Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAtíUR 28. -OKTÓBER 1986
Minning:
SigríðurL. Ámunda-
dóttir bókavörður
Fædd 18. maí 1912
Dáin 14. október 1986
Bliknar flest, sem bjartast skín,
blöð og krónur falla.
Þetta’eru örlög þín og mín,
þau eru jöfn við alla.
Svo kvað Halla Lovísa Lofts-
dóttir skáldkona eitt sinn við unga
rós í glugga sínum. Vísa þessi kem-
ur ósjálfrátt upp í hugann nú, þegar
Sigríður dóttir hennar er kvödd að
liðinni ævi. Þær mæðgur höfðu
lengi haldið heimili saman og veitt
hvor annarri styrk og gleði, meðan
báðar lifðu, en nú hafa báðar fellt
blöð og krónur og þolað þau örlög,
sem allra bíða og enginn fær flúið.
En eftir situr ilmur rósarinnar í
minningunni og söknuður í hug-
skoti ættingja og vina ásamt
þakklæti fyrir trygga og langa vin-
áttu.
Sigríður Lilja Ámundadóttir
fæddist á Sandlæk í Gnúpverja-
hreppi 18. maí 1912, elsta bam
foreldra sinna, Höllu Lovísu Lofts-
dóttur frá Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð
og Ámunda Guðmundssonar frá
Sandlæk. Halla Lovísa (1886—
1975) var göfug og stórgáfuð kona,
söngelsk og bókelsk og skáld gott,
og Ámundi (1886—1918) glæsi-
menni mikið, hár og vasklegur,
bjartur yfirlitum og drengur hinn
besti, eftir því sem þeir lýsa honum,
sem þekktu hann. Þau eignuðust
sjö böm, þar af fimm, sem upp
komust. Þau em: 1. Sigríður Lilja,
sem hér er minnst; 2. Guðrún, f.
1913, gift Karli Jóh. Guðmundssyni
leikara í Reykjavík; 3. Guðmundur,
tvíburabróðir hennar, bóndi í Ásum
í Gnúpverjahreppi, kvæntur Stef-
aníu Ágústsdóttur frá Ásum; 4.
Loftur, f. 1914, jámsmíðameistari
í Kópavogi, kvæntur Ágústu
Bjömsdóttur; 5. Hjálmar, f. 1916,
d. 1943, var hjartasjúklingur alla
ævi.
Halla Lovísa bar sjöunda bamið
undir belti, dreng, sem fæddist and-
vana vorið 1919, þegar mikið
reiðarslag dundi á Sandlækjar-
heimilinu. Spænska veikin æddi
yfír sveitina haustið 1918 og skildi
eftir opin sár, og úr henni andaðist
Ámundi bóndi 1. desember. Ekkjan
stóð uppi með bamahópinn sinn og
þrjú gamalmenni í heimili, en lét
ekki bugast. Henni vildi það líka
til happs, að Loftur bróðir hennar
var nætursakir á Sandlæk til að
kveðja systur sína og aldraðan föð-
ur, þegar umskiptin urðu. Hann var
á förum í annað hérað, en fór ekki
lengra, heldur settist að og hét syst-
ur sinni því að annast hana og
heimilið, svo að því yrði ekki sundr-
að. Við þetta heit stóð hann, efndi
það svo að um munaði. Þau systkin
unnu að því í sameiningu að koma
bömunum á legg, og þeim tókst
það með miklum sóma.
Árið 1931 brá Halla Lovísa búi
og fluttist til Reykjavíkur með
Hjálmar son sinn, og hin bömin
fóm svo flest á eftir henni nokkmm
ámm síðar til vinnu eða náms. Þær
mæðgur, Halla Lovísa og Sigríður,
áttu lengst heima á Barónsstíg 27,
en eftir lát móður sinnar fluttist
Sigríður á Eiríksgötu 35 og átti þar
síðan heima til æviloka.
Sigríður vann lengi verslunar-
störf, m.a. í ullarverksmiðjunni
Framtíðinni, en síðar gerðist hún
bókavörður í Borgarbókasafni
Reykjavíkur. Þar var hún í réttu
umhverfi, því að hún unni mjög
góðum bókum og bókmenntum. Það
var arfur frá bemskuheimili henn-
ar, þar sem bækur vora mjög um
hönd hafðar, lesnari og ræddar.
Smekkur hennar á góðar bók-
menntir, ekki síst ljóð, var mjög
ræktaður og fágaður, og hún fylgd-
ist af áhuga með hverri nýrri bók,
sem þeir höfundar sendu frá sér,
sem hún taldi athygli verða.
Menningaráhugi hennar var ekki
eingöngu bundinn við bækur. Hún
sótti um langt árabil að staðaldri
leiksýningar og tónleika, sem buð-
ust í Reykjavík og nokkur fengur
var að. Þetta gerði hún ekki af
sýndarmennsku eða tildri, sem hefði
verið harla ólíkt eðli hennar, heldur
af innri þörf fyrir að njóta góðrar
listar og hrærast í menningarlegu
umhverfi. Þessi þörf var sönn og
heil og í blóð borin rétt eins og
næmleikinn og skarpskyggnin.-sem
hún beitti við það, sem hún sá og
heyrði. Listin varð henni sönn
lífsnautn, eins og hennar verður
best notið í borgarmenningu. Heim-
ili hennar vitnaði um hið sama.
Aðeins hið besta var nógu gott til
að prýða það, úrvalsmyndir bestu
málara á veggjum, öndvegisbók-
menntir í hillum, — ekki til sýndar
eða skrauts, heldur til lestrar og
daglegs brúks.
En þrátt fyrir allt var það ef til
vill hin frjálsa íslenska náttúra, sem
heillaði hana mest, laðaði hana til
sín á fögmm sumardögum ár eftir
ár, meðan heilsan leyfði. Ferðinar
um landið, hémð og óbyggðir, vom
orðnar margar og langar. Alltaf
fann hún eitthvað nýtt til að dást
að, hvert sem haldið var með tjald
og mal í góðum félagsskap. Þó var
það sveitin hennar, „gullhreppam-
ir“ góðu, sem dró hana oft til sín,
þegar sumraði, og þá var ekki talið
eftir sér að grípa í hrífu á þurrdegi
ellegar verða að liði á einhvem
annan hátt. Ekkert jafnaðist í huga
hennar á við átthagana, æskustöðv-
amar. Hvergi var sólskinið bjartara,
regnið mýkra og grasið grænna en
þar.
Ég var svo heppinn að kynnast
ungur hinu reykvíska Sandlækjar-
heimili, Höllu Lovísu og bömum
hennar, þó að við Guðmundur hefð-
um mest saman að sælda. Ég varð
þar heimagangur og heimilisvinur,
og sú vinátta hefir aldréi rofnað.
Leitun er líka að öðmm eins
tryggðatröllum og þvílíku dreng-
skaparfólki. Við hjónin áttum síðar
jafnan víst athvarf hjá þeim mæðg-
um í Reykjavíkurferðum. Þar vom
viðtökur alltaf einlægar og hlýleg-
ar, og þangað var alltaf eitthvað
gott að sækja. Það var líka fagurt
að sjá, hvílíka umhyggju þær
mæðgur sýndu hvor annarri og
hverrar ástúðar Halla Lovísa naut
háöldmð hjá börnum sínum og
tengdabörnum. Þar reyndi þó vissu-
lega mest á Sigríði í daglegri
umönnun.
Sigríður Lilja var hávaxin kona,
grannvaxin og beinvaxin og bar sig
vel. Varla er ofsagt, að yfir henni
hafi verið drottningarleg reisn.
Svipurinn var hreinn, bjartur og
glaðlegur, augnaráðið greindarlegt
og festulegt. Jafnan var stutt í hlýtt
bros og glaðan hlátur, því að lund-
in var létt og þjál. Þó átti Sigríður
ríka skapfestu og myndaði sér eigin
skoðanir um menn og málefni af
skarpleik og sanngimi.
Lengi hafði hún þjáðst af sámm
höfuðkvalaköstum, sem hún bar
með aðdáunarverðri þolinmæði, en
háðu henni mjög. Síðar bættist við
þrálát bakveiki, svo að hún tók oft
ekki á heilli sér. Þrátt fyrir allar
þessar þrautir átti hún lengst af
bros til að miðla öðmm. En svo kom
enn alvarlegra sjúkdómsáfall, og
síðustu vikumar vom aðeins biðtími
eftir lausninni, sem nú er fengin. í
dag verður hún sungin úr garði,
og henni fylgir þakklæti og góður
hugur fram á veginn ókunna.
Við Ellen kveðjum Sigríði Lilju
Ámundadóttur vinkonu okkar með
lokaerindinu úr sálmi eftir Höllu
Lovísu Loftsdóttur, móður hennar:
Þú hlustar í blænum á bliknandi rós
og bænarmáls andvarpið hinsta.
Við hnígandi sól, þegar húmar við ós,
í hönd þína fel ég mitt slokknandi ljós,
þú manst eftir baminu minnsta.
Sverrir Pálsson
Enn er höggvið skarð í hópinn.
Sigríður Lilja Amundadóttir bóka-
vörður lést í Landspítalanum 14.
október si. eftir erfið veikindi.
^45
Hún fæddist 18. maí 1912 á
Sandlæk í Gnúpverjahreppi. For-
eldrar hennar vom hjónin Ámundi
Guðmundsson bóndi þar og kona
hans, Halla Lovísa Loftsdóttir. Að-
eins 6 ára að aldri missir Sigríður
föður sinn og stóð þá ekkjan unga
uppi með bömin sín fjögur.
Það leiddi af sjálfu sér að Sigríð-
ur lærði snemma að taka tii
hendinni og gekk að öllu því er til
féll, bæði utan húss og innan. Upp
úr 1930 flyst hún til Reykjavíkur,
en þangað var móðir hennar farin
á undan henni. Var einstök hlýja
milli þeirra mæðgna og annaðist
Sigríður móður sína af stakri kost-
gæfni uns Halla lést í hárri elli.
Var fráfall hennar Sigríði mikill
missir.
Sigríður vann lengst af hjá ullar-
verksmiðjunni Framtíðinni, en í
ársbyijun 1963 hóf hún störf við
Borgarbókasafn Reykjavíkur. Vann
hún þar óslitið þar til hún lét af
störfum vorið 1983, þá illa farin
að heilsu.
Sigríður var hreinskiptin og
drenglynd með reisn í fasi. Mikill
vinur vina sinna. Hún var einstak-
lega bókfróð, sama hvort um var
að ræa bundið mál eða óbundið.
Til dæmis um það má nefna, að
lengi eftir að Sigríður hætti störfum
var það viðkvæðið í safninu ef allt
um þraut að fínna kvæði eða sögu:
„Reynum að hringja í Sigríði." Það
var sjaldan að minni hennar brást
í þeim efnum. Ósérhlífin og sam-
viskusöm var hún í öllu er hún tók
sér fyrir hendur, og naut safnið
þess.
Hún var ekki aðeins bókelsk. Hún
elskaði listina í sem víðastri merk-
ingu þess orðs. Hvort sem um var
að ræða málaralist, leiklist eða tón-
list. Allt þetta veitti henni hamingju
og auðgaði líf hennar.
Við sem eftir lifum af hennar
gömlu. starfsfélögum, sendum ' enni
innilegar þakkir fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engia þá, sem bam ég þekkti fyr.
(Þýð. Matth. Jochumsson)
Starfsfélagar
i Borgarbókasafni
Reinhardt Reinhardts
son — Minningarorð
Fæddur 14. ágúst 1909
Dáinn 16. október 1986
Með nokkmm fátæklegum orð-
um langar okkur að kveðja elsku
afa (langafa) okkar. Stundin var
komin og hann kallaður frá okkur,
það er sárt að horfa á eftir svo
yndislegum manni sem allir dáðu
og virtu sem til þekktu. En við
huggum okkur við að nú er hann
í góðum höndum og líður vel, laus
við allar þjáningar og sársauka sem
hafa hijáð hann síðastliðin tvö ár.
Alltaf þótti okkur gott að koma til
afa og ömmu í Æsufelli því alltaf
var tekið vel á móti okkur og gam-
an var að hlusta á afa því hann var
lífsreyndur og fróður maður og
sagði okkur frá mörgu skemmti-
legu, við eigum eftir að sakna þess
að geta ekki setið og rabbað við
afa um heima og geima. Okkur
langar að þakka afa fyrir allar þær
yndislegu samvemstundir sem við
höfum átt með honum í gegnum
árin. Blessuð sé minning hans.
Elsku amma, við vottum þér inni-
iega samúð okkar og biðjum guð
að varðveita þig og styrkja í sorg
þinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(Vald. Briem)
Guðný, Gisli og dætur.
Tvennt er það sem oft fer saman
og hygg ég að það sannist vel á
okkur Islendingum. En það er ein-
þykkni og rík hvöt til sjálfstæðis.
Ef þetta er rétt, þá er það í senn
kostur okkar og galii. Annars vegar
leiðir þetta til þess að við viljum
standa sem mest á eigin fótum og
emm reiðubúnir að fóma allmiklu
til þess. Hins vegar leiðir þetta oft
til sundurljmdis. Þetta kann að
skapa sterka einstaklinga, en það
getur einnig haft í for með sér
hættuleg sjúkdómseinkenni þjóðar
okkar, því við emm deilugjamir
eins og forfeður okkar.
Þó vij ég nefna hér éfni, sem
jafnvel íslendingar geta ekki deilt
um, en það er að eitt sinn skal
hver deyja.
Þegar þess er gætt að þessi örlög
bíða okkar allra, þá er það furðu-
legt hve sjaldan er á þetta minnst.
Það er varla gert nema við jarðar-
farir eða í lofgreinum um látna.
Hafa menn þá engan áhuga á þess-
um vissu forlögum sínum? Vafa-
laust. En það þykir víst ekki
smekklegt að minnast of oft á það.
Hvers vegna? Ætli hin ömurlega
mynd sem vísindin hafa dregið upp
af dauðanum eigi ekki einhvem
þátt í því? Hvemig er þá þessi
mynd? Hvað er læknum og hjúkr-
unarkonum kennt um dauðann?
Þetta: Þegar hjartað hættir að
halda blóðrásinni gangandi, þá fær
heilinn ekki lengur neina næringu
og skemmist mjög hratt. Það tekur
ekki lengn tima en stundarfjórðung
eða svo. Þegar hér er komið, segja
textar læknavísindanna, er per-
sónuleiki sjúklingsins ekki lengur
fyrir hendi. Hann hefur verið eyði-
lagður fyrir fullt og allt. Einstakl-
ingurinn hættir að vera til.
Öldum saman hafa læknaskólar
kennt læknum og hjúkranarkonum
þessa óhugnanlegu og fagnaðar-
snauðu kenningu. Og hvaða fólk
er þetta? Það er fólkið sem ætlast
er til að hjálpi okkur á banabeði —
hjálpi okkur að sætta okkur við
dauðann. Þess er tæplega að vænta
að þeir sem þessu trúa telji þetta
sérstaklega örvandi umtalsefni.
En nú vaknar sú spuming: Hefur
þessi kenning verið svo vel staðfest
að þar komist enginn efi að? Er
þetta heilagur sannleikur, sem við
getum treyst, hvemig sem á stend-
ur? Eða varðar okkur kannski
ekkert um þetta? Heimskunnur
maður komst svo að orði um það:
„Ekkert val í lífinu kemst undan
áhrifum þess hveijum augum per-
sónuleikinn iítur á örlög sín og
dauða. Þegar allt kemur til alls er
það skilningur okkar á dauðanum,
sem ákveður svörin við öllum þeim
spumingum, sem lífið leggur fyrir
okkur. Af þessu leiðir nauðsyn þess
að búa sig undir hann.“
Og hver sagði þetta? Það var
Dag Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna.
Reinhardt Reinhardtsson fæddist
þann 14. ágúst 1909 á Norðfirði.
Hann fór ungur í fóstur til Steins
Jónssonar, kennara og bónda í
Haga í Mjóafirði, sem reyndist hon-
um hinn ástríkasti faðir. Hjá fóstra
sínum mun hann hafa orðið fyrir
góðum áhrifum og þá ekki síst að
snemma vaknaði hjá honum áhugi
á ljóðlist og fögram listum yfirleitt.
Eins og algengt var, þegar Rein-
hardt var ungur, vandist hann
snemma hvers konar bústörfum og
síðar sjómennsku og fiskvinnu, eða
svo vitnað sé í hans eigin orð:
„Vinur, ég hef verk i hönd
mér víða tekið;
mokað flór og rollur rekið,
róið kænu og færi skekið.“
Þegar tók að togna úr stráknum
þama austur á fyörðum höfðu þeir
það sér til gamans meðal annars
og kveðast á. Þannig varð kveð-
skapurinn í senn þáttur í gamni
þeirra og uppeldi. Þetta varð því
góður jarðvegur fyrir ljóðelska
menn og mun Reinhardt hafa notið
þess.
En það vom fleiri taugar til lista
í þessum unga manni. Eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur leiddi áhugi
hans á tóniistinni hann svo langt,
að hann komst jafnvel í kennslu
hjá sjálfum Þórami Guðmundssyni,
sem þá var einna lærðastur
íslenskra tónlistarmanna. En ekki
stóð það samt nógu lengi, því
brauðstritið í þá daga heimtaði
langan vinnudag og mikla sparsemi.
Til þess að bæta sér þetta að
nokkm leyti gerðist Reinhardt einn
af stofnendum söngfélagsins Hörpu
(1939) og var hann formaður kórs-
ins í 14 ár. En þessi kór flutti til
dæmis Árstíðimar eftir Haydn árið
1941 með aðstoð Hljómsveitar
Reykjavíkur undir stjóm Róberts
Abrahams.
Árið 1980 gaf Reinhardt út ljóða-
bók, sem hann nefndi Ljóð án lags,
sem ber með sér að Reinhardt hafði
ríka tilfinningu fyrir fegurð náttúr-
unnar og bar í bijósti fölskvalausa
ást til æskustöðva sinna fyrir aust-
an. En ekki hindraði það hann í því
að sýna, að hann kunni einnig að
meta fegurð Reykjavíkur og um-
hverfis hennar, þar sem hann
starfaði meginhluta ævi sinnar.
Reinhardt var því alla tíð mjög
félagslyndur maður og heill vinur
þeirra sem bágar stóðu í lífsbarátt-
unni. Þátttaka hans í hvers konar
félagslífi höfuðstaðarins var því á
ýmsum ólíkum sviðum.
Allir sem með Reinhardt hafa starf-
að em á einu máli um það, að hann
hafi verið maður drenglyndur og
óeigingjam. Þessir _ mannkostir
prýða líka ljóð hans. í náttúmnni
er hann aðdáandi fegurðar og já-
kvæð afstaða hans til mannlífsins
endurómar þar hvarvetna. Yfir
þeim hvílir því birta og heiðríkja
hugar, sem opinn er fyrir fegurð
og góðleik. Hans hefur því beðið
góð heimkoma til hinna nýju heim-
kynna.
Ævar R. Kvaran