Morgunblaðið - 28.10.1986, Page 52

Morgunblaðið - 28.10.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 (gntinental® Betri barðaralltárið Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar Ægissíðu, sími 23470. STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Fer inn á lang flest heimili landsins! Hús Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi vígt „Nýtískulegasta mjólkurstöð heims“ - sagði forstjóri APV við vígsluathöfnina Femur á færiböndum í pökkunarsal. Morgunblaðið/Einar Falur NÝ MJÓLKURSTÖÐ Afjólkur- samsölunnar í Reykjavík að Bitruhálsi 1 var vígð síðastliðinn laugardag. Magnús H. Sigurðs- son í Birtingaholti, formaður stjómar Mjólkursamsölunnar, bauð gesti velkomna í upphafi vigsluathafnarinnar en gestir vom m.a. starfsfólk samsölunnar og ýmsir sem tengst hafa upp- byggingunni. Guðlaugur Björg- vinsson forstjóri MS gerði grein fyrir aðdraganda og ástæðum nýbyggingarinnar og Pétur Sig- urðsson framkvæmdastjóri tækni- og framleiðslusviðs, sem jafnframt er formaður bygg- inganefndar, sagði frá bygging- arframkvæmdum og lýsti starfseminni. Jón Helgason land- búnaðarráðherra flutti síðan stutt ávarp og lagði hornstein byggingarinnar. Þeir erlendu gestir sem til máls tóku við at- höfnina töldu að mjólkurstöðin væri sú nýtískulegasta í heimin- um i dag. Gamla stöðin hönnuð fyrir átöppun á mjólk- urflöskur Guðlaugur Björgvinsson sagði í ræðu sinni að gamla mjólkurstöðin við Laugarveg, sem vígð var 18. maí 1949, hefði verið stórvirki á sínum tíma. Hún svaraði hins vegar ekki kröfum tímans lengur og væri fyrir löngu orðin of lítil. Sem dæmi um þetta nefndi hann að hún hefði verið byggð miðað við mjólkursölu á glerflöskum. Þá hefði markaður- inn verið um 60 þúsund manns, viðskiptavinir 240 og 12 vöruteg- undir. Nú væru allar umbúðir úr pappír eða plasti, viðskiptavinir 950, neytendafjöldinn 160 þúsund og vörutegundimar nær 100. Lýsti Guðlaugur undirbúningi byggingarinnar sem að mestu fór fram á árunum 1977—80. Athugan- ir leiddu í ljós að ódýrast og hagkvæmast væri að staðsetja neyslumjólkurbú sem næst mark- aðnum, það er í Reykjavík. Útilokað hefði reynst að breyta gömlu mjólk- urstöðinni við Laugarveg svo að vit væri í, og því hefði verið ákveðið árið 1980 að byggja nýja mjólkur- stöð á lóð sem borgaryfírvöld höfðu tekið frá að Bitruhálsi. Pálmi Jóns- son þáverandi landbúnaðarráðherra Vöruval MS fyrr (til vinstri) og nú. tók síðan fyrstu skóflustunguna þann 25. mars 1982. Heildarkostnaður 850 milljónir kr. Forstjórinn færði öllum þeim sem stuðluðu að því að gera nýju mjólk- urstöðina að veruleika og nefndi sérstaklega nafn Ágústar Þorvalds- sonar á Brúnastöðum, fyrrverandi formanns MS, í því sambandi. Sagði Guðlaugur að vel hefði tekist til við framkvæmdina, tíma- og kostnað- aráætlanir hefðu nokkum veginn gengið eftir. Heildarkostnaður við nýju mjólkurstöðina er um 850 milljónir kr. á núgildandi verðlagi, sem er um 12% yfír því sem upphaf- leg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Byggingarkostnaðurinn er fjár- magnaður að SA hlutum með lánsfé, um helmingi þess erlendu. Guðlaugur Björgvinsson sagði að bygging nýju mjólkurstöðvarinnar væri forsenda þess að Mjólkursam- salan geti áfram skilað sínu mikil- væga hlutverki. Hann sagði að þrennt þyrfti að vera fyrir hendi til að standast þær miklu kröfur sem gerðar væru til fyrirtækisins. í fyrsta lagi gott hráefni frá framleið- endum. I öðru lagi gott og hæft starfsfólk.. Og í þriðja lagi húsnæði og vélar í samræmi við kröfur hveis tíma. Sagði Guðlaugur að nú hefði Mjólkursamsalan yfír öllu þessu að ráða og óskaði þess að nýja mjólk- urstöðin yrði neytendum, viðskipta- vinum og bændum til heilla. Starfsemin fiutt í vor Pétur Sigurðsson formaður bygginganefndar lýsti bygginga- Pétur Sigurðsson formaður bygginganefndar. Bladburöarfólk óskast! KÓPAVOGUR AUSTURBÆR Bræðratunga Oðinsgata Hlíðarvegur 1-29 o.fl. Hlíðarvegur 30-57 Jón Helgason landbúnaðarráð- herra leggur hornstein bygging- arinnar. sögunni í ræðu sinni, allt frá þvi að ákveðið var að ráðast í hana fyrir nákvæmlega sex árum. 1 mars síðastliðnum var farið að flytja tæki úr gömlu mjólkurstöðinni upp á Bitruháls og í lok apríl hófst til- raunavinnsla þar. Þann 21. maí var öll pökkun og vinnsla flutt og skrif- stofur um tveim vikum síðar. Húsið var ekki fullfrágengið, en unnið var að lokafrágangi til vígsludags. Mjólkurstöðin stendur á 6,3 ha lóð, en gólfflötur hússins er 13.800 fermetrar. Húsið er teinað af arki- tektunum Guðmundi Kr. Guð- mundssyni og Ólafi Sigurðssyni og landslagsarkitekt var Reynir Vil- hjálmsson. Húsasmíðameistari var Guðjón Davíðsson, rafvirkjameist- ari Ölafur Sveinsson, pípulagninga- meistari Guðmundur Finnbogason og múrarameistari Páll Þorsteins- son. Hönnum burðarvirkis annaðist verkfræðistofa Braga Þorsteinsson- ar og Eyvindar Valdimarssonar, hönnun rafmagns Rafhönnun hf., lagna og loftræstingar Teiknistofa SIS og mjólkurvinnslukerfis fyrir- Guðlaugur Björgvinsson for- stjóri Mjólkursamsölunnar. Magnús H. Sigurðsson formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.