Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 58

Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Aðventusamkoma í Arbæjarsókn Sunnudaginn 7. desember verður haldið aðventukvöld í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar og hefst samkoman kl. 20.30. Að venju verður vandað til dag- skrár en hún er á þessa leið: Gunnar Petersen sóknamefndarmaður set- ur samkomuna og er jafnframt kynnir. Kirkjukór Árbæjarsafnaðar syngur undir stjóm kirkjuorganist- ans, Jóns Mýrdal. Jóhann Bjömsson, formaður sóknamefndar, flytur ávarp. Elísabet Waage, messosópran, syngur einsöng. Undirleikari lOyst- yna Cortes. Jón Helgason, dóms- og kirkju- málaráðherra, flytur ræðu. Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjóm Áslaugar Bergsteins- dóttur tónlistarkennara. Helgistund verður í umsjá sókn- arprests. Loks verða aðventuljósin tendmð og sunginn jólasálmur. Sú ánægju- lega þróun hefur víst ekki farið framhjá neinum, að þátttaka fólks í aðventusamkomum safnaðanna fer stöðugt vaxandi ár frá ári og það á einnig við um aðsóknina á aðventukvöldum Árbæjarsafnaðar. Þrátt fyrir annir og eril jólaföstunn- ar við hinn veraldlega undirbúning fyrir jólahátíðina, gleyma menn því ekki að búa hugi og hjörtu undir komu þessarar blessuðu hátíðar, sem kemur eins og skínandi bjartur geisli inn í lönd náttmyrkranna. Víst er það allra góðra gjalda vert að fága og prýða heimilin fyrir jól- in, hugsa fyrir jólamat og jólagjöf- um, þótt nauðsynlegt sé að gæta hófs í þeim efnum sem öðmm. En varanlega jólagleði eignast sá einn er býr huga sinn undir að greiða jólagestinum góða, Jesú Kristi, veg að hjarta sínu. Sá aðventuundirbún- ingur er mikilvægastur, því að það verður bjart og hlýtt um hvem þann mann, sem vistað getur Jesú Krist í húsi sínu og hjarta á komandi hátíð lífs og ljóss. Vetrarmyrkur umlykur okkur nú æ þéttar á kaldri vertrartíð, en í söfnuði Guðs er nú nýárstíð og vortíð, því að við horfum í trú og von mót Ijósinu skæra, er bregður birtu fram á veginn og mun um síðir ijúfa allt myrkur heimsins. Aðventan gefur fyrirheit sem huga. Aðventuhátíðin í Árbæj- um þetta ljós, hvetur okkur til und- arsókn er liður í þeim undirbúningi. irbúnings fyrir komu þess, svo að Verið öll hjartanlega velkomin. því verði veitt viðtka jafnt í heimi Guðmundur Þorsteinsson 1 I Tisku- syning í dag kl .3 Fötábörn I tilefni af útkomu bókarinnar Föt á börn stjórnar höfundurinn Sigrún Guðmundsdóttir tískusýningu á fötum saumuðum eftir bókinni, í búðinni hjá okkur kl. 330 í dag Það verður góður 1 bókabúðinni « Afbragðs laugardagur / S&Stá' aadfe-!>. Bókahíið LMÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEG118 SÍMI 24242 Samkoma fyrir aldr- aða í Háteigssókn SAMKOMA fyrir aldraða í Há- teigssókn verður í veitingasal Domus Medica við Egilsgötu nk. sunnudag 7. desember og hefst kl. 3 e.h. Kvenfélag Háteigssóknar býður öldruðu fólki til samkomu með kaffiveitingum á sunnudaginn kem- ur. Að vanda verður ýmislegt til dægrastyttingar, Magdalena Thor- oddsen les upp og „ömmumar úr Kópavogi" skemmta með léttum söng. Tækifæri gefst til að riíja upp gamlar minningar og endumýja kynnin um leið og notið er frá- bærra veitinga kvennanna, sem ekki hafa legið á liði sínu við undir- búning þessarar samvera. Allt firá upphafi hafa þessar skemmtanir verið íjölsóttar og hafa allir farið glaðir og ánægðir heim. Um leið og ég þakka Kvenfélagi Háteigssóknar ómetanlegt og óeig- ingjamt starf í þágu kirkju og safnaðar vil ég hvetja allt eldra fólk í Háteigssöfnuði til að koma til samkomunnar og njóta þar sam- félags, góðra skemmtiatriða og veitinga. Tómas Sveinsson sóknarprestur Aðventukvöld Kársnessafnaðar Annan sunnudag í aðventu 7. desember efnir Kársnessöfnuður til aðventuhátíðar í Kópavogskirkju kl. 20.30. Efnisskráin hefst með orgelleik og söng kirkjukórsins undir stjóm organistanna Guðmundar Gilssonar og Kjartans Siguijónssonar. Ávarp flytur formaður sóknamefndar, Stefán M. Gunnarsson, en ræðu- maður kvöldsins verður Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra. Þá mun Kolbeinn Bjamason flautu- leikari koma fram og söngflokkur- inn „Hljómeyki" úr Garðabæ syngur. Tilgangur með aðventusamkomu er sá að gleðjast sameiginlega og fagna yfir þeim heilaga boðskap jólaföstunnar er lýsir upp hugina í skammdeginu, eflir tillitssemi og friðsemd milli fólks og löngun þess til að framkvæma hin góðu verkin. Því munum við á aðventusamkom- unni verða þátttakendur í almenn- um söng og sameiginlegum bænum. Að lokinni samkomunni er fólki boðið að ganga niður í safnaðar- heimilið Borgir en þar mun þjón- ustudeild safnaðaríns hafa á boðstólum heitt súkkulaði og með- læti. Sóknarnefndin Fella- og Hólakirkja: Jólasöngvar á aöventu Eins og undanfarin ár efnir Fella- og Hólasöfnuður til samkomuhalds á aðventunni. Sl. sunnudag, eða fyrsta sunnudag í aðventu, var haldin fjölmenn aðventusamkoma í kirkjunni við Hólaberg 88. Sunnudaginn 7. desember, annan sunnudag í aðventu kl. 20.30, verða sérstakir jólásöngvar í kirkjupni. ^ÞaC^mun söngkonan Ragnbeidþfc*- GuðratHulsdöttir syngja við ui*diír‘ L leik þeirra Þórarins Sigurbergsson- ar gítarleikara og Jóhannesar Georgssonar bassaleikara. Þá mun kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngja og einnig verður almennur söngur. Lesin verða jóla- kvæði. Böm munu tendra aðventu- ljósin og unglingar sýna helgileik undir stjóm Ragnheiðar Syerris- dóttur djákna. Hreinn IQarfaraon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.