Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Minning - Guðmund ur Kristjánsson frá Borgamesi Á köldum haustdegi barst frétt um það handan yfir höfin blá, að náfrændi minn og vinur, Guðmund- ur Kristjánsson, söngvari frá Borgamesi, hefði kvatt þennan heim hinn 26. október sl., saddur lífdaga, orðinn háaldraður (fæddur 1901) og farinn að heilsu. Hann átti heima í heimsborginni miklu, New York, þar sem hann hafði alið meginhluta starfsævi sinnar, og i ekki átt þess kost í hálfan sjötta áratug að sjá aftur gamla landið sitt, en að söng og tónlistamámi loknu og nokkmm starfsferli í ópemsöng í Evrópu auk Ameríku, hafði hann hafið starfsferil í „nýja heiminum" vestra, nokkm fyrir 1930. Um þennan góðlynda og elsku- lega frænda minn hefir verið Qarska hljótt allar götur frá því er hann ungur að ámm hvarf til framandi landa til náms og til þess síðan að keppa eftir þeim tækifæram, sem hugurinn stóð til á sviði þeirrar list- greinar — ópemsöngsins — sem átti hug hans og hjarta. Sjálfur verð ég að játa, að eftir að ég sem unglingur hafði síðast séð hann ásamt ungri, glæsilegri eiginkonu sinni, Mary, árið 1931, er hann síðast sótti landið sitt heim, hvarf hann mér nánast sjónum. Árin liðu — áratugir hurfu að baki — frá Guðmundi fréttist lítið, enda hann gert lítið til að halda á lofti fregnum af sér hér heima og um starfsferil sinn í hinu nýja heimalandi, þótt mér hafi borist til eyma einhvem tíma, að einhveijir hér hafi eignast og e.t.v. eigi upp- tökur af söng hans. — Margt mun þó hafa drifið á daga Guðmundar á þessum ámm og hann ekki setið athafnalaus, heldur áorkað nokkm og unnið sér orðstír þar vestra. Þetta þekki ég samt ekki af eig- in raun eins og greint er frá áður, og verð ég því að láta öðmm eftir að segja frá þeim hlutum í stómm dráttum. í bréfi frá góðvini þar vestra, rituðu við fráfall hans, seg- ir „Hann fór frá íslandi til söng- náms hjá Alexander Anthes í Dresden í Þýzkalandi, og síðar Giuseppi Anselmi og Femando Carpi í Mílanó á Ítalíu. Hann réðst til starfa að námi loknu hjá Madame Gadskis German Grand Opera Company, sem m.a. fór í sýninga- ferðir til Bandaríkjanna og Kanada (en hann var eini söngvarinn í þeim flokki, sem ekki var Þjóðverji), og þar fór hann með stærri tenórhlut- verk, þetta mun hafa verið á ámnum 1929—30 en nokkm síðar sezt hann að í Chicago-borg, þar sem hann er við konserthald og kennslu. Þama kynnist hann konu- efni sínu, Mary Bailey, píanókenn- ara, og þar stofna þau til hjúskapar, en hana missti hann árið 1970. Eftir komu sína til New York hafði hann aðsetur með stúdíó sitt í Camegie Hall, en bjó hinsvegar í West Greenwich Villiage, New York City. Á stríðsámnum starfaði hann á vegum Bandaríkjahers eins og skyidan bauð, og þá mun hann m.a. hafa ferðast um hemaðar- svæðin í Kyrrahafinu vítt og breitt á vegum deildarinnar US Camp Shows og tekið þátt í sýninga- og söngleikahaldi er deildin stóð fyrir. Á ámnum 1947—48 mun hann hafa verið aðstoðarprófessor og stjómandi söngmenntar við Greens- boro College School of Music, Greensboro, North Carolina. Til viðbótar þessum sundurlausu brotum, liggur hjámér gamall pési, sem gefur til kynna að Guðmundur hafi komið víða við þar vestra. Um tímann sem hann tekur til veit ég lítið; get mér til tímabilið 1931—1940. Efnið segir nokkuð um hvað Guðmundur hafði fyrir stafni þar á listasviðinu, svo og hvemig Guðmundur hefir komið listdóm- endum, sem sóttu hljómleika hans fyrir sjónir. Eftirfarandi er tekið upp úr blöðum í New York: „Söngv- amir vom heillandi (íslenzk ein- söngslög) og svo var einnig um rödd hins íslenzka tenórs, Guð- mundar Kristjánssonar... hún er sérstæð, björt og verkar sérlega hrífandi." Henry Beckett, Post. „Guðmundur Krístjánsson sýndi sig að ráða yfír umtalsverðum lista- mannshæfileikum og beitti hinni björtu rödd sinni af listrænni fæmi við túlkun á tónlist er spannaði allt frá Handel og Carrissimi til Griegs og Sibeliusar." Irving Kolodin, Sun. „Hinn ljóðræni stíll ásamt ylhýrri túlkun söngvarans komu músíkinni og textanum til skila með aðlaðandi hætti." Times. Þá em blaðadómar frá Winnipeg í Kanada: Einar P. Jónsson ritar í Lögberg: „Söngurinn var eins og maðurinn sjálfur, ein- lægur og yfirlætislaus... hin ljóðræna innlifun leiftraði fram í allri túlkuninni." Og í Svenska Amerikanen segin „... Þetta var smekkleg og fagmannleg söng- skrá — og flutningurinn auð- kenndist af aðdáunarverðri framsögn, fáguðum hljómlistars- mekk og fögm yfirbragði ljóðræns þokka og tilfinningalegrar einlægni í túlkun." segir Glenn Gillard í Herald and Examiner, og þá ritar Eklward Moore í Chicago Tribune: „Guðmundur Kristjánsson, sem sérstakiega hefir lagt fyrir sig söngva eldri og yngri norrænna tónskálda, getur státað af bæði glæsilegri rödd og áhrifamikilli túlkun." Hér er aðeins drepið á örfá atriði af fjölmörgum, sem þama koma fram um frammistöðu frænda míns og umsvif, en annað sem ekki er rakið frekar hér er allt með sömu ummerkjum — svo þetta verður að nægja til að gefa nokkra innsýn í æviferil Guðmundar sem mun flest- um ókunnur — enda langt um liðið frá þessum atburðum. Um það hafði ég heyrt fyrr á ámm, að hu'gur Guðmundar frænda míns hefði þegar í æsku hneigst til söngs og síðan söngnáms, og hafi hann verið styrktur af velunnumm til utanfarar, þar eð þeir höfðu trú á hæfileikum hans. Mun hann þann- ig hafa farið aðeins 19 ára að aldri til Þýzkalands og stundað þar nám í fimm ár og síðan 3 ár til viðbótar á Ítalíu eins og áður er getið um. — Mun hann hafa verið samskóla þama og kynnst þeim þjóðkunna öðlingi og góðvini sínum, Þórði Kristleifssyni frá Stóra-Kroppi, sem að loknu námi snéri heim aftur til að hefja þar störf. Þá mun hann einnig hafa kynnst þeim merka söngfrömuði Sigurði Birkis og tengst honum vináttuböndum á þessum tíma, þótt ekki þekki ég nánar til þar um. Og um samband þessara tveggja vina við Guðmund eftir þetta veit ég heldur ekki, þeg- ar hann hafði lokið námi og hafið störf í Evrópu við ópemsöng og síðan að lokum sezt að í Banda- ríkjunum, eins og vinur hans nefnir að framan. Svo sem áður greindi, hvarf frændi minn mér nánast sjón- um ungum að ámm, og hafði ég ekki um hálfrar aldar skeið hitt hann, fyrr en ég átti þess kost fyr- ir sem næst 7—8 ámm að heim- sækja hann vestra, en þá aldurhniginn og farinn að heilsu. Eiginkonu sfna, Mary, hafði hann misst fyrir allmörgum ámm eins GOLFEFNIFYRIR JOI! Útborgun eftir áramót! Allir handhafar greiðslukorta [^] og Q gcta nú Qárfest í: gólfteppum, mottum, gólfdúkum, parketi og gólfflísum tímanlega fyrir jól og greitt útborgunina eftir áramót. Eftirstöðvamar má svo greiða með hinum hagstæða samningi, eða á skuldabréfí með greiðslukortatrygg afborgunar- ingu. 'J m 1 I. I Teppalandi . . . . . . bjóðum vlð 5 ára skriflega slitþolsábyrgð á fjölmörgum teppum. Blái stimpillinn tryggir þér örugga endingu og þú færð undinritað ábyrgðarskírteini. Í Teppalandi . . . . . . bjóðum við pottþétt og hentug skrifstofu- teppi. I Teppalandi . . . . . . gerum við húsfélögum hagstæð tilboð í efni og vinnu auk þess sem þau njóta vildarkjara. Sér- hönnuð stigahúsa- og skrifstofuteppi. í Teppalandi . . . . . . er langmesta úrval af stökum teppum og mott- nm í einni verslun hérlendis. Stðk teppi og mottur i hundruðum lita frá 15 helstu framieiðendum Evrópu. í Teppalandi . . . . . . er sérpöntunarþjónusta á einstaklega fallegum glnggatjöidiim í hæsta gæðaflokki. Svissnesku v efn a ða rv e r k s m i ðj u rn a r ets***j /„baumaim eru í algjörum sérflokkl i framlelðslu gluggatjalda, áklæða og ofinna veggefna. Afgreiðslufrestur er venjulega aðeins 10—15 dagar. í Dúkalandi . . . . . . fást auðvitað gólfdúkar t.d. Extra 200 frá Tarkett. Einstakur dúkur á geyslhagstæðu verði. Dúkur sem þarf ekki að bóna. Nýtísku litir og hefðbundin mynstur. í Dúkalandi ... . . . færðu úrvalsparket frá vlðurkenndum verk- smlðjum llL'i'JJ. Harning og JllIICkCrS Parket er endlngargott og náttúrulegt gólfefni. Að sjálfsögðu fæst undlrlag og lím fyrir parketið. Í Dúkalandi ... . . . færðu failegar portúgalskar gólfflisar CINCA og ROCA sem eru ódýrari en þig grunar en með öllum helstu gæðastimpium. í Dúkalandi . . . . . . fást ýmis konar gúmmidreglar sem henta vel i anddyri og sem slabb-dreglar. í Dúkalandi_______ . . . fást hentug varanleg gólfefni A stofnanir og stórhyggingar. Gemm tilboð og bjóðum i öll verk — stór og smá. Heitt nýtt katB i könnumd og konfekt með. í Teppalandi og Pnkalnndi nýtur þú hagstæðustu greiðslukjara á gólfmarkaðnum. Ef þú kaupir „gólfpakka“, þ.e.a.s. tvenns konar gólfefni, færðu aukaafslátt. Þeir, sem borga út i hðnd, fá að sjálfsögðu haesta ■tadgreiðslnafalátt um þekkist og hinir komast allir að hagstæðu greiðslusamkomulagi. Opið imugardaga til ki. 16.00. HJA OKKUR NA GÆÐIN I GBGN Teppaland Dúkaland GRENSÁSVEGI 13, 108 R., SÍMAR 83577 OG 83430. og vinur hans greindi frá að fram- an, en hún var sérlega mikilhæf kona, afburða gáfuð og dugmikil ( og hafði verið honum mikill styrkur og stoð, og m.a. verið undirleikari hans á konsertferðalögum. Á seinni ámm átti hann samt að fagna kærleiksríkri umönnun af hendi hinnar mætu og gáfuðu nábýlis- konu sinnar, Normu Hoag, sem hlúð hafði að og litið tii með honum af einstakri elskusemi þegar að kreppti, eftir því sem hennar eigin geta leyfði, en sjálf er hún og hefir verið heilsuveil. Hafi hún Guðs þökk og okkar ættingjanna fyrir sín ófáu kærleiksverk í þessu tilliti. Sem unglingur og nánast bam minnist ég ávallt Gumma frænda míns frá þeim tíma er ég dvaldi á summm hjá afa mínum og ömmu í Borgamesi — fyrir gæflyndi hans og þolinmæði við mig. Þar minnist ég sérstaklega atviks, þar sem ég, drenghnokkinn, var að basla við að tálga mér litla skútu eða jullu. Mér var gjörsamlega fyrirmunað að fá rétt lag á skutinn, hvemig sem ég reyndi. Þá kom Gummi frændi, sem staddur var heima á Fróni, fram í bílaskúrinn hjá afa og ömmu, og hann var ekki lengi að bjarga þessu við, og tálgaði svo fallegt lag á skutendann, að eftirleiðis var mér ekki vandi á höndum um slíka smíð eftir að fyrirmyndin var fengin. — Og þessu hefi ég aldrei getað gleymt, og væntumþykjan til Gumma frænda ávallt verið tengd þessu atviki um gæði hans við lítinn dreng, sem fékk lausn hjá honum á sínum vanda með þessum ljúf- mannlega hætti. Og af því sem ég sé skrifað um hann sýnist mére einmitt að þessi elskulega hlýja og góðsemi hafí verið eitt af hans ríkustu einkennum, enda minnist ég hans einmitt þannig, og það er í samræmi við þær skoðanir sem ég hefi heyrt hjá öðmm, sem þekktu hann sjálfir. Og nú hefir hann horfið inn í framtíðarlandið, og eins og það er víst að enginn tekur neitt með sér þangað af þessum heimi — nema sjálfan sig eins og hann er — og þar sem það hvemig maður er, sýn- ir sig á skapeinkennum og fram- komu við annað fólk, þá veit ég að hann hefír gott veganesti. Hann eignaðist nýtt heimaland, og þar lifði hann sínu lífi ijarri landinu þar sem hann átti sínar rætur. Þar mun hann án efa hafa lifað margar sæl- ar stundir og verið þakklátur fyrir allt, sem þar gafst honum til upp- fyllingar æskudraumanna, og það land verið honum gott og gjöftilt. — En nú við leiðarlok hins svipula jarðlífs var það samt hans hinzta ósk, eftir að hafa verið brenndur þar vestra, að askan, hans síðustu leifar þessa heims, mætti verða jarðsett á æskustöðvunum í Borgar- nesi, við hlið elskulegra foreldra sinna í kirkjugarðinum á Borg á Mýmm, sem var sóknarkirkja fjöl- skyldunnar á æskuámm hans. Ég vil að lokum óska mínum kæra frænda, Guðmundi Kristjáns- syni frá Borgamesi, blessunar Guðs, Hins hæsta, á nýjum leiðum eilífðarlandsins, og þakka honum allt hið góða frá þeim tíma er við áttum samleið á æskuámm mínum á öndverðri öldinni, sem þó sýnast svo skammt undan,' enda viðstaðan öll svo örskömm í þessum hverfula og oft óskiljanlega heimi ljóss og skugga, með öllum sínum breytileik og litbrigðum. Guðmundur Kristjánsson, söngv- ari, fæddist 16. ágúst 1901 í Búðardal í Dalasýslu, en fluttist í bemsku til Borgamess með foreldr- um sínum, en þau vom Friðborg Friðriksdóttir frá Hofakri (Akri) í Hvammssveit í Dölum og Kristján Jónasson frá Skarði í Dölum, kauþ- maður, síðast í Borgamesi, en böm þeirra er komust til fullorðinsára, auk Guðmundar, vora Jónas, áður kaupmaður í Borgamesi, Elínborg, húsmóðir í Reykjavík, Kamilla, hús- móðir og síðar bókavörður í Stykkishólmi, sem öll em látin, en yngstur og hinn eini eftirlifandi þeirra systkina er Kristján M. Kristjánsson, kaupmaður í Kópa- vogi. Sveinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.