Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
Gítarleikur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Pétur Jónasson gítarleikari hélt
tónleika á vegum Tónlistarfélags-
ins og flutti tónlist eftir Tarrega,
Ponce, Moreno—Torroba og frum-
flutti nýtt verk eftir Kjartan
Ólafsson. Pétur Jónasson er einn
þeirra tónlistarmanna sem vandar
mál sitt af kostgæfni og er trúr
texta höfundanna. Það eina sem
flnna mætti að, er, að í leik hans
fínnst ekki sú áhætta, sem skap-
ast við það að öllum beislis-
taumum er sleppt lausum.
Yfirvegaður leikur á vel við eldri
tónlist en skapþrunginn og
ástríðufullur leikur, í bland við
ljóðræna mýkt, er eitt af því sem
gefur spánskri (og mexikanskri)
gítartónlist sérstakan blæ, þar
sem tónvefurinn er frekar einfald-
ur. Þessi fallega hljómandi tónlist
verður því fremur litlaus ef tilfínn-
ingunum er ekki gefinn laus
taumurinn, hvort heldur er leikið
með kraftmiklar tilfínningar eða
viðkvæmni. Karakter-verkin eftir
Moreno-Torroba voru feikna fal-
lega leikin sum þeirra, en einmitt
falleg tónmjmdun er eitt af því
sem best lætur að heyra í leik
Péturs. Tilbrigði við jómfrú heitir
verk eftir Kjartan Ólafsson og er
nafnið svo tilkomið, að gerð þessa
verks er Jómfrúrsmíð" hans að
prófí loknu. Verkið ber nokkur
merki ákveðinnar tónsmíðastefnu
en auk þess má heyra tóntiltektir
sem benda til þess að hér sé á
ferðinni alvarlega þenkjandi tón-
smiður, þrátt fyrir að verkið í
heild væri nokkuð slitrótt, jafnvel
Pétur Jónasson.
af tilbrigðaverki að vera. Vera
má að það sé vegna þess að höf-
undinum var meir umhugað að
fást við ýmsar útfærsluaðferðir
en að semja tónlist. Þetta er því
miður mjög áberandi í tónsmíðum
nútímans, að svo virðist sem meiri
áhersla sé lögð á aðferðafræðilega
hönnun, frekar en að iáta tilfínn-
ingamar ráða ferðinni í gerð
tónverka. Það vill svo til að erfítt
er að gera greinarmun þar í milli,
því vitsmunir og tilfínning manns-
ins eiga sér ekki önnur skil en
að hægt er að ieggja áherslur á
einstaka þætti innan þessara fyr-
irbæra en aldrei að útiloka annan
hvom þáttinn. Þar sem list hefur
risið hæst, hefur flæði þessara
fyrirbæra birst í samvirku átaki
vitrænnar og tilfinningalegrar
upplifunar.
Morgunstunc|,r gefur gull í
mund, eftir væran svefn á
heilsudýnu og kodda frá
Bay J acobsen.
14 daga skilafrestur
TJARNARGATA 2 230 KEFLAVIK SÍMI 3377.
HRINGDU STRAX í DAG.
Kötturinn (Helgi Björnsson) kemur heimilisfólkinu í skilning um aö maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman.
Hugmynd um frelsi
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Aljþýðuleikhúsið:
KOTTURINN SEM FER
SÍNAR EIGIN LEIÐIR
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergs-
dóttir.
Leikmynd og búningar: Gerla.
Lýsing: Lárus Bjömsson.
Tónlist og textar: Ólafur Hauk-
ur Símonarson.
Útsetning tónlistar: Gunnar
Þórðarson.
Um köttinn sem fer sínar eigin
leiðir yrkir Ólafur Haukur Símon-
arson:
Mér er ferðafrelsið meira en innantómt orð,
líf mitt er hreyfing,
ég er þannig gerður.
Enginn skal halda að ég sé háseti um borð,
ég hata púlið,
ég er þannig gerður.
Og enn yrkir Ólafur Haukur um
sama kött:
Því ég er villtur og ég verð það alla tíð,
vonlaus til nytja,
ég þoli ekki helsi.
Sumum er það hulið hvað ég á móti býð,
hugmynd um lífið,
- hugmynd um frelsi.
Leikritið um köttinn hefur Ólaf-
ur Haukur samið eftir ævintýri
Rudyards Kipling og stuðst við
þýðingu Halldórs Stefánssonar.
Kötturinn er klókur. Hann hef-
ur sínar hugmyndir um lífíð og
þó einkum frelsið. í leikritinu
glímir hann við konuna sem líka
veit sínu viti, stofnar heimili og
iðkar fjölskyldulíf þar sem maður-
inn og dýrin gegna þvf hlutverki
að vera til þægðar. Sú hugmynd
um konuna sem kemur fram í
leikritinu getur varla talist í kven-
frelsisanda. Og lítið verður úr
karlmanninum.
Vissulega má draga ýmsa lær-
dóma af túlkun Ólafs Hauks í
Kettinum sem fer sínar eigin leið-
ir. En leikritið er fyrst og fremst
til þess gert að skemmta, það er
dæmigert bamaleikrit með tónlist
og söng. Lög Ólafs Hauks eru
yfírleitt geðfelld og textar hnyttn-
ir. Sama gildir um samtöl í leikrit-
inu. Þau eru sjaldan daufleg.
Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri
hefur valið þá leið að gera hlut
ævintýrsins sem mestan og nýtur
til þess fulltingis Gerlu og Lárusar
Bjömssonar. Sviðsetningin er
fremur hefðbundin eins og eðlilegt
verður að teljast.
Helgi Bjömsson lék köttinn af
miklu fjöri og allir hinir leikaram-
ir sýndu góða innlifun í hlutverkin:
Gunnar Rafn Guðmundsson
(hundurinn), Bjami Ingvarsson
(hesturinn), Erla B. Skúladóttir
(kýrin), Barði Guðmundsson
(maðurinn), María Sigurðardóttir
(konan) og Margrét Ólafsdóttir
(bamið).
Það var góð stemmning í Bæj-
arbíói í Hafnarfírði á frumsýningu
og virtust krakkar kunna vel að
meta Köttinn sem fer sínar eigin
leiðir.
í FARARBRODDI í 9
®TVNGSRAM
Heildsötudreifing: RAFTÆKJAVERSLUN ÍSLANDS
S: 688 660 ■ 688 661