Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
Ást er. .
... horfumst í
augu grámyglur
tvær
TM Reg. U.S. Pat. Oft.-all rights reserved
01986 Los Angeles Times Syndicate
Er þessi eldri en gömlu
brandaramir sem hann
lætur fjúka?
Þú kvartar yfir að messan
sé dauf og þegar maður
reynir að hressa upp á
hana þá ferðu af hjörun-
um.
HÖGNI HREKKVÍSI
„KÚhtKJINN HEFUR ALLTAFKÉTT FyRJR.séK.4
Vr- v - p 1 m ' í
EN HÖQNI EK EKKl SAAAASINNIS.7'
ti
Ohæfa að beina hingað út-
lendingum til rjúpnaveiða
Kæri Velvakandi
Mig langar til þess að beina
þeirri spumingu til forráðamanna
um landvemd, hvort eftirlit sé haft
með þeim tryllitækjum, sem nú
darka um ijöll og heiðar í leit að
ijúpum. Nú greinir blað hér í höfuð-
staðnum frá því að farið sé að nota
fjögurra hjóla torfæruhjól til þess
að þurfa ekkert á sig að leggja til
þess að murka lífíð úr þessum litla
ijúpnastofni okkar.
Það mun alkunna fyrir norðan,
að menn þeysi um á vélsleðum og
skjóti líkt og btjálæðingar á ijúpna-
hópa hvar sem þeir finnast. Djúpar
rásir í Qallshlíðar verða að lækjar-
farvegum í leysingum og stuðla að
uppblæstri. Til hvers er verið að sá
í örfoka land með æmum kostnaði
ef mönnum er liðið að eyðileggja
landið á umræddan hátt?
Svo munu Húsvíkingar ætla að
beina her útlendinga hingað til
ijúpnadráps. Þokkaleg iðja það.
Rjúpnastofninn þolir ekki meira
álag en það sem við íslendingar
veiðum og því er óhæfa að beina
hingað útlendingum til veiða.
Vitanlega ætti að stöðva þetta
áður en af verður. Það er líka
ábyrgðarhluti að beina hingað út-
lendingum til veiða á fjöllum
landsins í skammdeginu. Þó eitt og
eitt hótel úti á landsbyggðinni hafí
ekki næga gesti um vetrarmánuð-
ina, verða þeir góðu menn að fínna
sér eitthvað annað til en að beina
hingað herflokkum útlendinga til
þess að útrýma ijúpunni. Verði af
þessum fáránlegu hugmyndum
þeirra Þingeyinga, legg ég til að
ijúpan verði alfriðuð og er ef til
vill ekki seinna vænna.
Fyrirspurn til fasteignasala
Að hve miklu leyti tilheyrir það
verkahring fasteignasala að veita
ráðgjöf, upplýsa viðskiptavini sína
og gæta hagsmuna allra aðila? Á
hvaða þáttum varðandi fasteigna-
viðskipti bera þeir ábyrgð sam-
kvæmt lögum og hveijar eru
siðferðilegar skyldur þeirra.
Af eigin reynslu sýnist mér að
óvant fólk geti ekki treyst því að
fá nægilega ráðgjöf. Fyrir einu og
hálfu ári skrifaði ég undir kaup-
samning vegna íbúðarkaupa. Þegar
ég ætlaði að greiða af láni Bygg-
ingasjóðs ríkisins, sem ég hafði
yfírtekið, kom í Ijós að seljandinn
hafði ekki greitt af láninu í mörg
ár og skuldaði stóra uphæð. Hefði
fasteigasalinn ekki átt að athuga
þetta áður en kaupsamningurinn
var gerður? Hann hafði bara þetta
að segja: „Fáðu þér lögfræðing."
Við afsal, sem fram fór fyrir
stuttu, var ég í þeirri aðstöðu að
geta greitt upp skuldabréf, sem
átti að vera til þriggja ára. Fyrir-
spum minni, hvort slíkt væri
hagstætt fyrir mig, svaraði fast-
eignasalinn á þá leið að ég færi
sennilega best út úr því. Hann benti
mér þó ekki á, að algengt væri að
skuldabréf væru seld með afföllum.
Að sjálfsögðu var það mín ákvörðun
að kaupa skuldabréfið á nafnverði
og fullkomlega löglegt. En það var
þó gert án þess að fá ábendingar
um þær siðvenjur, sem ríkja í
skuldabréfaviðskiptum. Ef til vill
„á maður bara að vita svona ein-
falda hluti" en ég þekki fjölda fólks,
sem er reynslulítið á þessu sviði og
treystir á fagmanninn (fasteigna-
salann). Fleiri en ég hafa rekið sig
á, að geta hvorki vænst öruggrar
ráðgjafar né geta treyst þeim upp-
lýsingum, sem fasteignasalar láta
í té varðandi þær eignir sem verið
er að selja.
Maja Loebell
Víkverji skrifar
Loksins hefur Hallgrímskirkja á
Skólavörðuholti verið vígð og
er þar með lokið rúmlega 40 ára
byggingasögu þessarar miklu
kirkju, sem löngu er orðin sem eins
konar minnismerki um sálmaskáld-
ið og táknmerki fyrir höruðborg
okkar, svo vítt sést hún að þar sem
hún stendur.
Fyrst, þegar kirkjusmíðin hófst
urðu talsverðar deilur um bæði út-
lit kirkjunnar og staðsetningu.
Sumum þótti kirkjan ekki falleg og
skopteiknarar sáu í útlínum hennar
mynd sæljóns, en allar slíkar raddir
hafa smám saman hljóðnað og nú
stendur kirkjan þama á holtinu og
trónar yfír umhverfi sitt, sem virð-
ist harla lítið í samanburði við hana.
En þótt kirkjan hafí nú verið
fullsmíðuð og hafi verið vígð nú um
helgina, hefur verið messað í henni
eða hluta hennar í áratugi. Lengi
vel fóru guðsþjónustur fram í kja.ll-
ara kórsins, sem fyrstur var reistur
og stóð lengi einn á holtinu. Síðar,
þegar byggingin var komin lengra
á veg var messað í neðsta hluta
tumsins, „vængnum" mót suðri.
Þannig mun messugjörð í Hallgrí-
mskirkju verða enn eldri en kirkjan
sjálf.
En Hallgrímskirkja, svo vegleg
kirkjubygging sem hún er, er ekki
aðeins hús til þess að flytja talað
guðsorð, heldur er þetta musteri
Krists einnig hin veglegasta tónlist-
arbygging með hljómburði, sem
sæmir stórbókmenntum tónlistar-
innar. Með kirkjunni skapast
möguleiki á tónleikahaldi, sem
vantað hefur í Reykjavík og verður
skemmtilegt að geta heyrt tónlist í
Reykjavík við þær beztu aðstæður,
sem til eru.
XXX
Ifrétt í Morgunblaðinu síðastlið-
inn laugardag er frá því skýrt,
að 64% Islendinga á aldrinum 18
til 69 ára reyki ekki. Þessar upplýs-
ingar komu út úr könnun, sem
borgarlæknir lét gera, en jafnframt
kemur fram að reykingar eru 36%
algengari meðal stúlkna en pilta á
gagnfræðaskólaaldri.
Aróðurinn gegn reykingum hefur
greinilega borið talsverðan árangur
og er það vel. En hvers vegna
skyldi hann síður ná til stúlkna en
drengja? Það er spuming, sem tó-
baksvamamefnd ætti svo sannar-
lega að velta fyrir sér. Það er nú
ekki lengur „fínt“ meðal ungs fólks
að reykja og sjálfsagt er það
ánægjulegasti árangur þess vamar-
starfs, sem unninn hefur verið. Þar
lýsir árangurinn sér bezt. Hér áður
fyrr var enginn unglingur maður
með mönnum, nema hann púaði
sígarettur. Núna er nánast farið að
líta niður á þá unlginga sem reykja
og foringjamir í hveijum árgangi
reykja ekki. Er það vel.
Þá kemur fram í þessari könnun
að talsverður mismunur er á
reykingum bama eftir búsetu. Tíu
sinnum fleiri segjast t.d. reykja á
Höfn í Homafirði en í Bolungarvík.
Þessar staðreyndir em alvarlegar
og virðist nauðsynlegt að reykinga-
vamanefnd láti þennan mismun til
sín taka.
XXX
Fjármálaráðherra virðigt nú vera
kominn í deilu við fyrrverandi
félaga sína hjá Vinnuveitendasam-
bandi íslands. Snýst deilumálið um
það, hvort skattar hækka að raun-
gildi milli á árinu og um hve mikið.
Þorsteinn Pálsson hefur stór orð
um mennina í Garðastræti 41 og
kveður svo fast að orði að tala um
bamaskap eða vísvitandi blekking-
ar.
Eðlilegt er að fjármálaráðherra
svíði stór orð Vinnuveitendasam-
bandsins. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði jú lofað skattalækkunum fyr-
ir síðustu kosningar. En ef að líkum
lætur er þessu deilumáli ijármála-
ráðherra og Vinnuveitendasam-
bandsins ekki lokið enn.