Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
63
Jensina Arnfinns
dóttir - Minning
I gær var til moldar borin í Foss-
vogskapellu amma mín, Jensína
Amfinnsdóttir, sem lést 30. nóv-
ember sl., 92 ára að aldri. Það er
mér ákaflega kært að minnast
hennar og afa, Magnúsar Jensson-
ar, sem lést fyrir 17 árum.
Afi og amma bjuggu að Brekku
í Langadal við Isafjarðardjúp og
síðar að Hamri í sömu sveit. En
þaðan sleit ég bamsskónum til 12
ára aldurs og á sumrin til 16 ára
aldurs.
Það sem mér er efst í huga þeg-
ar ég minnist ömmu er hve einstakt
lundarfar hún hafði, ávallt blíð,
traust og trygg undir öllum kring-
umstæðum, jákvæð og hreinskilin
í orði, dugleg og áræðin í verki,
hrókur alls fagnaðar í samkvæmi.
Það sem ég og kona mín eigum
ömmu mest að þakka er sú fóm
og kærleikur sem hún færði heim-
ili okkar vegna alvarlegra og mikilla
veikinda konu minnar. Þá þökk og
minningar er ekki hægt að rita í
orði. Amma var í miklu uppáhaldi
konu minnar. Hún kom oft og
dvaldi í lengri eða skemmri tíma á
heimili okkar og undi sér ekki
öðruvísi en að taka fullan þátt í
heimilisstörfum sem hver annar
Qölskyldumeðlimur. Þrátt fyrir há-
an aldur var hún einstaklega heilsu-
hraust og hafði aldrei lagst á
sjúkrahús fyrr en hina hinstu legu.
Megi góður guð varðveita og
blessa minningu hennar.
Magnús Ingvarsson
Mig langar að minnast með
nokkram orðum ömmu minnar,
Jensínu Amfinnsdóttur, sem lést á
Borgarspítalanum 30. nóvember sl.
Hlýjar minningar á ég um ömmu
og afa á heimili þeirra á bænum
Hamri við ísaijarðardjúp. Mörg
sumur var ég hjá þeim, en bróðir
minn Magnús er að miklu leyti alinn
upp hjá þeim.
Amma sá alltaf um að við höfðum
nóg af verkefnum, hvort sem var
að leik eða í starfi. Þá kemur upp
í huga minn leikir með skeljar, bein
o.fl. „í búinu okkar", einnig hafði
íjaran og fuglalífið aðdráttarafl,
það var heill ævintýraheimur fyrir
okkur, því amma var ávallt fús að
segja okkur sögur sem tengdust
leikjum okkar. Hún lagði mikið upp
ur því að gera okkur sjálfstæð.
Amma var ákveðin, glaðlynd og
dugleg. Oft var margt um manninn
yfir sumartímann á Hamri, þegar
böm og bamaböm komu í heim-
sókn, stundum um og yfír 20
manns, og allir sem vettlingi gátu
valdið tóku þátt í heyskap og öðram
bústörfum. Það var ávallt haft á
orði að afi og amma byggju mynd-
ariegu og farsælu búi og þótti
búskapur þeirra bera af í þeirri
sveit.
Það var því okkur bamabömun-
um sem og öðram mikið áfall þegar
afi veiktist svo alvarlega að þau
þurftu að bregða búi og flytjast til
Reykjavíkur, þar sem afi lést nokkr-
um áram síðar.
Við minnumst ömmu með kær-
leik og hlýju, hún var einstakur
persónuleiki, ávallt létt í lund, hún
bar mikla umhyggju fyrir öllu sínu
fólki.
Megfi góður guð blessa minningu
hennar.
María Kristín Ingvarsdóttir
JL Byggingavörur,
Stórhöföa.
Laugardaginn 6. desember kl. 10-16.
JL Byggingavörur
v/Hringbraut.
Laugardaginn 6. desember kl. 10-16.
REVIGRÉS
Portúgalskar gólf- og veggflísar
10% kynningarafsláttur.
-MJÖG GOTTVERÐ-
SMIÐSHÚS kynna:
Mjög fallegan grenipanel og furupanel
Smiöir á staðnum gefa ráö varðandi
uppsetningu.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Komið, skoðið, fræðist
BYGGINGAVORUR
2 góðar byggingavömverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöföa, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600
Spennandi
úr á gjafveröi!
Eigum mikið úrval af úrum á góðu verði.
Hvernig væri að gefa úr í jólagjöf eða
stinga þeim með í jólapakkann.
Eins árs ábyrgð á öllum úrum.
HANS PETERSEN HF
amo mi.
BANKASTRÆTI4 GLÆSIBÆ AUSTURVERI
S: 20313 S:82590 S:3Ó161