Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
Sýning Omars Stefánssonar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Þýzk menning hefur um langan ald-
ur verið stutt undan í menningarlífi
íslendinga. Hér á árum áður fóru
margir íslenzkir myndlistarmenn til
náms í Þýzkalandi og koma mér þá í
hug Guðmundur heitinn Einarsson frá
Miðdal, Jóhann Briem og Finnur Jóns-
son, en allir stunduðu þeir list sína á
þýzkri grund. Nú er fjöldi ungra mynd-
listarmanna að koma frá námi þar í
landi og sumir þeirra hafa þegar efnt
til sýninga á verkum sínum, en aðrir
koma fram með verk sín von bráðar.
Það er því ekkert nýtt, að þýzkra
áhrifa gæti hérlendis og er ekki nema
gott eitt um það að segja.
í Gallerí Svart á Hvítu er á ferð
ungur myndlistarmaður, nýkominn frá
Berlín. Það er Ómar Stefánsson og
sýnir hann átján hressileg málverk,
sem öll eru máluð með olíulitum, að
einu undanskildu sem unnið er með
blandaðri tækni. Þessi verk eru öll
meira og minna sprottin úr þeim
áhugamálum, sem einna mest hafa
þvælzt fyrir myndlistarmönnum á al-
þjóðavettvangi að undanfömu og ekki
hvað sízt hjá þeim þýðversku, en mér
sýnist þó Ómar léttari í lund en þeir
þar í landi og leiti sér frekari fanga
hjá amerískum expressjónistum, en sá
hópur er ef til vill orðinn gamaldags,
mörgum gleymdur og genginn fyrir
bí. Draga mætti þá ályktun af því, sem
ungur listamaður lét eftir sér hafa á
prenti nýlega, en hann sagði, að hrað-
inn í myndlist væri orðinn það mikill,
að vart væru málverkin þomuð, áður
en þeirra tími væri runninn. Það má
einnig tengja þessi verk Ómars Stef-
ánssonar Cobra-tímabilinu, sem senni-
lega heyrir fornöldinni til í hugum
þeirra ungu manna, sem fylgjast vilja
með. En hvað um það: Ómar er ungur
og ómótaður listamaður, sem sýnir
vissa hæfileika. Sýning hans er fjörug,
þar kennir margra grasa, og það er
sannarlega lífsmark með þessum unga
manni.
Fyrir daga sjónvarpsins var það einn
helzti kostur á íslenzku samfélagi, að
það hagnýtti sér áhrif úr ólíkum þátt-
um og það er sannarlega ánægjulegt
að sjá það gerast í myndlist okkar.
Ómar Stefánsson er einn þeirra, sem
ekki fór til Hollands eins og hinir. Það
eitt sýnir ef til vill sjálfstæði og svolít-
inn anarkisma.
TÖLVUR FRÁ KR. 49.900.
TÖLVUBORÐ FRÁ KR. 1
FACIT STÓLAR FRÁ KR
RITVEL
BROTHER AX10
KR. 25.900,-
FACIT GÆÐALETURS■
PRENTARI
4509 PRENTARI
FACIT
KR. 17.900,
IBM STOÐ FORRIT
KR. 7 1*n '-
SKÁPUR FYRIR
heimilistölvur
KR. 14.000,-
diskettug eymsl ur
FRÁ KR. 245,-
VASAREIKNI
VÉLAR
KR. 830,-
FACIT 2104
REIKNIVÉL
KR. 1.850,-
'20 MB SEGULDISKAR
Oet rnore oirt ©t
your peri*>«ud tompuw
Áhugaverðar
alagianr
ÞETTA ER AÐEINS SÝNISHORN
AF FJÖLMÖRGUM
ÁHUGA VERÐUM JÓLAGJÖFUM
FRÁ GÍSLA J. JOHNSEN.
OPtÐ IDAG 77L KL 16.00
GÍSLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16. Sími 641222.
I Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Selfosskirkja og nýbygging
hennar sem nú er fokheld.
Selfoss:
Aðventu-
kvöld í Sel-
fosskirkju
Selfossi.
Á AÐVENTUKVÖLDI í Sel-
fosskirkju 7. desember verður
þess meðal annars minnst að
“ýbygging kirkjunnar er öll
komin upp og fokheld. Turn-
bygging kirkjunnar hefur náð
fullri hæð, 24 metrum og er
þar kominn ákjósanlegur út-
sýnisstaður.
Þess verður ekki langt að bíða
að fólk geti farið upp í kirkjutum-
inn og virt fyrir sér útsýnið þaðan.
I fréttatilkynningu frá séra Sig-
urði Sigurðarsyni sóknarpresti um
væntanlega aðventusámkomu í
kirkjunni er þessa getið.
Á aðventukvöldinu 7. desember
mun kirkjukórinn og kór Fjöl-
brautaskóla Suðurlands syngja
aðventu- og jólalög og Svavar
Gestsson alþingismaður mun flytja
ávarp kvöldsns.
Eftir samkomuna i kirkjunni
verður komið saman í safnaðar-
heimilinu þar sem kvenfélag
kirkjunnar býður upp á veitingar.
Kvenfélagskonur munu einnig
gefa fólki kost á að kaupa nýbak-
að laufabrauð og jólavaming í
anddyri safnaðarheimilisins. Þar
verður einnig til sölu jólabókin sem
Gísli Sigurbjömsson hefur gefíð
út um árabil. Hann gaf kirkjunni
hluta af upplaginu og mun ágóði
af sölu bókarinnar renna í hjálpar-
sjóð Selfosskiiju sem stofnaður
var á síðasta aðalfundi safnaðar-
ins.
Sig. Jóns.
HÍIHiIHHMb