Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 41 Starfsfólkið vill kaupa - borgin metur hlut sinn á 700 milljónir króna Mikil andstaða starfsfólks á fundi með borg- arsljóra gegn því að ríkið kaupi spítalann STARFSMANNARÁÐ Borg- arspítalans hefur farið fram á viðræður við borgarstjórn Reykjavikur um myndun sjálfs- eignarstofnunar sem kaupi og reki Borgarspítalann ef ákveðið verður að selja spítalann. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem starfsfólk Borgarspitalans hélt með Davíð Oddssyni borgar- stjóra í gær og þar kom einnig fram að borgin metur eignarhlut sinn i spítalanum á um 700 milj- ónir á núvirði auk 15% af byggingarkostnaði spítalans. „Við förum fram á þessar viðræður til að geta haldið sjálfstæði spítal- ans sem bestu og mestu. Við teljum það mikilvægt fyrir heilbrigðis- þjónustuna í landinu og það sé mikilvægt að við, starfsfólkið, fáum að vera með í rekstrinum en ekki að við séum eitthvert útsker ríkis- báknsins. Á þann hátt getum við veitt fólkinu í Reykjavík vandaða heilbrigðisþjónustu," sagði Ásgeir B. Ellertsson formaður starfs- mannafélags Borgarspítalans á fundinum. Davíð Oddson borgarstjóri svar- aði því til að borgin stæði nú í viðræðum við ríkið um kaup á spítalanum og hann vildi ekki ganga til samninga við starfsfólk án þess að fá til þess umboð frá borgar- ráði. „Ég veit ekki hve raunhæft þetta tilboð er. Hér er um að ræða miklar fjárskuldbindingar, og ég er ekki viss um að alvara fylgi máli. En ég er tilbúinn til að ræða þetta óformlega og síðar formlega ef efni standa til,“ sagði Davíð. Á fundinum voru Davíð Oddsyni afhentir undirskriftalistar starfs- fólks Borgarspítalans þar sem fyrirhugðari sölu spítalans er harð- lega mótmælt, og þeir starfsmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir andvígir sölu spítalans, sér- staklega þar sem væntanlegur kaupandi er ríkið. Ásgeir B. Ellertsson benti á að það væri í algerri andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins að auka ríkisvaldið á þennan hátt. Auðunn Svavar Sigurðsson læknir sagði m.a. að honum þætti það sérkenni- legt að heyra flokksbræður sína halda því fram að eina lausnin á rekstrarvanda spítalans væri að auka ríkisafskiptin. Auðunn sagði ennfremur að það væri stórslys í íslenskri heilbrigðissögu ef Borg- arspítalinn 'yrði seldur ríkinu og þannig settur undir Ríkisspítalana. Þetta myndi fyrst og fremst bitna á sjúklingum. „Þegar ríkið verður búið að missa tökin á rekstrinum, eins og allsstaðar gerist, þá hættir það að veita þjónustu," sagði Auð- unn Svavar. Magni Jónsson formaður lækna- félags Borgarspítalans sagði að það hefði komið eins og köld vatnsgusa framan í starfsfólk spítalans þegar fréttir bárust um fyrirhugaða sölu. „Mannlegi þátturinn gleymdist. Spítali er ekki hús heldur starfs- fólkið og þekkingin sem hann hefur til að veita þeim þjónustu sem þang- að koma. Og fólk verður reitt þegar það kemst að því að þeir sem reka Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ásgeir B. Ellertsson afhendir Davíð Oddssyni undirskriftalista starfs- fólks Borgarspítalans þar sem fyrirhugaðri sölu spitalans er mótmælt. spítalann hafa ákveðið að selja hann,“ sagði Magni. Gagnrýnt var á fundinum að fyr- irhugað er að setja Borgarspítalann á föst flárlög og talið að sú upphæð sem fyrirhugað er að veija til rekst- urs spítalans á næsta ári hrökkvi skammt. Davíð Oddsson sagði þetta einmitt aðalástæðuna fyrir að borg- in vildi selja spítalann. Ef ákvarðan- ir um rekstrarfé teknar í upphafi árs á alþingi stæðust ekki yrði það látið bitna á þeim sem á og rekur spílalann, það er Reykjavíkurborg. „Við venjulegar aðstæður hefði ekki komið upp í huga mér að selja Borgarspítalann. En ég tel að mér beri að tryggja hag borgarinnar og borgarbúa sem eiga Borgarspítal- ann að hluta og borgarsjóð að öllu lejrti, eins vel og mér er unnt,“ sagði Davíð Oddsson. Starfsfólk Borgarspítalans fjölmennti á fund sem haldinn var i spítalanum í gær með Davíð Oddssyni borgarstjóra. Borgarspítalinn: Strax og eldsins varð vart, var lestin opnuð og sjó dælt niður. Talsverður eldur oar revkur var i lestinni er hún var opnuð. Slökkvistarf um borð í Hofsjökli EINS og fram hefur komið í frétt- um kom upp eldur í flutningaskip- inu Hofsjökli út af Grænlandi síðastliðinn sunnudag. Orsök elds- ins var skammhlaup í lausu geymasambandi í bifreið, sem var um borð. Eldsins varð vart um klukkan 10 á sunnudagsmorgunn og það tók skipveija um klukku- stund að ráða niðurlögum hans. Einn skipveija, Ámi Halldórsson, tók myndir af viðureigninni við eldinn og lýsa þær atvikum og aðstæðum um borð. Þeir Araar Magnússon og Gunnar Eggertsson komust fyrstir niður í lestina með aðstoð reykköfunartækja. í illa brunninni lestinni má grilla í bílinn, sem eldurinn kom upp í. Araar Magnússon beinir vænni gusu af sjó að bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.