Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Húsmæður A thugið FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM Áður kr. 75.- Hú kr. 59,50. Fæst i næstu matvöru- verslun V A L A / tilefni jólanna gef- um við nú 20% afslátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Morgunblaðið/RAX Á nýju röntgendeildinni i St. Jósefsspítala. Frá vinstri Jósef Sigut-ðs- son yfirlæknir lyflæknisdeildar, Jónas Bjarnason yfirlæknir, Arni Sverrisson framkvæmdastjóri spítalans, Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri og Sigurður Kristinsson aðstoðarlæknir. St. Jósefsspítali 60 ára: Ný röntgendeild tekin í notkun NÝ og fullkomin röntgendeild hefur veríð tekin í notkun á St. Jósefsspitala í Hafnarfirði, en þéss er nú minnst að sextíu ár eru liðin frá stofnun spítalans. Að sögn Jónasar Bjamasonar, yfírlæknis á St. Jósefsspítala, naut spítalinn velvildar bæjarbúa í Hafn- arfírði, sem með fíjálsum fjárfram- lögum lögðu sitt af mörkum til til að takast mætti að endumýja rönt- gendeildina, en þau tæki sem fyrir vom, vom tekin í notkun á 40 ára afmæli spítalans, eða fyrir 20 áram. Jónas sagði að með hinum nýju tækjum yrði spítalinn nú búinn til að sinna flestum þeim röntgenrann- sóknum sem fram fara innan spítalans auk þess sem deildin gæti tekið við og bætt við sig fjölda rann- sókna fyrir bæjarfélagið og ná- grannabæina. Yfírlæknir á röntgendeild St. Jósefsspítala er Ásmundur Brekk- an, prófessor. Á morgun, sunnudag, verður hin nýja röntgendeild opin til sýnis fyrir almenning frá klukkan 14.00 til 18.00. Kirkjudagur Seljasóknar KIRKJUDAGUR í Seljasókn mun verða haldinn sunnudaginn 7. des- ember, annan sunnudag í aðventu, svo sem verið hefur undanfarin ár. Kirkjudagurinn fellur saman við aðventuhátiðina eins og vel á við. í Seljasókn, sem er yngsta sókn landsins, heftir kirkjudagurinn verið til að hvetja til dáða í safnaðarstarf- inu. Það er líka þörf á því þrátt fyrir öfluga starfsemi. Svo er háttað í safn- aðarstarfinu, að ekkert fast húsnæði hefur verið til að hýsa guðsþjónustu- hald og þá ftölmörgu þætti safnaðar- starfsins, sem i gangi em. Að vísu hefur safnaðarsalurinn í Tindaseli 3 hjálpað nokkuð, en hvergi nærri til samræmis við þörfína. Þó sjáum við fram á, að í byijun næsta árs verði hægt að taka í notk- un hluta af kirkjumiðstöðinni. Þar verða salir, sem munu hýsa starfsemi safnaðarfélaganna, þótt enn um sinn verði að hafa guðsþjónustur í skólun- um. Á kirkjudaginn verða bamaguðs- þjónustur í Olduselsskólanum og í Seljaskólanum og hefjast þær kl. 10.30. Kl. 14 verður guðsþjónusta í Ölduselsskólanum. Strax' að lokinni guðsþjónustunni mun Kvenfélag Seljasóknar hafa basar í skólanum. Þar verður á boðstólum ýmiss konar vamingur, kökur og laufabrauð. Kvenfélagið hefur á undanfömum ámm stutt að byggingu kirkjunnar og svo mun verða enn. Um kvöldið verður aðventukvöld í Ölduselsskólanum og hefst það kl. 20.30. Aðalræðumaður kvöldsins verður Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr- um ráðherra. Kirkjukórinn mun syngja. Dúfa Einarsdóttir syngur ein- söng við óbóundirleik Daða Kolbeins- sonar. Básúnukvartett leikur aðventulög undir stjóm Odds Bjöms- sonar. Þá mun Filippía Kristjánsdótt- ir, Hugrún, flytja hugleiðingu. Þegar dagskrá lykur munu kvenfélaskonur vera með kaffísopa í skólanum, þar sem fólk getur setið og rætt saman að kvöldi kirkjudagsins. Við hvetjum safnaðarfólk og aðra góða gesti til að taka þátt i kirkjudeg- inum og vinna þannig að uppbyggingu safnaðarins og að byggja sjálfa sig upp við undirbúning jóla. Valgeir Ástráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.