Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 56
Leiddu segulsviðstruflanir h valina á land? Morgunblaðið/RAX Talið er að truflanir í segulsviði í fjörunni við Þorlákshöfn hafi valdið því grindahvalavaðan synti þar á landi í lok siðustu viku, en slíkar truflanir eru taldar geta brenglað bergmálssendingar marsvína, þegar þau staðsetja sig og ákveða stefnu nálægt landi. Einnig er talið mögulegt að forustudýrinu í þessum fjöikvænis- hóp hafi misfarist forustan vegna sjúkleika, en hópurinn fylgir foringja sínum mjög fast á eftir. Á myndinni sjást 13 dýr af 148 sem syntu á land í opinn dauðann. Sjá frásögn og myndir á bls. 16 og 17. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: Raungíldí skatttekna rík- issjóðs hefur ekki aukist Skatttekjur ríkisins hafa hækkað þrátt fyrir skattalækkun í febrúar, segir VSÍ Vígsla Hallgrímskirlqu: Aldrei hafa fleiri geng- ið til altaris UM þúsund manns gengu til altaris í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, eftir að biskup Islands, herra Pétur Sigur- geirsson, hafði vígt kirkjuna við hátíðlega athöfn. Er það mál manna að aldrei hafi fleiri gengið til altaris í einu á íslandi. Hátt á annað þúsund manns voru við athöfnina, sem var sjón- varpað beint. Forseti íslands, frú Vigidís Finnbogadóttir og Jón Helgason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, fluttu ávörp og biskup- inn yfir íslandi predikaði. Biskupar frá öllum hinum Norðurlöndunum voru viðstaddir athöfnina og sérs- takir heiðursgestir voru fulltrúar innlendra og erlendra gefenda til kirkjunnar og fulltrúi kirkjusmiða. Þá voru einnig viðstaddir athöfn- ina, borgarstjórinn i Reykjavík, ráðherrar og alþingismenn. Sjá ennfremur; „Þetta er Guðs hús, hér er hlið himins- ins“ á bls. 16 og 17 og ávörp forseta íslands og dóms- og kirkjumálaráðherra og pred- ikun biskups á bls. 28-29. Reyðarfjörður: Dreng’urinn látinn Reydarfirði LITLI drengurinn, sem varð fyrir bifreið föstudaginn 10. október lést á Borgarspítalnum laugardaginn 25. október. Drengurinn hét Víkingur Jóns- son fæddur 31. janúar 1979 og var næst yngstur bamanna Svan- hildar Stefánsdóttur og Jóns Vigfussonar bónda Hólmum við ReyðarQörð. Þama er snarbrött hlíð og fór •^hefillinn 4-5 veltur og um 70 metra niður hlíðina. Hefilsstjórinn, Ólafur Vilhjálmsson, var einn í heflinum og ekki í belti. Húsið á heflinum er sérstaklega styrkt til að þola veltu og bjargaði það án efa lífi hans. Hann marðist töluvert, en er talinn óbrotinn. Mennimir sem sáu slysið voru með síma í bíl sínum, og gátu strax látið vita. Sjúkrabfll kom á ÞORSTEINN Pálsson fjánnála- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Vinnu- staðinn innan skamms, en á meðan beið hefilstjórinn í heflinum, og héldu menn fötu yfir andliti hans, þar sem olía lak yfir hann þegar að var komið. Hefillinn er 22 tonn að þyngd, af Austin-Aveling gerð. Að sögn Guð- mundar Gunnarssonar, hjá Vega- gerðinni á fsafirði er mikið verk að ná heflinum af slysstaðnum. Sam- dægurs var hafist handa við að veitendasamband íslands hefði í fréttatilkynningu, sem það sendi frá sér í gær, dregið í land með leggja slóða að staðnum eftir botni Kinnarinnar, en áður en reynt verð- ur að snúa heflinum, sem liggur á hvolfi, þarf að jafna mjög stórgrýtta urð, sem þarna er og gera undirstöð- ur fyrir krana sem getur lyft heflin- um. Guðmundur sagðist ekki geta sagt til á þessari stundu hversu mik- ið tækið væri skemmt en augljóslega væri þarna um mikin skaða að ræða í upphafí snjómoksturstímabils. Ölafur er þaulreyndur hefilsstjóri og hefur mokað þessa heiði um fjölda ára, oft við mjög erfiðar aðstaeður. Veðurfar og snjóalög þama eru slík að í ráði er að leggja niður akveg um heiðina, en gera í staðinn jarð- göng. Úlfar. staðhæfingar um að raungildi skatta hefði hækkað á þessu án. Morgunblaðið skýrði frá þessum niðurstöðum VSI í frétt sl. laug- ardag. Fjármálaráðherra sagði jafnframt að VSÍ hefði staðfest, að sá mælikvarði, sem notaður hefði verið i fréttabréfi VSÍ hefði verið villandi. í fréttatilkynningu þeirri, sem VSI sendi frá sér í gær segir að opinberar tölur „staðfesta, að skatttekjur ríkissjóðs hafa hækk- að í takt við tekjur almennings þrátt fyrir skattalækkanirnar í febrúar". Um samanburð á skatt- tekjum rikissjóðs og landsfram- leiðslu segir í þessari fréttatil- kynningu VSÍ: „Niðurstaðan af þessum samanburði er að skatt- tekjur ríkissjóðs hækka í takt við landsframleiðslu þrátt fyrir skattalækkanir í febrúar." Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki væri hægt að mæla raungildi skatttekna ríkissjóðs við kostnað heimilanna heldur við tekjur þeirra. Þá kemur í ljós, sagði Þorsteinn Pálsson, að engin aukning á raungildi hefur orðið á skatttekjum ríkissjóðs. Fjár- málaráðherra kvaðst fagna því, að VSÍ hefði dregið til baka viðmiðun við framfærsluvísitölu eða bygging- arvísitölu og þar með viðurkennt að sá mælikvarði væri villandi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að saman- burður á ríkistekjum, sem hlutfalli af lands- eða þjóðarframleiðslu sýni „að hallinn á þessu ári á ríkissjóði verður ekki rakinn til tekjuafsals ríkissjóðs á fyrrihluta þessa árs“. Fj ármálaráðherra segir flest benda til þess að „þetta upphlaup Vinnuveitendasambandsins beri merki þess að það sé að hlaupast undan þeirri ábyrgð sem það tókst á hendur með þjóðarsáttjnni í vet- ur“. Loks sagði fjármálaráðherra í samtalinu við Morgunblaðið: „Eftir stendur að það hefur verið hrakið, að það hafi orðið hækkun á raun- gildi skatttekna ríkissjóðs og nú er að sjá, hvernig þeir Qölmiðlar bregðast við, sem slógu þessu upp með flennifyrirsögnum, hafandi réttar upplýsingar undir höndum og hafandi aðstöðu til þess að leita réttra upplýsinga áður en rang- færslumar voru prentaðar." Sjá viðtöl við Þorstein Pálsson fjármálaráðherra og Þórarin V. Þórarinsson framkvæmda- stjóra VSÍ á bls. 4 og frétta- bréf og fréttatilkynningu VSÍ í heild á bls 32. Gréta. Breiðadalsheiði: Hefill f ór í loftköstum niður snarbratta hlíð taafirðL VEGHEFILL frá Vegagerðinni á ísafirði fór út af veginum { Kinn á Breiðadalsheiði um kl. 10 í gærmorgun. Hefillinn var að ryðja snjó af veginum. Sjónarvottar að slysinu sögðu að veður hefði verið sæmi- legt en gengið á með snörpum éljuni. Það var einmitt í einu slíku éli að þeir sáu Ijóskeilurnar frá heflinum breytast og síðan hverfa. Þeir töldu að snjókantur hefði brostið undir hjólunum hægra megin, og við það hefði hefillinn oltið út af veginum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.