Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 55 Þorlákshöfn: Leiddi segnlsviðstrufl- un grindhvalina á land? Grindhvalatorfan, sem synti á land við Þorlákshöfn aðfaranótt sl. föstudags, var dæmigerður fjölkvænishópur marsvina með fáum törfum, mörgum kúm og kálfum. Stærstu dýrin voru um 7 metra löng en minnstu kálfarnir voru um 1 metri á lengd og nokkrar kúnna voru mjólkandi. AIls syntu 148 hvalir á land, en ekki er hægt að skýra svo óyggjandi sé hvernig stendur á því að heil torfa syndir þannig á land beint í dauðann. Hugsanlegt er að forystuhvalurinn ráði þessum alvarlegu mistökum t.d. vegna sjúkleika, en samkvæmt upplýsingum Jóhanns Siguijónssonar sjávarlíffræðings hjá Haf rannsóknastofnun er talið að það sé ákveðin fylgni milli atvika sem þessa við Þorlákshöfn og þess að truflanir eiga sér oft stað á segulsviði jarðar og þær truflanir koma fram á strandlengjum og bergmálskerfið truflast. Morgunblaðið/RagnarAxelsson Stórvirkar vélskóflur voru notaðar til þess að ferma flutningabifreiðamar fyrir Norðlendinga. Án þess að það sé óyggjandi er talið að marsvínin noti segulsviðið til þess að staðsetja sig og við ákveðnar aðstæður geti slík óhöpp hent. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort marsvínin noti segulsviðið til þess að staðsetja sig og við ákveðn- ar aðstæður geti slík óhöpp hent. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort marsvínin geti verið að elta sfld, en marsvín lifa að mestu á smokk- físki. Það var Guðni Karlsson í Þor- lákshöfn sem var í skemmtiferð á dráttarvél á baðströnd þeirra Þor- lákshafnarbúa, Hafnarskeiðinu, um hádegisbil á laugardag, þegar hann ók fram á hvalatorfuna í flörunni, en nær öll dýrin voru þá dauð. Hann lét strax vita af atvikinu, en Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Unga fólkið reyndi að færa marsvínin I sandinum, en það gekk erfiðlega. í fjarska er Þorlákshöfn. í samtali við Sigurð Jónsson frétta- ritara Morgunblaðsins á Selfossi sagði hann að ógjömingur hefði verið að koma dýrunum til hjálpar því þau vom í efstu flóðmörkum. Þeir sem komu fyrstir á vettvang reyndu að hjálpa einu dýrinu sem enn var á lífi, en það tókst ekki. Guðni sagði að það hefði verið ósköp dapurlegt að sjá dýrin ýmist dauð eða ósjálfbjarga í sandinum, blás- andi og stynjandi. Hvalimir vom aflífaðir með öflugri byssu, en það verk fram- kvæmdi Grímur Markússon. Grímur sagði í samtali við Jón H. Sigur- mundsson fréttaritara Morgun- blaðsins í Þorlákshöfn að það hefðu verið innan við 10 dýr sem hefðu verið með lífsmarki ennþá þegar að þeim var komið, en mörg þeirra vom þá hálforpin sandi. Ráðgert var að urða dýrin við fjörukambinn, en síðan var haft samband við fóð- urstöðvar loðdýrabúa og þeim boðið hráefnið. Fóðurstöð Suðurlands vildi ekki sinna boðinu, en fóður- stöðvar á Sauðárkróki og víðar Norðanlands sendu þegar stóra flutningavagna og í gær vom þær búnar að hirða flesta hvalina. Mikil umferð fólks var á Hafnar- skeiðinu um helgina og margir skám sér væna bita af grindar- steik, bæði heimamenn, Selfyssing- ar og Færeyingar búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem flykktust að grindartorfunni og vom syngjandi sælir og glaðir yfír óvæntum feng. Fólk hafði ýmsar aðferðir við að ná sér í kjötmeti og einum mættum við sem dró á eftir sér snjóþotu í sandinum fulla af kjöti. Færeyingamir, sem em ein- hveijir kunnustu grindarveiðimenn í heimi, leiðbeindu mönnum um það hvar ætti að skera til þess að fá bestu bitana. Á sama tíma unnu menn frá Hafrannsóknastofnun að þvf að rannsaka hvalavöðuna, ald- ursgreina, lengdarmæla, kanna hvort kýr væm mjólkandi og svo framvegis, en Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingur sagði í samtaii við Morgunblaðið að væntanlega myndi Hafrannsóknastofnun senda niðurstöður til Færeyja, því Færey- ingar stæðu nú fyrir mjög víðtæk- um rannsóknum á marsvínum og m.a. fá þeir gögn úr grindarveiðinni við Færeyjar. Þetta var óvænt uppákoma á baðströnd þeirra Þorlákshafnarbúa, en við því var ekkert að gera og menn reyndu því að sjá jákvæðu hliðamar. Til dæmis hafði einn á orði þar sem nokkrir vora að skera grindarspik að nú þyrfti ekki sólolíu á Hafnarskeiðinu í framtíðinni, það væri nóg að velta sér í sandinum! -áj. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Hér og þar á löngu svæði í fjörunni lágu hvalahópar eins og hráviði. Þarna eru kýr og kálfar. fjjOMUSlA Sl> pEK'<|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Rexnord niiinntR leauhús ÖRKIN/SiA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.