Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 GEFIÐ GÓÐAR ÍÞRÓTTA- VÖRURí JÓLAGJÖF | * i * i M ■ jr Vattpeysur. Stærðir 3—9. Verð kr. 3.141.- Aeróbikskór. Stærðir 36—42. Litur: hvítir, svartir. Lágir verð: 3.050.- Uppháir: 3.428.- Mjög mjúkt leður. Úlpur. Verð frá kr. 3.126.- góðu verði frá kr. 2.355.- Karate- og júdó-búningar Karate-búningar verð frá kr. 2.285.- Júdó-búningar, verð frá kr. 2.203.- Karate- og júdó-legg- hlífar Karate-töskur. •Sendumí* PÓSTKRÖFU SPORTVÖRMRSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. A HORNIKLAPPARSTÍGS og mrnsGöiu S-.117S3 Dagblöð í Finnlandi: Áhyggjur vegna rit- skoðunar myndbanda Helsinki, Reuter. FINNSK dagblöð hafa lýst yfir áhyggjum vegna frumvarps, sem liggur fyrir þinginu, um að stöðva sölu og leigu á mynd- böndum, sem kvikmyndaeftirlit finnska rikisins hefur bannað börnum innan átján ára. Þinglaganefnd samþykkti með tólf atkvæðum gegn þremur að banna ætti slík myndbönd bæði á leigum og í verslunum til þess að forða börnum frá ofbeldi í kvik- myndum. Ef þingheimur samþykkir frum- varpið hefur það í för með sér að hvorki verður hægt að kaupa, né leigja mynbönd bönnuð bömum inn- an átján ára til notkunar í heima- húsum. Stærsta dagblað Finnlands, Hels- ingin Sanomat sagði í fyrirsögn yfir frétt um málið: „Finnar verða fmmkvöðlar í ritskoðun mynd- banda“ og í leiðara sagði: „Bönn og boð em framandi í þjóðfélagi vorra daga.“ Kvikmyndaeftirlitið ákveður hvort banna eigi myndir til sýninga í Kvikmyndahúsum, en lítið eftirlit er haft með myndbandamarkaðn- um. Dagblað jafnaðarmanna Sosialdem- okraatti studdi þingnefndina í gær en varað var við því að þrátt fyrir að fmmvarpið yrði samþykkt mætti áfram smygla myndböndum til Finnlands og það gæti orðið upphaf- ið að blómlegu svartamarkaðs- braski. Eigendur myndbandaleiga, sem margar em á stöðum, þar sem lítið er um kvikmyndahús, segja að frumvarpið sé ósanngjarnt og kvik- myndahúsum í hag. Alnæmisrannsóknir í Svíþjóð: NÝUPPGÖTVAÐ eggjahvítu- efni, svonefnt „peptíð T“, kann að reynast árangursríkt við að hindra alnæmisveiruna í að þrengja sér inn frumurnar, sem hún leggst á. Þetta nýja efni hefur verið reynt í nokkra mánuði á fjórum langt leiddum alnæmissjúklingum á Ro- slagtulls-spítalanum í Stokkhólmi. Hugsunin að baki er algerlega ný af nálinni og hefur hvergi verið gerð tilraun með hana annars stað- ar í heiminum, segir Sven Britton prófessor, yfírmaður á rannsókna- stofu Roslagtulls-spítalans, í viðtali við TT-fréttastofuna. -í stað þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran fjölgi sér í lík- amanum, eins og leitast hefur verið við fram að þessu, leggjum við áherslu á að hindra, að veiran nái að þrengja sér inn í frumumar. Hemur veiruna Sú sérstaka aðferð, sem hér er beitt, er alveg ný og byggist á niður- stöðum bandarískrar grundvallar- rannsóknar, sem enn hefur ekki verið birt. Peptíð T er eggjahvítuefni, sem framleitt er eftir efnafræðilegum aðferðum með því að líkja nákvæm- lega eftir vissum efnasamöndum í veiruhjúpnum - en efnasambönd þessi virðast draga úr líkum á, að veiran bindist fýrmefndum frum- Tertan mældist 1.365,9metrar - oghlýtursess hjá Guinness Mynd þessi er tekin úr turni kirkju heilags Nikulásar í Örebro í Svíþjóð, vinabæ Stykkishólms, og getur þar að líta lengstu tertu, sem hingað til hefur verið bökuð í heiminum, 1.365,9 metra að lengd. Tertunni var komið fyrir á 650 metra löngu borði á aðaltorgi bæjarins sunnudaginn 23. nóvember sl., og er talið að um 20.000 manns hafi fengið sér kaffitár og gert þessum helgarglaðningi skil. Milli svampkökulaganna var hindbeijasulta og smjörkrem og ofan á vanillukrem, hnetuflögur og mandarínurif. Löggiltur mælingamaður, fulltrúi Heimsmetabókar Guinness, veitti tertunni viðurkenningu, áður en veislan hófst. Gamla metið var „aðeins“ 1.108 metrar. Neil Kiimock í Bandaríkjunum: Bandaríkj amenn lítt hrifn- framgang veirumiar Athyglisverðar til- raunir til að hefta Vongóðir um árangur Sven Britton og starfsfélagar hans eru mjög bjartsýnir á, að þeir séu á réttri leið, enda þótt þeir vilji ekki tjá sig um árangurinn af þeim tilraunum, sem þegar hafa farið fram. En svo góður. er árangur þeirra, að Britton ætlar að fara fram á að fá að stækka sjúklinga- hópinn, sem hann hefur til með- ferðar. -Niðurstöður þessara fyrstu til- rauna benda til, að peptíð T geti dregið úr möguleikum alnæmisveir- unnar til að eyðileggja ónæmis- kerfið, segir Lennart Wetterberg prófessor, einn vísindamannanna, í grein í sænska læknablaðinu. Hefta næmi frumnanna Með því að hefta næmi frumn- anna fyrir alnæmisveirunni getur þetta nýja efni, að því er talið er, komið í veg fyrir, að veiran þrengi sér inn í þær frumur, sem veikastar eru fyrir henni, en það á fyrst og fremst við um frumur ónæmiskerf- isins og heilafrumur. Komið hefur í ljós, að ákveðnar mikilvægar frumur í þessum hlutum líkamans hafa sérstaka nema, sem alnæmisvírusinn dregst að og binst. Með því að gera nema þessa óvirka getur peptíð T dregið verulega úr getu veirunnar til að ráðast á frum- umar. ir af utanríkisstefnu V erkamannaflokksins Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, Lundúnum. NEIL Kinnock, formaður breska verkamannaflokksins, hefur undafarna daga ferðast um Bandaríkin og meðal annars reynt að sannfæra þarlenda um ágæti þeirrar stefnu Verka- mannaflokksins að gera Bret- land kjarnorkulaust. Svo virðist sem Kinnock hafi ekki haft er- ýidi sem erfiði. Kinnock hefur farið víða um Bandaríkin, haldið fyrirlestra í há- skólum og víðar og reynt að veija þá stefnu breska Verkamanna- flokksins að losa Bretland við öll kjarnorkuvopn og herstöðvar sem þeim tengjast. Bandaríkjamönnum er málið allskylt því að komist stefna Verkamannaflokksins til framkvæmda eru til dæmis horfur á að bandarískar herstöðvar í Bret- landi verði lagðar niður. f Stjómvöld í Bandaríkjunum hafa varað við afleiðingum þessarar stefnu breska Verkamannaflokks- ins í afvopnunarmálum og það hefur ríkisstjóm Margretar Thatcher einnig gert. Sjálf sagði Thatcher til dæmis í viðtali, sem birtist nú í vik- unni í tímaritinu Jane’s Defense Weekiy, að fyrirætlanir Verka- Neil Kinnock mannaflokksins um einhliða brott- nám kjamorkuvopna yrði engum til gagns nema Sovétmönnum. Sagði forsætisráðherrann að með því að gera Bretland lq'arnorkuvopnalaust í samræmi við stefnu Verkamanna- flokksins yrði stórt skarð höggvið Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins. í vamir landsins og byði slíkt til dæmis heim margvíslegum þiýst- ingi af hálfu Sovétmanna. í Bandaríkjaför sinni hefur Neil Kinnock gert sér far um að sann- færa þá sem hann hefur hitt um að stefna Verkamannaflokksins muni á engan hátt stofna í voða öryggi vestrænna þjóða né heldur skaða samstarf. þe'irra á hemaðar- sviðinu. Hefur hann lagt áherslu á að með samhliða brottnámi kjam- orkuvopna mundi ríkisstjórn Verkamannaflokksins stórefla hefðbundinn vopnabúnað Breta og koma þannig í veg fyrir að þeir stæðu berskjaldaðir gegn utanað- komandi ógn. Viðbrögð við málflutningi Neils Kinnock vestanhafs gefa ekki til kynna að honum hafi tekist að eyða þeirri tortryggni sem fyrirætlanir Verkamannaflokksins í afvopnun- armálum, hafa vakið meðal ráða- manna í Bandaríkjunum og annarra sem láta sig þar mál þetta varða. Óttast margir þar vestra að stefna Verkamannaflokksins muni ekki aðeins grafa undan styrk Atlants- hafsbandalagsins heldur einnig varpa skugga á hið nána samstarf og gagnkvæma traust sem einkennt hefur samskipti Bretlands og Bandaríkjanna í öryggis- og vamar- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.