Morgunblaðið - 28.10.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 28.10.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 málaráði (er yfirmaður ferðamála- stjóra) og er mjög óeðlilegt og viðsjárvert að færa einum manni slík völd í ferðamálum landsins. Þetta minnir mig á tvíhöfða þursinn í ævin- týrunum. í sjónvarpsþætti nýlega varð vart úrtölu. Við mættum ekki setja mark- ið of hátt því að við gætum ekki staðið við það og að landið og þá einkum hálendið væri svo viðkvæmt, að það mundi ekki þola álagið. Aum- ingja mennimir, halda þeir virkilega að stóraukinn straumur ferðamanna lendi allur inni á hálendinu. Eitthvað meira lendir þarr kannski en þá aðal- lega í gegnumakstri eða stuttum einsdagshringferðum. Það fólk sem vill spara og gista í tjöldum eða annarri ódýrri gistingu kemur q’álfkrafa og við þurfum lítið að auglýsa til að ná til þess. Við vilj- um ná í hina, sem hafa auraráð og vilja búa vel og borða vel, og það er mjög mikið til af slíku fólki í heim- inum. Það er nú verið að stækka Hótel Sögu og önnur nýeru í uppsigl- ingu, og sjálfsagt verður margt af því í þeim gæðaflokki, að eftirsóknar- vert verði fyrir þá ríku og kröfuhörðu. Ég er búinn að skoða viðbótina á Hótel Sögu og mér finnst alveg til fyrirmyndar hvemig þar er staðið að verki. Sjálfur er ég búinn að gista á mörgum af fínustu hótelum heims- ins og veit því hvað ég er að tala um. Það em samt nokkur smáatriði sem skilja á milli í gæðaflokkun. Til dæmis er það furðulegt að mega ekki selja smáflöskur a víni í barskáp- um heihergjanna eða heldur sterkan bjór. Það er ekki okkar að stjóma um of gestum okkar, heldur verðum við að þjóna þeim á sama hátt og gert er víðast annars staðar i heimin- um. Að sjálfsögðu verðum við að þjóna öllum okkar gestum vel í hvaða stjömuflokki sem hótelin em, en gistigjaldið getur ekki hækkað nema að vissu marki ef við ætlum að ná til gestanna án þess að sinna kröfum þeirra. Það kom fram í áðumefndum sjnvarpsþætti, að við ættum að stefna að því að setja þak á gestaljöldann, snarhækka gistigjöldin og segja svo að aðeins fáir útvaldir séu æskilegir og komist að. Þetta lft ég á eins og hveijar aðrar óraunhæfar vangavelt- ur, en það er þó gott að þessi sjónarmið komi fram. Nefnt var 200 þúsund gesta þak og að hærra ættum við ekki að stefiia, en þetta er langt frá því að vera nóg. Okkur var kennt það í hagfræðinni í Háskóla íslands í gamla daga, að við myndum lifa snöggtum betra lífi hér á íslandi ef við væmm miljjón talsins. Varla ætti þessi kennisetning að hafa breyst í dag, og sýnir okkur (jóslega hvert okkur ber að stefna. Fleiri munnar borða meiri mat og við, sem framleið- um besta mat f heimi að okkar dómi, eigum að flytja hingað fleiri munna til að borða matinn með okkur, jafn- vel þó að tímabundið sé. Þegar þessir gestir okkar koma svo heim til sín aftur munu þeir leita að framleiðslu- vömm okkar með gæðastimplinum. Það styður hvað annað f þessum máium. í fyrri skrifum mínum, m.a. í Morgunblaðinu 10. október sL, ræðst ég gegn of mikilli miðstýringu í ferða- málum sem og annars staðar. Lögin um ferðamál gera ráð fyrir of mik- illi miðstýringu, þó að ef til vill hafi hún hafi minnkað eitthvað frá því áður var. í þessum lögum, nr. 79/1985, er III. kaflinn alveg út í hött, en hann fjallar um Ferðaskrif- stofu ríkisins, en tilvist hennar hefir löngum verið gagnrýnd og sérréttind- in sem henni eru ætluð. Eg hefi látið þær umræður afskiptalausar en við nánari umhugsun sé ég, að þessi skrifstofa og ríkisstofnun á að leggj- ast niður með öllu. Lögin gera hinsvegar ráð fyrir, að henni sé breytt í hlutafélag og haldi svo áfram að starfa að mestu eins og í dag. Þetta átti að gerast innan 5 mánaða frá gildistöku laganna en nú er kom- ið á annað ár og ekkert hefir gerst. í 9. gr. c. er gert ráð fyrir að starfs- fólkið geti keypt hlut í hlutafélaginu en í 11. gr. er frávik frá hlutafélaga- lögunum um að hluthafar megi vera færri en 5 við stofnum. Samkvæmt þessum lögum eiga starfsmennimir að hafa samtök sín á milli og mega að því er virðist ekki kaupa hlut sem einstaklingar. Það er heldur ekki gert ráð fyrir því, að þessi hlutabréi verði boðin út á almennum markaði. Og það sem alvarlegast er, að ríkið á áfram að vera aðaleigandinn og stjómandinn í fyrirtækinu. Þama virðist mér algert ragl vera á ferðinni og andstætt mínum hug- myndum. Það á að leggja Ferðaskrif- stofu ríkisins niður og strika IH. kaflann út úr þessum lögum, ég vil engan ríkisrekstur á neinu sviði. Já, eitt er það enn, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hf. á að hafa áfram, en það er rekstur Eddu-hótelanna. Enda þótt lögin segi, að þjónusta sumar- hótela skuli að öðra jöfriu vera til ráðstöfunar fyrir aðrar ferðaskrif- stofur, er það svo í reyndinni að Ferðaskrifstofa ríkisins nýtur for- gangs. Það er nokkuð hart fyrir „aðrar ferðaskrifetofur" sem sett hafa rándýrar tiyggingar til að fá að starfa, að þær skuli jafnframt missa samkeppnisaðstöðu gagnvart ríkisrekstrinum. Þessi sumarhótel gætu sem best verið rekin og jafn- framt stjómað af heimamönnum í hveiju héraði. Sama gildir um önnur hótel, sem ein ferðaskrifetofa í stífri samkeppni við aðrar fær til rekstrar. Dæmi um slíkt er Hótel Húsavík sem Sam- vinnuferðir/Landsýn reka. Þetta er fráleitt að mlnum dómi og getur ekki verið öðrum ferðaskrifetofum hvatning til að beina ferðamönnum til þess staðar. Höfundur hefur starfað að ferða- málum Í40ár. FerðamáJ áíslandi Ná er loksins mögutegt að fá vírkilega góðan mat í hádeginu in að nyða Öllum matartímanum í bið, Steikarabar er íslenskt nýyrði fyrir enska hugtakið „Carvery". Fjölmargir íslendingar hafa kynnst „Carvery" á Bretlandi en nú kynnir Hrafninn, fyrst íslenskra veitingahúsa, steikarabarinn hér heima. Á steikarabarnum velur þú um ofn- steikt nautakjöt, grillsteikt lambakjöt, ofnsteikt grísakjöt, grillaða kjúklinga eða pottrétt. Kokkurinn aðstoðar þig við valið og sker kjötið á diskinn. Meðlætinu blandar þú saman að eigin smekk. Með steikarabarnum fylgir súpa, brauð og salatbar. Fyrir þá sem ekki vilja kjöt er jafnan um fjóra mismunandi fiskrétti að velja. Á steikarabarnum setur þú saman þinn eigin matseðil og borðar eins og þig lystir. Hádegisverður kl. 11.30-14.00* kr. 580,- Kvöldverður kl. 17.30-21.00* kr. 640.- *Ath. aðeins opið matargestum. tí SMPHOIII 17 Góður matur og hröð þjón- usta eru heistu kostir steik- arabarsins á Hrafninum. eftir Einar Þ. Guðjohnsen Enn hafa gerst stórmerkir at- burðir, sem snerta ferðamál okkar, er hingað bárast skyndilega „ferða- menn“ í stóram stíl. Hér vora ekki komnir almennir ferðamenn heldur ferðamenn með sérþarfir og alveg án okkar tilstillis, utanaðkomandi öfl stjómuðu ferðinni hingað. Þessari skyndisókn hingað fyigdi, að margt varð að gerst samtímis og marga þurfti að virkja til lausnar mála. í heild sinni tókst þjónustu okkar ágætlega og varð okkur til sóma. Það varð fyrst og fremst óvæntur straumur mikilvægra fréttamanna, sem okkur var kærkominn. Þeir tóku að skrifa og tala um land og þjóð á mjög svo jákvæðan hátt, sem aldrei hefir skeð áður í sama mæli. Að loknu þessu áhlaupi er það því kynning á okkur, sem eftir stendur, fremur en beinn gróði af þesum óvænta straumi hingað. Þessu þarf að fylgja eftir og við megum ekki einangrast aftur, en það er ekki sama hvemig það er gert. Það verður að sameina kynningu landsins í einn almennan farveg, þar sem ferðaþjón- ustan, útflutningurinn og fleiri þættir atvinnuveganna vinna saman. Þetta hefi ég margsinnis sagt en nú virð- ast fleiri vera að átta sig á þessari staðreynd, og er það gott. Með öðram orðum að almenn kynning á landinu verði sameiginleg en síðan kynni sölu- og þjónustuaðil- „Ferðaskrifstofa ríkis- ins nýtur mikilla forrétt- inda framyfir hliðstæð- ar skrifstofur í einkarekstri, enþarf ekki að setja rándýrar tryggingar eða bera ábyrgð á gerðum sínum svo sem aðrir þurfa að gera.“ ar sig sérstaklega, og standi sjálfir straum af þeim kostnaði. Ríkisstjómin tók að sér yfirsljóm mála þessa daga með forsætisráð- herra í fararbroddi, og útdeildi síðan framkvæmd ýmissa þátta til réttra aðila. Þannig var um öryggismálin, ljarskiptaþjónustuna og fleiri þætti. Einn þáttur málanna var ö&iivísi leystur, gistingin, og framkvæmdin hjá ríkisvaldinu sjálfu. Ferðaskrif- stofu rfldsins og framkvmdastjóm Ferðamálaráðs var falin stjóm mál- anna, í stað þess að fela Sambandi veitinga- og gistihúseigenda að stjóma þessum málum beint og leysa gistimálin. Á tímabili leit út fyrir að öll þessi gisti- og matarmál væra að lenda í klúðri og þau gerðu það að vissu leyti. f allri taugaspennunni var okkur heimamönnum sagt (af ofan- greindum ríkisforsjármönnum) að halda okkur heima þessa daga og fara ekki á veitingastaðina, sem að miklu leyti stóðu svo tóm þessa daga vegna hlýðni okkar og mataigjafa í auglýsingaskyni. Ferðaskrifetofa rfldsins nýtur mik- illa forréttinda framyfir hliðstæðar skrifetofur í einkarekstri, en þarf ekki að setja rándýrar tryggingar eða bera ábyigð á gerðum sínum svo sem aðrir þurfa að gera. Sami maður stýr- ir Ferðaskrifetofu rfldsins og Ferða-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.