Morgunblaðið - 28.10.1986, Page 16

Morgunblaðið - 28.10.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Vígsla Hallgrímskirkju Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/RAX „Hér er Guðs hús, hér er hlið himinsins“ - sagði biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, meðal annars í vígsluorðum sínum BISKUPINN yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, vigði Hallgrímskrikju á Skólavörðu- holti á sunnudaginn var við hátíðlega athöfn, tæpu 41 ári eft- ir að fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin. Fjölmenni var við athöfnina, sérhvert sæti skip- að og fólk stóð í hliðargöngum og anddyri kirkjunnar. Má gera ráð fyrir að 1500-2000 manns hafi verið við athöfnina, sem var sjónvarpað beint. Forseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, og Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fluttu ávörp. FuUtrúar kirkna á hinum Norðurlöndunum voru við- staddir og fulltrúi Kirkjufélags íslendinga i Vesturheimi. Þá voru sérstakir heiðursgestir við at- höfnina, Margrét Einarsdóttir, fulltrúi gefenda i sókn, Hanna Hope, fulltrúi erlendra gefenda og Magnús Bryiyólfsson, fulltrúi kirkjusmiða, en hann hefur unnið við smíði kirkjunnar frá upphafi. Auk þess voru viðstaddir biskupar og prestar landsins, samtals á annað hundrað, borgarstjórinn i Reykjavík, ráðherrar og alþingis- menn. Prestar kirkjunnar, séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, þjónuðu fyr- ir altari, ásamt séra Olafi Skúla- syni, vígslubiskupi. Mótettukór Hallgrimskirkju, ásamt félögum úr Sinfóniuhyómsveit íslands og málmblásarasveit Tónlistarskól- Morgunblaðið/Einar Falur Frú Magnea Þorkelsdóttir þiggur heilagt sakramenti þjá eiginmanni síniim, Dr. Sigurhirni Einarssyni, biskup, og syni þeirra, Karli. Gengið úr kirkju f lok athafnarinnar. Morgunbiaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.