Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Aðventusamkoma í Arbæjarsókn Sunnudaginn 7. desember verður haldið aðventukvöld í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar og hefst samkoman kl. 20.30. Að venju verður vandað til dag- skrár en hún er á þessa leið: Gunnar Petersen sóknamefndarmaður set- ur samkomuna og er jafnframt kynnir. Kirkjukór Árbæjarsafnaðar syngur undir stjóm kirkjuorganist- ans, Jóns Mýrdal. Jóhann Bjömsson, formaður sóknamefndar, flytur ávarp. Elísabet Waage, messosópran, syngur einsöng. Undirleikari lOyst- yna Cortes. Jón Helgason, dóms- og kirkju- málaráðherra, flytur ræðu. Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjóm Áslaugar Bergsteins- dóttur tónlistarkennara. Helgistund verður í umsjá sókn- arprests. Loks verða aðventuljósin tendmð og sunginn jólasálmur. Sú ánægju- lega þróun hefur víst ekki farið framhjá neinum, að þátttaka fólks í aðventusamkomum safnaðanna fer stöðugt vaxandi ár frá ári og það á einnig við um aðsóknina á aðventukvöldum Árbæjarsafnaðar. Þrátt fyrir annir og eril jólaföstunn- ar við hinn veraldlega undirbúning fyrir jólahátíðina, gleyma menn því ekki að búa hugi og hjörtu undir komu þessarar blessuðu hátíðar, sem kemur eins og skínandi bjartur geisli inn í lönd náttmyrkranna. Víst er það allra góðra gjalda vert að fága og prýða heimilin fyrir jól- in, hugsa fyrir jólamat og jólagjöf- um, þótt nauðsynlegt sé að gæta hófs í þeim efnum sem öðmm. En varanlega jólagleði eignast sá einn er býr huga sinn undir að greiða jólagestinum góða, Jesú Kristi, veg að hjarta sínu. Sá aðventuundirbún- ingur er mikilvægastur, því að það verður bjart og hlýtt um hvem þann mann, sem vistað getur Jesú Krist í húsi sínu og hjarta á komandi hátíð lífs og ljóss. Vetrarmyrkur umlykur okkur nú æ þéttar á kaldri vertrartíð, en í söfnuði Guðs er nú nýárstíð og vortíð, því að við horfum í trú og von mót Ijósinu skæra, er bregður birtu fram á veginn og mun um síðir ijúfa allt myrkur heimsins. Aðventan gefur fyrirheit sem huga. Aðventuhátíðin í Árbæj- um þetta ljós, hvetur okkur til und- arsókn er liður í þeim undirbúningi. irbúnings fyrir komu þess, svo að Verið öll hjartanlega velkomin. því verði veitt viðtka jafnt í heimi Guðmundur Þorsteinsson 1 I Tisku- syning í dag kl .3 Fötábörn I tilefni af útkomu bókarinnar Föt á börn stjórnar höfundurinn Sigrún Guðmundsdóttir tískusýningu á fötum saumuðum eftir bókinni, í búðinni hjá okkur kl. 330 í dag Það verður góður 1 bókabúðinni « Afbragðs laugardagur / S&Stá' aadfe-!>. Bókahíið LMÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEG118 SÍMI 24242 Samkoma fyrir aldr- aða í Háteigssókn SAMKOMA fyrir aldraða í Há- teigssókn verður í veitingasal Domus Medica við Egilsgötu nk. sunnudag 7. desember og hefst kl. 3 e.h. Kvenfélag Háteigssóknar býður öldruðu fólki til samkomu með kaffiveitingum á sunnudaginn kem- ur. Að vanda verður ýmislegt til dægrastyttingar, Magdalena Thor- oddsen les upp og „ömmumar úr Kópavogi" skemmta með léttum söng. Tækifæri gefst til að riíja upp gamlar minningar og endumýja kynnin um leið og notið er frá- bærra veitinga kvennanna, sem ekki hafa legið á liði sínu við undir- búning þessarar samvera. Allt firá upphafi hafa þessar skemmtanir verið íjölsóttar og hafa allir farið glaðir og ánægðir heim. Um leið og ég þakka Kvenfélagi Háteigssóknar ómetanlegt og óeig- ingjamt starf í þágu kirkju og safnaðar vil ég hvetja allt eldra fólk í Háteigssöfnuði til að koma til samkomunnar og njóta þar sam- félags, góðra skemmtiatriða og veitinga. Tómas Sveinsson sóknarprestur Aðventukvöld Kársnessafnaðar Annan sunnudag í aðventu 7. desember efnir Kársnessöfnuður til aðventuhátíðar í Kópavogskirkju kl. 20.30. Efnisskráin hefst með orgelleik og söng kirkjukórsins undir stjóm organistanna Guðmundar Gilssonar og Kjartans Siguijónssonar. Ávarp flytur formaður sóknamefndar, Stefán M. Gunnarsson, en ræðu- maður kvöldsins verður Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra. Þá mun Kolbeinn Bjamason flautu- leikari koma fram og söngflokkur- inn „Hljómeyki" úr Garðabæ syngur. Tilgangur með aðventusamkomu er sá að gleðjast sameiginlega og fagna yfir þeim heilaga boðskap jólaföstunnar er lýsir upp hugina í skammdeginu, eflir tillitssemi og friðsemd milli fólks og löngun þess til að framkvæma hin góðu verkin. Því munum við á aðventusamkom- unni verða þátttakendur í almenn- um söng og sameiginlegum bænum. Að lokinni samkomunni er fólki boðið að ganga niður í safnaðar- heimilið Borgir en þar mun þjón- ustudeild safnaðaríns hafa á boðstólum heitt súkkulaði og með- læti. Sóknarnefndin Fella- og Hólakirkja: Jólasöngvar á aöventu Eins og undanfarin ár efnir Fella- og Hólasöfnuður til samkomuhalds á aðventunni. Sl. sunnudag, eða fyrsta sunnudag í aðventu, var haldin fjölmenn aðventusamkoma í kirkjunni við Hólaberg 88. Sunnudaginn 7. desember, annan sunnudag í aðventu kl. 20.30, verða sérstakir jólásöngvar í kirkjupni. ^ÞaC^mun söngkonan Ragnbeidþfc*- GuðratHulsdöttir syngja við ui*diír‘ L leik þeirra Þórarins Sigurbergsson- ar gítarleikara og Jóhannesar Georgssonar bassaleikara. Þá mun kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngja og einnig verður almennur söngur. Lesin verða jóla- kvæði. Böm munu tendra aðventu- ljósin og unglingar sýna helgileik undir stjóm Ragnheiðar Syerris- dóttur djákna. Hreinn IQarfaraon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.