Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Patreksfjörður: Fyrirtæki kaupfélags- ins ennþá opin SÝSLUMAÐURINN á Pat- reksfirði frestaði því fram í næstu viku að loka sölustöð- um kaupfélagsins og öðrum fyrirtækjum á staðnum vegna söluskattsskuldar. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður var búinn að hóta lokun í gær, föstudag, ef fyrir- tækin kæmu málum sínum ekki í lag þá. Stefán sagðist í gær hafa frestað aðgerðum fram í næstu viku að ósk forráða- manna fyrirtækjanna. Kaup- félag Vestur-Barðstrendinga fékk frest fram til þriðjudags og hin fyrirtækin til föstudags. Fjöldijólasveina á SIÐUSTU daga hafa jólasveinar sést á ferli. Á Lækjartorgi hittu vegfarendur í gær jólasvein af hollenskum uppruna og hafði sá með sér þjóna, dökka á brún á brá. Hann hefur vanist öðrum siðum en íslensku jólasveinarnir og kemur ár hvert til byggða 5. desember. í Hallarmúlanum óku jólasveinar um á hestvagni og buðu viðstöddum börnum að sitja í. Ekki skemmdi fyrir að sælgæti var í pok- um sveinanna. Verzlunin Penninn í Hallarmúla býður börnum i sleðaferð með jóiasveinum í dag og næstu laugardaga, fram til jóla. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir norður-Grænlandi er 1020 millibara haeð, en skammt út af Vestfjörðum er 990 millibara lægð á hreyf- ingu norður. Austur við Noreg er önnur lægð, um 985 millibara djúp, og hreyfist hún austnoröaustur. Um 600 kílómetra suður af Hvarfi er vaxandi 978 millibara lægð á hreyfingu austur og síöar norðaustur. Hiti breytist lítiö í kvöld og nótt, en á morgun hlýnar heldur í veðri. SPÁ: í dag verður austanátt um mest allt land, víða stinningskaldi eða allhvasst. Slydda verður við suöur- og suðausturströndina, en dálítil él á annesjum norðanlands. Á vesturlandi verður úrkomu- laust aö mestu. Hiti nálægt frostmarki við sjávarsíðuna, en -2 til -5 stiga frost inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Á sunnudag verður austan- og norðaustanátt á landinu með snjókomu norðanlands, en skúrum eða slydduéljum sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki. MÁNUDAGUR: Á mánudag kólnar í norðaustanátt, él verða norð- an- og austanlands en lóttir til suðvestanlands. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- -J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Él Heiðskírt 1 A vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V * V Léttskýjeð f r t r t r / Rigning = Þoka Hálfskýjað r r r — Þokumóða * / * 5 Súld A ZÆk Skýjað r * r * Slydda r * r oo 4 Mistur Skafrenningur / '|| Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri -4 skýjað Reykjavik -4 skýjað Bergen 4 rigning Helsinki -S alskýjað Jan Mayen -7 skýjað Kaupmannah. 9 þokumóða Narssarssuaq -18 léttskýjað Nuuk -11 skafrenn. Osló 3 rígning Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 mistur Amsterdam 10 mistur Aþena 17 léttskýjað Barcelona 14 mlstur Berifn 11 lóttskýjað Chicago -9 heiðskírt Glasgow 7 skúr Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 5 þokumóða Hamborg 12 skýjað Las Palmas 22 skýjað London 14 alskýjað LosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 3 þoka Madrfd 9 háffskýjað Malaga 18 heiðskfrt Mallorca 18 léttskýjað Miami 20 úr.k.fgr. Montreal -2 snjóél Nice 13 heiðskírt NewYork 2 léttskýjað París 10 léttskýjað Róm 12 þokumóða Vín -3 Hrimþoka Washington 1 ióttskýjað Winnipeg -10 skafrenn. aRBS&BssgsstJB Bókmenntafélagið: Heimspekifyrirlestrar eftir Sigurð Nordal Heimspekifyrirlestrar Sig- urðar Nordal Einlyndi og marglyndi, sem fluttir voru í Reykjavík veturinn 1918 til 1919, hafa nú verið gefnir út á bók í fyrsta sinn. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag, en um útgáfuna sáu Þorsteinn Gylfa- son, sem einnig ritar ýtarlegan inngang, og Gunnar Harðarson. Fyrirlestrar Sigurðar vöktu á sínum tíma mikla athygli og haft hefur verið á orði, að enginn íslenskur maður hafi kvatt sér hljóðs um heimspeki við þvílíkar undirtektir. Á lestra hans hlýddu 400 til 500 áheyrendur. Orðin „einlyndi" og „marglyndi" bjó Sigurður Nordal sjálfur til og að sögn Þorsteins Gylfasonar eiga þau sér engar samsvaranir á öðrum málum. Höfundur skýrir hugsun sína m.a. með eftirfarandi orðum í bókinni: „Einlyndi og marglyndi eru fyrst og fremst tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns, þar sem öllum er eðlilegt á víxl að stefna að því að viða nýju efni í sálarlífið og koma á það kerfun og skipulagi, að vera á víxl opnir við margs konar áhrifum og beina at- hygli og orku að einu marki, að vera á víxl eins og hljóðfæri í hendi lífsins eða ráða sjálfir leiknum. Sumir menn hallast þó fyrir eðlisfar eða uppeldi svo greinilega á aðra- hvora sveifina, að orðin „einlyndur" og „marglyndur" má nota sem skapgerðarlýsingar. En mörgum verður örðugt að kjósa um auð og samræmi, fjölbreytni og orku, breidd og dýpt, viðkvæmni og fram- kvæmni. Þá verða einlyndi og marglyndi tvær sjálfráðar lífsstefn- ur, sem gerast mönnum íhugunar- efni og skapa vegamót í lífí þeirra og þroska." Sigurði Nordal entist ekki aldur til að búa Einlyndi og marglyndi til prentunar. Á bókinni birtast handrit hans að fyrirlestrunum, á stöku stað ekki samfellt mál heldur minnisgreinar eða ágrip. Af sumum lestranna eru tvær gerðir til, upp- kast og hreinskrift, og er þá hvort tveggja prentað. Þar birtast líka fjögur sendibréf Sigurðar um lestr- ana. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Líndal, forseti Hins íslens'ka bókmenntafélags, Gunnar Harðarson, Þorsteinn Gylfason og Jóhannes Nordal, sonur Sigurð- ar, kynna bókina á fundi með blaðamönnum í gær. Akureyri: Nefnd kannar gámamálin STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa skipaði á fundi sínum í gær þriggja manna nefnd. Henni er ætlað að fjalla um möguleika á því, að verða við beiðni sjó- manna á togurum félagsins þess efnis að ákveðnum hluta aflans verði landað í gáma og hann seld- ur erlendis. í nefndinni eru formaður stjómar ÚA, Sverrir Leósson, og fram- kvæmdastjórar félagsins, þeir Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteins- son. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að því yrði hraðað að fínna lausn á málinu. „Nefndin var skipuð til að leysa málið, ekki til að salta það,“ sagði Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.