Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
"EF VI9 HEFÐUM SVOSEM TÍU ÞÚSUND MHNNR ÞIN&
ÞA VÆRI ÞETTR PRl-PSÆLRSTR LRNO i HEIMI"
Eymayndi
Svavar góður.
Mig langar að vekja athygli á
þáttum Svavars Gests útvarps-
manns á laugardögum á rás 2, sem
hafa verið á dagskrá undanfarið.
Þættimir eru um góðu gömlu „bítla-
hljómsveitirnar" íslensku — spiluð
lög og rabbað við tónlistarmennina
vítt og breitt. Þessir þættir eru
fræðandi, léttir og skemmtilegir —
sannkallað eymayndi, hver og einn.
Svipaða sögu má segja um flesta
aðra þætti sem Svavar sendir frá
sér fyrr og nú, s.s. „Rökkurtóna"
á rásinni, síðla kvölds í miðri viku.
Bestu þakkir Svavar — sem
mest af íslensku, hreinræktuðu eða
blönduðu. Það sinna því helst til
fáir, þó landsmenn almennt séu loks
famir að átta sig og fer þeim fækk-
andi sem sækja vatnið yfir lækinn!
Jakob P. Jóns.,
Garðabæ.
Þessir hringdu . . .
„Nú er ég alveg
handalaus“
Sveinn Guðmundsson hringdi:
Einhverntíma á dögunum týndi
ég svörtu lyklaveski í Reykjavík
og mér er alveg lífsins ómögulegt
að fínna það aftur. í því eru 12
- 14 lyklar og ganga þeir að mörg-
um hirslum sem mér er afskap-
lega nauðsynlegt að komast í en
eru mér nú læstar. Ég býð góð
fundarlaun. Vinsamlega hringið í
s. 28386 (vinnus.) eða 39149
(heima).
Fundnir lyklar
Erlipgur Friðriksson í Elda-
skálanum, Brautarholti 3, hringdi
og sagðist hafa fundið lykla. Frek-
ari upplýsingar um lyklana er að
hafa í s.621420.
Gott starfsfólk á
Borgarspítalanum
Kristin Stefáns hringdi:
Það er alltaf verið að hnjóða í
starfsfólk Borgarspítalans sem
mér finnst afskaplega rangt. Það
em 17 ár síðan ég veiktist og
síðan hefur ekki liðið svo ár að
ég hafí ekki þurft að leggjast inn
á Borgarspítalann um lengri eða
skemmri tíma. Og það get ég
sagt að starfsfólkið þar, alveg frá
hinum æðsta til hins lægsta, er
alveg frábært. Það er hjálpsamt
og elskulegt og þess vegna fínnst
mér leiðinlegt að sjá hnjóðað í það.
Hver saknar
kvenveskis?
Skilvis hringdi og sagðist hafa
fundið á Langholtsveginum kven-
veski, afskaplega fallegt, fyrir um
viku síðan. Frekari yupplýsingar
í s.34627.
Sundlaug Vest-
urbæjar 25 ára
H.T. hringdi:
Miðvikudaginn 2.desember
varð Sundlaug Vesturbæjar 25
ára. Mér fannst það skjóta nokkuð
skökku við að enginn blaðamaður
var mættur á staðinn og þar af
leiðandi kom lítið um þetta af-
mæli í dagblöðunum, ef nokkuð.
Það var nú eitthvað annað þegar
Laugardalslaugin var opnuð hér
um árið eftir mikla viðgerð og
endurbætur. Þá vantaði ekki um-
fjöllunina.
Hvar má skoða
myndbandsspól-
urnar?
Hreinn hringdi:
Ég er á höttunum eftir land-
kynningarspólu um landið en
vandinn er sá að einar þijár slíkar
hafa verið gerðar og ég vil helst
ekki velja án þess að geta fyrst
séð innihald þeirra. Ég hef hugsað
myndbandsspóluna sem gjöf
handa erlendum kunningjum og
mér stendur ekki alveg á sama
um landkynninguna sem ég sendi
þeim. Ef einhver getur hjálpað
mér þá láttu Velvakanda vita.
Týndi jakka á
Hótel Örk
Kona hringdi og sagðist hafa
týnt svörtum dragtjakka á Hótel
Örk þann 7.nóv.sl.. Finnandi vin-
samlega hringi í s. 99-4676.
Vill rólega tón-
list á Rásina
Dreifbýlismaður hringdi:
Ég vil endilega biðja þá á Rás
2 um að byija aftur með rólega
kvöldþætti á borð við „Kvöldsýn"
og „Svifflugur“, sem eitt sinn
voru þar á dagskrá.
Glannalegur
akstur
Felix og Krissi hringdu:
Um daginn sáum við hvar
kennslubifreið hægði á sér við
hraðahindrun í Arbænum. Þá kom
annar bíll á feiknahraða og hent-
ist fram úr kennslubifreiðinni og
þaut yfír hraðahindrunina. Hugsið
ykkur ef kennslubifreiðin hefði
verið að hleypa barni yfír. Við
viljum biðja ökuþóra um að at-
huga þetta. Menn eru ekkert verri
bflstjórar þó þeir keyri ekki alltaf
eins og bíllinn leyfír.
Fyrirspurn til
Bjarna Félix-
sonar
ísfirðingur hringdi:
Mig langar til að spyrja Bjama
Félixson að því hvort ekki megi
gera íþróttajjáttinn svolítið fjöl-
breyttari? Ég er viss um að
þátturinn versnar ekkert við það
þó dregið sé svolítið úr sýningum
á fótbolta í honum.
77
MRVALS vörur
ÚRVALS verð
M
OPIÐ TIL
KL. 14 Á
LAUGARDAG
9?
stAlvaskarí
Vandaðir stálvaskar í ýms-
um stærðum og gerðum.
GUFUBÖÐ.
Bjóðum nú gufu og sauna-
böð, er henta hvaða heimili
sem er. Allt í einum pakka.
BLÖNDUNARTÆKI.
Ótrúlegt úrval af blöndun-
artækjum. Stflhrein/falleg.
LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ.
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
SALERNI.
Við bjóðum þér vönduð
salerni af ýmsum gerðum.
Ásamt ýmsum áhöldum á
baðherbergið. Sérlega
hagstætt verð.
i
I
í
“ L
STURTUKLEFAR.
Sturtuklefar er ganga hvar
sem er. Af öllum stærðum
og gerðum.
-r
I
r