Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Endurmat á störfum kvenna eftir Sigríði Dúnu r'-f Kristmundsdóttur Árið 1976 voru fyrst sett lög hér á landi um jafnan rétt kvenna og karla. í þessum lögum og þeim endurbótum sem á þeim voru gerð- ar vorið 1985 er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að mismuna fólki eftir kynferði hér á landi, „konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf“, eins og segir í 4. gr. núgildandi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Því miður taka þessi lög ekki tillit til þeirrar stað- reyndar að verðmæti starfa er háð mati hverju sinni og því hafa lögin ekki reynst þess megnug að leið- rétta það kynbundna launamisrétti sem nú viðgengst á vinnumarkaðn- um í skjóli verðmætamats sem metur hefðbundin karlastörf hærra en hefðbundin kvennastörf. Staðreyndir vinnu- markaðarins í skýrslu Byggðastofnunar Vinnumarkaðurinn 1984: Mann- afli, meðallaun, atvinnuþátttaka, sem út kom í febrúar 1986, kemur fram að karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur árið 1984. Raunar eru það aðeins 14 ára unglingspiltar og 75 ára karlar og eldri sem fá lægri meðal- laun á ársverk en sem nemur meðallaunum allra kvenna, eins og sjá má á meðfýlgjandi töflum. Einn- ig kemur fram að konur hópast í ákveðnar starfsgreinar, einkum þjónustu- og umönnunarstörf, og að meðaltekjur kvenna hækka minna með aldri en meðaltekjur karla. í síðustu kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins var engin tilraun gerð til að endurmeta kvennastöi’fín eða til þess að hækka konur í laun- um á einhvem hátt þannig að vísast er útkoman ekki betri hvað varðar meðallaun eftir kyni í ár og hún var 1984. Reyndar má telja líklegt að bilið á milli meðallauna kvenna og karla hafi enn breikkað síðan síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þar var ekki tekið á lægstu launum og því ýttu þessir samningar undir áframhaldandi þróun þessa tvöfalda launakerfís sem hér hefur þrifíst um árabil. Lágu taxtamir hafa gert atvinnurekendum kleift að borga þeim starfsmönnum sínum sem þeir kjósa aukalega umfram það sem samið var um. Er enginn vafí á því að þessi þróun hefur ekki hvað síst bitnað á konum á vinnumarkaðnum m.a. vegna þess að sá skilningur er enn almennt ekki viðtekinn í íslensku þjóðfélagi að konur séu fyrirvinnur engu síður en karlar. Líkur em því á að hið kynbundna launamisrétti hafí aukist frekar en minnkað að undanfömu. Tillaga Kvennalistans Þetta ástand er vitaskuld með öllu óviðunandi og því hefur Kvennalistinn flutt tillögu á Alþingi þess efnis að þegar skuli hafíst handa við gagngert endurmat á störfum þeirra kvenna sem hjá ríkinu starfa, hvort sem um er að ræða störf kvenna í félögum ríkis- starfsmanna eða í öðmm stéttarfé- lögum. Yrði slíkt endurmat stefnumótandi fyrir endurmat á öll- um kvennastörfum í landinu og miðar að því að þau störf sem kon- ur inna af hendi verði metin til jafns við þau störf sem karlar stunda. í tillögunni er lagt til að þeir þættir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Þegar þetta er skrifað sitja aðilar vinnumark- aðarins við samninga- borðið og verður fróðlegt að sjá hvernig eða hvort þeir taka á þeim launamun sem nú er á milli kvenna og karla á vinnumarkaðn- um,“ sem einkum einkenna kvennastörf- in, þ.e. umönnunar-, uppeldis- og þjónustuþættir, verði í starfsendur- matinu metnir til jafns við ábyrgð- ar- og fmmkvæðisþætti hefðbund- inna karlastarfa. Þessir þættir kvennastarfanna, sem margir em hinir sömu og í hinum hefðbundnu heimilisstörfum, em vissulega engu síður mikilvægir en þeir þættir karlastarfa sem skila körlum meira en helmingi hærri launum en kon- um að meðaltali þó mikið skorti á að það sé viðurkennt á borði ekki síður en í orði. Þegar tillaga Kvennalistans um mat heimilisstarfa var til umræðu á Alþingi á síðastliðnu vori komu þingmenn hver á fætur öðmm í ræðustól til að ítreka mikilvægi heimilisstarfanna. Það mun reyna á það í afgreiðslu Alþingis á starfs- endurmatstillögu Kvennalistans hvort þessir þingmenn em tilbúnir að standa við orð sín og leggja því lið að þeir þættir sem einkenna heimilis- og umönnunarstörfín verði metnir að verðleikum í launakjörum eins og tillagan kveður á um. Kynbundinn launamun- ur hjá ríkinu Tillagan nær eingöngu til þeirra sem hjá ríkinu starfa og er hugsuð sem skref í átt að gagngera endur- mati á störfum kvenna á vinnu- markaðnum. Nái hún fram að ganga á hún að geta komið öllum launakonum til góða þar sem sam- tök launafólks geta á gmndvelli hennar samið um sambærilegar leiðréttingar á verðgildi kvenna- starfa á hinum almenna vinnumark- aði. Með tillögunni er lagt til að ríkið gangi á undan með góðu for- dæmi og endurmeti kvennastörfin í sínum eigin ranni, með það í huga að slíkt endurmat verði einnig tekið upp á hinum almenna vinnumark- aði. Hjá ríkinu starfa nú 6.000 konur og 3.495 karlar í 14 félögum ríkis- starfsmanna. Hjá launadeild §ár- málaráðuneytisins fengust eftirfar- andi upplýsingar um skiptingu stöðugilda og yfírvinnu í launa- flokka eftir kynjum. Meðal þeirra sem fá greidd laun skv. kjarasamn- ingi BK (Bandalagi kennarafélaga) em aðeins 83 stöðugildi af 1.618 stöðugildum kvenna sem ná þeim meðallaunum eða hærri sem körlum innan félagsins em greidd. Yfír- vinnugreiðslur til kvenna em þar 22% af dagvinnulaunum á móti 48,7% hjá körlum. Innan BHMR em þau stöðugildi kvenna sem ná með- Byggingavöruverslanir - Hurðasmiðjur Við bjóðum hina viðurkenndu TOTAL-fellilista fyrir hurðir á eftirfarandi verðum miðað við gengi norskrar krónu 28. nóvember 1986: Hurðarspjald: Verð án söluskatts: Verð með söluskatti: 60 sm kr. 520 kr. 650 70 sm kr. 540 kr. 675 80 sm kr. 560 kr. 700 90 sm kr. 580 kr.725 100 sm kr. 600 kr. 750 110 sm kr. 620 kr. 775 120 sm kr. 640 kr. 800 TOTAL-fellilistar eru úr áli og fylgja leiðbeiningar og allur festibúnaður. TOTAL-fellilistar gera þröskulda óþarfa, hindra trekk og eru viður- kenndir fyrir B-30 eldvarnarhurðir. Elnkaumboð ð íslandl fyrir TOTAL SKANIS HF. norræn vidskipti, Laugavegi 59,101 Reykjavík. Sími: 21800. Mcðallaun á ársverk eftir kyni. Ur Vinnuniarkadurinn 1984: Mannafli. meöallaun, tekjur. Byggðastofnun. febr. 1986. MEÐALLAUN EFTIR KYNI OG ALDRI ARIÐ 1984 Aldur Karlar Konur Karlar og konur <= 14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 Ó0-64 65-69 70-74 >=_7 5__ Meðallaun 138 268 349 402 A 3 5 452 4 55 446 422 4 00 263 3 29 291 _242_ 396 138 220 2 4 3 266 271 270 2 68 2 59 2 5*- 24 V 240 22S 224 209 138 247 303 348 373 384 38 0 3 66 352 341 3 20 295 274 234 339 MEÐALLAUN EFTIR KYNI OG ALDRI ÁRIÐ 1984 »4 15- 20- 25- 30- 35- 40- 45- 50- 55- 60- 65- 70- 75 19 24 29 34 39 44 49 54 59 64 69 74 Bldur*f lokkar aw.AFSukry.^SfS. af öllum KiTdöANUM.M,KIÐOBVAL. SÉRSTAKT jöLASTJARNAÍHVÍTUMl TILBOD ksramíkpottí KR. Orlnl;,'- ^■■"3^70-686340 Gróðurtiúsinu við Sigton. Simar 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.