Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 4

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Patreksfjörður: Fyrirtæki kaupfélags- ins ennþá opin SÝSLUMAÐURINN á Pat- reksfirði frestaði því fram í næstu viku að loka sölustöð- um kaupfélagsins og öðrum fyrirtækjum á staðnum vegna söluskattsskuldar. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður var búinn að hóta lokun í gær, föstudag, ef fyrir- tækin kæmu málum sínum ekki í lag þá. Stefán sagðist í gær hafa frestað aðgerðum fram í næstu viku að ósk forráða- manna fyrirtækjanna. Kaup- félag Vestur-Barðstrendinga fékk frest fram til þriðjudags og hin fyrirtækin til föstudags. Fjöldijólasveina á SIÐUSTU daga hafa jólasveinar sést á ferli. Á Lækjartorgi hittu vegfarendur í gær jólasvein af hollenskum uppruna og hafði sá með sér þjóna, dökka á brún á brá. Hann hefur vanist öðrum siðum en íslensku jólasveinarnir og kemur ár hvert til byggða 5. desember. í Hallarmúlanum óku jólasveinar um á hestvagni og buðu viðstöddum börnum að sitja í. Ekki skemmdi fyrir að sælgæti var í pok- um sveinanna. Verzlunin Penninn í Hallarmúla býður börnum i sleðaferð með jóiasveinum í dag og næstu laugardaga, fram til jóla. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir norður-Grænlandi er 1020 millibara haeð, en skammt út af Vestfjörðum er 990 millibara lægð á hreyf- ingu norður. Austur við Noreg er önnur lægð, um 985 millibara djúp, og hreyfist hún austnoröaustur. Um 600 kílómetra suður af Hvarfi er vaxandi 978 millibara lægð á hreyfingu austur og síöar norðaustur. Hiti breytist lítiö í kvöld og nótt, en á morgun hlýnar heldur í veðri. SPÁ: í dag verður austanátt um mest allt land, víða stinningskaldi eða allhvasst. Slydda verður við suöur- og suðausturströndina, en dálítil él á annesjum norðanlands. Á vesturlandi verður úrkomu- laust aö mestu. Hiti nálægt frostmarki við sjávarsíðuna, en -2 til -5 stiga frost inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Á sunnudag verður austan- og norðaustanátt á landinu með snjókomu norðanlands, en skúrum eða slydduéljum sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki. MÁNUDAGUR: Á mánudag kólnar í norðaustanátt, él verða norð- an- og austanlands en lóttir til suðvestanlands. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- -J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Él Heiðskírt 1 A vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V * V Léttskýjeð f r t r t r / Rigning = Þoka Hálfskýjað r r r — Þokumóða * / * 5 Súld A ZÆk Skýjað r * r * Slydda r * r oo 4 Mistur Skafrenningur / '|| Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri -4 skýjað Reykjavik -4 skýjað Bergen 4 rigning Helsinki -S alskýjað Jan Mayen -7 skýjað Kaupmannah. 9 þokumóða Narssarssuaq -18 léttskýjað Nuuk -11 skafrenn. Osló 3 rígning Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 mistur Amsterdam 10 mistur Aþena 17 léttskýjað Barcelona 14 mlstur Berifn 11 lóttskýjað Chicago -9 heiðskírt Glasgow 7 skúr Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 5 þokumóða Hamborg 12 skýjað Las Palmas 22 skýjað London 14 alskýjað LosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 3 þoka Madrfd 9 háffskýjað Malaga 18 heiðskfrt Mallorca 18 léttskýjað Miami 20 úr.k.fgr. Montreal -2 snjóél Nice 13 heiðskírt NewYork 2 léttskýjað París 10 léttskýjað Róm 12 þokumóða Vín -3 Hrimþoka Washington 1 ióttskýjað Winnipeg -10 skafrenn. aRBS&BssgsstJB Bókmenntafélagið: Heimspekifyrirlestrar eftir Sigurð Nordal Heimspekifyrirlestrar Sig- urðar Nordal Einlyndi og marglyndi, sem fluttir voru í Reykjavík veturinn 1918 til 1919, hafa nú verið gefnir út á bók í fyrsta sinn. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag, en um útgáfuna sáu Þorsteinn Gylfa- son, sem einnig ritar ýtarlegan inngang, og Gunnar Harðarson. Fyrirlestrar Sigurðar vöktu á sínum tíma mikla athygli og haft hefur verið á orði, að enginn íslenskur maður hafi kvatt sér hljóðs um heimspeki við þvílíkar undirtektir. Á lestra hans hlýddu 400 til 500 áheyrendur. Orðin „einlyndi" og „marglyndi" bjó Sigurður Nordal sjálfur til og að sögn Þorsteins Gylfasonar eiga þau sér engar samsvaranir á öðrum málum. Höfundur skýrir hugsun sína m.a. með eftirfarandi orðum í bókinni: „Einlyndi og marglyndi eru fyrst og fremst tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns, þar sem öllum er eðlilegt á víxl að stefna að því að viða nýju efni í sálarlífið og koma á það kerfun og skipulagi, að vera á víxl opnir við margs konar áhrifum og beina at- hygli og orku að einu marki, að vera á víxl eins og hljóðfæri í hendi lífsins eða ráða sjálfir leiknum. Sumir menn hallast þó fyrir eðlisfar eða uppeldi svo greinilega á aðra- hvora sveifina, að orðin „einlyndur" og „marglyndur" má nota sem skapgerðarlýsingar. En mörgum verður örðugt að kjósa um auð og samræmi, fjölbreytni og orku, breidd og dýpt, viðkvæmni og fram- kvæmni. Þá verða einlyndi og marglyndi tvær sjálfráðar lífsstefn- ur, sem gerast mönnum íhugunar- efni og skapa vegamót í lífí þeirra og þroska." Sigurði Nordal entist ekki aldur til að búa Einlyndi og marglyndi til prentunar. Á bókinni birtast handrit hans að fyrirlestrunum, á stöku stað ekki samfellt mál heldur minnisgreinar eða ágrip. Af sumum lestranna eru tvær gerðir til, upp- kast og hreinskrift, og er þá hvort tveggja prentað. Þar birtast líka fjögur sendibréf Sigurðar um lestr- ana. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Líndal, forseti Hins íslens'ka bókmenntafélags, Gunnar Harðarson, Þorsteinn Gylfason og Jóhannes Nordal, sonur Sigurð- ar, kynna bókina á fundi með blaðamönnum í gær. Akureyri: Nefnd kannar gámamálin STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa skipaði á fundi sínum í gær þriggja manna nefnd. Henni er ætlað að fjalla um möguleika á því, að verða við beiðni sjó- manna á togurum félagsins þess efnis að ákveðnum hluta aflans verði landað í gáma og hann seld- ur erlendis. í nefndinni eru formaður stjómar ÚA, Sverrir Leósson, og fram- kvæmdastjórar félagsins, þeir Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteins- son. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að því yrði hraðað að fínna lausn á málinu. „Nefndin var skipuð til að leysa málið, ekki til að salta það,“ sagði Sverrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.