Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Helmingur utanríkisviðskipa Is- lands er við Evrópubandalagið Mikilvægl að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri eftir Matthías A. Mathiesen í inngangi að skýrslu um utanrík- ismál, sem rædd var á Alþingi 15. apríl sl., komst ég þannig að orði, að nauðsynlegt væri af viðskiptaá- stæðum að fylgjast mjög náið með málefnum Evrópubandalagsins, _en helmingur utanríkisviðskipta ís- lendinga væri við bandalagið eftir að Spánn og Portúgal gerðust aðil- ar að því. Eg lagði til, að hið fyrsta yrði hafist handa um mörkun fram- tíðarstefnu gagnvart stórauknu stjórnmálalegu og efnahagslegu samstarfí ríkja EB, þar sem sérstök hliðsjón skyldi höfð af yfírlýsingu EB og EFTA-landanna í Lúxem- borg í apríl 1984. Það varð að ráði, að fyrst í stað skyldi unnið að eflingu skrifstofu fastafulltrúans hjá EB og af hálfu utanríkisráðuneytisins var kannað hvemig best yrði staðið að því. Niðurstaðan varð sú, að opna sér- staka skrifstofu við sendiráð íslands í Brussel, sem hefði það viðfangs- efni, auk þess að annast samskiptin gagnvart Belgíu og Lúxemborg, að fylgjast grannt með framvindu málefna Evrópubandalagsins og koma þar á framfæri íslenskum sjónarmiðum um leið og þess gerð- ist þörf. Þessi skrifstofa verður opnuð hinn 10. desember nk. í þess- ari grein mun ég víkja að nokkrum atriðum, sem ég tel að skipti máli í þessu sambandi. Að efla viðskipti við 320 milljönir neytenda Á fundi leiðtoga EB-ríkjanna í Mílanó í júní á síðasta ári var sam- þykkt áætlun, sem miðar að því að ríkin 12 verði orðin að einum mark- aði á árinu 1992. Fyrir þann tíma er stefnt að afnámi hvers kyns tak- markana á viðskiptum ríkjanna og aukinni samhæfíngu, td. varðandi tolla og önnur aðflutningsgjöld gagnvart utanaðkomandi aðilum, sem vilja flytja vöru og þjónustu, eða eiga önnur viðskipti við þennan risastóra markað 320 milljóna neyt- enda. Með sameiningu ríkjanna 12 á viðskiptasviðinu er stefnt að því marki, að evrópsk fyrirtæki verði betur í stakk búin til að keppa á heimsmörkuðunum við helstu sam- keppnisaðiia sína frá Japan og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þessi fyrirhugaða sameining er mun víðtækari en áður hefur þekkst milli svo margra sjálfstæðra ríkja og er þáttur þess draums margra Evrópumanna að álfan, eða flest ríki hennar, verði að lokum ein heild, einnig í stjómmálalegum efn- um. Vissulega þurfa ríki EB að yfirstíga margvísleg vandamál áður en þessu marki verður náð, en hinu er ekki að neita, að þetta er stefna aðildarríkjanna og væntanlega verður hún að veruleika, að því er viðskiptin snertir, einhvem tíma á næsta áratug. Það er mikilvægt, að menn átti sig á því sem í þessu felst, hér yrði ekki aðeins til stærsti markaður fyrir vörur og þjónustu, eins og við þekkjum af núverandi fríverslunarsamstarfí Evrópuríkja, heldur yrði EB að svæði án landa- mæra í bókstaflegum skilningi. Sameiningin mun því hafa margvís- legar stjómmálalegar afleiðingar, sem erfítt er að sjá fyrir á þessari stundu. En meðal þátta, sem sam- einingin mun vafalaust snerta, eru t.d. öryggis- og vamarmál. Meðal þeirra efnahagslegu þátta, sem nú er unnið að innan EB, em t.d. samræming skatta og tollalaga og sameiginlegt mynt-svæði. í framtíðinni munu evrópsk fyrirtæki auka samvinnu sín á milli og það verður auðveldara að láta markaðs- lögmálin ráða, en það mun þegar fram líða stundir leiða til aukinnar framleiðni og verkaskiptingar. Þetta er þó vitaskuld framtíðar- sýn, sem auk þess hefur meiri þýðingu fyrir ríkin innan EB heldur en ríki, sem standa utan þess. Eigi að síður er mikilvægt að ríki utan bandalagsins fylgist vel með fram- vindunni og marki sér stöðu gagnvart henni. Sérstaða EFTA-ríkj- anna utan Evrópu- bandalagsins Ýmsar ástæður valda því, að ríkin sem standa að EFTÁ kjósa sér framtíð utan Evrópubandalags- ins. Hvað Islendinga snertir ræður þar mestu sérstaða framleiðslunnar og fámenni landsins. Hins vegar eru Islendingar evrópsk þjóð og sem slíkir viljum við eins náin og greið samskipti við álfu okkar og mögu- legt er, án þess að fóma í nokkru fullveldi okkar og ráðstöfunarrétti á gæðum lands og sjávar. Ónnur EFTA-ríki hafa svipaða stöðu. Þetta eru fremur fámenn ríki sem búa við góð lífskjör og eru því f heild góður markaður fyrir önnur ríki Evrópu. Það eru því sameigin- legir hagsmunir, sem ráða því að bandalögin tvö hafa myndað með sér svo náin samskipti, sem raun ber vitni. Þess má geta td., að íbú- ar EFTA-ríkjanna eru nú aðeins um 0,7% af íbúum heimsins en þessi ríki eiga um 5% af heildarútflutn- ingi og um 5% af heildarinnflutningi í heimsviðskiptum, samkvæmt áætlunum OECD. Flest ríkjanna eru mjög háð utanríkisviðskiptum, td. ísland, en u.þ.b. helmingur þjóð- arframleiðslu okkar fer í útflutning. Samstarf við EFTA og EB til mikils ábata fyrir Island Við inngöngu íslands í EFTA fyrir 15 árum réð mestu sú hugs- un, að nauðsynlegt væri „að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífíð", svo vitnað sé til gamalkunnugs orða- lags. Felldar voru niður í áföngum ýmsar hömlur á iðnaðarvöru frá öðrum aðildarríkjum og um svipað leyti voru gerðir tvíhliða samningar um fríverslun iðnaðarvara við EB. Þetta átti að auðvelda okkur að keppa við aðrar þjóðir á nýjum svið- um framleiðslunnar. Þetta samstarf hefur verið okkur til mikils ábata, enda hefur verið tekið tillit til sér- stöðu í framleiðslu þjóðarinnar og við fengið niðurfellingu tolla á okk- ar útflutning, sem að mestu er sjávarafurðir, þótt fríverslunarsam- starfíð miðist að öðru leyti og almennt við iðnaðarvörur. Ég vil geta þess hér, að það var viðreisnarstjómin sem á sínum tíma markaði þessa framsýnu stefnu gagnvart samstarfí ríkja Evrópu. í tíð þessarar ríkisstjómar hefur síðan verið byggt á þeim grunni og nýjasta dæmið er ákvörðunin um að efla og treysta samskiptin við EB með opnun sérstakrar skrif- stofu. íslendingar á verði í viðskiptaþróun EB Meðal þeirra atriða sem huga þarf að gagnvart Evrópubandalag- inu eru samskipti hinna tveggja fríverslunarsvæða í Evrópu, þ.e. EB og EFTA, en samskiptin þar á milli hafa jafnan verið mjög náin og góð. Eftir að Bretar og Danir gengu úr EFTA og í EB snemma á síðasta áratug voru gerðir tvíhliða fríversl- unarsamningar milli bandalagsins og hvers EFTA-ríkis, eins og minnst var á hér að framan. Samstarfíð var enn treyst á sameiginlegum fundi ráðherra EFTA- og EB-ríkja í Lúxemborg fyrir tveimur árum, þar sem lýst var yfír vilja til að færa samvinnu samtakanna út fyrir fríverslunarsamninga, svo hún nái einnig t.d. til orkumála, efnahags- mála, samgangna og umhverfis- mála. Á fundinum var rætt um ýmsar vemdaraðgerðir aðrar en tolla, t.d. ríkisstyrki og aðrar óbein- ar viðskiptahindranir í vegi þeirra, sem vilja eiga viðskipti við ríki EB. Miklir hagsmunir í húfi í þessum efnum verða íslending- ar ávallt að vera vakandi ekki síst vegna sérstöðu sinnar og einhæfs útflutnings. Valdamiklir aðilar inn- an bandalagsins vilja tengja saman viðskiptafríðindi og fískveiðirétt- indi, þannig að togarar frá banda- lagsríkjunum fái að veiða á íslandsmiðum í staðinn fyrir niður- Matthías Á. Mathiesen 0 „Ymsar ástæður valda því, að ríkin sem standa að EFTA kjósa sér framtíð utan Evrópu- bandalagsins. Hvað Islendinga snertir ræð- ur þar mestu sérstaða framleiðslunnar og fá- menni landsins. Hins vegar eru Islendingar evrópsk þjóð og sem slíkir viljum við eins náin og greið samskipti við álfu okkar og mögu- legt er, án þess að fórna í nokkru fullveldi okkar og ráðstöfunarrétti á gæðum lands og sjáv- ar.“ fellingu tolla eða annarra viðskipta- hindrana. Sú afstaða lá að baki deilunnar sem reis á milli íslands og EB fyrir tveimur árum þegar bandalagið hugðist fella úr gildi einhliða tollaniðurfellingu banda- lagsins á innfluttum saltfíski, saltfískflökum og skreið, í tengslum við aðild Spánar og Portúgals. að bandalaginu. Slík ráðstöfun hefði haft mjög alvarleg áhrif og þýtt að saltfískur og skreið lenti í allt að 13% tolli en saltfískflök í allt að 20% tolli. Þessar vörur hafa verið tollfrjálsar allt frá 1971 og þess má geta að útflutningurinn, sem hinn fyrirhugaði tollur átti að taka til, nemur á milli 10 og 15% af heildarútflutningi Islendinga. Hér eru því miklir hagsmunir í húfi, sem tókst að leysa í þetta skipti, en enginn vissa er fyrir því að slík mál eða önnur sams konar geti ekki komið upp á nýjan leik. Að nýta samstarf á sviði hátækni og visinda Af framangreindum sökum hlýt- ur mest að brenna á okkur sjálfum gagnvart EB. Ríkisstjóm hefur full- an skilning á því og hefur gætt þess, að íslendingar geti nýtt sér samstarf Evrópuríkja, t.d. á sviði hátækni og vísinda, eins og nýleg aðild að EUREKA er til vitnis um. Að auki er með opnun framan- greindrar skrifstofu hjá EB verið að leggja grunn að bættum tengsi- um við EB, en það er dæmi um viðbrögð við þeirri stórauknu þýð- ingu sem Evrópubandalagið mun fá í framtíðinni. íslendingar hafa í öllum meginatriðum staðið vel að þessum málum til þessa, t.d. með aðild sinni að EFTA og nú á að bæta skilyrðin fyrir því, að svo megi áfram verða. Höfundur er utanríkiaráðberra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.