Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 56

Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 56
-fERDASKRlFSTOFAN saga TJARNARGATA 10 SlMI:28633 7óiflk°rt1,jóiap°ppF!I jóiab^ jólo&J0^ Bókaverslunin ISAFOLD Austurstræti 10 ■ Sími 14527 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Norskt hval- minjasafn falast eftir Jlval 6 eða 7 HVALMINJASAFN í Noregi hef- ur falast eftir hvalbátunum Hval 6 eða Hval 7 á safnið en forráða- menn Hvals hf. hafa ekki ljáð máls á því að láta skipin, ekki enn að minnsta kosti. Hvalur 6 og 7 voru ekki í notkun á síðustu hvalvertíð, þar sem ekki var þörf fyrir þá við vísindaveiðam- ar. Hvalur 7 hefur reyndar legið ónotaður í nokkur ár. Þetta eru ein- mitt hvalbátamir sem sökkt var í Reykjavíkurhöfn á dögunum. Báðir eru þessir bátar komnir hátt á fer- tugsaldurinn. Kópavogur: Fjörutíu teknir fyrir hraðakstur 40 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur i Kópavogi um miðjan dag í gær er lögreglan var við reglubundnar radarmæl- ingar. Flestir vom teknir á Álfhólsvegi og Kársnesbraut. Sá sem fór hrað- ast var talinn hafa ekið á 76 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Morgunblaðið/Ámi Sæberg i&uðmundur Torfason til Beveren Knattspyrnumaðurinn Guð- mundur Torfason úr Fram hefur gert tveggja og hálfs árs samning við belgíska fé- lagið Beveren. Guðmundur, sem er 24 ára og var kjörinn bezti leikmaður ís- landsmótsins í sumar, er þriðji Kslendingurinn sem kemur til með að leika í Belgíu í vetur. Hér er hann ásamt unnustu sinni, Erlu Björk Guðjónsdóttur, að pakka niður á heimili þeirra í gærkvöldi. Guðmundur hélt til Belgíu í morgun. Sjá frétt á bls. 55. V Morgunblaðið/Einar R. Sigurðsson. Lestrartörn hjá stúdentsefnum JÓLAPRÓF fara senn í hönd í skólum landsins og í gær var „dimmisjón“ hjá stúdentsefnum i Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur gerðu sér dagamun fyrir lestrartömina og skömmu fyrir jól verða hvítar stúdentshúfur komnar á kollana í staðinn fyr- ir túrbana og slæður. Samningaviðræður ASÍ, VSÍ og VMS: Óskað eftir upplýsingum um hækkunaráform stjórnvalda Formenn landssambanda ASÍ telja meiri skilning innan verkalýðsf élaga á nauðsyn hækkunar lægstu launa en oft áður FULLTRÚAR Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda óskuðu i gær eftir upplýsingum frá stjómvöldum um hækkunar- áform opinberra stofnana og fyrirtækja. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um líklega þróun búvömverðs á næsta ári, hvort ennþá sé fyrirhugað að leggja á orkuskatt og ef af verði með hvaða hætti. Ennfremur um áætluð áhrif orkuskatts á fram- færslukostnað. Samningsaðilar telja þessar upplýsingar nauð- synlegar til þess að gera sér grein fyrir framvindunni í verð- lagsmálum á næsta ári. I gærmorgun var almennur NÝJASTA tölublað „Markaðs- frétta" Fasteignamats ríkisins greinir frá því að söluverð íbúð- arhúsnæðis hafi hækkað minna en vísitala fyrstu sex mánuði ársins. Söluverð er hæst i Reykjavík. Bilið á milli söluverðs í höfuðborginni og á Suðurnesj- um hefur minnkað, en fátt bendir til þess að um varanlega þróun sé að ræða. Miðað við könnun samningafundur, þar sem vinnu- brögð í samningunum voru ákveðin. Efnahagsmálanefnd fundaði eftir hádegi og var ákveðið á fundi henn- ar að óska eftir fyrmefndum upplýsingum frá stjómvöldum hið fyrsta. Nefnd sem Qallar um breyt- ingar á bónuskerfínu tekur til starfa eftir hádegi í dag og seinnipartinn verður almennur samningaftmdur. Bónusnefndin fjallar um þá kröfu ASÍ að hlutfall bónus (tekjum verði minnkað og kauptaxtar hækkaðir. Þar sem lægstu kauptaxtamir eru taxtar fískvinnslufólks er litið á starf þessarar nefndar sem mikil- vægan þátt í því með hvaða hætti lægstu laun verða hækkuð umfram stofnunarinnar er söluverð íbúða á Akureyri að meðaltali 30% lægra en í Reykjavík. I fréttabréfínu eru tekin dæmi um söluverð. Einn fermetri íbúðar- húsnæðis kostar samkvæmt því 18.203 krónur á Akureyri, 21.134 krónur á Suðumesjum og 25.858 í Reykjavík. Útborgun er hæst í Reykjavík, eða 71,4%, en rúm 66% á hinum stöðunum. Á Suðumesjum önnur laun, sem er yfírlýst mark- mið þessara kjarasamninga. Formenn landssambanda innan ASÍ, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, vom flestir nokkuð bjartsýn- ir á að grundvöllur væri nú fyrir hækkun lægstu launa, án þess að það þyrfti að hafa í för með sér skriðu samsvarandi launahækkana upp allan launastigann. Töldu þeir að meiri skilningur væri á nauðsyn þess nú, en oftast áður innan aðild- arfélaga ASÍ. Að sögn Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, vinnur nefnd á vegum ráðuneytisins að því að gera tillögur um breytingar á skattakerf- inu. Er þar meðal annars gert ráð nema önnur lán en verðtryggð 22% af verðinu, og er þetta hiutfall 12% lægra á Akureyri en 6,5% lægra í Reykjavík. Verðið hefur hækkað frá sama tíma árið 1985 um 19% á Suðumesjum en um 12% á Akur- eyri og í Reykjavík. Könnunin tók til 48 eigna, og er sú tala lægri en í fyrri könnunum. Það kann að hafa áhrif á niðurstöð- umar, að mati stofnunarinnar. fyrir einföldun kerfisins, svo sem afnámi og fækkun frádráttarliða og lækkun skattþrepa, jafnframt því sem staðgreiðslukerfí skatta verði tekið upp. Þorsteinn sagði að sér virtust hugmyndir ASÍ um ein- földun skattakerfisins vera af svipuðum toga og væri fjármála- ráðuneytið reiðubúið til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins um þessi mikilvægu mál. Sjá viðtöl við formenn lands- sambanda ASÍ á bls. 22. Grindavik: Leitin enn árangurslaus LEIT að mönnunum tveimur sem saknað er eftir að Arnar ÍS frá Sandgerði fórst austan við Grindavík á sunnudag hafði ekki borið árangur þeg- ar Morgunblaðið hafði síðast spurnir af i gærkvöldi. í gær tóku 20—30 menn úr björgunarsveitinni Þorbimi í Grindavík og Stakk í Keflavík þátt í leitinni. Gengu þeir fjörur allt frá Hópsnesi við Grindavík austur að Krýsuvíkurbjargi. Veður var gott til leitar, en strandlengjan er erfið yfirferðar. Leitað var fram í myrkur í gærkvöldi og verður leitinni haldið áfram í dag. íbúðir 30% ódýrari á Akureyri en í Reykjavík L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.