tók tæpan sólarhring. Hófst vinna við söltun og frystingu í þremur fískvinnslustöðvum strax við komu bátanna. Stærsta síldin er heilfryst fyrir Japansmarkað, nokkuð er flakað og fryst, en megnið af síldinni fer í salt fyrir,markaði í Svíþjóð og Finnl- andi. Allir vona að samningar náist um sölu á saltsíld til Rússlands, því hér sem víðar er síldarvinnslan stór og ómissandi hluti af lífsafkomu fólks og byggðarlags. “Við höfum verið hráefnislausir í rúma viku og því er þessi síld sér- lega velkomin," sagði Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins. Hraðfrystistöðin gerir út Unnið við síldarlöndun. Tunnan vigtuð eftir að búið er að salta ofan í hana. Suðureyna og mun báturinn landa öllum kvóta sínum heima í Eyjum. Sigurður sagði að síldin væri mjög atvinnuskapandi og ef ekki yrði síldarvinnsla með einum eða öðrum hætti í haust verður lítið um atvinnu hjá landverkafólki. - hkj. Silfur hafsins. Síldarfrysting. Morgunblaðið/Sigurgeir Nemendur fiskeldisbrautar ná i klakfisk við ádrátt, sem er einn af verklegu þátt- unum i náminu. Þarna náðum við einum. Þrettán nemendur á nýrri fiskeldisbraut í Kirkjubæiarskóla Alls sóttu 40 manns um skólavist Kirkjubœjarklaustri. í HAUST hófst nám í fiskeldi og fiskirækt við Kirkjubæjar- skóla á Kirkjubæjarklaustri og er það hluti af fjölbrautaskóla- námi. Um er að ræða tveggja ára nám á fiskeldisbraut og er frekara nám ekki skipulagt enn sem komið er. Nám þetta tengist mjög at- vinnu-lífínu á íslandi og er mikil þörf á menntuðu fólki til þessara starfa þegar hver fískeldisstöðin á fætur annari tekur til starfa vítt og breitt um landið enda hafa bæði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sýnt skóla- starfí þessu sérstakan áhuga og velvilja. Undanfari þessa náms yið Kirkjubæjarskóla er að á sl. tveimur árum hefur 9. bekkur grunnskólans haft fiskeldi sem valgrein og þar með byggt upp námið að hluta til. Kirkjubæjar- skóli hefur fískeldisstöð á leigu í nágrenninu og öll aðstaða til verk- legs náms er þar fyrir hendi. Skólinn var settur 23. október og settust þá 13 nemendur í 1. bekk, en umsækjendur voru 40. Flestir nemendanna búa á heima- vist enda margir komnir langt að. Þegar fjölbrautanámið var komið í Kirkjubæjarskóla kom strax fram áhgugi fólks á að nýta sér aðstöðuna til framhaldsnáms og sækja nú fímm „öldungar" nám við skólann í kjamagreinum og má segja að þar með sé kominn vísir að öldungadeild. Skólastjóri Krikjubæjarskóla er Jón Hjartarson, en aðalkennari á fískeldisbraut er Bjami Jónsson líffræðingur. HSH Glaður hópur að loknum góðum degi. Morgunblaðið/Hanna Farið í ádrátt í Hörgsá ... , .... ö - sem er hluti af verklegum þætti f iskeldisbrautar Kirkjubæjarklaustri. ° Það var hress og kátur hópur, gá að fískum en síðan var netið sem lagði af stað kl. 13.00 einn daginn til að ná í klakfisk í Hörgsá. Allir voru vel klæddir eins og um vetrarferð væri að ræða enda kuldalegt að ösla í kaldri ánni í nokkrar klukku- stundir. Með í förinni voru tvc-ir í kafarabúningi en aðrir létu sér nægja vöðlur. Kafarar fóru fyrst í hylina að gert klárt og gengið í verkið. Þegar fiskur kom í netið var hann strax tekinn og settur í þar til gerðan tank til geymslu. Þegar búið var að draga á við alla helstu hylina, var farið með fískinn í fí- skeldisstöðina þar sem hann bíður kreistingar. Fréttaritari hafði tal af einum nemanda fískeldisbrautar og spurði hann fyrst hver ástæðan væri fyrir því að velja þetta nám: „Þetta er atvinnugrein í miklum og ömm vexti. Stöðvar em nú margar starfandi og þeim á eftir að §ölga mikið næstu árin. Aukið eldi kallar á fleiri til starfa og þá sérstaklega menntað fólk.“ - Hvemig líst þér á tilhögun náms hér? „Mér líst mjög vel á það. Bók- lega námið er með fjölbrautar- sniði, þ.e. að eftir tvo vetur hér er punktafjöldinn samsvarandi þremur önnum til stúdentsrprófs. Síðan bætist fiskeldisþátturinn við sem er stór hluti af náminu. Hann skiptist í bóklegt og verklegt nám.“ - Á hveiju byijar verklegi þátt- urinn? „Verklegi þátturinn hófst strax í haust með ádrætti til söfnunar á klakfiski og verður hann kreist- ur þegar að því kemur í stöð sem nemendur hafa til eigin afnota." HSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.