Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
Kaupskip:
Utgerðar-
menn buðu
30 þús. lág-
markslaun
ÚTGERÐARMENN kaupskipa
kynntu fynr sjomönnum á kaup-
skipaflotanum I nóvembcr
hugmyndir að nýjum kjarasamn-
ingi við Sjómannafélag
Reykjavíkur. Þar er meðal ann-
ars lagt til að byrjunarlaun
háseta hækki úr 25 þúsund krón-
um í rúmar 30 þúsund krónur
en á móti komi að tilfallandi yfír-
vinna innan 8 klukkustunda
á dag falli niður. Sjómannafélag-
ið hefur boðað verkfall frá og
með 5. janúar.
Að sögn Þórðar Magnússonar
framkvæmdastjóra Eimskips kem-
ur þcssi verkfallsboðun í beinu
framhaldi af úrskurði Kjaradóms
frá í vor en þá voru bráðabirgðalög
sett tii að stöðva verkfall sjómanna
á kaupskipum. Þórður sagði að
báðir aðilar gerðu sér grein fyrir
að nú væru meiri möguleikar til að
ná samningum en oft áður og vilji
væn fyrir hendi bæði hjá útgerðar-
mönnum og sjómönnum að leysa
Tt’’ en ekki væri að
\ horfa a þessa samninga einangrað
því samnmgar aðila almenna vinnu-
markaðsms myndu hafa mikil áhrif
á viðræður sjómanna og útgerðar-
manna.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
um staðgreiðslukerfi skatta:
„Er unnt, en kost-
ar mikið átak“
Síbrotamaður handtekínn
eftír eltingaleik um borgina
í ljós hvort opinberir starfsmenn
hafi áhuga á að ganga strax til
samninga á þeim grundvelli sem
samningar ASÍ og VSÍ byggjast.
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist fjármálaráðherra ekki geta
sagt um það, hversu mikið þátttaka
ríkisstjómarinnar í lausn yfírstand-
andi kjaradeilu kæmi til með að
kosta ríkissjóð. „Þetta mun eitt-
hvað auka útgjöld ríkissjóðs, fyrst
og fremst vegna þess, að hann mun
þurfa að styðja við bakið á ýmsum
opinberum þjónustufyrirtækjum,"
sagði Ijármálaráðherra.
Fjármálaráðherra sagði: „Hug-
myndir aðila vinnumarkaðarins eru
mjög svipaðar og þær sem við höf-
um verið að vinna eftir. Þær eru
ekki í einu og öilu eins en nægilega
svipaðar til þess að við teljum, að
hægt verði að haga þessu starfi
þannig, að hægt verði að taka til-
lit til þessara sjónarmiða. Það þarf
hins vegar að vinna þessar tillögur
meira áður en menn geta endanlega
fest niður allar viðmiðanir. í aðalat-
riðum svörum við þessu jákvætt."
Tillögur aðila vinnumarkaðarins
gera ráð fyrir verulegum breyting-
um á skattakerfi landsmanna,
þannig að nýtt skattkerfí, með
staðgreiðslu skatta, geti tekið gildi
1. janúar 1988. Fjármálaráðherra
var spurður hvemig honum litist á
þær tillögur: „Það munu auðvitað
ýmsir spyrja hvort unnt sé að gera
þessa viðamiklu breytingu á skatta-
kerfínu á svo skömmum tíma, að
hún geti tekið gildi í upphafí árs
1988. Mitt svar er það, að ef allir
leggjast á eitt bæði við að undirbúa
og fullvinna þessar hugmyndir og
koma þeim fram á Alþingi og að
vinna að nauðsynlegum undirbún-
ingi á skattkerfínu sjálfu, þá ætti
þetta að vera hægt, en það kostar
mjög mikið átak.“
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók síbrotamann aðfara-
nótt föstudags eftir mikinn
eltingaleik um borgina. Mað-
urinn var á stolnum bil og í
bilnum var þýfi, sem maðurinn
hafði stolið úr verslun fyrr um
nóttina.
Lögreglan var kvödd að versl-
un við Starmýri um klukkan þijú
um nóttina vegna innbrots sem
þar var verið að fremja. Þegar
lögreglan kom á staðinn var inn-
brotsþjófurinn í bíl fyrir utan
verslunina og var lögreglubílnum
lagt í veg fyrir hann. Maðurinn
gerði sér þá lítið fyrir og ók á
lögreglubflinn og slapp út í nótt-
ina. Ok hann á ofsahraða eftir
Starmýri, inn Safamýri og þar
yfír Háaleitisbraut og austur
Ármúla. Á gatnamótum Grensás-
vegar og Armúla snerist bíllinn i
heilan hring og ók maðurinn síðan
suður Grensásveg og inn á Miklu-
braut í vestur. Skeytti maðurinn
engu um umferðarljós eða stöðv-
unarmerki lögreglu, sem elti hann
á skemmdum bíl. Lögreglan gerði
alit hvað hún gat til að halda
hraðanum niðri við þessar hættu-
legu aðstæður. Við Miklatorg
missti maðurinn vald á bflnum,
ók inn á mitt torg og stökk út
ÞORSTEINN Pálsson segir að
ekki sé byijað að ræða hækkan-
ir á launum opinberra starfs-
manna, í tengslum við
kjarasamninga ASÍ og VSÍ.
Hann segir að það verði að koma
Morgunblaðið/Bjami
Ásmundur Stefánsson kveður Geir H. Haarde aðstoðarmann Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra við
lok fundar aðila vinnumarkaðarins með fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðgjöfum þeirra í gíer.
Forsætisráðherra um óskir aðila vinnumarkaðarins:
Mofgunblaðið/Júllus
Ökuferðin endaði á Miklatorgi og eins og sjá má
er lögreglubíllinn talsvert skemmdur eftir
ákeyrsluna. Á innfelldu myndinni má sjá þýfið,
sem maðurinn stal úr versluninni og fannst í
bílnum.
úr bflnum á ferð og náðu lög- Maður þessi, sem er á þrítugs- á unga aldri. Hefur hann meðal
reglumenn honum á hlaupum í aldri, er sfbrotamaður og hefur annars valdið slysum á fólki með
Auðarstræti. hann stundað bílþjófnað frá því framferði sínu.
Strætisvagnar
í árekstrum
EINUM af strætisvögnum
Reykjavíkurborgar var ekið aft-
an á fólksbíl við gangbraut á
móts við Kleppsspítala á Klepps-
vegi laust eftir kl. 16.00 í gær.
Einn farþegi strætisvagnsins var
fluttur á slysadeild, en meiðsl
voru þó ekki talin alvarlegs eðlis.
Einnig varð það óhapp í gær-
kvöldi að rétt eftir kl. 20.00 keyrði
einn af strætisvögnum SVR í veg
fyrir fólksbfl á mótum Snorrabraut-
ar og Hverfísgötu.
Þá varð þriggja bfla árekstur á
Hafnaríjarðarvegi, norðan Engi-
dals, laust eftir kl. 18. Fyrst var
keyrt aftan á kyrrstæðan og mann-
lausan bfl og síðan fylgdi sá þriðji
sigli í kjölfarið. Tvær konur voru
fluttar á slysadeild. Meiðsli voru
ekki talin alvarleg.
Morgunblaðið/Ingvar
Frá slysstað á Kleppsvegi.
„ísamræmi við mark-
mið ríkisstj ómarinnar4 ‘
RÍKISSTJÓRNIN telur að markmið aðila vinmimarlfaðarins hvað
varðar hlutdeild nkisstjómannnar i lausn á yfirstandandi kjara-
deilu séu mjög í samræmi við stefnu ríkisstjóraarinnar. Þetta kom
fram í máii Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, síðdegis
í gær eftir að ríkisstjómin hafði fundað um tillögur ASÍ og VSÍ og
í kjölfar þess funduðu þeir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, með ráðgjöfum sínum,
en ráðherrarnir fengu fullt umboð ríkisstjómarinnar til þess að
ganga fra þvi við aðila vinnumarkaðarins hver hlutdeild ríkisstjóraar-
innar verður.
„Það eru náttúrlega í þessu liðir, hægt að segja til um hversu mikið
sem eftir er að reikna betur, en ég
get ekki annað sagt en mér sýnist
sem markmiðin sem þeir setja fram
og stefna ríkisstjómarinnar fari
mjögvel saman," sagði forsætisráð-
herra.
Forsætisráðherra sagði að það
væri ekkert í tillögum samningsað-
ila sem kæmi sér á óvart, en hann
sagði að á þessu stigj væri ekki
aðgerðir þær, sem ríkissjóður þyrfti
að ráðast í vegna kjarasamning-
anna, myndu kosta.
Forsætisráðherra sagði, að hann
og fjármálaráðherra teldu það
skynsamlega stefnu, að lægstu
launin hækkuðu jafnmikið og samn-
ingsdrögin gerðu ráð fyrir, en það
fæii auðvitað í sér mikla hækkun á
tryggingabótum, þar sem trygg-
ingabætur þyrftu að haldast í
samræmi við það. „Við höfum ekki
getað gert okkur grein fyrir því,
hversu mikið það kemur til með að
kosta ríkissjóð, fyrr en við vitum
nákvæmlega hversu miklar launa-
hækkanir er verið að tala um,“
sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði að áhersla yrði
lögð á, að hækkanir á opinberri
þjónustu á næsta ári yrðu innan
þeirra verðlagsmarka, sem sett
væru sem markmið á næsta ári, eða
7—8%. Auk þess væri stefht að
sömu gengisstefnu og verið hefur
á þessu ári. Við getum að sjálf-
sögðu ekki tekið ábyrgð á sveitar-
stjómum, en við höfum þegar rætt
við borgarstjóra og ég held að mér
sé óhætt að fullyrða, að hann mun
gera það sem í hans valdi stendur,
til þess að koma til móts við þessar
óskir," sagði forsætisráðherra.