Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 19 Það sem foreldrar eru erfiðir unglingunum Þau eru öll góð inn við beinið: persónur f Breakfast Club. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélagið Allt milli himins og jarðar sýnir í Verzlunar- skólanum:Breakfast Club Leiðbeinendur: Anna Melsteð og Þorsteinn Bachmann Ljós: Gunnar Sigurðsson Svið: Ellý Ármannsdóttir, Guðný R. Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Þyrý Kristjánsdóttir, Ingibjörg O. Vilhjálmsdóttir og Guðmund- ur Guðnason Hljóð: Birgir Birgisson MER skilst, að leiðbeinendur Verzlunarskólaleikaranna, þau Anna Melsteð og Þorsteinn Bachmann, hafi haft þann hátt- inn á við þessa sýningu, að þau hafí tekið kvikmynd með þessu nafni og margir munu þeklga, þýtt, breytt og staðfært. Og far- ið síðan með efnið upp á sviðið. Leikritið ljallar um unglinga, sem eiga við vandamál að stríða. Annað hvort væri nú. Þau verða að mæta í skólann og sitja eftir upp á gamla móðinn undir skringilega slöku og tilviljana- kenndu vonds kennara, sem heitir Vilhjálmur. Hann situr sem sagt löngum inni á skrif- stofunni sinni og drekkur kaffí, meðan unglingamir eiga í sál- arstríði og stríði sín á milli inni í kennslustofunni. Þar er töffgæ- inn Eiríkur, sem er versta fól, hrekkir og hrellir og er nánast óþolandi kjaftaskur. Drengurinn Gísli, sem er flóknari en hann sýnist í fyrstu. Smástaulinn Helgi Bjöm, sem er barnalegur og fjarska vænn. Svo eru þama tváer stúlkur, önnur ber flækj- umar utan á sér, hin vill helzt hafa þær inni í sér. Þessi hópur fer að tala saman, svona þegar mesta hrinan er um garð geng- in. Það kemur í ljós, að þau eiga eiginlega öll við sama vandamál að stríða: foreldrarnir þeirra eru meira og minna hryllilegir og gera þeim lífíð leiðara en orð fá lýst. Það er sök foreldranna en ekki þeirra, hvað þau em öll meira eða minna að fíjósa í sál- inni. Efnið er ekki ýkja fmmlegt og efnistökin ekki heldur. En það leynist ýmiss sannleikur í öllu orðakafaldinu og leikur Verzlunarskólanema var frísklegur og einlægur. Athygl- isverð typa fannst mér vera Ingibjörg Ósk Birgisdóttir og Eiríkur Smári Sigurðsson fór hressilega og hiklaust með hlut- verk töffarans, sem reynist auðvitað bezti drengur - eins og þau náttúrlega öll. Taktar Eiríks urðu dálítið leiðigjamir til lengd- ar, það verður að skrifast^ á leiðbeinendur. Helgi Björn Ól- afsson var sannfærandi sakleys- ingi og raunar var þetta ágætlega gert hjá krökkunum, svona þegar á heildina er litið. Leiðbeinendur hefðu átt að stytta dansatriðið í seinni hluta og víðar hefði mátt sníða betur og skera af. Annars tókst stað- færslan oft harla vel. Þótt þessi sýning sé sjálfsagt aðallega hugsuð fyrir nemendur skólans, aðstandendur og vini, er alveg óþarfa hroðvirkni að ganga út frá því sem gefnu, að allir hafi séð kvikmyndina. Því hefði átt að gera skil í leikskrá, hvernig að var unnið.Það hefði verið til bóta að íslenzka nafnið. Kahrs Parket í sérflokki Það sérð þú þegar þú skoðar KÁHRS-parketið hjá okkur. Náttúrulegt gólf- efni, fallegt, hlýlegt ogvirðulegt. Kahrs Líttu við og skoðaðu meistara- verkið. Það borgar sig. Egill Árnason hf. Parketval Skeifunni 3, sírrii 91 -82111 MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA Sætaáklæði 9.980 kr. Gólfmottur frá 2.485 kr. Strípur (Corolla, Tercel) frá 3.200 kr. Hreinsiefnabakki 893 kr. Mælaborðsbakki (Hiace) 450 kr. TOYOTA VARAHLJUTIR NÝBÝLAVEGI8 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 91-44144 Með elnu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- ortareiknmg manaðarlega togunMafeifr SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.