Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
Erlend fj ármögnun
og gjaldeyrisreglur
- eftir dr. Sigurð B.
Stefánsson
Dr. Sigurður B. Stefánsson flutti
þetta erindi á ráðstefnu Verzlun-
arráðs íslands um erlent samstarf
og fjárfestingu, sem haldin var
4. nóvember síðastliðinn.
> Það hefur færst í vöxt í umræðum
um efnahagsmál á síðustu árum að
tengd séu saman flárfesting, innlend-
ur spamaður og halli eða afgangur
í viðskiptum við önnur lönd. Ef inn-
lendur spamaður er ekki nægilega
hátt hlutfall af landsframleiðslu til
að nægja fyrir innlendri Qárfestingu
þá kemur fram halli i viðskiptum við
útlönd og taka verður erlend lán til
að flármagna hallann. Ef þjóðhags-
legur spamaður er meiri en sem
nemur innlendri flárfestingu þá kem-
ur fram afgangur í viðskiptum við
útlönd og afgangurinn getur þá ann-
aðhvort runnið til að greiða niður
erlendar skuldir eða til að byggja
upp erlendar eignir þjóðarinnar.
I heildaryfirliti um íslenskan lána-
markað, sem nú hefur verið tekið
saman og birt á vegum Seðlabank-
ans, kemur fram að erlent fé í
lánakerfinu í árslok 1985 nam alls
72 milljörðum króna eða um 42% af
heildarskuldbindingum lánakerfisins.
Þar var voru löng erlend lán 66 millj-
arðar króna og erlend skammtímalán
umfram skammtímakröfur á útlönd
5,9 milljarðar. Þessar erlendu skuldir
svara til liðlega 1.700 milljóna doll-
ara. Á árinu 1986 er reiknað með
- snúrulausa ryksugan frá
AEG Ryksugan er hlaöin á smekklegri
veggfestingu og þar er alltaf hægt aö
grípa til hennar.
AEG Ryksugan fyrir heimiliö,sumarbústaöinn
og bílinn.
AEG Ryksugan er ómissandi þeim er reynt
hafa og freistandi þeim er séð hafa.
AEG
ALVEG
EINSTÖK
GAEDI
BRÆÐURNIR
ÐJ ORMSSON HF
Lágmúla 9, slmi 38820
SÖLUAOILAR:
Versl. Sveins Guömundssonar, Egilsstöðum. Rafbaer, Keflavlk.
Kf. Skagfiröinga, Sauöárkróki. Kf. Þingeyinga, Húsavlk.
Málningarþjónustan, Akranesi. Straumur, (safiröi.
Versl. Einars Guðfinnssonar, Bolungarvlk Árvirkinn, Selfossi.
Kf. Eyfiróinga, Akureyri. KEA. E.P. innréttingar, Vestmannaeyjum.
að vaxtagreiðslur vegna erlendra
lána nemi um 6,1 milljarði króna eða
um 8.500 krónum á mánuði á hverja
fjögurra manna fjölskyldu (eða hóp)
í landinu.
Árið 1970 svöruðu heildarskuld-
bindingar íslenska lánakerfisins til
rétt liðlega 12 mánaða framleiðslu
þjóðarbúsins en jukust frá því að
vera um 21% í árslok 1970 í 42% í
lok ársins 1985 en innlendur pen-
ingalegur spamaður rýmaði á sama
tíma sem hlutfall af heildarskuldum
lánakerfisins úr 79% í árslok 1970 í
58% í árslok 1985. Það þarf ekki að
rekja örlög innlends spamaðar á
síðasta áratug í löngu máli á þessum
vettvangi. í verðbólguumrótinu og
neikvæðum raunvöxtum rýmuðu
innlán bankakerfisins, sem em lang-
stærsti hlutinn af ftjálsum, innlend-
um spamaði, úr því að vera 41% af
landsframleiðslu á árinu 1970 í að-
eins 26% í árslok 1980. Úr þeirri
stöðu var orðið afar torvelt að fjár-
magna nauðsynlega flárfestingu í
íslensku atvinnulífi með innlendum
spamaði. Frá árinu 1980 hafa er-
lendar skuldir sem hlutfall af lands-
framleiðslu aukist úr tæplega 30% í
55% í lok síðasta árs eða hartnær
tvöfaldast. Samdráttur í útflutnings-
tekjum á árunum 1982 og 1983 átti
vissulega sinn þátt í þessari aukningu
en ónógur innlendur spamaður eftir
samfellda rýmum á áttunda áratugn-
um gerði hana óumflýjanlega.
Það er oft talað um greiðslubyrði
vegna erlendra skulda sem ákveðið
hlutfall af útflutningstekjum. Til
dæmis segir í Þjóðhagsáætlun fyrir
árið 1987 að greiðslubyrði afborgana
og vaxtagreiðslna af erlendum lánum
á árinu sé áætluð 19% af útflutnings-
telqum eða svipað og í fyrra. Jafn-
framt segir að greiðslubyrðin skiptist
því sem næst jafnt á milli afborgana
og vaxta. Þessi mælikvarði er að
vissu leyti misvísandi vegna þess að
hann gefur óbeint í skyn að 19% af
útflutningstekjunum sé varið til
greiðslna vegna erlendra lána. Þessu
er þó alls ekki þannig farið. í ár
vantar samkvæmt nýjustu þjóð-
hagsspá 2,2 milljarða upp á að
útflutningstekjur nægi fyrir innflutn-
ingi vöru og þjónustu eftir að greiddir
hafa verið vextir vegna erlendra
skulda. Þess vegna munu erlendar
skuldir aukast nokkum veginn sem
þeirri fjárhæð nemur og að auki verð-
ur að taka ný erlend lán fyrir öllum
afborgunum af eldri lánum. Á næsta
ári er talið að aðeins vanti 700 millj-
ónir króna upp á að útflutningstekjur
nægi fyrir vöxtum vegna erlendra
lána auk gjalda vegna innflutnings
vöm og þjónustu og verður það þá
í fyrsta sinn frá árinu 1978 sem er-
lendar skuldir aukast lítið sem ekkert
að nafnvirði. Enn eftir sem áður
verður þó að taka ný erlend lán fyr-
ir öllum afborgunum þar sem ekki
er afgangur í viðskiptum við útlönd.
Um síðustu áramót voru erlendar
skuldir ríkissjóðs, ríkisstofnana og
bæjar- og sveitarfélaga um 43% af
löngum erlendum lánum þjóðarinnar
og greiðslur afborgana og vaxta af
þeim hluta koma væntanlega beint
úr vasa skattgreiðenda. Hin 57% af
löngum erlendum lánum eru í hönd-
um atvinnurekstursins, en þar er um
að ræða erlend lán lánastofnana,
einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja.
Þessar miklu lántökur á síðustu fimm
til sex árum hafa orðið til þess að
lækka verulega eiginfjárhlutfall
íslenskra fyrirtækja. Samræmdar
tölur ná ekki lengra aftur en til árs-
ins 1979 en á því ári var eiginfjár-
hlutfall atvinnugreina að frátöldum
landbúnaði, fiskveiðum og fisk-
vinnslu 0,46. Á árinu 1984 var
eiginfjárhlutfall þessara atvinnu-
greina komið niður í 0,34 eftir að
hafa farið niður í 0,32 á árinu 1983.
Það er alveg ljóst að gífurlegur §ár-
magnskostnaður margra fyrirtækja
á árunum eftir 1980 hefur tekið til
sín bróðurhlutann af framlegð fyrir-
tækjanna og gengið mjög á eigið fé
þeirra. Fjármagnskostnaður vegna
erlendra lána á síðustu árum hefur
oft jafngilt 10—15% ársvöxtum um-
fram verðbólgu og enn hærri tölur
voru ekki fátíðar ef um var að ræða
mikið gengistap. Líklegast er að að-
eins lítill hluti þeirrar íjárfestingar
sem kostuð var með erlendum lánum
hafi skilað nægum arði til að standa
undir vaxtagreiðslum og gengis-
kostnaði. Jafnvel þótt betur hafi árað
í þjóðarbúskapnum og eiginfjárhlut-
fölí hækkað nokkuð og erlendar
skuldir sem hlutfall af landsfram-
leiðslu lækkað eitthvað er alveg ljóst
að jafnmikið erlent lánsfé og hér um
ræðir veldur miklu óöryggi í rekstri
og stóraukinni áhættu. Auk þessara
neikvæðu áhrifa rennur á ári hveiju
verulegur hluti gjaldeyristekna úr
landi til að greiða vaxtakostnað til
erlendra fjármagnseigenda.
Stefnan í gjaldeyrismálum þjóðar-
innar eða stefnuleysið hefur því leitt
til mikillar skuldsetningar atvinnu-
fyrirtækja; hún hefur valdið því að
nú renna úr landi vaxtatekjur sem
eru um það bil tvisvar eða þrisvar
sinnum hærri en raunvaxtatekjur
íslenskra sparifjáreigenda af öllum
Sigurður B. Stefánsson
inneignum í innlendum innlánsstofn-
unum; og hún hefur valdið því að
ríkissjóður verður af miklum skatt-
tekjum þar sem hár fjármagnskostn-
aður dregur úr arðsemi fyrirtækj-
anna.
II. Þróunin frá því
að erlendar skuldir
tóku að vaxa
Þessi óhagstæða þróun hér á landi
á áttunda áratugnum var þó ekkert
einsdæmi. Verðbólgurótið í kjölfar
olíuverðshækkananna 1973 til 1974
og 1979 varð til þess að þróun á fjár-
magnsmarkaði í mörgum nágranna-
löndunum varð í svipuðum dúr og
hér á landi. Eiginflárstaða fyrirtækja
versnaði, fjármagnskostnaður fór
hækkandi og hagnaður dróst saman.
Markaðurinn fyrir framtaksfé, þ.e.
hlutabréfamarkaður, dróst saman er
spariíjáreigendur leituðust við að
veija spamað sinn gegn rýmun af
völdum verðbólgunnar rétt eins og
gerðist hér á landi og fyrirtækin
þurftu að taka erlend lán rétt eins
og íslensk fyrirtæki.
En stjómvöld í mörgum ríkjum
tóku að bregðast við um og upp úr
1980 er íslendingar áttu enn eftir
að ganga í gegnum miklar efnahags-
þrengingar og yfir 100% verðbólgu
og raunar þau ár sem erlendar skuld-
ir hækkuðu mest. Mig langar til að
drepa stuttlega á viðbrögð stjóm-
valda í Frakklandi og Belgíu sem
dæmi.
Eiginfjárstöðu belgískra fyrir-
tækja hrakaði vemlega á 20 til 25
ára skeiði til ársins 1982. Á þessum
ámm varð verðbólga þess valdandi
að fyrirtæki urðu oftast að taka lán
í stað þess að selja skuldabréf og
oft varð að grípa til erlendra lána.
Skattlagning gerði einnig lántökur
hagkvæmari fyrir fyrirtækin heldur
en öflun eigin fjár. Frá 1975 til 1982
varð hagnaður fyrirtækja lítill, ekki
síst vegna mikils fjármagnskostnað-
ar, og þess vegna eftir litlu að
sækjast fyrir þá sem höfðu hug á
að festa fé í hlutabréfum. Þetta leiddi
til hærra lánsijárhlutfalls og þyngri
vaxtabyrði sem aftur varð til þess
að afkomu fyrirtækjanna hrakaði
enn. Afleiðingin varð minni fjárfest-
VITHETEX
JÓLATILBOÐ
PLASTMÁLNING:
1 litri 4 lítrar lOlítrar
Hvítt, beinhvítt,
hrímhvítt,drapp,
antikhvitt.
<
l
*
cr
o
225 kr. 740 kr. 1.768 kr.
MYNSTURMÁLNING: 160 kr. 598 kr. 1.390 kr.
MÁLAÐU ÓDÝRT FYRIR JÓLIN
FÆST í NÆSTU
MÁLNINGARVERSLUN
Tilbod þetta gildirtil 23.des.1986