Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
Vandi fiskiðnaðar
Il.grein eftirBjörn
Dagbjartsson
Það dylst væntanlega fáum að
íslenskur fiskiðnaður stendur
frammi fyrir erfiðum vandamálum
um þessar mundir. Með nokkrum
rétti má greina þessi vandamál í 3
þætti, þ.e. vanda sem stafar af fjár-
festingum verðbólguáranna, harðn-
andi samkeppni um hráefni og í
þriðja lagi fólkseklu. Allt á þetta
sér „eðlilegar" orsakir, sem menn
þykjast geta skýrt en erfiðleikarnir
eru ekkert auðleystari fyrir það.
Fjármagns-
markaðurinn
Fjármagnskostnaðurinn frá fjár-
festingum síðustu verðtryggðu
verðbólguárunum er ekkert eins-
dæmi fyrir fískiðnaðinn. Allir
kannast við húsbyggjendur áranna
upp úr 1980, hitaveitur þess tíma
og skipin sem boðin hafa verið upp.
Aðstæður fyrirtækjanna hafa alltaf
verið og eru enn misjafnar og staða
þeirra eftir því. Þó að ríkisvaldið,
bankar og sjóðir vilji og þeim beri
skylda til að reyna að greiða úr
þessum vandræðum þá eru engar
almennar aðgerðir til sem öllum
gagnast. Sérstæk fyrirgreiðsla
verður æ óvinsælli og pólitískt erfið-
ari, enda oft á tíðum óveijandi. Það
er ekki líklegt að öll fískvinnslufyr-
irtæki komist yfír þann fjárhags-
vanda, sem þau eiga nú við að eiga.
Sumir útvegsmenn misstu sín skip
og margir húsbyggjendur sínar
íbúðir. Svipuð lögmál hljóta að gilda
fyrir fískvinnslufyrirtækin, að aukið
lánsfé hjálpar ekki öllum. Þróunin
hlýtur að verða sú að fiskvinnslu-
fyrirtækjum (frystihúsum)
fækkar og það ætti að hjálpa til
að styrkja hin í samkeppninni um
hráefni og vinnuafl. Hefðbundnum
frystihúsum hefur þegar fækkað
og nýjar aðferðir SIS munu ekki
koma í veg fyrir frekari fækkun.
Samkeppni um hráefni
Ekki eru menn alveg á eitt sáttir
um það hver sé aðal ástæðan fyrir
harðnandi samkeppni um ferskan
físk til vinnsiu. Kvótakerfið veld-
ur auðvitað því að sjómenn og
útvegsmenn hugsa meira um það
en áður að aflinn verði þeim að
sem mestum verðmætum. Það er
nú hvorki skynsamlegt né eðlilegt
að hafa á móti slíkum hugsunar-
hætti og auðvitað er hann ekkert
spánnýtt fýrirbæri, svo er fyrir að
þakka. Lengi hefur það þótt hag-
kvæmt annað slagið að láta skip
sigla með eigin afla. Hin nýja flutn-
ingatækni, gámarnir, hefur gert
það kleift að flytja ferskan físk í
miklu magni til nágrannalandanna,
þar sem ferskur fiskur er í tísku,
en það sem kannske er allra þýðing-
armest er lágt gengi dollarans.
Þannig hafa mörg fiskvinnslufyrir-
tæki séð sér hag í því að flytja afla
eigin skipa ferskan í gámum til
útlanda. Þá má ekki gleyma því að
þessi sama flutningatækni hefur
verið notuð í vaxandi mæli til að
flytja sjávarfang milli héraða innan-
lands. Fiskinn þarf nú ekki iengur
að vinna þar sem hann kemur að
landi. Það eru víðast hvar orðnir
ýmsir möguleikar á því að selja
ferskan físk. Fiskvinnsluhús sem
áður sátu nærri ein að öllum afla
í viðkomandi verstöð verða að
bregðast við þeim vanda sem aukin
samkeppni um hráefnið veldur.
Þetta veldur mörgum fyrirtækjum
vissulega erfíðleikum en það er
misskilningur að einhver annar,
ríkismat, verðlagsráð eða önnur
stjómvöld, leysi þennan vanda.
Fiskvinnslan verður að bregðast við
honum sjálf. Þessi þróun verður
ekki stöðvuð með einhveijum reglu-
gerðum.
Fólksekla
Vöntun fólks í fiskvinnslu er
í raun einkennileg þversögn við
hráefnisskortinn. Það er engu að
síður staðreynd að víða sárvantar
fólk í fiskvinnslu sums staðar tíma-
bundið, sums staðar stöðugt. Það
eru ósköp bitlaus rök fyrir því að
banna skuli ferskfísksölu vegna
atvinnuleysis fískverkafólks, þegar
sýnt er að ekki væri hægt að vinna
hann allan innanlands vegna fólks-
eklu. Það er búið að misnota
atvinnuleysisgrýluna mikið und-
anfarin ár til að reyna að hræða
stjórnvöld til að „útvega“ fersk-
an fisk til vinnslu hér eða þar.
Ýmist hefur það verið kvótakerfíð,
sala fiskiskipa eða gámaflutningar
sem ríkisstjórnin hefur átt að grípa
inn í með sértækum aðgerðum til
þess að koma í veg fyrir hugsanlegt
staðbundið atvinnuleysi fískverka-
kvenna. Því betur hefur atvinnu-
leysið sjaldan reynst til vandræða
neins staðar í mörg undanfarin ár.
Hitt hafa verið miklu algengari
vandkvæði að fá fólk til fiskvinnslu.
Orsakir þess eru vafalaust nokkrar.
Ein sú allra helsta er eflaust lág
laun, þar næst erfið vinna og lítt
aðlaðandi vinnuaðstaða.
Forsendur úrbóta
Hér að framan hefur hingað til
verið lítið annað en lýsing á erfíð-
leikum og leit að orsökum.
Hugmyndin var þó að fram kæmu
skoðanir flytjenda á því hvemig
fískiðnaðurinn og þá sjávarútvegur-
inn í heild muni þróast á næstu
ámm. Ég vil reyna að tala um það
sem mér fínnst líklegast að gerast,
ekki endilega það sem ég vildi helst
sjá.
Þar er þá fyrst til að taka, og
ein allra mikilvægasta forsendan,
að ég held að kvótakerfi í fisk-
veiðum mun haldast áfram um
allmörg ár í einhverri mynd. Ég
held að afla verði áfram skipt á
skip og að hugmyndir um afla-
kvóta vinnslustöðva muni eiga
erfitt uppdráttar um langa
framtíð. Fólk mun ekki sætta sig
við að enn færri aðilar, í raun-
inni örfáir menn, hafi ráðstöfun-
arrétt á aðalauðlind þjóðarinnar.
T.d. mundi Eignarhaldsfélag SÍS
ráða yfir alit að 10% botnfískaflans
þegar í stað.
Að því gefnu að kvótakerfí verði
enn um sinn við lýði og að flutninga-
tæki batni fremur en hitt, þá mun
samkeppnin um hráefni harðna. Ég
sé ekki annað en verðlagningar-
kerfí sjávarútvegsins muni riðlast
og boðið verði í fisk innanlands
á fijálsum markaði, ekki bara
undir borðið eins og viðgengist hef-
ur. Fijálst loðnuverð er tímanna
tákn svo og sá fískmarkaður sem
Bjöm Dagbjartsson
„Þróunin hlýtur að
verða sú að f iskvinnslu-
fyrirtækjum (frystihús-
um) fækkar og það ætti
að hjálpa til að styrkja
hin, í samkeppninni um
hráefni og vinnuafl.
Hefðbundnum frysti-
húsum hefur þegar
fækkað og nýjar að-
ferðir SÍS munu ekki
koma í veg fyrir frek-
ari fækkun.“
nú er í undirbúningi. Sum fyrirtæki
munu ekki geta staðist þessa sam-
keppni og fyrirtækjum, sérstaklega
hefðbundnum frystihúsum, mun
fækka eins og áður sagði.
Hin munu þurfa að aðlaga sig
breyttum aðstæðum með t.d. auk-
inni sérhæfingu og verkaskipt-
ingu og aukinni framleiðni.
Frystihús sem getur einbeitt sér að
því að vinna eingöngu þorsk af
millistærð í sömu pakkningar allan
ársins hring hlýtur að geta komið
sér upp betra, afkastameira, ein-
faldara og sjálfvirkara vinnslukerfí
og þar með borgað hærra verð
fyrir milliþorskinn — og greitt
hærri laun. Forsenda slíkrar þró-
unar eru i fyrsta lagi fískmarkaðir
og í öðru lagi viðurkenning söluað-
ila á því að sérhæfíng sé fyrir hendi
og að jafnaðarmennskan í útdeil-
ingu á vörupöntunum sé ekki
lífsnauðsynleg.
En hvemig verður meiri fram-
leiðni og sjálfvirkni náð? Flestir
hugsa þá strax um rafeindatæknina
og tölvumar. íslensku fiskvinnslu-
stöðvamar hafa tekið rafeinda-
tækni í þjónustu sína, einkum á
einu sviði. Tölvuvogir tengdar
safntölvum prýða nú flest frystihús.
Fjárfestingin í þessum búnaði skipt-
ir sjálfsagt hundmðum milljóna í
heild en hverju hefur það skilað í
þjóðarbúið? Ég held því miður að
það sé lítið.
Nú er svo komið að hver fískur
er gjaman vigtaður 4—5 sinnum á
leið sinni í gegnum frystihús. Meg-
intilgangur þessara vigtana er
að fá tölvur til að reikna út laun
starfsfólksins. Eitthvað má fylgj-
ast með hráefnisnýtingu á leiðinni
en það er þá ekki síst til þess að
sjá um að starfsfólkið sói ekki hrá-
efni. Ég held að þróunin hljóti að
verða í átt frá „vigtunarbónus" fisk-
vinnslunnar. Jafnvel þó að stjóm-
endur fyrirtækjanna vilji veija
nýlegar fjárfestingar og séu ennþá
hrifnir af tölvuskermum, þá mun
erfitt að sjá, að rafeindavogirnar
hafi skilað betri afkomu né held-
ur að bónus-launakerfi með
milligramma námkvæmni, tryggi
betra og stöðugra vinnuafl. Sér-
fræðingamir okkar í launa- og
samningamálum hljóta innan
skamms að gerbylta öllu launakerfi
fiskvinnslunnar. Þeir hafa tekið
nokkur tilhlaup á undanfömum
árum en jafnan orðið að láta sér
nægja hænufet, sem litlu hafa
breytt nema í átt til enn flóknara
kerfis. Námskeið, sem hækka laun-
in örlítið, eða ný nöfn á bónuskerfin,
auka ekki framleiðni svo heitið geti.
Nýjar aðferðir og- tækni
Tilkoma og rekstur frystitog-
aranna hefur vakið menn til
umhugsunar um það að eitthvað
þyrfti að athuga með rekstrar-
einingar fiskvinnslunnar í landi.
Hver starfsmaður um borð skilar
Dönsk jól
í Óðinsvéum við Óðinstorg.
Auglysing
Undanfarin sex ár hafa matreiðslu-
meistarar veitingahússins Óðinsvéa
framreitt hefðbundið danskt
jólahlaðborð við góðar undirtektir.
Þessi danska jólastemning verður
í hádeginu allt til jóla. Þeir sem
til þekkja fá vatn i munninn
við tilhugsunina.
Á jólahlaðborðinu er m.a.
R0gt grisekamb, grise sylte,
faserede grisetær, marinered sild,
grisefleskesteg, steg-sild,
frigadcller,
marinered flesk,
liverpostej,
æbleflesk,
salame,
grise rullepplse,
vin-sild,
brunkál,
rpdkál,
kartoflesalat,
rugbrod,
etc.
Basar Gigtafélagsins undirbúinn.
Basar Gigtar-
félags íslands
JÓLABASAR Gigtarfélags ís-
lands verður haldinn sunnudag-
inn 7. desember í Félagsstofnun
stúdenta og hefst kl. 14.00.
Á boðstólum verður allskonar
handavinna, heimabakaðar kökur
og margt fleira. Allur ágóði rennur
til eflingar gigtarlækningarstöðvar
félagsins.
Þörfín er mikil. Á árinu 1985
komu til iðjuþjálfunar í lækningar-
stöð Gigtarféiags íslands 518
sjúklingar. Fjöldi meðferða var
8271.
(Fréttatilkynning)