Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Ávextir á ótal vegii Eitt sinn var það fiskur, í annan sinn kjöt, en nú eru það 220 ávaxta-og berjaréttir sem koma fyrir í þriðju mat- reiðslubók Kristínar Gestsdóttur, heimilisfræðikennara. Morgunblaðid/Einar Falur Höfundur 220 gómsætra ávaxta- og berjarétta, Kristín Gests- dóttir og eiginmaðurinn Sigurður Þorkelsson, sem myndskreytti bókina, en teikningarnar hér eru úr henni. Kumquat, Litchi, Kaki, Mango - nöfn sem ekki eru beint á hvers manns vörum og kannski ekki að undra, ávextirnir sem bera þau eru ekki beint á hvers manns borði allan ársins hring. Þegar þá er hins vegar hægt að fá standa menn stundum ráðalausir með hvernig á að borða þessa framandi ávexti og matreiða. Úr því hefur nú verið bætt og það heldur betur því að ofangreindir ávextir eru aðeins nokkrir af mörgum sem fjallað er um í bók Kristínar Gestsdóttur, 220 gómsætir ávaxta- og berjaréttir, sem kemur út í næstu viku hjá Erni og Örlygi. „Þó framandi ávextir hljóti stóran kafla í þessari bók, eiga þó okkar algengu og ódýrari ávextir og ber fleiri og stærri kafla, og ekki gleymast íslensk ber, jafnt algeng sem óalgeng. íslenskar jurtir, svo sem rabbari, súrur og hvönn fá sinn kafla líka í bókinni. Meðal beijanna eru ylli- ber og reyniber, sem vaxa víða í görðum, en fáum hugkvæmist að nýta.“ Þannig kemst höfundur m.a. að orði í inngangi bókarinnar, sem hún segir hafa veríð þá skemmti- legustu sem hún hefur unnið að, en eftir Kristínu liggja tvær áður útgefnar matreiðslubækur, 220 gómsætir sjávarréttir og 220 Ijúf- fengir lambakjötsréttir, ir með uppskriftum eftir hana og mynd- skreytingum eftir eiginmanninn Sigurð Þorkelsson, sem einnig leggur hönd á plóginn í ávaxta og beijabókinni. Einnig eru í bók- inni litmyndir á 16 síðum eftir Guðmund Ingólfsson. En af hveiju ávextir og af hveiju 220 upp- skriftir? Því svarar Kristín brosandi, „Talan 220 er hrein tilviljun sem varð þegar ég hafði lokið við fyrstu bókina og taldi saman hvað uppskriftirnar væru margar. Þær reyndust 220 og þar með var nafnið á bókinni komið. Svo hef ég haldið mig við þessa ágætu tölu.“ - Það hefur ekki reynst erfítt að fínna ávexti í 220 rétti? „Nei, það var langt því frá og þess vegna hefði ég getað haft í bókinni 330 rétti. Það er komið hér gott úrval af ávöxtum í versl- anir þó að þeir séu ekki allir til á sama árstíma eða oft, en það er ekki nema einn ávöxtur sem ég tiltek í bókinni sem ekki hefur verið fluttur hingað inn. Það er ananaskirsuber, en hlýtur að koma brátt til landsins. Aðrir ávextir sem koma fyrir í bókinni hafa allir verið til hér, þó þeir séu komir langt að, t.d. eru margir ættaðir frá Kína og Japan og svo eru ávextir frá Malasíu, Indlandi, Brasilíu og víðar, sem Qallað er um. Reyndar er i upp- hafí hvers kafla sagt frá uppruna viðkomandi ávaxta, ræktun og fleiru.“ — Avextimir í bókinni, eru þeir dýr fæða? „Avextir hér á landi eru yfír- leitt of dýrir, því ber ekki að neita og framandi ávextir sem koma hingað er yfírleitt mjög dýrir. En bókin er nú ekki bara um þá, í henni eru 37 kaflar og margir þeirra fjalla um algengu og íslensku ávextina. Sem dæmi þá er ég með marga rétti úr krækibeijum og bábetjum þar sem ég nýti þau öðruvísi en vani hefur verið, set þau gjaman í hlaup og hef í réttum með öðrum ávöxtum," segir Kristfn, en f bók- inni er að fínna kafla um bláber, brómber, hindber, hrútaber, jarðaber, kirsuber, krækiber, mýr- arber, reyniber, rifsber, sólber, stikkilsber, vínber og ylliber, þannig að af nógu er að taka. Aðrir ávextir sem Q'allað er um, fyrir utan hina svokölluðu fram- andi ávexti, em ananas, appelsfn- ur, aprikósur, bananar, döðlur, epli, ferskjur, greipaldin, hvönn, kíví, límónur, mandarínur, melón- ur, perur, plómur, rúsínur, sítrón- ur, súrur, sveskjur ofl., að ógleymdum rabbara sem reyndar telst til grænmetis, þó hann sé yfírleitt notaður sem ávöxtur. - Hvemig rétti er um að ræða? „Aðallega eru þetta ábætisrétt- ir, kökur, drykkir, bæði óáfengir og áfengir, sulta, saft, krapréttir (sorbet) og einstaka forréttir. Þegar ég setti bókina saman reyndi ég bæði að vera með bæði fjölbreytta rétti og tók mið af því að fólk vill helst hafa matseldina auðvelda og einfalda." - Þú segir að þetta hafi verið skemmtilegasta matreiðslubókin að vinna að. Hvað gerði vinnuna svona skemmtilega? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð úr ávöxtum og berjum og það er nokkuð langt um liðið frá því að mig langaði að vinna svona matreiðslubók. Svo var undirbúningurinn að henni mjög skemmtilegur, til dæmis fannst mér gaman að eiga við hvönnina og matreiða úr henni, sem og úr svo mörgum öðrum ávöxtum sem þama koma fyrir. Það verður endalaust að prófa réttina, breyta og bæta og ávext- ir verða ekki eins leiðigjamir og Ld. fískurinn. Þegar ég var að undirbúa fískréttabókina til dæm- is, þá var nú heimilisfólkið orði svolítið þreytt á fiskiréttum og dóttir mín tilkynnti einhvem tíma að það væri nú allt í lagi að borða físk hjá mér alla daga, en ekki á sunnudögum. Hins vegar hefur enginn kvartað yfír ávaxtaréttun- um, hvorki á virkum dögum eða um helgar“ segir Kristín. I m l>a BaiMiialtuAingiir BaujnaLaka nii-A Laranu llu Baiiakri-niMi-ina l)jii|iMriklir liananar nirA LnLmmjoli Bananar nu-A MiLLiilaAihuA Bananar nirA uiöndliiniaLrtMliini ng suLLulaAi Bananar mrA niaLninuLöLuni ng nian-ng% Bananar nu-A LaranirlliilniA BananaLrafi BananadrvLLur (afrngurl SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Vorum að fá til sölu m.a.: Með bflskúr — laus strax 4ra herb. við Hvassaleiti. Rúml. 100 fm á 4. haeð. Sérhitaveita. Sér- þvottahús í íb. Stórt íbúöar- eða föndurherb. í kj. m. snyrtingu. Skuldlaus. Nýleg eign á góðu verði Parhús á einní hæð. 160 fm nettó m. bflsk. 4 góð svefnherb. m. innb. skápum. Viðarklæðn. f loftum. Húsið stendur á stórri ræktaðri lóð neðarl. í Seijahverfi. Laust 1. júnf nk. Glæsileg íbúð — laus strax 3ja herb. íb. við Engjasel. Á 2. hæð 85,6 fm nettó. Sér þvottaaöstaöa í íb. Eldhús og bað mjög vandaö að öllum búnaöi. Ágæt sameign. Bflhýsi fylgir. Frábært útsýni yfir borgina og nágr. fb. var að koma í sölu. Steinhús á glæsil. útsýnisstað Á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er 110x2 fm, hæð og jarðhæð. Ennfremur góð rishæð, 4 herb. og snyrting m.m. Eignin getur verið íbhúsn. 2-3 íb. eða til margskonar annarra nota. Viðbygging — verk- stæöi um 70 fm fylgir. Eignarlóð. Teikn. á skrifst. Skipti mögul. á sérhæð m. bílsk. Hentar smið eða laghentum Járnklætt timburhús hæð og ris á steyptum kj. í gamla Austurbænum skammt frá Landssmiöjunni. Húsiö er rúmg. 4-5 herb. íb. Grunnfl. tæpir 50 fm. Endum. ekki lokið. Sanngjarnt verð. Teikn. og myndir á skrifst. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Oska m.a. eftir sérhæðum, raö- húsum, einbhúsum. Margskonar eignask. mögul. Látið Almennu fasteignasöluna annast um kaupin og söluna eða skiptin. Opið í dag laugardag Kl. 11.00-16.00. ALMENNA FASTEIGMASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Opið til kl. 4 í dag Torino sófasett með leðri kr. 118.800 stgr. Með áklæði kr. 70.200 stgr. Ef þú ert í húsgagnaleit, líttu þá við. VAIHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 685375 og 82275.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.