Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 29 stollanefnd i svæði íslands hefur fyrir löngu verið horfíð frá slíku eftirliti af hálfu tollyfirvalda og mun Finnland, sem auk íslands hafði í reglum um tolleftirlit slík ákvæði, hafa fellt þau úr gildi fyrir nokkrum árum.“ Tollfrjáls svæði Samkvæmt tollalagafrumvarpinu fær ríkisstjómin heimild til að leyfa stofnun og resktur tollfrjáls svæðis. Á slíku svæði er fyrirtækj- um, jafnt innlendum sem erlend- um, gefínn kostur á að framleiða hér eða ljúka framleiðslu á ýmiss konar vamingi eða tækjum, vél- um, varahlutum og öðrum tilbún- um vömm, sem síðan yrðu fluttar á markað meðal annars til landa innan EFTA og Evrópubandalags- ins (EB). í öðm lagi er hlutverk slíkra svæða, samkvæmt skil- greiningu fmmvarpsins, að veita innlendum og erlendum fyrirtælq'- um aðstöðu til þess að geyma vömr í vörugeymslum, með það í huga að dreifa þeim síðan til ann- arra landa. Þá segir:„Ávinningur af tollfijálsu svæði er fyrst og fremst sá að ekki er nauðsynlegt að tollafgreiða viðkomandi vömr inn í innflutningslandið fyrr en innflytjandinn telur að markaður- inn geti tekið við þeim.“ í greinargerð fmmvarpsins er bent á tvo staði, sem komi helst til álita, þegar rætt sé um toll- frjáls svæði. Sagt er, að mann- virki, sem fyrir hendi séu til dæmis á Keflavíkurflugvelli, séu hvergi nærri fullnýtt. Flugvallarsvæðið megi stækka og þá sé einn kostur að stofna tollfíjálst svæði í tengsl- um við nýju flugstöðina. Þess er getið, að í sameiginlegu skipulagi Keflavíkur, Keflavíkurflugvallar og Njarðvíkur, sem gert var fyrir nokkmm ámm, sé sérstakt svæði við Keflavíkurflugvöll frátekið fyrir tollfíjálst svæði. í öðm lagi segir, að það komi mjög til greina að koma upp toll- frjálsu svæði við Reykjavíkurhöfn. I greinargerðinni er meðal annars sagt: „Við Sundahöfn í Reykjavík hefur verið komið upp mjög af- kastamiklum krana sem ætlað er í raun að þjóna landinu í heild, að því er varðar eitt flutningafyr- irtæki, og mun gera Reykjavíkur- höfti um ófyrirséða framtíð að miðstöðu vömflutninga til og frá landinu. Verði hægt að beina umflutningi milli ianda (transit) að Reykjavíkurhöfn í ríkari mæli en nú er, er ljóst að það mun gera rekstur hafnarinnar og jafn- framt innflutning landsmanna enn hagkvæmari. Telja verður fulla ástæðu til þess að mörguleiki á rekstri tollfijáls svæðis, bæði í Keflavík og eins í Reykjavík verði kannaður. Verði niðurstaðan af athugunum jákvæð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja tollfrjálst svæði á stofn með til- komu þeirra lagaheimilda sem hér er lagt til að verði lögfestar." nskirkju Mótettukórinn ( Hallgrímskirkju AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TORFA TUUNIUS Ohugur í Frökkum eftir morðið á Georges Besse árangri hefur hann orðið að grípa til þess að fækka starfsfólki verk- smiðjanna um 20.000, þrátt fyrir mótmæli launþegasamtaka. Hann var nýbúinn að láta vita að enn hygðist hann segja upp fimm þús- und manns og getur það hafa orðið morðingjunum tylliástæða. Hryðjuverk og fjölmiðlar Það er mikill óhugur í Frökkum vegna þessa morðs því mönnum er enn í fersku minni hryðjuverka- aldan frá þvi í haust. Samtökin „Action Directe“ hafa haft hægt um sig meðan það gekk yfír. Mörgum dettur í hug að það sé vegna þess að hryðjuverkasam- Frönsk samtök Hvað samtök eru þetta? Hvers vegna réðust þau á þennan mann sem hefur aldrei komið nálægt stjómmálum? „Action Directe“ merkir „beinar aðgerðir" og sam- tökin voru stofnuð í lok síðasta áratugar af fólki úr ýmsum hóp- um öfgasinnaðra vinstrimanna sem töldu að vopnuð barátta væri eina úrræðið gegn kapitalísma. Meðan hiyðjuverkamenn óðu uppi í V-Þýskalandi og á Ítalíu á átt- unda áratugnum sluppu Frakkar að mestu leyti við þennan ófögn- uð. Á fyrstu ámm sínum stóð „Action Directe" einungis fyrir sprengjutilræðum sem yfírleitt var beint gegn opinberum bygg- ingum og oftast framin að nóttu til þannig að þau voru sjaldnast mannskæð. Fyrir tveimur árum barst fréttatilkynning um að hluti af samtökunum hefði sameinast þýsku samtökunum Rauðu her- deildinni (RAF), þá fór að bera á nýjum aðferðum hjá „Action Directe". Sprengjutilræðum var haldið áfram, en nú fóru félagar samtakanna einnig að fremja morð. Hið fyrsta átti sér stað í janúar 1985, en þá var hershöfð- inginn René Audra skotinn fyrir utan heimili sitt. Næstu tvö fóm- arlömbin, annar hermaður og hinn frammámaður í frönsku vinnu- veitendasamtökunum, sluppu með naumindum undan kúlum tilræð- ismannanna. Tilræðið gegn Besse er það fjórða í röðinni. Talið er að „Action Directe" hafí klofnað og róttækari félagar samtakanna hafí gengið í lið með Rauðu herdeildinni. Þannig er tal- að um innlenda deild „Action Directe" sem heldur sér við sprengjutilræði (14 á þessu ári) en alþjóða deild skipuleggi morðin í samráði við þýsku hryðjuverka- mennina. Tilræðin em þaulskipu- lögð og lögreglunni hefur reynst erfítt að hafa hendur í hári tilræð- ismannanna þrátt fyrir vaxandi alþjóðlegt samstarf í þessum efn- um. Henni tókst reyndar að komast yfír tvenn skjalasöfn sam- takanna þar sem er safn af myndum af þekktum Frökkum og upplýsingar um venjur þeirra. Þetta em yfír 500 manns sem greinilega em á lista „Action Skömmu fyrir klukkan átta, nánudagskvöldið 17. nóvember kemur Georges Besse, forstjóri hinna ríkisreknu Renault verk- smiðja, gangandi að heimili sínu beint á móti Montparnasse kirkjugarðinum. Hann er vanur að láta einkabílstjóra sinn hleypa sér út við gatnamót og labba síðasta spölinn. Upp við kirkjugarð- inn, gegnt heimili hans, biða tvær ungar konur. Vitni segja að þær séu á aldrinum 25 til 30 ára, grannvaxnar og dökkhærðar, og af málrómnum að dæma séu þær franskar. Þegar þær sjá forstjórann nálgast draga þær upp öflugt skotvopn og hleypa af í áttina að honum. Fyrsta skotið hæfir hann í öxlina, annað í hálsinn. Konurnar hlaupa upp að honum þar sem hann liggur i blóði sínu á gangstéttinni og skjóta enn einu sinni í höfuðið. „Var þetta ekki örugglega hann?“ — „ Jú, það er alveg öruggt." George Besse, forstjóri Renault, liggur i blóði sinu eftir að honum var sýnt banatilræði fyrir utan heimili hans í París. ganga til allra, sem líklegt er að gætu orðið fyrir barðinu á hiyðju- verkamönnunum, um að hafa hægt um sig og ráða til sín lífverði, fara ekki alltaf sömu leið- ina úr vinnunni og ekki alltaf á sama tíma. Georges Besse virðist ekki hafa viljað fara að þessum ráðum. Vinir hans segja að hann hafí ekki viljað hafa lífverði í eftir- dragi og gert allt til að lifa venjulegu fjölskyldulífi. Hann var sem sagt auðvelt skotmark og hlýtur það að hafa átt sinn þátt í því að hann skyldi verða fyrir valinu. Eins var hann í mjög óvin- sælu hlutverki, því þegar hann tók við rekstri Renault verksmiðjanna fyrir tæpum tveimur árum, að beiðni Laurents Fabius, þáverandi forsætisráðherra, var fyrirtækið í mjög slæmu ásigkomulagi, tapið á rekstri þess var gífurlegt og framleiðni afskaplega léleg. Besse var búinn að vinna þarft og gott starf, enda hefur Renault veru- lega rétt úr kútnum á þessum tíma. Til þess að ná þessum tökin starfa fyrst og fremst með það fyrir augum að ódæði þeirra fái sem mesta umfjöllun í fjölmiðl- um. Ef önnur samtök eru „í sviðsljósinu" fresta þau aðgerðum um sinn. Eins er ekki ólíklegt að um verulegt samstarf evrópskra og austurlenskra hryðjuverka- manna sé að ræða. Vitað er að Georges Ibrahim Abdallah hafí haft samband við hryðjuverka- samtök á Ítalíu og í Þýskalandi. Ef um slíkt samstarf er að ræða varð varla vart við meðlimi „Acti- on Directe" í haust vegna þess að þeir voru önnum kafnir við að veita líbönsku hryðjuverkamönn- unum aðstoð. Lögregluyfírvöld segja að tilhneigingin hjá þessum öfgahópum sé sú að þeir verða æ skipulagðari og fámennari. Þvi er erfítt fyrir menn á snærum lög- reglunnar að komast inn í þessa hópa. Eins virðist alþjóðlegt sam- starf hryðjuverkahópanna líka vera að aukast en það krefst auk- ins samstarfs af hálfu lögregluliða hinna ýmsu ríkja. Onnur konan gengur upp að konu sem stendur þama stjörf af hræðslu og segir henni að hundskast í burtu. Konumar hverfa en morguninn eftir fínnst stafli af flugritum á nálægri neð- ánjarðaijámbrautarstöð, þar sem hryðjuverkasamtökin „Action Directe“ lýsa morðinu á hendur sér. Directe" yfír hugsanleg fóm- arlömb. Lífverðir Lögregluyfírvöld létu boð út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.