Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Ráðstefna um framtíð útvarps Menningarmálanefnd Sjálfstæðisflokksins heidur ráðstefnu framtíð útvarps á íslandi að Hótel Sögu á sunnudaginn. í fréttatilkynningu segir: „Von- ast er til að hér komi fram þau fjölbreyttu viðhorf sem uppi eru um framtíð „ljósvakafjölmiðlanna" svo nefndu, hvers vænta má af þeim og hvers verður krafist af þeim. Bíður okkur aukið tjáningarfrelsi eða „fjölmiðlafár"? Hvert stefnir í uppbyggingu og starfi einkastöðva? Hvert verður framtíðarhlutverk ríkisútvarpsins? Hvemig verður brugðist við flóði erlends dagskrár- efnis? Þessum og mörgum öðrum spumingum verður varpað fram og þær ræddar frá ýmsum hliðum." Ráðstefnustjóri er Davíð Scheving Thorsteinsson og ritari Þórunn um fijálsar umræður um efni framsögu- erindanna, svo og gildi skoðana- kannanna og kannana á notkun hljóðvarps og sjónvarps. Að þeim loknum er þátttakend- um boðið að skoða nýbyggingu Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra slítur ráðstefnunni. (Fréttatilkynning) Mynd sem tekin var á æfingu þjá Háskólakómum. Afmælistónleikar Háskóla íslands Gestsdóttir. Ráðstefnan verður sett kl. 10.00 og síðan flytja framsöguerindi Kjartan Gunnarsson formaður Út- varpsréttamefndar, Inga Jóna Þórðardóttir form. Útvarpsráðs, Pétur Guðfinnsson sjónvarpsstjóri, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar, Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Halldór Blöndal alþingismaður. Að loknum hádegisverði verða f TILEFNI af 75 ára afmæli Háskóla íslands gangast tónleikanefnd Háskólans og Háskólakórinn fyrir afmælistónleikum sunnudaginn 7. desember. Þeir verða haldnir i Norræna húsinu og hefjast kl. 17.00. Kristinn Sigmundsson baritón og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja ítalskar óperuaríur og sön- glög eftir eldri og yngri íslensk tónskáld. Einnig syngur Háskóla- kórinn, undir stjóm Ama Harðar- sonar, erlend og innlend lög, þ.á.m. lög sem hafa verið samin sérstak- lega fyrir kórinn. Háskólakórinn hélt sína fyrstu opinberu tónleika árið 1973 og síðan þá hefur kórinn haldið tón- leika bæði hérlendis og erlendis. Söngur hans hefur verið fastur liður í ýmsum hátíðahöldum á vegum stúdenta og Háskólans. A síðustu ámm hefur kórinn í auknum mæli flutt ný íslensk tónverk og hafa ýmis leiðandi tónskáld landsins sa- mið §ölda tónsmíða sérstaklega fyrir hann. Fyrsti stjómandi kórsins var Rut Magnússon söngkona en 1980 tók Hjálmar II. Ragnarsson við stjóminni og starfaði með kóm- um til 1983 þegar núverandi stjóm- andi hans tók við. í vetur er 13. starfsár Háskóia- tónleika, sem tónleikanefnd Háskól- ans stendur fyrir. Undanfarin misseri hafa þeir verið í hádeginu á miðvikudögum í Norræna húsinu. Upphaflegur tilgangur Háskólatón- leika var tvíþættur, að örva menningarlegt félagslíf í Háskólan- um, og að auka tónlistarlíf í Reykjavík. Tillögur ASÍ, VSÍ og VMS um aðgerðir í efnahagsmálum: Afram verði fylgt sömu verðlagsmál á öðmm sviðum. Hér skiptir mestu máli hvort settar em hömlur á samkeppni. Að undan- fömu hefur verið rætt um hættuna á því að settur verði framleiðslu- kvóti á egg eða kjúklinga þannig að sú samkeppni sem verið hefur í þessum greinum matvælafram- leiðslu verði takmörkuð. stefnu í gengismálum Minnisblað um breytingar á tekjuskattskerfinu Að undanfömu hafa samnings- aðilar átt viðræður við fulltrúa Qármálaráðuneytisins um endur- skoðun skattkerfisins. Samningsað- ilar leggja áherslu á eftirfarandi markmið í tengslum við þá endur- skoðun: a) Skattar einstaklinga verði stað- greiddir, þ.e. tekjuskattur, útsvar, sjúkratryggingagjald, kirkju- garðsgjald, sóknargjald og framlag til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Staðgreiðslan verði tek- in upp í ársbyijun 1988. b) Skattkerfið verði einfaldað með sammna ofangreindra skatta og afnámi frádráttarliða, en teknir verði upp sérstakir skattaafslætt- ir þ.e. almennur afsláttur afsláttur vegna bama húsnæðisafsláttur sjómannaafsláttur c) Miðað verði við að skattleysis- mörk verði um 30 þúsund krónur á mánuði, að skatthlutfall verði aðeins eitt og það lækki verulega frá því sem það er samanlagt að hámarki nú. d) Skattaeftirlit verði hert og mannafla beint sérstaklega að eftirliti með því að óhjákvæmileg- ir frádráttarliðir vegna öflunar tekna fyrirtækja og einstaklinga séu ekki misnotaðir og að öðram þeim sviðum þar sem aukið eftir- lit er líklegt til að skila árangri. e) Samningsaðilum verði tryggð þátttaka í áframhaldandi undir- búningi málsins. Minnisblað um verð- lags- og- efnahagsmál vegna kjarasamninga í desember 1986 Til: Ríkisstjómar íslands Frá: Viðræðunefndum ASÍ, VSÍ og VMS 1. Áfram verði fylgt þeirri stefnu í gengismálum sem mörkuð var við gerð kjarasamninga 26. febrú- ar sl. 2. Stjómvöld ábyrgist að „opinberir liðir" vísitölu framfærslukostnað- ar og ný skattlagning leiði ekki í heiid til hækkana umfram al- menna verðlagsviðmiðun. Hækkanir á verði búvara verði innan sömu marka. 3. Dregið verði úr fyrirhuguðum erlendum lántökum með: a) Takmörkunum á lántöku- heimildum. b) Lántökum sveitarfélaga og íjárfestingalánasjóða verði beint að innlendum aðilum m.a. lífeyris- sjóðum. c) Sett verði sérstök mörk á ábyrgðir ríkisábyrgðasjóðs og ríkisbanka vegna erlendra lána. 4. Aðhaldssamri stefnu verði fylgt á sviði peningamála. Heimiluð verði stofnun gengistryggðra spariQárreikninga. 5. Ríkisstjómin komi í veg fyrir að framleiðsluhömlur og verðstýring verði sett á framleiðslu eggja og kjúklinga. Kartöfluskattur verði afnuminn. 6. Fjárhæðir bóta almannatiygg- inga verði hækkaðar. 7. Ríkisstjómin beiti sér fyrir því að lögbundinn verði réttur Kjara- rannsóknanefndar til öflunar upplýsinga. Greinargerð um verð- lagsmál og efnahags- legar forsendur vegna kjarasamninga í des- ember 1986 1. Verðlagsmál Þær upplýsingar sem borist hafa um verðlagningaráform opinberra aðila á næstunni benda til þess að vísitala framfærslukostnaðar geti hækkað vegna þeirra um nálægt 1% verði ekkert að gert. Skiptingin milli einstakra þátta er þannig: Vog Hækkunar- Rafmagn (10%—16,4%) 1,51% áhrif 0,15-0,25 (Landsviriijun viðmiðun) Hiti 25% 2,09% 0,53 (Hitaveita Reykjavíkur) Pósturogsími20% 0,62% 0,12 Ríkisútvarpið 30% 0,58% 0,17 Samtals 4,80% 0,97-1,07 í hefðbundnum verðbólguspám væri gert ráð fyrir að þessir liðir í heiid hækkuðu í takt við annað, þótt einstakir liðir geti hækkað meira en aðrir. Kemur þar bæði til óvissa og hitt að einstakir liðir kunna að hafa hækkað minna en almennt verðlag á líðandi ári. í fjárlagaffumvarpi ríkisstjómar- innar er boðuð skattlagning orku sem skila á 600 milljón króna tekj- um fyrir ríkissjóð á árinu 1987. Ef gert er ráð fyrir því að þessi skatt- lagning komi jafnt á innflutta orku, þ.e. bensín, gasolíu og svartolíu, leiðir það til um 10% hækkunar á útsöluverði bensíns, en hækkunar- áhrifin af því í vísitölu framfærslu- kostnaðar era 0,33%. Nokkur óvissa ríkir um innflutn- ingsverð á bensíni. Haldist núver- andi verð óbreytt þyrfti væntanlega að hækka útsöluverð um 1 krónu í upphafi næsta árs. Á móti því kemur afsláttur í nýgerðum samn- ingum um bensínkaup og ennfrem- ur að á þessum árstíma sveiflast heimsmarkaðsverð á bensíni jafnan niður á við. Af þeim ástæðum gæti hugsanlega verið unnt að halda bensínverði án skattlagningar óbreyttu vel fram á vorið. í hefð- bundinni verðbólguspá myndi ekki vera gert ráð fyrir því að hækkun á bensínverði hækkaði fram- færsluvfsitölu umfram annað. Til viðbótar þessum liðum sem að framan era taldir koma aðrir liðir sem era verðlagðir af opin- beram aðilum svo sem: Vog Lyfjakostnaður og heilbrþjón. 0,63% Strætisvagnar 0,39% Sundstaðir 0,26% Þjóðleikhús 0,13% Dagvistun 0,60% Tóbak 2,59% Áfengi 1,25% Samtals 5,85% Sé miðað við tekjuáætlanir ríkis- sjóðs fyrir þetta ár og hið næsta eins og þær hafa birst í ijárlögum og fjárlagafrumvarpi virðist einsýnt að áfengi og tóbak muni hækka á næstunni og væntanlega einhvem tíma aftur á næsta ári. Samkvæmt fjárlagaframvarpinu eiga tekjur ríkissjóðs af ÁTVR að aukast um 9,5% milli ára sem þýðir a.m.k. að þessar vörar hækka S takt við ann- að. Eðlilegt er að reikna með því að þessir liðir hækki ekki meira en svarar til almennra verðlagsbreyt- inga fram til áramóta 1987/1988 ef verðbólgan verður á þeim lágu nótum á næsta ári sem stefnt er að. Nauðsynlegt er að stjómvöld ábyrgist að þeir liðir sem hið opin- bera hefur áhrif á með verðlagningu opinberrar þjónustu eða nýrri skatt- lagningu hækki ekki vísitölu framfærslukostnaðar umfram al- mennar verðlagsbreytingar. Upplýsingar frá Sementsverk- smiðju ríkisins benda til þess að um mjög óveralegar hækkanir verði þar að ræða á næsta ári. Sement er lið- ur í byggingavísitölunni sem kemur að tíunda hluta inn í framfærsluvísi- tölu. Erfíðleikar virðast vera hjá Áburðarverksmiðjunni og má ætla að hún þurfí um 150 milljónir á næsta ári til þess að hækkun áburð- arverðs hafi ekki veruleg áhrif á verð landbúnaðarafurða. Til viðbótar því sem hér hefur verið tínt til má nefna að hið opin- bera getur haft veraleg áhrif á Verð á eggjum og öðram afurð- um alifugla hefur sveiflast nokkuð á undanfömum misseram, en al- mennt þó verið lágt. Egg og kjúklingar vega nú 0,64% í vísi- tölunni. Þessar greinar matvæla- framleiðslu hafa á hveijum tíma lagað sig að eftirspum neytenda án íhlutunar stjómvalda. Fram- leiðslu- og verðstýring á þessu sviði myndi leiða til óhagkvæmni í rekstri og stórhækkunar á verði til neyt- enda. Slfk verðhækkun kynni að leiða til 0,5% umframhækkunar á vísitölu framfærslukostnaðar. Því verður að treysta, að ríkisstjómin beiti sér gegn því að framleiðslu- hömlur verði teknar upp í þessum greinum. Sl. vor vora samþykkt lög á Al- þingi sem veittu landbúnaðarráð- herra heimild til þess að leggja sérstakt innflutningsgjald á kartöfl- ur. Því var lýst yfir í umræðum um málið að álagning þessa skatts ætti ekki að hafa í för með sér hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. Hins vegar gerðist það að skattur- inn leiddi til hækkunar á vísitölunni um ca. 0,3% hinn 1. ágúst sl. og samsvarandi hækkunar á launum með úrskurði launanefndar. Þessa heimild til álagningar kartöflu- skatts verður að afnema, þar sem augljóslega er óraunhæft að skatt- urinn leiði ekki til hækkunar á framfærslukostnaði. í kjölfar kjarasamninganna á sl. vetri var verðgæsla og upplýsinga- miðlun um verðlag á neysluvöru og þjónustu stórefld. Verðsamanburð- ur og stöðugra verðlag hefur styrkt samkeppni og endurvakið verðskyn almennings. Aukin samkeppni stuðlar ekki aðeins að lægra vöra- verði um stundarsakir heldur leiðir til þess að seljendur vöra og þjón- ustu leita aukinnar hagkvæmni í framleiðslu, innkaupum og dreif- ingu. Mikilvægt er að áfram verði haldið að efla þetta starf, sem ótví- rætt hefur skilað miklum árangri. 2. Efnahagslegar forsendur Sá kjarasamningur sem nú er til umfjöllunar byggir á stöðugu gengi krónunnar og mjög lágri verðbólgu. Útflutnings- og samkeppnisgreinar verða því að starfa á þeim grand- velli að geta ekki náð tekjuhækkun í skjóli gengisbreytinga. Á sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.