Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 23 Maður kemur í manns stað segir máltækið. Sveinbjörn og Alma með væntanlegum presthjónum í Hruna, þeim Guðrúnu Björnsdóttur og Halldóri Reynissyni. Emil Asgeirsson í Gröf afhendir presthjónunum skrautritaða möppu með nöfnum flestra sveitunga þeirra. Séra Sveinbjörn og frú Alma við standklukku sem þeim var færð að gjöf frá íbúum Hrunamannahrepps. Kirkjukórar Hreppiióla og Hraunsókna syngja undir stjórn Sigurðar Ágústssonar, undirleikari er Loftur S. Loftsson. Prófasthjónunum í Hruna haldið kveðjuhóf Syðra-Langholti. PRÓFASTHJÓNUNUM í Hruaa, frú Ölmu Ásbjörnsdóttur og séra Sveinbirni Sveinbjörnssyni og fjölskyldu var haldið kveðjusamsæti í félagsheimilinu á Flúðum sl. sunnudag. Séra Sveinbjörn hefur nú látið af störfum sem prestur i Hruna fyrir aldur sakir en hann verð- ur sjötugur í næsta mánuði. Hann messaði að Hrepphólum og Hrima á sunnudaginn. Séra Sveinbjöm Sveinbjömsson er Eyfellingur að ætt. Hann vígðist að Hruna á fardögum árið 1944 og hefur þjónað sama prestakallinu alla sína prestskapartíð eða í 42 ár en það mun vera sjaldgæft að prestar þjóni sama brauði svo lengi. Hmnaprestakall nær yfir Hruna- mannahrepp allan síðan 1944 en Hrepphólasókn tilheyrði áður Stóranúpsprestakalli. Lítil kirkja í einkaeign er auk þess að Tungu- felli en hefur lítið sem ekkert verið notuð hin síðari ár og hefur Tungu- fellssókn sem taldi fáa bæi nú verið sameinuð Hmnasókn. Þau Alma og Sveinbjöm hafa setið hið foma prestsetur og höfuð- ból með miklum myndarbrag og verið vinsæl og virt. Við sveitungar þeirra kveðjum þau nú með söknuði en þau munu flytja til Reykjavíkur í vikunni. Kveðjuhófíð var mjög fjöl- mennt, þar vom margar ræður fluttar og prófasthjónunum færðar alúðarþakkir. Þá sungu kirkjukór- amir nokkur lög undir stjóm Sigurðar Ágústssonar í Birtinga- holti. Halldór Reynisson verðandi prestur í Hmna mun taka við emb- ættinu í næsta mánuði. Sig. Sigm. Eins og sjá má var mikill mannfjöldi í kveðjuhófinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.