Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 14
14 r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Um æskuár í Kefla- vík og Kasakstan Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Lena og Árni Bergmann:Blátt og rautt. Bernska og unglingsár í tveim heimum Útg. Mál og menning 1986. A TARNA góð hugmynd hjá þeim Árna og Lenu Bergmann að skrifa um æsku sína og uppvöxt, á þann hátt sem þau gera hér. Varla er hægt að hugsa sér ólík- ari heima en þá, sem þau hrærast í á unglingsárum. Árni er að vaxa úr grasi í Keflavík og man fyrst eftir sér um það leyti sem heims- styijöldin er að bijótast út. Stríðið er þó ekki efst í huga þeirra félag- anna, heldur hvers konar barnale- ikir og lífsathuganir. Samskiptun- um við ættingja og félaga er lýst elskulega og fjörlega. Fyrsti kafli Lenu Bergmann er býsna myndrænn. Hann hefst svona:„Ég var orðin meinatæknir og farin að vinna á Landsspítalan- um. Svo var það einn morgun að ég var að bjástra við að taka göml- um manni og fárveikum blóð. Hann opnaði augun, leit á mig og sagði veikri röddu en viss í sinni sök: Þú ert af Laxamýrarætt. Nei, sagði ég. Ertu viss ? sagði gamli maðurinn. En þú hlýtur að vera að norðan. Nei ég er ekki að norðan. Hvaðan ertu þá; spurði hann og var komin gremja í röddina. Ég ..ég er að austan, svaraði ég og flýtti mér út. Mér fannst óþarfí að raska ró þessa gamla manns með því að fara nánar út í þá sálma. En hvaðan er ég þá og hvað veit ég um mínar rætur? Ekkert, alls ekkert. Það er engu líkara en við höfum aldrei skotið rótum, heldur séum við sprottin upp af spírum sem tilviljun ein réð hvar niður bar, þegar stormar blésu yfir Evrópu." Sá heimur, sem Lena Bergmann leiðir okkur inn í er ótrúlega fram- andi, þrátt fyrir hina rómuðu þekkingu okkar og upplýsingu. Uppvöxtur hennar í Rússlandi, flækingur fjölskyldunnar vegna stríðsins, kröpp kjör og ofsóknir vegna þess að fjölskyldan var gyð- ingar; fjölskyidusamfélagið, fjöl- skyldugerðin kannski öllu heldur. Þessi undursamlega skrítna og góða fóstra. Þetta kynnir Lena Arni og Lena Bergmann okkur á ljómandi lifandi og þekki- legan hátt. Þótt ég vænti þess, að þau hjón hafi ekki beinlínis verið að fara út í samanburðar- fræði með þessari bók, er afar fýsilegt að lesa um þessa tvo ein- staklinga, sem eru að vaxa upp, við þessi gerólíku skilyrði, hugsun- arhátt og siði. Og vita að síðar liggja leiðir þeirra saman. Velta fyrir sér, hvernig er hægt að bræða saman þessa ólíku heima. Fyrir íslendinga sem höfðu naumast nokkuð af stríðinu að segja, að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem önnur Evrópulönd, ég Mikið rit um mikið efni Bókmenntir Erlendur Jónsson Lúðvík Krisljánsson: ÍS- LENZKIR SJÁVARHÆTTIR. V. 498 bls. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. Reykjavík, 1986. Rit þetta er svo mikils háttar að örðugt er að gera því verðug skil í stuttri umsögn. Því skal stiklað á stóru. Eins og heiti ritsins ber með sér er Lúðvík Kristjánsson ekki einungis að lýsa íslenskum sjáv- arútvegi eins og hann hefur verið stundaður aldirnar í gegn- um — sem atvinnugrein. Þetta er ekki aðeins atvinnusaga held- ur einnig menningarsaga, þjóðlífslýsing. Sjórinn er svo nátengdur öllu þjóðlífi Islend- inga að fá eru slíks dæmi, jafnvel meðal eyþjóða. Nægir að benda á algeng orðtök í daglegu máli: að hafa eitthvað fyrir stafni, láta reka á reiðanum, taka djúpt í árinni — svo dæmi séu tekin. Þarna er sjómannamálið búið að fá svo algilda merkingu að mað- ur tekur ekki lengur eftir því. íslenzkir sjávarhættir fjalla ekki aðeins um fiskveiðar heldur líka allt annað gagn sem af sjón- um mátti hafa. I þessu síðasta bindi ritsins er einkum sagt frá hvalveiðum og fuglatekju. Hið fyrmefnda getur um þessar mundir talist »topic« meðal heimsmála. Lúðvík Kristjánsson bendir á að íslendingar hafi löngum nýtt hvalinn — ef til vill meir en menn gera sér ljóst nú. Orðin »hvalreki« og »hvalsaga« minna rækilega á hversu mikil gleðifrétt það var hungruðum lýð að hval hefði rekið á land. En íslendingar stunduðu líka hvalveiðar. Er allt í senn til vitn- is um það: gamlir lagabálkar. frásagnir og veiðarfæri. Þá var ýmiss konar hjátrú hvalnum tengd. Ofveiði á hval er hugsan- leg á tækniöld. En í þeim efnum hefur aldrei verið við Islendinga að sakast. Sjávarfuglanytjar heitir langur kafli. Af lestri hans má ráða hversu þær nytjar voru sterkur þáttur í atvinnusögu þjóðarinnar. Nú er litið á bjarg- sig sem fífldjarfa og spennandi íþrótt. Og sú var líka raunin; bjargsig krafðist áræðis og fími en var þó alltaf hættulegt. En það var ekki íþróttin sem freist- aði heldur lífsnauðsynin. Menn voru að sækja björg í bú. Enginn bjargfugl taldist þó til þvílíkra hlunninda sem æðarfuglinn. Æðarvarp hækkaði jarðamat svo um munaði eftir að dúnninn varð dýrindis söluvara. Hitt kann að vekja furðu hversu seint íslendingar taka að nytja æðardún svo um munar: »Kaupsetningin 1776 varð fyrsti umtalsverði hvatinn varðandi umsýslu æðarvarpsins,« segir Lúðvík Kristjánsson. Það er svo ekki fyrr en með endurreisn Al- þingis að bændur fara fram á »að þingið hlutist til um að lýst verði með nýju lagaboði fullri friðhelgi á æðarfugli kringum allt land, og sektir viðlagðar, ef hann sé drepinn af ásettu ráði.« Síðasti kaflinn í ritinu ber svo yfirskriftina Þjóðtrú og get- speki. Þar er meðal annars sagt frá aflaboðum og afladraumum, váboðum og feigðarboðum, kreddum, hindurvitnum og svo framvegis. En þar sem þetta er lokabindi fer líka talsverður hluti bókarinnar undir skrár ýmiss konar. Þarf ekki að geta sér til hvílík vinna hlýtur að liggja að baki því öllu. Ritinu lýkur með eftirmála höfundar — sem svo endar með þessum orðum: »Markmiðið með íelenzkum sjávarháttum er að kynna og skilgreina foma, íslenzka strandmenningu og minna með því á orð skáldsins Jóns Magnús- sonar: „Föðurland vort hálft er hafið.“« Þótt rit þetta beri nafn eins höfundar hafa fleiri unnið að verkinu. Ber þá fyrst að tilgreina konu höfundar, Helgu Jónsdótt- ur Proppé. Myndskreyting er Lúðvík Kristjánsson ríkuleg í þessu bindi sem hinum fyrri. Gamlar ljósmyndir eru dregnar fram í dagsljósið og birtar. Skýringarteikningar eru geysimargar í bókinni. Mest fer þó fyrir litmyndum sem Bjöm Rúriksson hefur tekið. Til að mynda era þama loftmyndir af flestum helstu fuglabjörgum landsins, auk þess af mörgum eyjum þar sem bjargfugl heldur sig. Myndir Björns spanna flest- ar vítt svið og gefa því góða yfirsýn yfir hvem stað fyrir sig. Bestar þykja mér myndirnar frá Vestmannaeyjum, t.d. af Ysta- kletti, Bjamarey, Súlnaskeri og Álsey. Björn hefur stillt svo til að ljós og skuggar njóti sín í landslaginu. Með því móti nær hann fram hrikalegri ásýnd hinna ókleifu hamraveggja. Það er stór ákvörðun sem höfundur tekur þegar hann ákveður að helga sig fyrst og fremst einu meginviðfangsefni. Lúðvík Kristjánsson hefur að sönnu sent frá sér fleiri rit og vissulega liggur ærin vinna á bak við sum þeirra. En með ís- lenzkum sjávarháttum hefur hann lagt fram ævistarf sitt. Og það er verk sem lengi mun standa. tala nú ekki um Sovétríkin, er lærdómsríkt að fara um stund inn í heim Lenu. Eins og mér fínnst það koma öldungis heim og sam- an, að Ámi man leikina og glensið og smábemskutragedíur í sínu umhverfi, er stríðið ekki bara nærri á bemskudögum Lenu, það er allt um kring. Hún lýsir þeim áram á áhrifaríkan hátt, tæpit- ungulaust og hvergi fannst mér votta fyrir mæðutón. Skólafrásagnir beggja hvort með sínum hætti era skemmtilegir kaflar. Og barátta Lenu og metn- aðargirnd, sem hún viðurkennir umbúðalaust, verður ósköp við- felldin. Hún er líka að berjast fyrir öðra en Árni heima á íslandi. Ef hún nær ekki þeim árangri að vera alls staðar fremst, getur hún ekki gert sér háar vonir um framtí- ðina. Einkum og aðallega vegna þess að hún er gyðingur. En þetta er allt í stakasta lagi, þau era bæði afbragðs námsmenn og segja frá því mjög blátt áfram, svona var það og það er engin ástæða til að miklast af því. Það era engar fréttir, að Ámi Bergmann er góður stílisti, skrifar fallegt en þjált og skemmtilegt mál. En það sakar ekki að ítreka það. Aðal Áma í bókinni fannst mér þó, hversu laus hann er við að taka sig hátíðlega og hefur húmor fyrir sjálfum sér og um- hverfi sínu og hófssöm írónía, sem fer aldrei of langt, er bara eðlileg og áreynslulaus og gerir frásögu alla ánægjulega aflestrar. Það er ekki tekið fram, hvort Lena Berg- mann skrifar sitt mál á íslenzku, hvemig sem því er nú háttað era kaflar hennar ljómandi vel skrifað- ir og á ágætu máli. í þeim öðravísi straumur, þyngri tónn og alvöra- meiri en samt er ekki langt í glettnina. Ég er ekki að bera þessa kafla saman, hvorki að gæðum né gildi. Ætlunin með þessari bók vænti ég zsé að draga upp myndir og segja sögubrot tveggja mann- eskja, sem alast upp við jafn ólíkar aðstæður og hugsazt getur. Og það hefur lánazt vegna þess að Lena og Ámi hafa frá því að segja, sem er gaman að hlusta á og í búningi, sem efninu hæfír. Því fínnst mér bókin eiga við okk- ur erindi. Ekki með neinum göslaragangi, ótímabæram yfír- lýsingum eða belgingslegum „ uppljóstrunum." Það er að mínum dómi styrkur þessarar bókar, hversu Árni og Lena segja okkur margt. Og tala þó hljótt. Fjórtán ára á föstu Bókmenntir Jenna Jensdóttir Eðvarð Ingólfsson Ástarbréf til Ara Skáldsaga Kápumynd: Almenna auglýs- ingastofan hf. Æskan 1985 Þau eiga heima í Reykjavík. Fjórtán ára gömul ákveða þau við fyrstu kynni að komast á „fast“ saman. Það gerist í afmælisveislu hjá sameiginlegum vini þeirra. Nokkra síðar fer Ari, söguhetj- an, til sumardvalar í íþróttabúðum úti á landi — frá stelpunni sinni. Að baki hans era erfíðleikar heim- ilisins, þar sem fósturfaðir hans liggur dauðvona, með illkynja æxli. Hálft í hvora fínnst Ara rangt að fara frá móður sinni og Laugu litlu, sem er fjögurra ára, undir þessum kringumstæðum. Sumarbúðimar era í Grænadal. Þær era eiginlega íþróttabúðir, þar sem 14—15 ára unglingar dvelja við knattspyrnu og fijálsar íþrótt- ir. Auk þess fara þau í bátsferðir út á vatnið og gönguferðir nær og fjær. Það er mikið fjör í mannskapn- um þegar íþróttimar era annars vegar. Strákar og stelpur keppa fyrir væntanlegt knattspyrnumót. Frásögnin úr heimi íþróttanna er spennandi. Ari hugsar mikið til Lindu, stelpunnar sinnar heima. Ástar- bréfín frá heni ylja honum — í byijun — og hann svarar í sömu mynt. En stelpan Tinna, aðlaðandi og ákveðin, sækist eftir kynnum við Ara í sumarbúðunum. Að vísu er hún á föstu á Sauðárkróki. Hún raglar Ara í ríminu. En línurnar skýrast. Linda er að missa áhug- ann. Það er annar strákur kominn í spilið. Lesandi kynnist hinum ólíkustu persónum í sumarbúðun- um. Þau kynni era á ýmsa vegu og stundum útilokað að lýsing á persónum gefí sömu mynd og fyr- ir höfundi virðist vaka. Eðvarð Ingólfsson Pilturinn Emil er „öðravísi en aðrir“. Hann er feitur og skrýtinn og á erfítt með að tjá sig. Slíkt vekur kátínu hjá Ara og félögum hans. Höfundur leggur Emil í munn setningar eins og: „Hann rak við — rak við — viðgerðarverk- stæði" ... Slík fyndni missir marks af því að í henni felst nístandi skilnings- leysi á vanmætti einstaklings, sem í þjáningu sinni þráir að geta tjáð sig eins vel og aðrir. Það er óþverraverknaður þegar strákamir bera Emil ofurliði. Taka nærbuxur hans og draga þær að hún en taka íslenska fánann niður að frumkvæði Ara, sem fínnst stelpumar kjaftaskjóður þegar þær segja frá þessu, en strákunum finnst þetta góð skemmtun. Eftir slíkan verknað er fyrirgefningar- beiðni með handabandi nánast fyrirlitleg. Einungis til þess vænleg að koma fómarlambinu í píslarvætt- ishóp. Líkamleg eða andleg vanhæfni meðbræðra á að vera snertipunkt- ur við það besta sem í mannseðli býr og skapa löngun til að reynast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.