Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 OKKAR HJARTANS MÁLV IÓLAGJÖF- TÆKIFÆRISGJÖF? LAUGARDAGINN 6. DES. N.k. MUNU SÖLUBÖRN BANKA Á DYR ALLRA HEIMILA í REYKJAVÍK. ÞAU MUNU BJÓÐA TIL SÖLU HEIMILISALMANAK ÁRSINS 1987 MEÐ TEIKNINGUM EFTIR BRIAN PILKINGTON. Ágóði af sölu almanaksins fer til að stuðla að lækningu hjartasjúkra og að efla fræðslu um orsakir og afleiðingar hjartasjúkdóma. TAKTU ÞVÍ VEL Á MÓTI SÖLUBÖRNUNUM. VERTU MEÐ LIONSKLÚBBURINN VÍÐARR. Heilög Jó- hanna á fjöl- miðlafylleríi eftir Sverri Einarsson Síðastliðin 2—4 ár hefír Jóhanna Sigurðardóttir valið það sem eitt af sínum verkefnum á Alþingi ís- lendinga að vinna að tannlækninga- málum. Hún hefír jafnframt talið það þjóna verkefninu best að ástunda ofsóknir á hendur tann- læknastéttinni með einhveiju óskil- greindu ofstæki sem hefír byrgt henni sýn og firrt hana allri glóru gagnvart þessu vandamáli. Allan þennan tíma hefír henni tekist að komast hjá því að láta frá sér fara eitt einasta jákvætt orð til tann- læknastéttarinnar. Aldrei minnst á það einu orði að líkur séu til þess að íslendingar eigi eina best mennt- uðu tannlæknastétt sem nokkur þjóð getur státað af. Stétt sem legg- ur stolt sitt í að koma upp hlýlegum og notalegum tannlæknastofum, stétt sem vinnur með bestu tækjum sem hægt er að koma höndum yfir og notar þau bestu efni sem fást á hverjum tíma. í stað þess hefír Jó- hanna tileinkað sér þá mynd sem íslenskir fjölmiðlar hafa smíðað, þar með taldir ríkisfjölmiðlar, og byggð er á eindæmum og birt þjóðinni. Tannlæknir í augum Jóhönnu er orðinn stereotypa, einhvers konar vélmenni, sem mætir til vinnu á hveijum degi, kemur sér fyrir í vinnustól, ýtir á takka sem setur færiband í gang og færir honum sjúklinga með fullan munninn af peningaseðlum, en stendur upp öðru hveiju til að telja peninga ofan í ágræddan peningakassa, með svip Fagins í andlitinu. Þessi mynd svífur eilíflega fyrir sjónum Jóhönnu. Þess vegna brosir hún framan í sjónvarpsáhorfendur þegar hún skýrir frá því að ein- hveijir einstakir tannlæknar hafí haft óeðlilega lág mánaðarlaun sl. ár. Henni er það algerlega ofraun að láta sér detta í hug að íslenskir tannlæknar geti orðið fyrir bílslysi og legið á sjúkrahúsi í 3 mánuði, að tannlæknir geti dottið á hálku og handleggsbrotnað, að atvinnu- sjúkdómur dragi úr afköstum þeirra, að tannlæknir geti orðið áfengissýkinni að bráð, að tann- læknir geti orðið ófrískur og verið þess vegna frá vinnu, heldur ekki að tannlæknar eldist og dragi úr sinni vinnu. Þá er henni einnigfyrir- munað að láta sér detta í hug að ungir nýútskrifaðir tannlæknar sem eru að koma sér fyrir í þjóðfélaginu hafi ekki alltaf nóg að gera og þaðan af síður að markaðurinn sem bætir við sig 8—10 tannlæknum á ári sé orðinn mettaður. Þess vegna hlær Jóhanna. Jóhanna trúir því af því það hentar vel í baráttunni að 140 þús. manns á aldrinum 17—67 ára séu allir í kös að betjast við að komast í tannlæknastólinn, þó tölur frá öðrum þjóðum, t.d. írum, sýni að aðeins 34% þjóðarinnar sæki tannlækni reglulega. Hún trú- ir þessu þrátt fyrir að sjálf hafí hún hamrað á þeirri kenningu, sem hún nú hefir stungið undir stól, að laun í landinu séu svo lág og tannlækn- ingar svo dýrar að fáir hafí efni á að fara til tannlæknis. í hvert skipti sem Jóhanna ræðir þessi mál tínir hún til tölur sem þjóna þeim tilgangi fyrst og fremst að ófrægja og níða tannlæknastétt- ina. Þegar hún talar um launaþróun tannlækna (árabil 1981—1985) þykir henni henta að nota ranga tölu enda þótt embættismaður sá sem töluna reiknaði og hafa vill það sem sannara reynist hafi leiðrétt þessa tölu. Hún leikur sér að því VARAHLUTIR RÝMINGARSAIA ÁTOYOTA VARAHLUTUM ÁRGERÐ 1979 OG ELDRI. MJÖG GOTT VERÐE Opið á laugardögum frá kl. 10:00 - 13:00. TOYOTA NÝBÝLAVEGI 8 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 91-44144 MS-basar ogjólakort MS-FÉLAG íslands er að hefja sölu á jólakortum og merkimiðum sem Snorri Sveinn Friðriksson hefur teiknað. Þetta er ein af fjár- öflunarleiðum MS-félag-sins, og vona félagsmenn að fólk taki vel á móti sölubörnum um helgina, segir í frétt frá félaginu. Árlegur kökubasar félagsins verður haldinn í Blómavali Sigt- úni, sunnudaginn 7. desember kl. 13.00. Kökum verður veitt mót- taka frá kl. 12.00 sama dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.