Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 43 íslenskum rithöfundum var boðið til Frakklands til að taka þátt i hringborðsumræðum um íslenskar nútímabókmenntir. Hér sitja þeir fyrir svörum, Jón Óskar, Regis Boyer, stjórnandi umræðnanna, Pétur Gunnarsson og Sigurður Pálsson. inni Útlaginn í gömlu skemmtilegu kvikmyndahúsi, sem minnti í and- dyri nokkuð á Fjalaköttinn sáluga, enda halda Rochefort-búar fast í sinn menningararf og hlúa að hon- um. Fylgdi höfundur, Ágúst Guðmundsson, myndinni úr hlaði. í öðru fallegu leikhúsi frá 18. öld hafði Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari kvöldið áður kynnt verk eftir íslensk tónskáld, Pál ísólfsson, Atla Heimi, Þorkel Sigurbjömsson og Halldór Haraldsson, auk þess sem hún lék verk franskra tónskálda. Menningardagar allt haustið Ráðstefnan í Rochefort er sem fyrr er sagt hluti af ótrúlega yfir- gripsmikilli kynningu á Islandi og íslenskri menningu, sem íslands- vinafélagið France-Islande hefur haft forgöngu um að koma á í Frakklandi á þessu hausti og sem ekki nær aðeins til höfuðborgarinn- ar, Parísar, heldur teygir anga sína til St. Malo, Rochefort, Dunkerque, Montpelier og suður að Miðjarðar- hafi. Félagið, sem stofnað var fyrir 2 ámm í París, í þeim tilgangi að auka menningartengsl milli Frakk- lands og íslands, telur nú 160 félaga, þar af eru stúdentar þriðj- ungur. Formaðurinn er franski þingmaðurinn Jean Pierre Fourre. Starfsemin hefur verið mikil og lífleg og árlega send út 10 þykk fréttabréf og í París er skóli fyrir íslensk börn á vetmm. í kvöld, 13. október, verður tæki- færið nýtt og rithöfundamir íslensku, sem boðnir vom til Roc- hefort, munu lesa upp úr verkum sínum í nokkurs konar bóka-kaffí- húsi „Village Voyce" í háskóla- og listamannahverfi Parísar. Og mun þá Thor Vilhjálmsson bætast í hóp- inn. Þá er fyrirhuguð íslensk kvik- myndavika dagana 29. október til 4. nóvember í kvikmyndahúsi í París og kynntar þar sex íslenskar kvikmyndir. Þá á myndlistarsýning- in frá Listasafni Islands eftir að koma til Parísar í haust. En nú á miðvikudag, 15. október, beinist athyglin enn að íslandi, er sýningin um vísindamanninn dr. Charcot kemur frá St. Malo og verður opnuð í Musé de la Marine í Chaillot-höll. I Dunkerque verður opnuð seint í nóvember sýning í borgarsafninu um þorskfisksjómennina og Paimp- ol-borg hefur þegar efnt til viku íslandssjómannanna. Verður vænt- anlega hægt að skýra nánar frá því síðar. Loks má geta þess að Guðmund- ur Thorsteinsson myndlistarmaður hefur teiknað skemmtilegt plakat fyrir France-Islande í tilefni þessa fransk-íslenska menningarátaks, eins og félagsmenn nefna það, og Assurance General de France stutt framtakið með að kosta prentun. Jacques Voillery og kona hans eru miklir íslandsvinir, en faðir Jacqu- es var sendiherra Frakka í Reykjavík um langt árabil. Formaður France-Islande, M. Fourre, þingmaður, á tali við blaða- mann frá útvarpinu France Culture, André Mathieu. sem 140 metra langur salurinn er í húsi byggðu á staurum á árleirun- um. Þetta er sögulega merkilegt hús og tengt upphafí Rochefort- borgar, sem með útbæjunum telur nú um 70 þúsund manns. Þar var frá fomu fari öruggt skipalægi þeg- ar seglskipin gátu komist 5 km upp eftir ánni á flóði af Atlantshafí og þar skipaði Lúðvík 14. að reist yrði mikil aðstaða fyrir flotann, er veldi Frakka var mest á landi og hann hugðist gera gangskör að því að fara fram úr Bretlandi og Hollandi líka á höfunum. Flutti 10 þúsund verkamenn snarlega á staðinn og þar risu skipasmíðastöðvar, tré og jámsmíðaverkstæði, birgðastöðvar af öllu tagi og heill bær í kjölfarið. í Rochefort er flotastöð og einnig skemmtibátahöfn góð. Fjörið kring um sögurnar „Alltaf er sama fíörið þegar kem- ur”að íslendingasögunum," varð einum íslendingnum að orði á sunnudagsmorgun, sem helgaður var bókmenntaarfi íslendinga. Þar flutti Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Handritastofnunar, hnit- miðað og skemmtilegt erindi um íslendingasögumar og handritin. Tók m.a. óhikað á málum þar sem fúndarstjóri, M. Regis Boyer, var sýnilega á öndverðum meiði. Þá flutti erindi M.j. Renaud, sérfræð- ingur í norrænum fombókmenntum og kennari við háskólann í Caen, og komu öndverð sjónarmið líka fram hjá honum. Renaud telur keltnesku áhrifin frá upphafi miklu meiri á íslendinga en menn vilja vera láta, þau hafi m.a. orðið til þess að íslendingar fóru að skrifa á íslensku en ekki latínu og gæti þeirra áhrifa mikið í íslendingasög- unum. Hefðu þær umræður getað enst lengi dags, ef gott boð til fund- argesta í ráðhúsinu hefði ekki verið tímasett um hádegi. Síðdegis var sýning á kvikmynd- f ' Kræklingnr í síðustu Dyngju var bent á að enginn matur er ríkari af seleni en kræklingur, og þess vegna koma hér þrjár uppskriftir af gómsætum kræklingaréttum. Gratineraður kræklingur f. 3 (auðvelt að stækka): Léttur og ljúffengur laugar- dagskvölds-réttur, með vel kældu hvítvíni eða öli, ristuðu brauði og salatskál. 1 dós, um 450 g, kræklingur í safa, hellt í sigti og látið renna vel af. Sósan: 2 matsk. smjörl., 2'A matsk. hveiti, safínn af krækl- ingnum, rjómi. Smyijið hörpuskeljar eða lítil form og deilið kræklingnum í þær. Bræðið smjörl. í potti, bætið hveiti út í og þynnið út með krækl- ingasafanum og ijóma. Gerið frekar þykkan jafning úr þessu og bragðbætið með salti og pipar. Takið þá pottinn af hellunni og bætið út í 2 eggjarauðum, hrærið varlega saman og bragðbætið frekar með sherry eða koníaki eftir smekk. Jafnið sósunni yfír kræklinginn og stráið vel útilátn- um skammti af Parmesan-osti yfír að lokum. Sett í vel heitan ofn þar til rétt- urinn er orðinn fallega gulbrúnn. Fljótlegt og gott 1 stór dós kræklingur. Látið renna vel af. Fínsaxið 3 hvítlauks- rif og smásteikið þau á pönnu í miklu smjöri. Bætið kræklingnum út í, kryddið með salti, pipar og dálitlu af karríi. Berið fram heitt með ristuðu brauði og sítrónubát- um. Veislumatur fyrir 4—5 Rauðspretta og kræklingur, grænmeti og hvítvín. Um 400 g roðflett rauðsprettuflök 200-400 g kræklingur 1 sítróna 3 litlar gulrætur 2 stönglar selleri 4—6 chalottelaukar (smálaukar) 3 matsk. smjör 1 glas þurrt hvítvín 1 kínakálshaus. Saltið rauðsprettuflökin og lát- ið þau á kaldan stað — smástund. Látið renna vel af kræklingnum og kreistið síðan V2 sítrónu yfír. Skerið grænmetið í sneiðar og strimla. Brasðið 2 matsk. af smjöri á stórri pönnu og látið svo gulræt- ur, sellerí og heila eða niðurskoma smáiaukana á pönnuna. Leyfíð þessu að malla án þess að brúnast. Bætið út í hvítvíninu, krækling- unum og fiskinum, sem er skorinn í breiða strimla og dampið þetta í nokkrar mínútur við jafnan hita þar til fískurinn er orðinn hvítur og þéttur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Skerið kínakálið (eða það kál sem fæst) gróft niður, látið í annan pott og dampið í 1 matsk. af smjöri og safa úr V2 sítrónu, aðeins salt og pipar í fáeinar mínútur. Setjið fískblönduna á heitt fat og salatstrimlana í kring. Skreyt- ið með því grænmeti sem er við höndina. Gróft brauð borið með. JÓRUNN KARLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.