Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986'
t
m
t
Ofanleitishamar, þar sem Jón kleif þrítugan hamarinn, sem talinn
var ókleifur. Á myndinni má greina hann standa á bjargbrúninni,
þar sem hann vó sig upp. Smáeyjar ber við himin.
legt, jú, víst er það, og það er fleira,
sem hér kemur til, eins og það, að
báturinn kemur tvisvar á sama stað
að berginu í brimgarðinum, skeija-
garðinum. Það er eins og það séu
einhver æðri völd að verki þegar
svona gerist. Þetta var eina nibban
á mörg hundruð metra löngu svæði,
sem hægt var að komast á. Um
morguninn var báturinn allur kom-
inn í smáspæni, allur brotinn ( spón
eins og tilbúinn í uppkveikju ...“
Jón Vigfússon í Holti varð eftir
þetta mikil fyrirmynd allra Eyja-
peyja, °g litum við mjög upp til
hans. En ég vissi líka til þess, að
hann hafði áður bjargað mannslíf-
um. Tæpum tveimur árum fyrr,
1926, björguðu Jón og bróðir hans
tveimur drengjum frá drukknun í
höfninni í Eyjum. Drengimir, sem
voru innan við fermingu, fóru vissra
erinda út á bátaleguna á lítilli kænu.
Norðanáttin er oft varhugaverð í
Eyjum. Eyjafjallajökull og Heima-
klettur draga úr stormi á sérstakan
hátt, svo að misvindasamt verður á
höfninni. Þannig veður var þennan
dag, og þar kom að stormhviða
feykti kænunni um, svo að strák-
amir fóru í sjoinn, enda hafði þeim
veitzt erfitt að stjóma bátnum. En
þá vildi svo lánlega til, að bræðum-
ir frá Holti voru lika á bát þar
skammt undan, og bar þá brátt að.
Jón Vigfússon stóð í stafni og kippti
strákunum upp í bátinn til sín með
ömggum handtökum. Síðan var
róið f land. Nokkuð var þá af drengj-
unum dregið eftir baminginn á
bátnum og sjóvolkið. Á bryggjunni
beið upphitaður bfll, því að sézt
hafði til ófara drengjanna úti á
bátalegunni, og kalt var nokkuð í
veðri.
Þessi frásögn er ekki öllu lengri.
Drengjunum varð ekki meint af
volkinu, en þeir gáðu betur að sér
eftirleiðis, enda lögðu aðstandendur
þeirra ríka áherzlu á það.
Eins og greint var frá í upphafí
máls, hitti ég Jón Vigfússon ný-
lega, fór einn dvalardag minn í
Eyjum heim til hans, þar sem hann
situr á friðarstól. Heldur gerði hann
lítið úr þætti sínum, þegar óhappið
henti á bátalegunni fyrir 60 ámm,
en ég tel mig vita betur.
Jón Vigfússon er maður lítillátur
og hefur ekki látið haggast í lífsins
ólgusjó. Slíkum mönnum famast
vel, og kemur það heim við hin al-
kunnu orð: Þar sem góðir menn
fara em Guðs vegir.
Höfundur er tæknifræðingur og
fyrrum framkvæmdastjári A. Jó-
hnnnsson ogSmith hf. Hann er
varamaður t skólanefnd Iðnskól-
ans og hefur kennt við þann skóla.
Norsk bók
frá Æskunni
ÆSKAN hefur gefið út bókina
Furðulegur ferðalangur eftir
norska höfundinn Bjarn Ronn-
ingen. Bókin er myndskreytt af
Vivan Zahl Olsen.
í fréttatilkynningu frá útgefandi
segir m.a: „Sagan segir frá systkin-
unum Vilhjálmi, Danna og Telmu
sem gleyma aldrei hinu einstaka
sumri með frænda sínum, Vilhjálmi
Orkan — furðulegum ferðalangi.
Óvænt lendir hann á ótrúlegu
farartæki sínu og koma hans hleyp-
ir undarlegum, kitlandi óróa í
blóðið.
Vilhjálmi frænda fylgja nýjar
uppgötvanir og óskiljanlegir at-
burðir. Leynidyr, sem hafa verið
lokaðar, ljúkast upp og saman
hverfa systkinin, frændinn — og
við — á vit ævintýranna...“
Furðulegur ferðalangur er 97
bls. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist
prentun og bókband.
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
í dag, laugardag, koma þeir KERTASNÍKIR og GÁTTAÞEFUR
arkandi inn Austurstrætið og koma við hjá okkur í
EYMUNDSSON
KERTASNIKIR OG GATTAÞEFUR
í EYMUNDSSON í DAG KL. HÁLF ÞRJÚ.
EYMUNDSSON
Austurstræti 18 Sími: 18880
JÓLASVEINAR í AUSTURSTRÆ